Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991
Þýskaland:
Vaxandi atvinnu-
leysi mótmælt
Leipzig. Reuter.
KOMIÐ hefur til mikilla mótmæla í austanverðu Þýskalandi að und-
anförnu og í stað þess að hylla Helmut Kohl kanslara sem hetju,
eins og gert var á samskonar fundum fyrir ári, snúast mótmælin
gegn stjórn hans og því mikla atvinnuleysi sem sameining þýsku
rikjanna hefur haft í för með sér.
Fyrir ári greiddi austur-þýskur
almenningur fyrir skjótri samein-
ingu þýsku ríkjanna með því að
efna til fjölmennra kröfufunda um
það efni. Nú finnst sama fólkinu
sem Kohl hafi ekki staðið við loforð
um að sameiningin myndi leiða til
mikillar grósku og uppgangs.
„Kohl og hans menn eru í engum
tengslum við fólkið. Þeir ættu að
koma hingað,“ sagði Manfred Noki-
elsky, 41 árs verksmiðjustarfsmað-
ur í Leipzig, sem á atvinnuleysi
yfír höfði sér, á útifundi í fyrradag.
Hermt er að Kohl geri sér grein
fyrir vaxandi óvinsældum sínum í
austanverðu landinu og hefur hann
því forðast að koma þar fram opin-
berlega það sem af er ári. Hafnaði
hann til að mynda beiðni um að
halda ræðu á mótmælafundi í Leip-
zig í fyrradag. Á vikulegum mánu-
dagsfundum þar fyrir ári var hann
hylltur sem hetja en sl. mánudag
kröfðust tugþúsundir fundarmanna
afsagnar hans.
Mótmælin eru.. ekki bundin við
Leipzig því í gær tóku 20.000
manns þátt í fundi í borginni Leuna
þar sem mótmælt var fyrirhugaðri
lokun efnaverksmiðja, sem flestar
eru úr sér gengnar og óarðbærar.
Mótmælin hafa hvarvetna farið
friðsamlega fram en þó hefur borið
á vaxandi öfgum og bent er á auk-
ið ofbeldi í tengslum við knatt-
spymuleiki að undanfömu sem
vísbendingu um aukinn þjóðfélags-
óróa í Þýskalandi austanverðu.
Kaci Kullmann Five
Hægriflokkurinn í Noregi:
Kullmann Five
nýtt leiðtogaefni
NORSKI Hægriflokkurinn heldur landsfund í apríl og mun velja
nýjan leiðtoga í stað Jans P. Syse. Ljóst virðist að nýi leiðtog-
inn verði kona, Kaci Kullmann Five, sem var viðskiptaráðherra
i stjórn Syse. Munu konur þá veita forystu tveim stærstu flokk-
um landsins; fyrir jafnaðarmönnum fer Gro Harlem Brundtland
forsætisráðherra. Kullmann Five hefur að sögn Aftenposten
lengi verið efst á blaði yfír væntanlega arftaka Syse hjá for-
ystu flokksins og kjósendur hans eru ekki í vafa ef marka má
skoðanakannanir.
I könnun sem gerð var 11.-13.
mars vildu 58% aðspurðra kjós-
enda Hægriflokksins að Kullmann
Five tæki við leiðtogaembættinu
af Syse. Hann dregur sig í hlé,
aðallega vegna gagnrýni á íjár-
reiður hans; leiðtoginn hefur þótt
vera trassi og er jafnvel sakaður
um misferli f skattamálum. 10%
lýstu stuðningi við Arne Skauge,
fyrrverandi fjármálaráðherra, en
Skauge skýrði frá því rétt eftir
að könnunin var gerð að hann
myndi hætta í stjórnmálum við lok
kjörtímabilsins 1993 og taka við
stjórnunarstöðu hjá Den norske
Bank. I síðustu viku skýrði Kull-
mann Five frá því að hún byði sig
fram í leiðtogakjöri 20. apríl. Syse
hefur lýst stuðningi við hana og
Kaare Willoch, fyrrverandi for-
sætisráðherra, segir að hún sé
„frábær stjómmálamaður“. Búist
er við að John G. Bernander verði
nýr varaformaður og taki við af
Svein Ludvigsen.
Kaci (Karin Cecilie) Kullmann
Five verður fertug eftir tæpan
mánuð. Hún virðist njóta stuðn-
ings um land allt og jafnvel and-
stæðingar hennar fara margir
hlýjum orðum um hana. Hún þótti
standa sig mjög vel í starfí við-
skiptaráðherra, sýndi samning-
alipurð og einkum var henni hrós-
að fyrir dugnað í viðræðum
Fríverslunarsamtaka Evrópu og
Evrópubandalagsins. En ríkis-
stjórn Syse hélt ekki velli nema
eitt ár og flokknum hefur vegnað
illa í skoðanakönnunum að und-
anförnu. Er Kullmann Five skýrði
frá framboði sínu viðurkenndi hún
að sér óaði við starfinu, hún vissi
hve vanþakklátt það væri og er-
fitt auk þess sem það kæmi niður
á fjölskyldulífínu. Vitað er að
Rolf Præsthus, fyrirrennari Syse,
og Syse báðu hana á sínum tíma
að gefa kost á sér í leiðtogaemb-
ættið en hún hafnaði í bæði skipt-
in.
Reuter
Um 30.000 manns mótmæltu vaxandi atvinnuleysi og versnandi kjörum í Þýskalandi austanverðu á
útifundi í Leipzig í fyrradag. Helmut Kohl kanslari var sagður hafa svikið gefin loforð og var afsagn-
ar hans krafist. A fremri borðanum stendur „Endurbyggjum í stað þess að bijóta niður“ og þeim aft-
ari „Kerfiskarlar gærdagsins gullkálfar morgundagsins."
Stríðið í Eþíópíu:
Uppreisnarmenn búast til
að einangra Addis Ababa
Þúsundir manna falla í hörðum bardögum
Nairobi. Reuter.
SKÝRT var frá því í gær að uppreisnarmenn í Eþiópíu væru nú
komnir að bænum Debra Sine, sem er aðeins 150 km norðaustur
af höfuðborginni, Addis Ababa. Bærinn er einnig skammt frá þjóð-
veginum frá borginni til einu hafnarinnar sem er enn á valdi stjórn-
arhersins. Uppreisnarmennirnir hafa aldrei áður sótt jafn langt í
átt að höfuðborginni.
Talsmaður uppreisnarmanna í
Tigray-héraði sagði að 978 stjórn-
arhermenn hefðu fallið og 952
særst í bardaga um bæinn Mezezo
í grennd við Debre Sina, þar sem
stjórnarherinn hefur búið sig til
vamar. Uppreisnarmennirnir hefðu
einnig náð miklu af vopnum í bar-
daganum. Debre Sina er við þjóð-
veginn frá höfuðborginni til hafnar-
bæjarins Assab og talsmaðurinn
sagði að uppreisnarmennirnir
myndu nú reyna að ná veginum á
sitt vald.
Uppreisnarmenn í Eritreu hafa
einnig hafíð stórsókn úr norðvestri
í átt til Assab. Ef uppreisnarmenn
ná hafnarbænum á sitt vald, eða
loka þjóðveginum, hefur stjórn
landsins ekki lengur aðgang að
höfn við Rauðahaf.
Útvarp uppreisnarmanna skýrði
frá því á sunnudag að 4.600 stjórn-
arhermenn' hefðu fallið eða særst
er þeir reyndu að ná Gojam-héraði
á sitt vald á ný. Um 900 hermenn
hefðu beðið bana í bænum Adwa,
um 140 km suður af Asmera, höfuð-
stað Erítreu, sem er enn á valdi
stjómarhersins.
Heimildarmenn í Addis Ababa
segja að hundruð þúsunda manna
varalið, einkum skipað skóladrengj-
um, hefði verið sent gegn sveitum
uppreisnarmanna til að veija höfuð-
borgina.
Sendiráð Bandaríkjanna, EB-
ríkja og Svíþjóðar hafa gert ráðstaf-
anir til að flytja útlendinga úr
landinu þar sem óttast er að eini
alþjóðaflugvöllurinn í landinu, sem
er við Addis Ababa, kunni að lok-
ast. íslensku hjónin Guðlaugur
Gunnarsson og Valgerður Gísla-
dóttir eru enn í Eþíópíu ásamt
þremur börnum sínum og að öllum
líkindum verður ákveðið í dag hvort
þau fari úr landinu. Hjónin stunda
trúboð syðst í Eþíópíu.
Kínverjar ætla að veita
Sovétmönnum stórlán
Búist við að Pekingstjórnin kaupi sovéskar orrustuþotur
Peking. Reuter.
KÍNVERSKA stjórnin hyggst selja Sovétmönnum ýmsar vörur,
einkum hráefni, að fjárhæð 730 milljónir Bandaríkjadollara (um
42.000 milljónir ÍSK) og verður veittur gjaldfrestur. Erlendir
stjórnarerindrekar í Peking segja ljóst að lánið sé ekki síst veitt
í því skyni að aðstoða Sovétstjórnina og Míkhaíl Gorbatsjov við
að beijast gegn upplausn í landinu vegna efnahagsörðugleikanna.
„Þetta sýnir þær áhyggjur sem
stjómvöld í Kína hafa af því sem
gerast kunni í Sovétríkjunum.
Kína vili að ró og friður ríki í
nágrannalöndunum og sú ósk
verður ekki uppfyllt ef Sovétríkin
hrynja,“ sagði erlendur stjórnarer-
indreki. Landamæri Kína og Sov-
étríkjanna eru hin lengstu í heimi.
Li Peng forsætisráðherra ræddi
nýlega skilmála lánsins við Júríj
Masljúkov, aðstoðarforsætisráð-
herra Sovétríkjanna, í Peking og
skýrði flokksmálgagnið Dagblað
alþýðunnar frá viðræðunum á
forsíðu. Sovétmenn munu kaupa
korn, kjötvörur, hnetur, te, hrá-
silki, tóbak og sígarettur auk vefn-
aðarvöru, að sögn blaðsins. Met-
uppskera í Kína var á síðasta ári
og mun mesta vandamálið vera
að ekki eru til nægar geymslur
fyrir framleiðsluna. Víðtækri
einkavæðingu hefur verið hrint í
framkvæmd í kínverskum land-
búnaði síðastliðinn áratug og eru
sumir bændur nú orðnir sterkefn-
aðir. Að auki munu Sovétmenn
geta keypt léttan iðnvarning en
mörg kínversk fyrirtæki eiga veru1
legar birgðir af óseldum vörum
vegna þess að kaupgeta hefur
minnkað í kjölfar aðhaldsaðgerða
stjórnvalda undanfarin tvö ár til
að lækka verðbólgu.
Sovétmenn munu sýna herflug-
vélar á flugvelli í grennd við Pek-
ing síðar í mánuðinum, að sögn
ensku útgáfunnar af Dagblaði aI-
þýðunnar. Erlendir stjórnarerind-
rekar segja Kínveija hafa hug á
að kaupa herflugvélar af Sovét-
stjórninni og vitað er að tegundin
sem þeir hafa mestan áhuga sýnt,
orrustuvél af gerðinni SU-27 sem
nefnd er á ensku Flanker, verður
til sýnis. Flest vestræn ríki hættu
að selja Kínveijum vopn 1989 í
mótmælaskyni við morðin á um-
bótasinnum sem safnast höfðu
saman á Torgi hins himneska frið-
ar í Peking. u . 1 i .