Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 22
■ MÖRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991
Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur
eftir Maríu
Pétursdóttur
Getur það verið að Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkur verði gerð að
hjúkrunarheimili? Væri það ekki að
sniðganga upprunalegan tilgang
hennar?
Forustustarf Líknar um heilsu-
vernd mun ekki gleymast, stað-
hæfði dr. Sigurður Sigurðsson f
ræðu er hann flutti við vígsluathöfn
Heilsuvemdarstöðvarinnar 2. mars
1957. Hvað ætli mörgum sé það
starf nú ferskt í minni, eða hafi
yfirleitt hina minnstu hugmynd um
þetta félag áhugamanna sem hét
Hjúkrunarfélagið Líkn? Sjónarmið
hans er skiljanlegt því að hann
þekkti alltof vel hversu seint og
trauðlega gekk að vekja fólk til
umhugsunar um almenna heilsu-
vemd og innræta lærðum og leikum
að meta sem bæri þjóðfélagslegt
og fjárhagslegt gildi alls forvarnar-
starfs.
Eftir að skipulögð berklaleit var
hafin um allt land kom fyrir að
sjúklingar með berklasmit fundust,
sem aldrei höfðu kennt sér meins.
Eðlilega átti fólk erfitt með að
skilja, sérstaklega ef fyrirvinnan,
sem svo nefndist, eða húsmóðirin
varð að fara á berklahæli. Þetta
gat, sérstaklega úti á landsbyggð-
inni, þýtt að leysa varð upp heimili
um lengri eða skemmri tíma. Það
var erfitt að þurfa að fella þann
dóm að maður væri með smitandi
berkla, og gæti þess vegna „sáð
sýkinni út frá sér í allar áttir“ eins
og Vilmundur Jónsson landlæknir
orðaði það. Fyrir kom að dr. SigTirð-
ur, sem þá var berklayfirlæknir,
fékk bréf þegar einhver hafði verið
dæmdur til hælisvistar. Þar var lát-
ið liggja að því að þetta hlyti að
vera röng sjúkdómsgreining. Mað-
urinn væri það frískur að hann
væri fullfær til vinnu. Berklayfir-
lækni var að sjálfsögðu raun að fá
bréf með ásökunum um skilnings-
skort lækna á þeirri röskun á heim-
ilishaldi sem þeir væru valdir að.
í ræðu sinni hafði dr. Sigurður
orð á því hvað frú Christophine
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
Bjamhéðinsson, formaður og hvat-
amaður að stofnun Líknar vorið
1915, hafí verið framsýn, því að
þá var heilsuvemdarstarfsemi „um
það leyti að byija að ryðja sér til
rúms í ýmsum nágrannalöndum
vorum“. Markmið félagsins var að
annast hjúkmn í heimahúsum og
að efla almenna heilsuvernd. En að
framgangi þessara mála stóðu
margir mætir hugsjóna- og baráttu-
menn.
Brautryðjandastarf
við erfið skilyrði
Öðlingurinn Sigurður Magnúson,
yfirlæknir á Vífilsstaðahælinu, lét
sig ekki muna um það að fara áram
saman tvisvar í viku e.h. með áætl-
unarbílnum til Reykjavíkur og vinna
kauplaust á Berklavarnarstöðinni.
Með þessu móti var hægt að veita
nauðsynlega læknisþjónustu. Annar
ágætismaður, Magnús Pétursson,
alþingismaður og bæjarlæknir (síð-
ar héraðslæknir), starfaði við
Heilsuvemdarstöð Líknar (seinna
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur) frá
árinu 1926 til æviloka og tók ekki
laun fyrir þessi störf. Þóknun, sem
honum var boðin eftir að hafa starf-
að þar fjögur ár, þáði hann með
því skilyrði „að þeirri upphæð yrði
varið til að röntgenrannsaka sjúkl-
inga þá, er til stöðvarinnar leituðu".
Árið 1927 tók Ungbarnavernd
Líknar til starfa, 12 áram eftir
stofnun félagsins, en Berklavarnar-
stöðin hafði farið af stað þegar
árið 1919. Hjúkrunarkonurnar vora
á launum, að vísu ekkert í samræmi
við þeirra langa vinnudag og yfir-
vinna aldrei reiknuð til launa.
Þegar frú Bjarnhéðinsson lét af
störfum eftir að hafa verið formað-
ur í 16 ár tók önnur öndvegishjúkr-
unarkona, frú Sigríður Eiríksdóttir,
við forastu í þessu umfangsmikla
félagsstarfi. Berklavamarstöðin
fékk rýmra húsnæði í Kirkjustræti
12 árið 1931 og hasfði þá starfsem-
in aukist til muna. En hvílík breyt-
ing til batnaðar þegar hægt var að
flytja í Heilsuverndarstöðina við
Barónsstíg.
Árið 1946, ellefu árum'aður en
stöðin var vígð, hafði verið lagt
fyrir bæjarráð nefndarálit um
heilsuvemdarstöð fyrir Reykjavík.
Þar er lagt til „að heilsuverndar-
starfsemi bæjarins verði sljórnað
frá stöðinni, enda þótt sumir
þættir heilsuverndarinnar verði
framkvæmdir annars staðar í
bænum". Spuming er hvort þessi
tillaga sé enn í fullu gildi. Liðin eru
rúm 30 ár frá vígsludegi og sam-
kvæmt lögum um heilbrigðisþjón-
ustu frá árinu 1990 eru í Reykjavík
starfrækt fjögur heilsugæsluum-
dæmi, sem og eðlilegt er í ört vax-
andi borg. En hvað er svo orðið um
hina fögru drauma forvígismann-
anna um að heilsuverndarstöðin
fengi að ráða ríkjum í „sloti“ sínu
og yrði þar með mótandi heilbrigðis-
miðstöð? Það var hún ekki eingöngu
fyrir Reykjavík, heldur einnig að
vissu leyti fyrir allt landið, fram-
kvöðull og fyrirmynd. Þess háttar
menningarmiðstöð er engu síður
nauðsynleg en margar aðrar. Betra
væri fyrir samtímann að varðveita
heilsuverndarstöðina sem slíka og
hún fái að halda sínu forastuhlut-
verki, en að það þurfi síðari tíma
menn til að átta sig á þeirri gjörbylt-
ingu i heilbrigðisþjónustu íslend-
inga sem áhugamenn komu til leið-
ar er þeir stofnuðu og starfræktu
um langt skeið hjúkranarfélagið
Líkn.
Bjartsýni á vígsludegi á
framtíðarhlutverk HR
Ég man vel að hið eina, sem
skyggði á gleði frú Sigríðar Eiríks-
dóttur og fieiri, var að nýja stöðin
var ekki eingöngu ætluð heilsu-
vemdarverkefnum. Fallist hafði
verið á að 50-60 hjúkranarsjúkling-
ar yrðu til bráðabirgða vistaðir á
tveimur hæðum heilsuverndar-
stöðvarinnar vegna sjúkrarúma-
skorts „eða þangað til bæjarsjúkra-
húsið hefur tekið til starfa" eins
og segir í bréfi formanns sjúkra-
hússnefndar til bæjarráðs Reykja-
víkur dags. 20. júní árið 1952.
Borgarlæknir, dr. Jón Sigurðs-
son, skrifaði ítarlega grein í Morg-
unblaðið 5. maí 1973 undir fyrir-
sögninni: Hjúkrunardeildir í
Reykjavík. Þar segir: „Þegar spítal-
inn flutti úr Heilsuverndarstöðinni
í Borgarspítalann í Fossvogi á ára-
mótum 1967-68, var komið upp
hjúkranar- og endurhæfíngardeild
í Heilsuverndarstöðinni fyrir 35
sjúklinga." Sjúklingarnir áttu sem
sagt bara að vera til bráðabirgða.
Eftir að Borgarspítalinn tók til
starfa vora samt sjúklingar á
heilsuverndarstöðinni og eru enn
þann dag í dag.
Það kom samt fljótt í ljós, að
María Pétursdóttir
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur olli
þeim ekki vonbrigðum, sem höfðu
gert sér vonir um heilbrigðisþjón-
ustu sem yrði vel ágengt. Það var
ekki síst því að þakka, að þar komu
m.a. til starfa hjúkranarfræðingar,
sem höfðu aflað sér Starfsreynslu
og þekkingu hjá gömlu Líkn við
mun erfiðari aðstæður og voru auk
þess sérmenntaðir hjúkranarfræð-
ingar. Ein þeirra var Sigrún Magn-
úsdóttir, sem varð fyrsta forstöðu-
kona stofnunarinnar. í grein sem
hún skrifar (Hjúkrunarkvennablað-
ið 1957) segir: „Við gerum okkur
vonir um að Heilsuverndarstöðin
geti með tímanum orðið kennslu-
stofnun fyrir læknanema, hjúkr-
unarnema og ljósmæðranema.“
Hjúkranarnemamir áttu þá að
„kynnast vinnubrögðum allra deild-
anna og ganga inn á heimilin, bæði
í fylgd með hjúkrunarkonum og
einar, til hjúkranar og heilbrigðis-
eftirlits. Virðist að sú reynsla ætti
að geta stuðlað að því að þær skilji
betur hin ýmsu félagslegu vanda-
mál sjúklinga sinna á sjúkrahúsun-
um, sem stundum standa þeim fyr-
ir varanlegum bata.“
Hvað hefur svo áunnist?
Árangursríkt berklavarnarstarf,
betri lífsskilyrði og aukinn skilning-
ur almennings á gildi forvarnar-
starfs valda því að nú eru hverf-
andi litlar líkur á því að við verðum
berklum að bráð. Bara það eitt
FINNSK MENNINGARHÁTÍD
Finnsk kvikmyndahátíS í Háskólabíói
H
M
H
H
H
►4
>i
H
H
H
H
H
»4
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
»4
H
H
►4
H
»4
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
►4
»4
H
»4
H
H
»4
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
>4
...........-......................-
Ariel
Mynd um mann, sem reynir að
hasla sér völl en smávægileg
mistök verða til þess að hann
lendir í kasti við yfirvöld.
Myndin var valin besta erlenda
myndin 1990, að mati
kvikmyndagagnrýnenda í
Bandaríkjunum.
Sýnd kl. 5.
Sléttubúar
Mynd um hina villtu menn á
sléttunni.
Leikstj.: Pekka Parikka.
Sýnd kl. 7.
Kúrekar frá Leningrad á ferð
í Bandaríkjunum
Mynd um eina verstu
rokkhljómsveit í heimi á ferð
um Bandaríkin.
Gamanmynd eftir Aki
Kaurismaki.
Sýnd kl. 9.
Pessi og Illusia
Ævintýramynd, sem sniðin
er bæði fyrir böm og
fullorðna. Leikstjóri: Heikki
Partanen. Myndin hlaut
verðlaun Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna á
kvikmyndahátíðinni í
Berlín 1984.
Sýnd kl. 5.
Ég réð mér leigumorðingja
Henry vill deyja og ræður til
sín leigumorðingja.
Skyndilega vill hann hætta
við, en þá er eftir að stöðva
leigumorðingjann.
Leikstjóri og handrit: Aki
Kaurismaki.
Sýnd kl. 7 og 9.
(?<S>8 'u’QDE&EECl
Amazon
Myndin fjallar um tvo
gullgrafara, sem komast að
raun um, að náttúran lætur
gullið ekki af hendi nema
goldið sé dýru verði. Myndin
er tekiní regnskógum
Brasilíu.
Leikstjóri: Mika Kaurismaki.
Sýnd kl. 5. og 7.
Kúrekar frá Leningrad á ferð í
Bandaríkjunum
(Sjá nánar umfjöllun á öðmm
stað íaugl.)
Sýnd kl. 9.
Bókmenntir, tónlist, vísnasöngur
og fleira
Miðvikudagur 20. mars:
Kl. 20.30 Bókmennta- og tónlistardagskrá á Hótel
Borg.
Þátttakendur: Rithöfundarnir Lars Huldén og Tiina
Kaila frá Finnlandi. ^
Kynnir: Sigurjón Birgir Sigurðsson.
Kl. 20.30 Bókmenntadagskrá á Akureyri í umsjón
KjellWestöog Timo Karlsson.
Fimmtudagur 21. mars:
Kl. 20.30 Finnskt bókmenntakvöld í Norræna húsinu
með rithöfundunum Tiina Kaila, Lars Huldén og
Kjell Westö. Stutt kvikmynd, byggð á sögu Veijo
Meris Rinnat (Brjó:stið) sýnd í lokin.
Laugardagur 23.mars
Kl. 15.00 Vísnatónleikar á Akranesi með finnska
vísnasöngvaranum Bosse österberg í samvinnu
við Norræna félagið á Akranesi.
Kl. 20.30 Vísnatónleikar í Norræna húsinu með
finnska vísnasöngvaranum Bosse Österberg. í
fundarsal og kaffistofu. Finnskar vísur og finnskir
réttir. Aðgangur kr. 500,-
Sunnudagur 24. mars:
Sýningar af myndbandi (Norræna húsinu.
Kl. 15.00 Sjónvarpsmynd um Edith Södergran:
„Gráset I Hallonbacken.”
Kl. 16.30 Missá on suuri Pohjoinen. (Hvar er stóra
Norðrið) Handrit: Rosa Liksom (á finnsku).
*Vi
H
H
H
H
►4
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
►4
►4
H
H
H
H
H
►4
H
H
►4
H
H
H
H
H
H
H
H
►4
►4
H
H
H
►4
a
►4
H
H
rwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww
kAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA,
H
H
H
H
H
H
H
H
►4
H
►4
H
H
t:
►4
H
►4
H
H
▼>4
▲ A4