Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 56
— svo vel sé tryggt SIOVAljPÁLMENNAR PC MAGAZINE UM IBM OS/2: „ÞETTA ER FRAMTÍÐIN" MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Ríkið kaupir flugskýli á 45 milljónir FJ ÁRMÁL ARÁÐUNEYTIÐ hefur gengið frá kaupum á flugskýli flugfélagsins Ernis á Isafirði. Kaupverð skýlisins er 45 milljónir króna. Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri ijármálaráðuneytisins, sagði í gær að kaupin væru gerð til að styrkja sjúkraflutninga á Vestfjörð- um. Hann sagði að ríkissjóður hefði greitt 45 milljónir króna fyrir skýlið. Skýlið mun hafa verið metið á 23 milljónir. „í þessum kaupum felst tiltekinn stuðningur við sjúkraflutninga á Vestfjörðum. Þeir hafa verið mjög erfiðir fjárhagslega og flugfélagið sem hefur staðið að þeim hefur átt í erfiðleikum og á því hafa hvílt miklar kröfur. Ríkið notar heimild í 6. grein fjárlaga og kaupir skýlið á þessu tiltekna verði,“ sagði Magnús. Tveir rækju- bátar fengu í skrúfuna RÆKJUBÁTURINN Kristján ÍS fékk grandara í skrúfuna í Skötu- firði í ísafjarðardjúpi um klukkan 18 í gær. Rækjubáturinn Dröfn SI kom Krisljáni ÍS til aðstoðar en fékk við það dráttartóg í skrúf- una. Björgunarbáturinn Daníel Sig- mundsson frá ísafirði kom á staðinn um klukkan 21 í gær. Kafari losaði fyrst grandarann úr skrúfu Kristjáns ÍS og síðan dráttartógið úr skrúfu Drafnar SI. Snjóflóð féllu á vegina í Óshlíð og Súðavíkurhlíð í gær, einnig féll snjóflóð á skíðalyftu ísfirðinga í Seljalandsdal í gær. Langt komnir með kvótann Morgunblaðið/Alfons Finnsson Mjög góð veiði hefur verið hjá netabátum frá Ólafsvík á vertíðinni. Bátarnir hafa iðulega komið með tíu til þrjátíu tonn eftir daginn. Nokkrir Ólafsvíkurbátar eru búnir með kvótann eða eru að klára. Sumir eru búnir að fækka trossum til að treina sér kvótann. Meðfylgj- andi myndir voru teknar í róðri með Tungufelli SH 31 og er það Emil Kristinsson sem greiðir úr. Fjallað er um aflabrögð í sérblaði Morgunblaðsins um sjávarút- veg, Úr verinu, í dag. Myndataka á rauðu ljósi LÖGÐ hefur verið fram í borgarráði bókun frá umferðarnefnd, um að komið verði upp búnaði til mynda- töku við gatnamót þar sem umferð- arljós eru. Lagt er til að búnaðinum verði komið upp í tilraunaskyni og kannað hvernig hann gefst til að afla upplýsinga um þá sem aka yfir gatnamót á móti rauðu ljósi. Þingslit ákveðin klukkan 10 í dag: Deilur um stj órnarsetu í Landsvirkjun töfðu störf EKKI tókst að Ijúka þingstörfum fyrir miðnætti í nótt og ákvað Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra þá að bíða með að rjúfa þing þar til klukkan 10 í dag. Áður hafði verið áætlað að þingstörfum lyki snemma í gærkvöldi, en ýmsar tafir, sem urðu m.a. vegna deilna um kosningu í stjórnir fjögurra ríkisfyrirtækja og nefnda, komu í veg fyrir að svo gæti orðið. Samkomulag náðist í fyrrinótt um framgang lánsfjárlaga og annarra mála sem ríkisstjórnin lagði áherslu á, gegn því að þingsályktunartillaga iðnaðarráðherra um álviðræður færi aðeins í gegnum fyrstu umræðu. En þegar tekið var til við atkvæða- greiðslu um lánsljárlagafrumvarpið í neðri deild var ekki nægileg þátt- taka vegna fjarveru þingmanna Borgaraflokksins. í ljós kom að þeir voru óánægðir með að ekki var fyrir- hugað að kjósa í stjórnir Landsvirkj- unar, Sementsverksmiðju ríkisins, Kísiliðjunnar og í Orkuráð. Þing- menn Kvennalistans kröfðust þess einnig að kosið yrði í þessar stjórnir. Miklar samningaviðræður voru í gærkvöldi um hvort og þá hvernig staðið yrði að þessum kosningum. Fyrir lá að Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti myndu bjóða fram sam- eiginlegan lista, en ósamkomulag var milli stjórnarflokka um hvort þeir byðu fram sinn listann hver, tveir eða fleiri sameiginlega eða all- ir saman. Samkomulag um þetta lá ekki fyrir um miðnættið en Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra sagði þó að kosning þessi yrði á dagskrá þingsins fyrir þingrof. „Ég er þeirrar skoðunar að kosn- ingin eigi að fara fram. Ýmsir benda þó á að vel megi fresta því þar til nýtt þing verði kallað saman í vor. Og þar sem kjörtímabil stjórnar Landsvirkjunar, sem mestur áhugi virðist vera fyrir, hefst ekki fyrr en 1. júlí, þá er það út af fyrir sig rétt,“ sagði Steingrímur. Fjöldi frumvarpa varð að lögum í gær og nótt. Má þar nefna lánsfjár- lög, lög um afnám húsnæðislána- kerfisins frá 1986 og lög um ráðstaf- anir vegna aflabrests í loðnuveiðum. Einnig stefndi í um miðnættið að grunnskólalög yrðu afgreidd með töluverðum breytingum frá upphaf- legu frumvarpi, eftir samninga menntamálaráðherra við þingmenn Sjálfstæðisflokks. Þá var frumvarp um breytingu á stjórnarskránni sam- þykkt í gærkvöldi en eftir slíka sam- þykkt ber forsætisráðherra að ijúfa þing og boða til kosninga svo nýtt þing geti afgreitt þá breytingu. Gengi Bandaríkjadollars hefur hækkað um 5,6% frá áramótum: Dollaraskuldir Flugleiða hækka um 700 milljónir BANDARÍKJADOLLAR hefur hækkað undanfarna daga. í gærmorg- un var sölugengi dollars 58,60 kr. og hafði hækkað um 74 aura frá deginum áður. Var það rakið til bjartsýni í efnahagsmálum í Banda- ríkjunum. Hækkun dollarans frá áramótum hefur þau áhrif að doll- araskuldir Flugleiða hækka um rúmlega 700 milljónir íslenskra -króna. Gengi dollarans hafði ekki farið yfir 58 kr. frá því í júlímánuði síðastliðnum, það er áður en írakar hernámu Kúveit. Dollarinn fór lægst í Persaflóastríðinu, hinn 12. febrúar var gengið 53,49 kr. Síðan hefur dollarinn hækkað um 5,11 kr. eða um 9,5%. Staða Bandaríkjadollars hefur mikil áhrif á stöðu Flu^leiða eins og stöðu ýmjssa annarra íslenskra fyrirtækja. Á síðasta ári lækkaði dollarinn um 9,6% sem hafði í för með sér mikinn gengishagnað fé- lagsins, aðallega vegna þess að skuldir félagsins eru að stærstum hluta í dollurum. Dollarinn stóð í 55,47 krónum um áramót. Síðan hefur hann hækkað um 3,13 krónur eða um 5,6%. Við það hafa dollaraskuldir Flugleiða hækkað í íslenskum krón- um um rúmlega 700 milljónir, að sögn Halldórs Vilhjálmssonar fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs Flug- leiða. Á móti kemur að í ársreikn- ingum Flugleiða er flugvélaflotinn, sem stendur á bak við þessar skuld- ir, endurmetinn miðað við stöðu dollarans og hækkar því samsvar- andi í verði þó tölurnar séu lægri. Stærri hluti útgjalda en tekna Flug- leiða er í dollurum og hefur hækkun dollarans því einnig neikvæð áhrif á hag félagsins að því Ieyti, að sögn Halldórs. Meirihluti fólks 1 fiskverkun leggur niður vinnu í dag STÓR hluti fiskverkafólks leggur niður vinnu í dag til að leggja áherslu á kröfur sinar til stjórnvalda um hækkun skattleysis- marka. Mikil samstaða virðist vera með fiskvinnslufólki um vinnustöðvun á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum, á Vesturlandi og víða á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á ýmsum stöðum hefur fiskverkafólk ákveðið að mæta til vinnu í dag, m.a. í Grindavík, Hnífsdal, Raufarhöfn, Bíldudal og hjá Granda hf. í Reykjavík. Talið er að starfsemi leggist niður í meirihluta fiskvinnsluhúsa á landinu en á niunda þúsund manns starfa við fiskvinnslu á landinu. Víða voru greidd atkvæði um aðgerðirnar eða látnir ganga undirskriftalistar þar sem starfs- fólk tilkynnti þátttöku sína. Voru aðgerðirnar m.a. samþykktar með miklum mun í fiskvinnslu- húsum á Neskaupstað, Eskifirði, Vestmannaeyjum, Akureyri, ísafirði, Bolungarvík, Höfn og á Akranesi. Á nokkrum stöðum var ákvörðunin tekin með óformleg- um hætti. Yfirmönnum vinnslu- húsanna hefur í flestum tilfellum verið gert viðvart og hafa sumir gripið til ráðstafana til að forða afla frá skemmdum. í nokkrum frystihúsum felldu starfsmenn tillögu um vinnu- stöðvun og samþykktu þess í stað áskorun til stjórnvalda um að vinna að hækkun persónuafslátt- ar hjá .láglaunafólki. Sjá ennfremur á bls. 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.