Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGÚR 20. MARZ 1991 Um FRÍMERKI91 ________Frímerki____________ Jón Aðalsteinn Jónsson I síðasta þætti var sagt frá frímerkjasýningu, sem þá var að fara í hönd, FRIMERKI 91. Sýn- ingin var svo haldin dagana 15.-17. febrúar sl. í félagsheim- ili LÍF í Síðumúla 17. Enda þótt hvorki færi mjög mikið fyrir þessari sýningu né kynningu á henni, var hún ótrúlega vel sótt. Hafa forsjármenn sýningar- manna tjáð mér, að um 700 gest- ir hafi komið til þess að skoða hana. Eg hef hitt allmarga safnara, sem sóttu sýninguna, og virðist mér það samdóma álit þeirra, að vel hafi tekizt til í flestum greinum. Auðvitað verður aldrei gert svo, að öllum líki. Hins veg- ar var efni þessarar litlu sýning- ar ótrúlega fjölbreytt. Hlaut það og að vera, því að sýningin var, eins og ég gat um síðast, eins konar undanfari NORDIU 91, sem haldin verður í sumár, og beinlínis hleypt af stokkunum til þess að gefa ísl. söfnurum tæki- færi til að geta tekið þátt í þeirri sýningu, ef þeir fengju tilskilin verðlaunastig. Einhverjir minnt- ust á það við inig, að þeim þætti full þröngt milli ramma. Vel má vera nokkuð til í því. Sjálfur sýningarsalurinn er vissulega ekki stór eða að ég held um 70 fermetrar. Þess vegna þolir hann ekki mjög marga ramma. Engu að síður gátu menn auðveldlega notið þess að skoða efnið, enda varð aldrei slík ös milli ram- manna, að það kæmi að sök. Ég varð a.m.k. ekki var við það. í tengslum við sýninguna var rekið sérstakt pósthús, þar sem menn gátu póstlagt sendingar og fengið á þær sérstakan hlið- arstimpil með merki sýningar- innar. Var pósthúsinu komið haganlega fyrir í FF-herberginu. LIF gaf út sérstök umslög til að nota undir póstsendingar. Þá var hlutavelta og engin núll. Þannig fengu allir einhveija vinninga og sumir mjög góða. Einkum munu það hafa verið unglingar, sem freistuðu gæfunnar í happdrætt- inu. Síðast sagði ég allrækilega frá þeim söfnurum, sem tóku þátt í FRÍMERKI 91, svo að þess ger- ist ekki þörf að endurtaka það. Hér skal aðeins greint frá þeim verðlaunastigum, sem söfnin fengu. Safn Sigurðar R. Péturs- sonar af Tveggja kónga merkj- um hlaut stórt gyllt silfur. Þor- valdur S. Jóhannesson fékk gyllt silfur fyrir flugpóstsafn sitt 1928-47 og svo silfur fyrir annað flugpóstsafn frá 1947-66. Páll H. Asgeirsson fékk stórt silfur fyrir flugpóstsafn sitt frá 1945-60 og síðan brons fyrir safn, sem nefnist Nútíma-flug- póstsafn (Modern Aerophilately). Þijú söfn fengu silfrað brons, safn Sigurðar P. Gestssonar, ís- land 1903-19, áttahagasafn Jóns Egilssonar, Hafnarfjörður, og mótífsafn Guðna F. Gunnarsson- ar, Knattspyrna. Mótífsafn Sigmars Sigurðssonar, Fuglar íslands og Evrópu, fékk gyllta silfurnál og safn Guðbjörns E. Ingvarssonar, Sovétríkin 81-88, silfurnál. Ungir safnarar settu veruleg- an svip á FRÍMERKI 91. Er hér að koma fram árangur af starfi þeirra Guðna F. Gunnarssonar og John Zalewskis með skóla- nemendum í Árbæjar- og Breið- holtshverfi. Efast ég ekki um, að ýmsir þessara ungu manna eiga eftir að komast langt á sýn- ingum, ef þeir leggja stöðuga alúð við söfn sín og fara bæði eftir kennslu leiðbeinenda sinna og eins umsögnum dómara. Eitt safn hlaut silfrað brons og um leið rétt til þátttöku á NORDIU 91 næsta sumar. Nefnist það Merkir íslendingar. Kári Sig- urðsson er eigandi þess. Margt skemmtilegt kom fram í safni þessu, en vitaskuld á Kári eftir að bæta það á næstu árum. Þrjú unglingasöfn fengu bronsverð- laun. Eitt þeirra nefndist Fuglar Evrópu, og það á Björgvin I. Ólafsson. Annað var um Sumar- Ólympíuleika^ 1948-88 í eigu Péturs H. Ólafssonar, og hið þriðja var Saga flugsins í eigu Jóns Þórs Sigurðssonar. Fjögur unglingasöfn fengu gyllta silfur- nál: Evrópsk blóm, eigandi Ólaf- ur Kjartansson, Fuglar, eigandi Skúli Sigurðsson, Þróun farar- tækja, eigandi Hörður Valsson, og Island, æviskeið mitt, eigandi Sigursteinn Ingvarsson. Eins og sést af þessari upp- talningu, voru öll unglingasöfnin svonefnd mótífsöfn. Er það ekki nema að vonum, því að slík söfn- un býður upp á margs konar leiðir og gefur safnandanum oft færi á að veita safninu í skemmtilegan farveg. Hins veg- ar er þessi söfnun engan veginn alltaf auðveld, en hefur svo óneitanlega þann kost, að efnið í hana þarf ekki alltaf að kosta mikla fjármuni. Því hentar þessi mótífsöfnun ungum skólanem- endum einkar vel, enda getur hún orðið til þess að minna þá á margt, sem náminu viðvíkur. Ekki verður svo skilizt við FRÍMERKI 91, að eins nýmælis verði ekki getið sérstaklega. Það varðar sjálfa verðlaunaafhend- inguna. Dómnefnd sýningarinn- ar skipuðu Guðmundur Árnason, sem var jafnframt formaður hennar, Hálfdán Helgason, Jón Aðalsteinn Jónsson, Ólafur Elíasson og Sigurður R. Péturs- son. Dómnefndin lauk störfum svo tímanlega á laugardegi, að unnt var að ganga frá verðlauna- peningum og öllum skjölum svo snemma, að hægt var að afhenda sýnendum verðlaun sín, þegar sýningu lauk kl. 17 á sunnudeg- inum. Það gerðu formaður dóm- nefndar og formaður sýningar- nefndar Guðni F. Gunnarsson. En með honum í nefndinni voru John Zalewski, Kjartan Þ. Þórð- arson, Rúnar Þ. Stefánsson og Sigfús Gunnarsson. Næsta frímerkjasýning hér- lendis verður svo NORDIA 91 dagana 27.-30. júní nk. Ég vænti þess, að fljótlega verði unnt að segja nánar frá henni og undir- búningi hennar. Sea Shepherd: Safna fyrir Islandsferð Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. POUL WATSON, skipstjóri á Sea Sheperd II, safnar nú gjafafé til fjáröflunar fyrir Islands- og Færeyjasiglingu næsta vor. í frétta- bréfi Sea Sheperd samtakanna segir að tilgangur fararinnar sé að ganga frá hvalveiðiskipum Islendinga og koma í veg fyrir hrefnu- og höfrungaveiðar Færeyinga. Fram kemur að Alþjóða livalveiðiráð- ið fundi í Reykjavík í maimánuði og því er haldið fram að samtímis haldi íslendingar áfram að brjóta alþjóða samþykktir, eins og þeir hafi gert alla tíð síðan hvalveiðibann var fyrirskipað 1986, með ólög- legum hvalveiðum. í frétt frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins, segir frá atviki sem átti sér stað er skip Watsons, Sea Sheperd II, og skip Sigurðar Þorsteinssonar, E.T., lágu við bryggju í höfninni í Key West á syðsta tanga Florida í Mexíkó- flóa, 8.mars. Sigurður var staddur í brúnni og heyrði í opinni talstöð að bækistöð bandarísku strand- gæslunnar var kölluð upp og henni tilkynnt að íslendingarnir á E.T. hefðu dælt olíu í sjóinn. Hann kall- aði þegar í strandgæsluna og bað hana að senda menn til skipsins og sannreyna að engin olía væri í sjón- um. Ákæran var að sögn Sigurðar tekin mjög alvarlega. Ekkí síst vegna þess að E.T. var í leigu bandaríska flotans og þar af leið- andi á ábyrgð bandarískra yfir- valda. Komu fulltrúar FBI (banda- rísku rannsóknarlögreglunnar) á vettvang ásamt starfsmönnum strandgæslunnar og sannfærðust um sannleiksgildi orða Sigurðar. Sigurður sagði að þeir hefðu til- kynnt Watson, skipstjóra, að ef hann léti ekki af slíkri hegðun yrði hann umsvifalaust settur í gæslu- varðhald. í nýjasta tölublaði Sea Shepherd samtakanna segir að tilgangur hópsins sé að trufla og koma í veg fyrir hvalveiðar íslendinga og áhersla er lögð á að unnt sé að gera mikið úr mótstöðu samtak- anna gegn ólöglegum hvalveiðum með því að láta til skarar skríða í tengslum við fund Alþjóða hvalveið- iráðsins í Reykjavík. --------*-*-*-------- ■ G7f0AW-kynning verður hald- in í Veislurisinu, Hverfisgötu 105, miðvikudagskvöldið 20. mars kl. 20. Gronn-námskeið verður haldið laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. mars kl. 9-17 báða dagana. Þetta námskeið er fyrir bæði karla og konur sem eiga við matarfíkn að stríða. Skráning á námskeiðið fer fram á Gronn-kynningunni í Veislurisinu og hjá Mannræktinni. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Axel Guðmundsson. Láttu ekki lokast á þig ! Aðeins nokkur sæti laus á virkum dögum Hvar færðu fermingarmyndalöku á aðeins kr. 7.500, þar sem innifalið er 6 myndir og tvær stækkanir 20 x 25 cm Aðeins hjá okkur! Ljósmyndatofumar: Bama og fjölskylduljósmyndir sími 1-26-44 Ljósmyndastofa Kópavogs sfmi 4-30-20 Ljósmyndastofan Mynd súni ^ 5-42-07 3 Odýrastir Hafnarf jarðarslagur í Kaplakrika F.H. - HAUKAR í íþróttahúsinu í Kaplakrika mióvikudaginn 20. mars kl. 20.00 Sparisjóðsbikarinn afhentur fyrir leik F.H.-ingar, mætið allir og hvetjið ykkar lið til sigurs Sparísjoður Hafnarfiarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.