Morgunblaðið - 17.03.1991, Page 44
varða i
Landsbanki
íslands
i Banki allra landsmanna
Bögglapóstur
um flllt lond
PÓSTUROGSÍMI
MORGUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTIIÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Háskóli Islands:
Stúdentar í
fyrsta sinn
"fleiri en 5000
STÚDENTAR við Háskóla ís-
lands eru í fyrsta sinn orðnir
fleiri en fimm þúsund. Konur eru
í meirihluta og hafa verið undan-
farin ár og svo virðist að þær
styrki stöðu sína enn frekar ef
nýskráningar eru skoðaðar.
„Skráðir stúdentar eru 5.101 á
þessu skólaári en voru 4.638 á síð-
asta skólaári," segir Brynhildur
Brynjólfsdóttir, deildarstjóri nem-
endaskráningar háskólans.
Heimspekideild er fjölmennasta
deild skólans, en þar eru 1.170
skráðir til náms. Félagsvísindadeild
"^fer næst fjölmennust með 951 stúd-
ent. Læknadeiid er í þriðja sæti en
þar eru 832 skráðir. Læknadeild
samanstendur af fjórum ólíkum
námsbrautum og því áhöld um
hvort hún eða viðskipta- og hag-
fræðideild eru í þriðja sæti, en þar
eru 786 við nám. í raunvísindadeild
eru 512, lögfræðinám stunda 432
og í verkfræði eru 284.
Konur eru í meirhluta í Háskól-
anum og hafa verið frá 1987. Hlut-
ur kvenna er 55,4% og ef hlutfall
nýskráðra er skoðað kemur í ljós '
að konur eru 56% þeirra sem hófu
nám í haust. „Það hefur ekki verið
kannað sérstaklega, en mér virðist
sem hlutur kvenna í brautskráðum
stúdentum fari einnig vaxandi,“
sagði Brynhildur.
----------------
Alþjóðavinnu-
málastofnunin:
Umfjöllun um
kæru BHMR
* varfrestað
NEFND Alþjóða vinnumálastofn-
unarinnar (ILO) í Genf, sem fjall-
ar um kæru Bandalags háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna
gegn ríkisstjórninni vegna setn-
ingar bráðabrigðalaganna síð-
astliðið sumar, hefur frestað
umfjöllun um málið þar sem
umbeðin gögn frá ríkisstjórninni
hafa ekki borist nefndinni. Þetta
kemur fram í bréfi til Páls Hall-
dórssonar formanns BHMR, sem
honum barst frá stofnuninni í
síðustu viku.
Að sögn Gylfa Kristinssonar,
_deildarstjóra í félagsmálaráðuneyt-
'mu, barst. ráðuneytinu ítrekun í
bréfi frá Alþjóðavinnumálastofnun-
inni á föstudag, þar sem óskað er
eftir að málsgögn stjórnvalda berist
fyrir 15. apríl.
BHMR sendi kæru sína til Al-
þjóða vinnumálastofnunarinnar í
nóvember á síðasta ári. í bréfinu
til BHMR í síðustu viku, segir for-
maður nefndarinnar, Bernard Gern-
igon, að nefndin hafi komið saman
í febrúar til að taka kæruna fyrir.
Þar sem ekki hafi enn borist þau
gögn frá stjórnvöldum sem óskað
- --íiafði verið eftir, ákvað hún að
fresta umfjöllun sinni. Páll Hall-
dórsson sagðist í gær ekki vita
hvaða töfum þetta ylli á málinu né
af hveiju stjórnvöld hefðu ekki sent
svör sín til stofnunarinnar.
Gylfi sagði að beiðni ILO um
skýringar frá ríkisstjórninni hefðu
borist í janúar en vegna vinnuálags
hefði ekki reynst unnt að ganga
frá málinu. i
Morgunblaðið/Sigurgeir
SIGLING
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Þjóðarsáttin sýndi þroska
en eftir er hlutur ríkisins
DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir í samtali við
Morgunblaðið í dag, að viðsemjendur hafi sýnt geysilegan þroska þeg-
ar þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir fyrir rúmu ári, en ríkisstjórn-
in hafi ekki notað það svigrúm sem gafst, eins og hcnni bar. „Ilöfuð-
kost þjóðarsáttarinnar tel ég þann, að með henni hefur orðið almenn-
ur skilningur á því að kjör batna ekki með einhverjum stórkostlegum
próscntuhækkunum !auna,“ segir Davíð.
I samtalinu sem birtist í blaðinu
í dag á bls. 10-13 segir Davíð Odds-
son, að hörðustu frjálshyggjumenn-
irnir í Sjálfstæðisflokknum verði að
hafa skilning á því að flokknum verði
ekki breytt úr breiðum fjöldaflokki
yfiri einhvern flokk þröngra lífsskoð-
ana, eins og hann kemst að orði.
Davíð segir að samtök atvinnurek-
enda séu mikilvæg og honum beri
skylda til þess sem formanni Sjálf-
stæðisflokksins að eiga við þau góð
samskipti. Hann telur sömuleiðis að
þau hljóti að þurfa að eiga góð sam-
skipti við sig, sem aðra forystumenn
í landinu.
Davíð segir í samtalinu að íslend-
ingar eigi að ganga til viðræðna
vegna EB-EFTA samninga með því
hugarfari að „ná fram okkar mark-
miðum, en ekki endilega til þess að
gerast þátttakendur í einhveijum
heildarpakka. Eg sé ekki að við þurf-
um á þessu augnabliki að hrökkva
eða stökkva - við höfum ekki verið
seldir," segir Davíð Oddsson.
Sjá viðtal við Davíð Oddsson
bls. 10, 12 og 13.
Reykjavík:
fjórar lík-
amsárásir
í fyrrinótt
AÐFARANÓTT laugardagsins
bárust lögreglunni í Reykjavík
fjórar tilkynningar um að ráðist
hafi verið á fólk. Lögreglan
handtók þrjá árásarmannanna,
allt unga pilta, en sá fjórði er
ófundinn.
Þijár þessara árása voru í mið-
borginni. Ráðist var á fólk í Aust-
urstræti, Tryggvagötu og í Póst-
hússtræti. Fjórða árásin var gerð
í Armúlanum.
Að sögn lögreglunnar voru þrír
fluttir á slysadeild með áverka, en
þeir voru ekki taldir alvarlegir.
-----*-*-*--
Atvinnu-
ástand
batnaði í
febrúar
UM 2.200 manns voru atvinnu-
lausir á landinu að meðaltali i
febrúarmánuði síðastliðnum.
Það svarar til um 1,7% af vinnu-
færu fólki. Atvinnuleysi minnk-
aði frá janúarmánuði, en þá
voru um 3.200 manns atvinnu-
lausir, sem svarar til 2,5% af
mannafla.
Fækkun atvinnulausra varð
nánast öll utan höfuðborgarsvæð-
isins, en þar var atvinnuástandið
nánast óbreytt milli mánaða, 1,2%
vinnufærra manna voru atvinnu-
lausir. A landsbyggðinni minnkaði
atvinnuleysi úr 4,4% í janúar í
2,5% í febrúar. Það er engu að
síður rúmlega helmingi meira en
í höfuðborginni.
Mest atvinnuleysi úti á landi var
á Norðurlandi vestra, 4,1%, og á
Austurlandi, 3,4%. Flestir höfðu
hins vegar vinnu á Vestfjörðum,
þar var aðeins 0,2% atvinnuleysi.
Atvinnuleysi er meira hjá konum
en körlum, eða 1,8% á móti 1,6%.
Atvinnuleysi síðasta virka dag
febrúarmánaðar var 2.300 manns,
sem er aðeins yfir meðaltali mán-
aðarins. Að áliti vinnumálaskrif-
stofu félagsmálaráðuneytisins
gæti það bent til þess að áhrif
loðnubrestsins séu ekki komin
fram áð fullu í atvinnuleysistölum.
Reynslan af 000 hér er slæm
Undirbúning-ur hafinn að því, að neyðarnúmer allra Evrópulanda verði 112
REYNSLAN af 000 sem neyðarnúmeri hér á landi er yfirleitt slæm.
Hætt hefur verið við notkun þess á Suðurlandi, en nýlega var númer-
ið tengt í ísafjarðarsýslu. Nauðsynlegt er að koma upp neyðarnúm-
eri, sem sinni daglegri neyðarþjónustú fyrir allt landið, að sögn
Guðjóns Petersens framkvæmdastjóra Almannavarna ríkisins.
I fyrstu var rætt um að nota 999 það upp. Hins vegar er ekki hægt
sem neyðarnúmer en nú hefur tek- að taka upp 112 hér núna, þar sem
ist samkomulagi um að nota 112 innan hvers svæðis eru númer, sem
sem neyðarnúmer í Evrópu og bytja á 112 og til að hægt sé að
Danmörk var fyrsta landið, sem tók nota það yrði að leggja niður öll
númer, sem byrja á 11.
I Keflavík og á Akranesi hefur
neyðarnúmerið 000 verið tengt lög-
reglunni undanfarin ár. Sárasjald-
an er tilkynnt um óhöpp í þessu
númeri í Keflavík. Hins vegar er
mikið hringt og þá er það vitlaust
númer eða börn eru að fikta. Hjá
lögreglunni á Akranesi er mikið
um samslátt og númer, sem enda
á 0, lenda hjá henni. Á Selfossi er
000 ekki lengur tengt, þar sem
númerið var ónothæft. Þar var
ekki hægt að rekja samtöl þegar
hringt var í 000 en þess er krafist
þegar um neyðarnúmer er að ræða.
Hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum
hefur 000 gefið góða raun.
Sjá Baksvið bls. 6.