Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 27
MÖRGUNBLAÐIÐ' MIÖVlKUDÁGUR 2Ö. MÁRZ '1991 "27 Lech Walesa á Islandi: „Bjóðum ykkur þátt- töku í uppbyggingunni“ LECH Walesa, forseti Póllands, hafði stutta viðdvöl á Keflavíkur- flugvelli síðdegis í gær á leið í opinbera heimsókn til Banda- ríkjanna. A Keflavíkurflugvelli átti hann fund með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni ut- anríkisráðherra. Að honum loknum sagði Walesa að í Póllandi væru miklir fjárfestingarmöguleikar eftir að horfið hefði verið frá kommúnískum sljórnarháttum. , þessu,“ sagði forsetinn. Walesa ræddi stuttlega við fréttamenn eftir fundinn með íslensku ráðherrunum. Lagði hann mikla áherslu á mikilvægi þess að erlent fjármagn fengist til Pól- lands. Það væri undirstaða þess að hægt yrði að ná fram efnahags- legum umbótum. Pólland hefur að undanförnu m.a. lagt mikla áherslu á að landinu verði gefnar eftir gamlar erlendar skuldir og hefur stór hluti þeirra verið felldur niður. Sagði Walesa þá staðreynd auðvelda verulega umbætur þó vissulega ,Við bjóðum ykkur að taka þátt í yrði fyrst um sinn erfitt að greiða niður þær skuldir sem eftir væru. „Þegar stofnað var til þessara skulda voru aðrir stjórnarhættir við lýði í landinu. Því stjórnkerfi hafði verið þröngvað upp á okkur en við brutum okkur laus undan oki þess. Við verðum að sýna heim- inum fram á það,“ sagði Walesa einnig. Um viðræður síiiar við íslensku ráðamennina sagði hann að ekki hefði verið farið ofan i smáatriði varðandi það hvernig íslendingar gætu helst orðið Pólveijum að liði. Til að ræða það myndi hann vilja bjóða mönnum að koma til Pól- lands. Þær breytingar sem orðið hefðu í Póllandi opnuðu mikla möguleika. „Landið er opið og reiðubúið að takast á við hlutina. Menn í viðskiptalífinu ættu að koma og litast um hjá okkur,“ sagði forseti Póllands. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði að Walesa hefði í viðræðunum lagt megin- áherslu á mikilvægi þess að fá erlenda aðila til að taka þátt í at- vinnulífi Póllands. Einnig hefði hann rætt hvort íslendingar gætu hugsanlega tekið þátt í skip- asmíðaiðnaðinum. I fylgdarliði Walesa voru fjöl- margir háttsettir pólskir stjóm- málamenn og embættismenn, m.a. utanríkisráðherra landsins, iðnað- arráðherra, einkavæðingarráð- herra og ráðherra efnahagssam- skipta. Reuter Mengun ógnarheilsu Kúveita Kúveisk móðir heldur á 11 mánaða gamalli dóttur sinni, Amal Khamash, á biðstofu sjúkrahúss. Stúlk- an þjáist af blóðkreppusótt en læknar í Kúveit sögðu í gær að mengun af völdum brennandi olíu- linda kynni að hafa varanlegt heilsutjón í för með sér. Kolsvört og þykk reykjarský sem grúfa yfir Kúveit hefðu þegar valdið hjarta- og lungnasjúk- dómum og eitrun matvæla og vatnsbóla. Öndunar- kvillar hrjá landsmenn, einkum astmi og bráður bronkítis. Morgunblaðið/Júlíus Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Lech Walesa, forseti Póllands, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Fransk-íslenska verslunarráðið: Ahersla lögð á að auka samskiptin París. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐALFUNDI Fransk-íslenska verslunarráðsins lauk í París í gær. Á fundinum var kosin stjórn fyrir verslunarráðið en í henni eiga sæti 18 Islendingar og jafn margir Frakkar. Formaður stjórnarinnar er Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF. Fransk-íslenska verslunarráðið var stofnað í ágúst á síðasta ári í tilefni heimsóknar Francois Mitterr- ands Frakklandsforseta til íslands. Markmið ráðsins er að auka sam- skipti Frakka og Islendinga á sem flestum sviðum viðskiptalífsins. Sér- stök áhersla er lögð á að rækta tengslin við Boulogne-sur-Mer, bæ í Norður-Frakklandi. Fundinn sátu rúmlega eitthundr- að manns og þar af rúmlega 30 ís- lendingar. I máli ræðumanna kom fram að samskipti íslendinga við Frakka eru umtalsverð á mörgum sviðum og mikill áhugi er á að þau verði aukin enn frekar. Sovétríkin: Danir gagnrýndir Moskvu. Reuter. SOVÉTMENN gagnrýndu Dani í gær fyrir gera samstarfssamn- ing við Eistland og sögðu samninginn brjóta í bága við alþjóðalög. Vítalíj Tsjúrkín, talsmaður sov- þyrfti fyrirkomulag þeirra að vera éska utanríkisráðuneytisins, sagði í samræmi við stjórnarskrá Sov- í gær að sovésk stjórnvöld hefðu étríkjanna. mótmælt samningnum formlega Á undanförnum þremur vikum við dönsk stjórnvöld. hafa Danir einnig undirritað sam- „Ákvæði samningsins, einkum starfssamning við hin Eystrasalts- þau sem fjalla um endurnýjun ríkin tvö, Lettland og Litháen. í stjórnmálasambandsins við Eist- samningunum er m.a. kveðið á um land, stangast á við alþjóðalög," fjármögnun ýmissa framkvæmda sagði Tsjúrkín. Hygðust Danir eiga og fyrirætlana á sviði efnahags- samskipti við tiltekin Sovétlýðveldi og atvinnulífs. SÞ: Albanir fá aðstoð við framkvæmd kosninga Vín. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar hafa boðist til að veita albönskum stjórnvöldum tæknilega aðstoð við framkvæmd fyrstu frjálsu kosninganna í landinu sem verða í lok mánaðarins, að sögn albönsku fréttastofunnar ATA. Einnig fá þau hjálp vegna vand- ans sem flótti tugþúsunda manna úr landi hefur valdið. Kommúnistastjórnin í landinu fór sjálf fram á aðstoðina er nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna heimsótti höfuðborgina Tirana. Um 20.000 Albanir hafa flúið land, flestir til Ítalíu, vegna óánægju með hrakleg lífskjör og skort á mannréttindum. ’ í 3SX' < I E S s °ðs • '6. ve/rt °Oo.. Dugmikill 9 nála prentari fyrir heimili og skólafólk. FERMINGARTILBOÐ Mannesmann Tally MT 81 duglegur og vandaður tölvuprentari á sérstaklega hagstæðu fermingartilboðsverði. EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.