Morgunblaðið - 20.03.1991, Side 27

Morgunblaðið - 20.03.1991, Side 27
MÖRGUNBLAÐIÐ' MIÖVlKUDÁGUR 2Ö. MÁRZ '1991 "27 Lech Walesa á Islandi: „Bjóðum ykkur þátt- töku í uppbyggingunni“ LECH Walesa, forseti Póllands, hafði stutta viðdvöl á Keflavíkur- flugvelli síðdegis í gær á leið í opinbera heimsókn til Banda- ríkjanna. A Keflavíkurflugvelli átti hann fund með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni ut- anríkisráðherra. Að honum loknum sagði Walesa að í Póllandi væru miklir fjárfestingarmöguleikar eftir að horfið hefði verið frá kommúnískum sljórnarháttum. , þessu,“ sagði forsetinn. Walesa ræddi stuttlega við fréttamenn eftir fundinn með íslensku ráðherrunum. Lagði hann mikla áherslu á mikilvægi þess að erlent fjármagn fengist til Pól- lands. Það væri undirstaða þess að hægt yrði að ná fram efnahags- legum umbótum. Pólland hefur að undanförnu m.a. lagt mikla áherslu á að landinu verði gefnar eftir gamlar erlendar skuldir og hefur stór hluti þeirra verið felldur niður. Sagði Walesa þá staðreynd auðvelda verulega umbætur þó vissulega ,Við bjóðum ykkur að taka þátt í yrði fyrst um sinn erfitt að greiða niður þær skuldir sem eftir væru. „Þegar stofnað var til þessara skulda voru aðrir stjórnarhættir við lýði í landinu. Því stjórnkerfi hafði verið þröngvað upp á okkur en við brutum okkur laus undan oki þess. Við verðum að sýna heim- inum fram á það,“ sagði Walesa einnig. Um viðræður síiiar við íslensku ráðamennina sagði hann að ekki hefði verið farið ofan i smáatriði varðandi það hvernig íslendingar gætu helst orðið Pólveijum að liði. Til að ræða það myndi hann vilja bjóða mönnum að koma til Pól- lands. Þær breytingar sem orðið hefðu í Póllandi opnuðu mikla möguleika. „Landið er opið og reiðubúið að takast á við hlutina. Menn í viðskiptalífinu ættu að koma og litast um hjá okkur,“ sagði forseti Póllands. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði að Walesa hefði í viðræðunum lagt megin- áherslu á mikilvægi þess að fá erlenda aðila til að taka þátt í at- vinnulífi Póllands. Einnig hefði hann rætt hvort íslendingar gætu hugsanlega tekið þátt í skip- asmíðaiðnaðinum. I fylgdarliði Walesa voru fjöl- margir háttsettir pólskir stjóm- málamenn og embættismenn, m.a. utanríkisráðherra landsins, iðnað- arráðherra, einkavæðingarráð- herra og ráðherra efnahagssam- skipta. Reuter Mengun ógnarheilsu Kúveita Kúveisk móðir heldur á 11 mánaða gamalli dóttur sinni, Amal Khamash, á biðstofu sjúkrahúss. Stúlk- an þjáist af blóðkreppusótt en læknar í Kúveit sögðu í gær að mengun af völdum brennandi olíu- linda kynni að hafa varanlegt heilsutjón í för með sér. Kolsvört og þykk reykjarský sem grúfa yfir Kúveit hefðu þegar valdið hjarta- og lungnasjúk- dómum og eitrun matvæla og vatnsbóla. Öndunar- kvillar hrjá landsmenn, einkum astmi og bráður bronkítis. Morgunblaðið/Júlíus Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Lech Walesa, forseti Póllands, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Fransk-íslenska verslunarráðið: Ahersla lögð á að auka samskiptin París. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐALFUNDI Fransk-íslenska verslunarráðsins lauk í París í gær. Á fundinum var kosin stjórn fyrir verslunarráðið en í henni eiga sæti 18 Islendingar og jafn margir Frakkar. Formaður stjórnarinnar er Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF. Fransk-íslenska verslunarráðið var stofnað í ágúst á síðasta ári í tilefni heimsóknar Francois Mitterr- ands Frakklandsforseta til íslands. Markmið ráðsins er að auka sam- skipti Frakka og Islendinga á sem flestum sviðum viðskiptalífsins. Sér- stök áhersla er lögð á að rækta tengslin við Boulogne-sur-Mer, bæ í Norður-Frakklandi. Fundinn sátu rúmlega eitthundr- að manns og þar af rúmlega 30 ís- lendingar. I máli ræðumanna kom fram að samskipti íslendinga við Frakka eru umtalsverð á mörgum sviðum og mikill áhugi er á að þau verði aukin enn frekar. Sovétríkin: Danir gagnrýndir Moskvu. Reuter. SOVÉTMENN gagnrýndu Dani í gær fyrir gera samstarfssamn- ing við Eistland og sögðu samninginn brjóta í bága við alþjóðalög. Vítalíj Tsjúrkín, talsmaður sov- þyrfti fyrirkomulag þeirra að vera éska utanríkisráðuneytisins, sagði í samræmi við stjórnarskrá Sov- í gær að sovésk stjórnvöld hefðu étríkjanna. mótmælt samningnum formlega Á undanförnum þremur vikum við dönsk stjórnvöld. hafa Danir einnig undirritað sam- „Ákvæði samningsins, einkum starfssamning við hin Eystrasalts- þau sem fjalla um endurnýjun ríkin tvö, Lettland og Litháen. í stjórnmálasambandsins við Eist- samningunum er m.a. kveðið á um land, stangast á við alþjóðalög," fjármögnun ýmissa framkvæmda sagði Tsjúrkín. Hygðust Danir eiga og fyrirætlana á sviði efnahags- samskipti við tiltekin Sovétlýðveldi og atvinnulífs. SÞ: Albanir fá aðstoð við framkvæmd kosninga Vín. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar hafa boðist til að veita albönskum stjórnvöldum tæknilega aðstoð við framkvæmd fyrstu frjálsu kosninganna í landinu sem verða í lok mánaðarins, að sögn albönsku fréttastofunnar ATA. Einnig fá þau hjálp vegna vand- ans sem flótti tugþúsunda manna úr landi hefur valdið. Kommúnistastjórnin í landinu fór sjálf fram á aðstoðina er nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna heimsótti höfuðborgina Tirana. Um 20.000 Albanir hafa flúið land, flestir til Ítalíu, vegna óánægju með hrakleg lífskjör og skort á mannréttindum. ’ í 3SX' < I E S s °ðs • '6. ve/rt °Oo.. Dugmikill 9 nála prentari fyrir heimili og skólafólk. FERMINGARTILBOÐ Mannesmann Tally MT 81 duglegur og vandaður tölvuprentari á sérstaklega hagstæðu fermingartilboðsverði. EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.