Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 47
.VlORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKCDAGUK 20. MARZ 1991
47
Sigurður H. Valdi-
marsson - Kveðjuorð
Fæddur 17. september 1965
Dáinn 9. febrúar 1991
í gærkveldi töluðum við systurn-
ar um að í dag ætluðum við að
skrifa Sigurði, nokkuð hafði hent
aðra okkar sem minnti okkur á
stríðnisleg fyrirheit sem hann hafði
gefíð okkur fyrir löngu síðan. En
lánið er svo fallvalt — eftir símtal
heim til Islands í morgun er það
ekki glaðbeitt kort frá hinum stóra
heimi sem við sitjum og skrifum,
heldur hinsta kveðja til Sigga.
Sem meira og minna föstum
heimilismanni á heimili foreldra
okkar síðastliðin tvö ár minnumst
við margra stunda með honum og
án allrar hræsni aðeins góðra
stunda. Með ljúfmennsku sinni
ávann hann sér vináttu og virðingu
allra í fjölskyldunni. Víst vorum við
oft gráglettnar í hans garð, og við
höfum grun um að stríðni okkar
hafí stundum sært meira en hann
vildi vera láta. En Siggi var þannig
gerður að gjalda aldrei rauðan belg
fyrir gráan. Hann tók öllu með
spaugsyrðum og bros á vör og
kenndi okkur margt um þroska í
mannlegum samskiptum, þó ungur
væri.
Við áttum því láni að fagna að
fá að eyða með honum ógleyman-
legri dagstund í litlu veitingahúsi
við Tjörnina daginn áður en við
lögðum af stað hingað til Indlands.
Við töluðum um drauma okkar og
framtíðarvonir. Eins og alltaf var
lærdómsríkt að hlusta á Sigga, svo
jákvæður og bjartsýnn á framtíðina
sem hann var, en jafnframt svo lí-
tillátur. Við ræddum m.a. um hans
aðaláhugamál: hestamennskuna.
Við spurðum hvort hann dreymdi
um að slá í gegn, verða frægur sem
hestamaður. Hann bara brosti þol-
inmóður að fávísi okkar. Nei, hann
dreymdi ekki um frægð og frama,
álit annarra var ekki það sem skipti
mestu, heldur að hann sjálfur fyndi
fullnægju í því sem hann tók sér
—
fyrir hendur. Þannig minnumst vW
hans.
Þakkir fyrir allar stundirnar. Við
söknum Siguðar sárt. Sendum fjöl-
skyldu hans innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hjördís og Kristbjörg
Leifsdætur.
Rannveig Magnús-
dóttir Brínk - Minning
Fædd 14. júlí 1933
Dáin 27. febrúar 1991
Elskuleg frænka okkar, Rann-
veig Magnúsdóttir Brink, varð
bráðkvödd á heimili sínu þann 27.
febrúar síðastliðinn. Hið fyrirvara-
lausa andlát hennar varð okkur öll-
um mikið áfall og sár harmur kveð-
inn að afkomendum hennar og öldr-
uðum foreldrum.
Rannveig hafði átt við vanheilsu
að stríða undanfarin ár, en það
hindraði hana þó ekki í að sinna
þeim störfum sem henni voru hug-
fólgnust en það var að hlúa að börn-
um sínum og barnabörnum. Hún
var einstök móðir og húsmóðir og
kunni vel þá list að sameina sína
stóru fjölskyldu. Rannveig fæddist
14. júlí 1933 á Bíldudal við Arnar-
fjörð. Hún var dóttir hjónanna
Málfríðar Kristjánsdóttur frá
Bræðraminni og Magnúsar Guð-
mundssonar frá Sjóbúð á Bfldudal.
Hún var yngst af þremur börnum
þeirra hjóna. Rannveig var vestfirsk
í báðar ættir og bar öll bestu ein-
kenni Vestfirðinga í skapferli sínu
og viðmóti: viljastyrk, æðruleysi,
ósérhlífni. Þessir farsælu eiginleik-
ar lyftu henni yfir margan örðugan
hjallann á lífsleiðinni. Hún sagði
fátt en tók því betur á.
Sem bam dvaldist Rannveig oft
á heimili okkar systra í lengri eða
skemmri tíma en mæður okkar voru
systur og mjög samrýndar. Þá var
Rannveig sem ein af okkur, lítil,
falleg systir, glöð og sísyngjandi
eins og lóan í móanum, óvitandi um
þau örlög sem á höfðu dunið þegar
faðir hennar fórst í sjóslysi ungur,
vaskur maður. Þá þekktust engar
tryggingar eða bætur. Um það vissi
litla telpan ekkert og undi glöð í
frændgarði meðan móðir hennar
vann hörðum höndum fyrir börnum
sínum sem hún sinnti af ástúð eftir
langan vinnudag.
Þegar Rannveig óx úr grasi nam
hún þá iðn sem hún hugði gera að
ævistarfi en það var hárgreiðsla
sem henni fórst vel úr hendi eins
og allt sem hún snerti á. Þá hafði
batnað hagur fjölskyldunnar því
börnin höfðu eignast elskulegan
stjúpföður og lítinn bróður.
Um tvítugsaldur vakti Rannveig
hvarvetna athygli svo fríð og föngu-
leg með glóbjart hár og fágaða
framkomu.
Það var þá sem John Marshall
Brink, ungur, glæsilegur Bandaríkj-
amaður, íþróttafulltrúi á Keflavík-
urflugvelli, og Rannveig kynntust.
Þau bjuggu þó um tíma í Bandaríkj-
unum en fluttu brátt heim og sett-
ust hér að. Þau eignuðust sex börn
á átta árum, heilbrigð og vel gerð
börn.
Hjónabandið entist ekki nema tíu
ár og urðu hjúskaparslitin Rann-
veigu þung reynsla. En úr þeirri
reynslu vann hún vel og tókst á við
þann vanda að ala ein upp böm sín
af kærleika og festu, vel studd af
móður sinni og stjúpföður.
Rannveig lagði allan sinn metnað
í að koma börnum sínum vel til
manns og stuðla að vellíðan þeirra.
Þau höfðu eins mikið samband við
föður sinn og kostur var þann stutta
tíma sem hann lifði eftir skilnaðinn
en John fórst í þyrluslysi 30. apríl
1965. Hann hafði gengið þannig frá
málum að kæmi eitthvað fyrir hann
vom börnin vel tryggð. Þessa nutu
þau öll og Rannveig þurfti ekki að
hverfa frá bömum sínum út á vinn-
umarkaðinn.
Elstur barna hennar er Mark
Kristján, næstur Róbert Magnús,
þá Katrín Lovísa, María, Málfríður
Emilía, Hörður Helgi og loks Örn
Valdimar.
Lífið fór ekki mjúkum höndum
um Rannveigu en hún átti góða að
og naut virðingar og trausts allra
sem kynntust henni. Gæfa hennar
og gleði vöru börnin og barnabörn-
in. Þeim helgaði hún állt sitt líf.
Rannveig var kvödd við fagra
athöfn í Fossvogskirkju þann 4.
mars. Söngur og tónlist sameinaði
fjölskyldu hennar og okkur öll á
kveðjustund. Við sendum öllum ást-
vinum hennar einlægar samúðar-
kveðjur og biðjum þeim guðs bless-
unar.
F.h. systranna frá Réttarholti,
Magnfríður Dís Eiríksdóttir
Rannveig I. Eiríksdóttir Löve.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS SIG. KRISTINSSON
málarameistari,
Arnarhrauni 14,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
22. mars kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Marta Einarsdóttir,
Sigurður Magnússon, Ásdís Gunnarsdóttir,
Marta Magnúsdóttir Erlingur Sigurðsson,
Margrét Egilsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðurbróðir okkar,
EINAR GUÐMUNDSSON
þjóðsagnaritari og kennari
áður til heimilis á Víðimel 21,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. þ.m.
Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna.
Helga Gestsdóttir,
Anna Gestsdóttir,
Guðný Gestsdóttir Phipps,
Auður Gestsdóttir,
Hildigunnur Gestsdóttir,
Skúli Gestsson,
Guðmundur Einarsson.
t
Útför bróður okkar,
BJARNA E. ARNGRÍMSSONAR,
dvalarheimilinu Ási,
Hveragerði,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. mars kl. 13.30.
Systkini hins látna.
+
Útför óstkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
MARGRÉTAR JÓNATANSDÓTTUR LÍNDAL,
Hringbraut 61,
Hafnarfirði,
sem lést þann 11. mars sl., ferfram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu-
daginn 21. mars kl. 15.00.
Bergur Vigfússon,
Þorgeir Bergsson, Heiða Jónsdóttir,
Halla Bergsdóttir, Áslaug Bergsdóttir
og barnabörn.
+
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vin-
semd og hlýhug við andlát og útför
STEFÁNS HELGA HALLDÓRSSONAR.
Guð blessi ykkur öll.
Áslaug K. Georgsdóttir,
Jóhanna Stefánsdóttir, Sigurgeir Harðarson
Stefán Helgi Garðarsson,
Gunnþór Sigurgeirsson,
Hörður Sigurgeirsson,
Ásþór Sigurgeirsson.
/...................N
HINIR GEYSIVINSÆLU:
i SPARIDAGAR
j IMIÐRIVIKU
VEGNA MIKILLAR EFTIRSPURNAR
VERÐUR AUKAVIKA I - 5 APRÍL
ATHUGIÐ: ALLRA SÍÐASTA VIKAN
| AÐ SINNI. BÓKIÐ STRAX
J Innifalið:
Gisting, morgunverður, og
kvöldverður ásamt fjölbreyttri
I dagskrá sem stjórnað er af hinum
landskunna fararstjóra
Sigurði Guðmundssyni
Verð kr: 2900,-
á dag fyrir manninn í 2ja manna herbergi
3 nætur kr. 8.700,-
(komið á þriðjudegi)
4 nætur kr. 11.600,-
(komið á mánudegi)
VÖNDUÐ DAGSKRÁ:
Létt morgunleikfimi, félagsvist, bingó,
gönguferðir, kvöldvökur, dans og margt
fleira. Gestir hafa frían aðgang að sund-
laug með heitum pottum, gufubaði og
líkamsræktarsal, svo fátt eitt sé nefnt.
PANTIÐ STRAX í SÍMA: 98 - 34700
^ m UJAFAKORTIN VINSÆLU