Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
66. tbl. 79. árg.
MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Seðlabankastj óri
Þýskalands:
Efnahags-
samruninn
mistókst
Brussel. Reuter.
ÞÝSKI seðlabankastjórinn Karl
Otto Pöhl sagöi I gær að efna-
hagssamruni þýsku ríkjanna 1.
júlí í fyrra hefði mistekist hrapal-
lega og Evrópubandalagið ætti að
draga lærdóm af þeim mistökum
í tilraunum sínum til að koma á
sameiginlegu myntkerfi.
Pöhl lét þessi orð falla á fundi
með nefnd Evrópuþingsins í Brussel.
Hann sagði að vestur-þýska markið
hefði verið tekið upp í austurhluta
Þýskalands á röngu gengi og án
nægilegs undirbúnings. Afleiðing-
arnar hefðu verið hörmulegar.
Seðlabankastjórinn kvaðst nefna
þetta til að minna leiðtoga EB á að
varasamt væri að sameina myntkerfi
ríkja, sem stæðu misjafnlega að vígi
efnahagslega. í október sl. var
ákveðið að hefja annan áfanga undir-
búnings undir sameiginlega mynt
bandalagsins 1. janúar 1994.
-------» ♦ ♦
Bretland:
Skattastefn-
an breytist
Her Júgóslavíu:
Borgara-
stríði verð-
ur afstýrt
Belgrad. Reuter.
HER Júgóslavíu hefur gefið út
tilkynningu þar sem segir að hann
ætli að koma í veg fyrir að borg-
arastyrjöld hefjist í landinu. Þar
segir þó að herinn muni ekki
skipta sér af viðræðum fulltrúa
lýðvelda Júgóslavíu og sjálf-
stjórnarhéraða um hvernig megi
bjarga ríkjasambandinu.
Talið er að tilkynning hersins sem
gefin var út í Belgrad í gær hafi
þann tilgang m.a. að slá á ótta
manna við að hann gripi til neyðar-
ráðstafana vegna þess að forsætis-
ráðið, æðsta valdastofnun Júgóslav-
íu, er lamað eftir úrsagnir undanfar-
inna daga.
í tilkynningu hersins segir jafn-
framt að ofbeldi í viðskiptum þjóða
Júgóslavíu verði ekki liðið. Er talið
að þar sé verið að vísa til þess að
Serbar og Króatar hafa undanfarið
látið ófriðlega og kallað út varalið
lögreglu og öryggissveita. Slobodan
Milosevic, forseti Serbíu, lýsti því
yfir í gær að legðu Króatar ekki
niður vopn þá myndu Serbar grípa
til sinna ráða til að vernda landa
sína búsetta í Króatíu „því við viljum
ekki ofurselja varnarlaust fólk náð
vopnaðra ribbalda".
Sovésk stjómvöld fá ekki þann stuðning sem vænst var í þjóðaratkvæðagreiðslunni:
LECH Walesa, forseti Póllands, millilenti á íslandi
síðdegis í gær ásamt fríðu föruneyti á leiðinni í
opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Átti hann
stuttan fund með forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra íslands í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á mynd-
Walesa á Islandi
inni má s
þeim fun<
Morgunblaðið/Júlíus
inni má sjá Walesa á leið út í þotu sína að loknum
di.
Sjá nánar „Bjóðum ykkur þátttöku í uppbygg-
ingunni“ á bls. 27.
Af augljósum ástæðum rík-
ir ekki allsheijarfögnuður
- segir aðstoðarmaður Gorbatsjovs
Moskvu. Reuter. The Daily Telegraph.
London. Reuter. The Daily Telegraph.
NORMAN Lamont, fjármálaráð-
herra Bretlands, mælti fyrir fjár-
lagafrumvarpi ríkissljórnarinnar
í gær. Þar kom fram stefnubreyt-
ing stjórnar Johns Majors forsæt-
isráðherra í skattamálum.
Virðisaukaskattur verður hækk-
aður úr 15% í 17,5%. Álögur á fyrir-
tæki verða lækkaðar en bensínnotk-
un og áfengis- og tóbaksneysla
skattlögð í auknum mæli. Við þetta
er talið að skapist svigrúm til að
lækka eða jafnvel afnema nefskatt-
inn svokallaða sem var líklega óvin-
sælasta arfleifð ríkisstjórnar Marg-
aret Thatcher. Stjórnmálaskýrendur
segja að í gær hafi verið kynnt ein-
hver mesta breyting í breskum
skattamálum frá stríðslokum.
GRÍGORÍJ Revenko, aðstoðar-
maður Mikhails Gorbatsjovs, for-
seta Sovétríkjanna, tilkynnti í
gær að meirihluti kjósenda í
þjóðaratkvæðagreiðslunni á
sunnudag hefði stutt tillögu
stjórnvalda um endurnýjað ríkja-
samband. Hann sagði þó að eng-
inn allsherjarfögnuður ríkti yfir
útkomunni „af augljósum ástæð-
um“. Revenko sagði að þjóðar-
atkvæðagreiðslan yrði „undir-
staða lýðræðislegra umbóta í
framtíðinni og perestrojku.“ Úr-
slit sem smám saman berast frá
kjörstjórnum víðs vegar um Sov-
étríkin benda hins vegar til að
Gorbatsjov hafi ekki fengið þann
stuðning í atkvæðagreiðslunni
sem hann vonaðist eftir.
Revenko útskýrði slæma útkomu
í stórborgum Sovétríkjanna eins og
Moskvu, Leníngrad og Sverdlovsk
með þeim orðum að skortur á
neysluvöru væri þar mikill. Hann
sagði að Gorbatsjov hefði brugðist
við útkomunni á „eðlilegan og af-
slappaðan" máta.
Vladímír Orlov, formaður yfir-
kjörstjórnar Sovétríkjanna, las upp
þau úrslit sem liggja fyrir í Æðsta
ráðinu í gær. Hann sagði að 136
milljónir manna hefðu greitt at-
kvæði og þýddi það 74% kjörsókn.
Niðurstöður væru komnar frá 436
kjördæmum af 1.059. Útkoman
væri sú að 77,3% kjósenda hefðu
greitt atkvæði með tillögu stjórn-
valda. Moskvuútvarpið lækkaði þá
tölu síðar niður í 72%. Sovéskir
félagsfræðingar segja að uppistað-
an í þessum fyrstu tölum séu at-
kvæði frá Mið-Asíulýðveldunum og
Hvítarússlandi þar sem er rík hefð
fyrir mikilli hollustu við Moskvu-
stjórnina. Talið er að 90% kjósenda
í þessum lýðveldum hafi stutt til-
lögu stjórnvalda.
Helmingur atkvæða hefur ver-
ið talinn í Rússlandi. Þar var auk
meginspurningarinnar spurt hvort
kjósendur væru hlynntir því að for-
seti Rússlands yrði kosinn beinni
kosningu. Yfirgnæfandi meirihluti
virðist vera fyrir þeirri skipan því
af þeim atkvæðum sem talin hafa
verið reyndust 71% fylgjandi þessu.
Er það mikill stuðningur við Borís
Jeltsín, forseta Rússlands, sem vill
treysta sig í sessi með því að hljóta
umboð sitt beint frá þjóðinni.
Gorbatsjov gaf í gær út tilskipun
um hækkað vöruverð frá og með
2. apríl. Verðhækkanir þessar eru
afleiðing þess að niðurgreiðslur
verða stórlega minnkaðar. Er talið
að sumar nauðsynjavörur muni
hækka um 100% eða meir.
------♦-♦-♦----
Kúveiskt dag-
blað bannað
Kúveitborg:. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Kúveit hafa
stöðvað útgáfu fyrsta dagblaðs-
ins sem kemur þar út eftir frels-
un landsins.
Starfsmaður upplýsingaráðu-
neytis Kúveits segir að dagblaðið
hafi verið bannað vegna þess að
það gagnrýndi stjórnvöld fyrir að
megna ekki að koma vatns- og raf-
magnsveitum í gang að.nýju.
Reuter
Tugþúsundir ír-
aka flýja stríðið
íraskir liðhlaupar, sem flúðu til
yfirráðasvæðis Bandaríkjamanna
í suðurhluta íraks, sögðu í gær
að hersveitir Saddams Husseins
forseta hefðu bælt niður uppreisn
shíta í Basra, næststærstu borg
landsins. Lík lægju eins og hrá-
viði um allt, skriðdrekar væru
hvarvetna og þeir fáu sem enn
veittu mótspyrnu mættu sín lítils
gegn ofureflinu. Kúrdískir upp-
reisnarmenn sögðust hins vegar
hafa náð á sitt vald mikilvægum
olíubæ, Kirkuk, í norðurhluta
landsins. Háttsettir embættis-
menn Sameinuðu þjóðanna skýrðu
frá því í gær að um 30.000 Irak-
ar hefðu flúið til írans á undan-
förnum vikum. Tugir íraka flýja
á degi hverjum til yfirráðasvæðis
fjölþjóðahersins fyrir sunnan
Basra og var myndin tekin af
nokkrum þeirra í gær.