Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 Jltofgtiiifrlfifetfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakiö. Frelsi og mannúð Verðmætasköpunin í þjóðar- búskapnum og viðskipta- kjörin við umheiminn sníða þjóðinni lífskjarastakk. Þetta tvennt, verð mætasköpunin og viðskiptakjörin, eru íjárhagsleg forsenda og kostnaðarleg und- irstaða efnahagslegs fullveldis, bæði þjóðar -og einstaklinga, lífskjara fólksins og velferðar, meðal annars hvers konar sam- félagslegrar þjónustu. Sá mælikvarði, sem tíðast er notaður á lífskjör, er verðmæta- sköpun þjóðanna á hvern vinn- andi þegn. Verðmætasköpun á hvern vinnandi þegn hefur ver- ið mun meiri í samkeppnisríkj- um V-Evrópu og N-Ameríku — í þjóðfélagsgerð þingræðis og lýðræðis — en í miðstýrðu hag- kerfi marxismans. Almenn þegnréttindi í samkeppnisríkj- um eru og mun víðtækari og virkari en í ríkjum sósíal- ismans. Hrun sósíalismans í A-Evrópu segir í raun allt sem segja þarf um þetta efni. Dómar reynslunnar, sem við blasa hérlendis sem erlendis, færa heim sanninn um, að þeir sem mótuðu grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins árið 1929 vörðuðu veg til farsældar. Grundvallarstefnan var tvíþætt. Að tryggja fullveldi þjóðarinnar til frambúðar. Að byggja upp þjóðfélag einstaklingsfrelsisins, atvinnufrelsisins og eignarétt- ar, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Atvinnulífið skyldi grundvalla á fijálsu framtaki og fijálsri samkeppni, til að nýta hæfileika og menntun ein- staklinganna sem bezt og stuðla að sem stærstum skipta- hlut á þjóðarskútinni. Birgir Kjaran hagfræðingur skilgreindi meginverkefni ríkis- ins svo í erindi um sjálfstæðis- stefnuna árið 1959: 1) Að við- halda skipulegu þjóðfélagi með skynsamlegri löggjöf, 2) Að tryggja frelsi og öryggi þegn- anna með því að halda uppi lögum og rétti innanlands og vernda öryggi þeirra út á við, 3) Að mæta ýmsum samþörf- um þeirra, t.d. á sviði félags-, heilbrigðis-, mennta- og sam- göngumála. Sjálfstæðisstefnan var þegar í upphafi skilgreind sem þjóðleg umbótastefna. „Boðskapur hennar er barátta fyrir réttlátu þjóðfélagi, fijálsra manna, er fái lifað við menningu og mann- sæmandi lífskjör“, eins og Birg- ir Kjaran hagfræðingur komst að orði í tilvitnuðu erindi. Það er þessi boðskapur sem gert hefur Sjálfstæðisflokkinn að breiðri samfylkingu fólks úr öllum byggðum og starfsstétt- um landsins, eins og nýafstað- inn 1.400 manna Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem í reynd var þverskurður af þjóð- inni, vitnaði sterklega um. Davíð Oddsson, nýkjörinn for- maður Sjálfstæðisflokksins, komst svo að orði í samtali við Morgunblaðið sl. sunnudag: „Eg lít á það sem hlutverk Sjálfstæðisflokksins, forsendu stöðu hans, stærðar og styrk- leika, alveg öfugt við það sem þeir sem kallaðir eru hörðustu fijálshyggjumenn gera, að vera ekki flokkur einhverra þröngra einhæfra gilda. Við verðum að hafa mjög öflugt atvinnulíf. Við verðum að gefa einkarekstrin- um sema allra bezt færi til að skapa sem mestar tekjur, til að við getum tryggt kjör þeirra, stöðu og öryggi, sem lakast kunna að vera settir á hveijum tíma. Markmið Sjálfstæðis- flokksins er auðvitað að hjálpa slíku fólki eins og kostur er, til þess að nýta sér kosti hins fijálsa hagkerfis, þar sem einkareksturinn fær notið sín. Ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur, ekki bara í orði held- ur á borði, þar sem hver maður telur sig geta átt samastað og þar sem hver maður getur fund- ið, að menn vilja ekki traðka á þeim sem undir er, heldur gera öllum kleift að lifa mannsæm- andi lífí.“ Það er brýnt verkefni næstu framtíðar að styrkja samkeppn- isstöðu hefðbundinna og nýrri atvinnugreina, m.a. með því að búa þeim hliðstæð starfsskilyrði og í grannríkjum, svo þær megi rísa undir efnahagslegri velferð þjóðar og þegna. Það verður ekki gert með miðstýringar- áráttu og sundurlyndi núver- andi ríkisstjómarflokka. Til þess þurfum við að laga okkur að þeim efnahagslega vemleika sem við okkur blasir i umheim- inum, bæði á líðandi stund og í fyrirsjáanlegri framtíð. Þannig treystum við rekstraröryggi fyrirtækja og atvinnu- og af- komuöryggi einstaklinganna, sem og kostnaðarlega undir- stöðu velferðar í landinu. Þann- ig samþættum við bezt það, sem við viljum helzt tryggja í samfé- lagi okkar: einstaklingsfrelsi, viðunandi lífskjör, mannúð og menningu. Helgafell og fom heimsmynd í Voss eftir Einar Pálsson Skammt gerist nú stórra höggva milli í fræðunum. Þórarinn Þórarins- son arkitekt hefur lengi haft áhuga á markleiðum og fornum landmæl- ingum. Kom hann fyrir skömmu fram bæði í útvarpi og DV (2.3.91) til að skýra frá því, að hann hefði um tíu ára skeið rannsakað landnám Ingólfs út frá tilgátum RÍM um upp- haflega mörkun Alþingis á Þingvöll- um. Segist honum svo frá, að hann hafi brugðið kvarða nútímalandmæl- inga á niðurstöðurnar og athugað þá bauga, þau horn og þau flatar- málsfræði sem fornmenn hefðu hugsanlega haft þekkingu á. Hafí hann í þessu skyni einkum rannsak- að sjónlínur er miðast við sólargang. Þótt hann hafí, að eigin sögn, ekki beinan skilning á þeirri hugmynda- fræði sem liggur til grundvallar niðurstöðum RIM (lausnir á fornu tákmáli), þá kemst hann að þeirri niðurstöðu, að tilgátumar séu réttar. Markar hann þetta af eigin mæling- um. Eins og ætlazt er til þar sem tilgátuformið er notað beitir Þórar- inn síðan tilgátum RÍM á ýmsa vegu og fínnur margt merkilegt, sem ekki hefur áður komið fram. Er þetta ekki lítið umhugsunaratriði þeim sem áður hugðu forfeður vora hafa siglt út hingað án þekkingar á fræð- um miðalda. Eins og fleirum þóttu Þórami niðurstöður RÍM ótrúlegar í fyrstu. Nú vottar hann, að niðurstöð- ur RÍM séu sennilegasta lausnin á þeim gátum sem við blasa. Hermann Pálsson Hermann Pálsson hafði þá skömmu áður birt í Lesbók Morgun- blaðsins (2.2.91) grein um foma rit- skýringu, þar sem hann lýsir því yfír, að í íslendingasögum sé mikið um margræða merkingu og einkum táknræna merkingu orða. Feitletrar Einar Páisson hann þessa niðurstöðu. Talar hann bæði um hátt sannrar sögu og and- lega skilningu auk hins sannfræði- lega gildist í fornritunum. „Af sýni- legum hlutum megum vér draga dæmi til ósýnilegra hluta“ hefur hann eftir Gregóríusi mikla (d. 604). Síðar deilir hann eðli frásagna Bibl- íunnar í sannfræði, andlega skilning og siðbót — og klykkir svo út: „Hin- ar beztu fornsögur okkar em gædd- ar þessum þrennum verðmætum." Mun nú einhveijum hnykkja við, því að eftir þessa yfírlýsingu verður vart sagt, að hnífur gangi milli nið- urstöðu Hermanns og þess sem hér festir letur á skjá — hvað framan- greind efni varðar. Níu bindi RÍM varða öll rannsóknir á táknrænni merkingu orða, þar sem fram eru lagðar ákveðnar tilgátur um lausn á miðaldafræðum: hver hluti fomrita vorra sé sannfræði, hver þeirra byggist á „andlegri skilningu" og hver sú „siðbót" er, sem af megi læra. Hermann hefur lengi velt slík- um málum fyrir sér út frá sínu sjón- arhorni — bókmenntaskýringu — en ekki minnist ég þess að hann hafi slegið niðurstöðunni jafn fastri og nú. Sá sem hyggur niðurstöðu Her- manns óskylda lausnum undirritaðs ætti að lesa Egils sögu og Úlfa Tvo, sem út kom 1. september í haust: „Sannleikur" Egils sögu er þríþætt- ur,“ stendur þar — og getur svo hver lesið sig áfram sjálfur. (s. 294.) Bjarni Guðnason Þá bætist óvænt í hópinn Bjarni Guðnason prófessor við heimspeki- deild H.í. er gengur fram svið í boði Stofnunar Sigurðar Nordals og flyt- ur fyrirlestur sem hann nefnir Ljós að Helgafelli: Hugleiðingar um höf- unda, og tilgang íslendingasagna. (6.3. 91.) Er skemmst frá því að segja, að Bjami telur ekki lengur stætt á því að rannsaka einungis það sem hann nefnir „sýnd“ eða yfír- borðsmerkingu íslenzkra fomsagna, þær séu þrungnar dýpri merkingum og táknmáli. Finnur hann dæmi þessa í þrem fornsögum og tekur fast til orða: höfundar beittu tákn- málinu í ákveðnum tilgangi, sem sjaldan liggur nútímamanni í augum uppi. Þetta er sjálf forsenda rann- sókna undirritaðs, sem allar níu bækur RÍM em á reistar. Ýmis forn- rit hafa verið tekin til sérstakrar meðferðar frá þessu sjónarhorni og athuguð lið fýrir lið til dæmis Hrafn- katla, Egla og Njála (auk um tveggja tuga annarra að hluta). Eru helztu bækurnar samkvæmt RÍM ritaðar í ákveðnum tilgangi og slungnar tor- skildu táknmáli; niðurstaða Bjarna er hér sú sama og niðurstaða RÍM. Munurinn er að sjálfsögðu sá, að Bjami hefur ekki eytt ævinni í að kryfja táknmál; hann stundar bók- menntarýni eins og Hermann, og hann flytur aðeins eitt stutt erindi um eina hlið málsins. En söm er gjörðin. Matthías Johannessen getur þessa viðburðar í Helgispjalli Morg- unblaðsins 10. marz 91; sýnir þá kurteisi að nefna niðurstöður undir- ritaðs í sambandinu, kveður okkur Bjarna koma sinn úr hvorri áttinni en hittast á miðri leið: Það var einsog að upplifa sögulega sól í austri, svo að vitnað sé til táknfræði fornritanna, eða Ijós yfír Helgafelii, sem getið er um í kristnum boðskap Laxdælu. (s. 22.) Hafa þá þau stórmerki gerzt, að Hermann Pálsson og Bjarni Guðna- son eru báðir orðnir sámmála höf- undi þessarar greinar um ofangreint meginatriði rannsókna. Hefðu norr- ænumenn mátt sjá ljósið yfir Helga- felli alllöngu fyrr, um hálfri öld, eða í síðasta lagi fyrir um fjórðungi ald- ar, þegar tilgátur um eðli táknmáls- ins tóku að birtast í RÍM. Hermann hefur vitanlega sérstöðu, því að hann hefur ótrauður kafað í mál þessu skyld um áraraðir. Hann lenti hins vegar í erfiðleikum fyrir það, að hann einskorðaði sig við þau efni sem hann hugði tekin að láni úr erlendum bókum. Rétt var auðvitað að reyna þá lausn — en hún svaraði ekki meginspurningunum. Ný afstaða Bjarna hefur hvað mest gildi fyrir þær sakir hversu miklu hún hlýtur að breyta um viðhorf íslenzkufræð- inga. Ljósið sem Bjarni sá yfír Helga- felli hefur lýst fleirum — líkt og undirritaður hafði Þórarinn arkitekt tákngildi Helgafellanna að leiðarljósi við rannsókn á markleiðum. Helga-örnefni í Voss Sumarið 1980 skrapp ég til Voss í Noregi og spurðist þar fyrir um Helgafell og Helga-örnefni. Hafði Odd Nordland prófessor í Osló bent mér á, að slík örnefni væru sérstak- lega tíð á Hörðalandi. En ástæðan til fyrirspurnanna að Voss var sú, að Voss virtist með einstökum hætti tengjast Helgafellunum íslensku. Ekki botnuðu fræðimenn á Hörða- landi mikið í spurningum mínum árið 1980 og töldu engan mann þar ytra hafa leitt hugann að slíkum efnum. Hvarf ég heim eftir stuttan stanz og hef ekki staðið í sambandi við þá Hörða síðan. í vikunni sem leið brá hins vegar svo við, að bréf barst frá Hörðalandi og fýlgdi með rit sem nefnist Gamalt frá Voss (hefti XXII, 1990). Er tímarit þetta gefið út af Voss Bygdeboknemnd, Voss Sogelag og Voss Folkemuseum (eins konar sambland af Skírni, Sögu og Tímariti Fornleifafélagsins). Seg- ir þar frá heimsókn minni 1980 og mikilli undrun þeirra Hörða á fyrir- spurnunum: Kan det tenkjast at heilage stader er lagde utover landet i eit regel- bundet mönster? Historikarar, arkeologar og andre vitskapsfolk har ikkje komme pá slike tankar, difor har dei heller ikkje leita ett- er noko slikt mönster. (s. 91.) En hinir norsku fræðimenn láta ekki þar við sitja. í grein eftir Aslak L. Helleve, sem nefnist „Tidlega heilagstader pá Voss“ greinir hann frá eftirmálum heimsóknarinnar 1980. Þrír fræðimenn, þeir Reidar Moberg, Johannes Gjerdáker og As- lak L. Helleve setjast við kort — líkt og Þórarinn arkitekt í landnámi Ing- ólfs -v og taka að rannsaka örnefni og fornminjar í Voss frá hinu nýja sjónarhorni. Einkum athuga þeir He/ga-örnefni: Tankane til [Islenningen] arbeidde vidare í hugen etter han var far- en. Eg tok före mig karta over Voss, brukte linjal, og kva fékk eg sjá? Dei to gardane Helgeland i Myrkdalen og Helland pá Borda- len lág beint nord-sör i höve til einannen. To av dei tre stadene som heiter Helgaset ligg og pá ei nord-sör line og den tredje ligg pá ei nord-sör line. Alle desse namna peikar truleg pá heilage steder. (s. 92.) Ætla í hjálparsveitina um leið og ég hef jafnað mig - segir Krislján Birgisson hjálparsveitar- maður sem slasaðist illa við Exjafjallajökul KRISTJÁN Birgisson varð fyrir því á laugardaginn fyrir rúmri viku að renna 300 metra niður bratta fjallshlið. Á leiðinni niður hlíðina Ienti hann á kletti og slasaðist mikið. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti Kristján austur að Eyjafjallajökli, þar sem slysið varð, og flutti hann á Borgarspítalann þar sem hann var á skurðarborðinu í sjö klukkustundir. Hann er nú á batavegi og vonast til að ná sér að fullu og geta hafið æfingar hjá sveitinni sem fyrst þrátt fyrir mikil meiðsli. „Ég man lítið eftir því hvað gerð- ist. Við vorum nokkrir félagar úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi á leið- inni upp gilið og ætluðum á skíðum yfir Eyjafjallajökul. Ég var eigin- lega kominn alveg upp og hallinn var ekki mikill þar sem ég var. Þegar ég er að sparka skónum inn í harðfennið lendi ég á klaka þann- ig að ég missi fótana og renn niður gilið,“ segir Kristján. Hann rann um 150 metra og lenti þá á kletti og slasaðist við það. Hann hlaut opið framhandleggsbrot á vinstri handlegg. Olnboginn brotnaði, ökklinn líka, fímm rifbein og sprunga kom í mjaðmagrindina. Að auki uppgötvaðist nokkru síðar að hann hafði tábrotnað á hægra fæti auk þess sem hann marðist mikið á fætinum þrátt fyrir að hann væri í hörðum skóm sem hlífa vel. „Ég man þegar ég rann framhjá krökkunum. Ég var að hugsa um að grípa í einhvem til að reyna að stoppa mig. Sem betur fer hætti ég við það enda hefði ég trúlega bara t,ekið einhvern með mér í fall- inu. Ég rann á rassinum, með fæt- urna á undan mér, og eftir að ég lenti á klettinum man ég ekkert þar til Björgvin félagi minn kom til mín, en það mun hafa verið um stundarfjórðungi eftir að ég stöðv- aðist,“ segir Kristján. Þegar Björgvin kom að Kristjáni lá hann á maganum með andlitið ofan í snjónum. „Ég ákvað strax að biðja um aðstoð þyrlunnar enda sá ég að hann var mikið slasaður. Við gerðum að sárum hans eins og hægt var og settum á hann háls- kraga til öryggis áður en við snerum honum við. Það leið urn hálf klukku- stund þar til við töldum óhætt að snúa honum. Við komum honum í svefnpoka til að halda á honum hita, en hann kvartaði mikið undan kulda,“ segir Björgvin Richardsson, sem kom fyrstur að Kristjáni. Kristján verkjaði um allan lík- amann þar sem hann lá í snjónum. „Ég gat hvorki hreyft legg né lið og þó ég heyrði í félögum mínum þegar þeir töluðu til mín gat ég ekki svarað neinu,“ segir Kristján þegar hann rifjar upp fýrsta hálf- tímann eftir slysið. Björgunaraðgerðir gengu mjög vel. Þyrlan kom og þrátt fyrir að gilið, þar sem Kristján lá, væri þröngt fór hún inn í það og gat híft hann þaðan upp og flutt á Borgarspítalann. Það hafa ekki liðið nema tvær klukkustundir frá því slysið varð þar til Kristján var kom- inn um borð í þyrluna. Kristján liggur á Borgarspítalan- um og segist verða þar í einhveijar vikur enn. „Fyrstu dagarnir voru erfiðir, sérstaklega átti ég erfitt með að hreyfa mig í rúminu vegna sprungunnar í mjaðmagrindinni. En þegar ég verð búinn að ná mér og ég fæ að fara héðan fer ég beint í hjálparsveitina aftur. Þetta var bara eins og hvert annað slys sem getur hent alla þannjg að það þýðir ekkert að hætta. Ég er reyndar sannfærður um að það bjargaði mér að ég var í hópi fólks sem kann til verka þegar slys ber að höndum. Ég væri varla til frásagn- ar ef ég hefði verið á ferð með óvönu fólki. Félagar mínir vissu nákvæmlega hvað átti að gera og áhöfn þyrlunnár stóð sig mjög vel. Aðhlynningin hér hefur einnig verið góð og kann ég öllum þeim sem hafa aðstoðað mig bestu þakkir,“ sagði Kristján. I gær færðu nokkrir félagar Kristjáns í Hjálparsveit skáta í Kópavogi Landhelgisgæslunni tvær ísaxir og tvenn pör af mannbrodd- um sem notaðir eru í jöklaferðum. Helga Magnúsdóttir læknir átti í erfiðleikum með að komast að Kristjáni á slysstað, vegna hálku og erfíðra aðstæðna og kemur þessi búnaður því í góðar þarfir. MorgunDlaðið/Svernr Félagar Kristjáns, Einar Stefánsson og Björgvin Richardsson, ásamt Páli Halldórssyni flugstjóra, Helgu Magnúsdóttur lækni og Kristjáni Þ. Jónssyni, en þau komu öll við sögu þegar Kristjáni var bjargað. Morgunblaðið/Sverrir Kristján er á Borgarspitalanum og verður þar í nokkrar vikur enn áður en liann getur farið að æfa á nýjan leik með Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Hringhaugur og norðurátt Til að lesandinn skilji þetta þarf að skýra það: fræðimönnunum norsku hafði verið bent á einkennileg tengsl milli norður-suður-öxuls og Helgafellanna. Má minna á glugg þann á Helgafelli Snorra goða, sem opnaðist norður. Þar var brugðið upp Ijósi, sem Bjarni Guðnason sá svo glöggt um daginn. Er ekki að orð- lengja það, að þeir Hörðar taka að finna ýmsar fornminjar, sem þeir telja þannig í sveit settar, að tilviljun geti ekki ráðið. Heila ritgerð þyrfti að sjálfsögðu til að greina nánar frá þessu, en geta má þess, að vissir helgi-steinar liggja á tilteknum sjónl- ínum og í jafnri fjarlægð frá viðmið- unardeplum; að auki blasir Leiðar- stjarna — Pólstjarnan — við fræði- mönnunum þar sem hennar er vænzt. Fer um síðir svo, að þeir Moberg, Gjerdáker og Helleve upp- götva ýmsar vörður og aðrar minjar, sem þeir höfðu ekki áður veitt at- hygli, og allar vísa til himinbaugs og markleiða. Komast þeir að lokum að þeirri niðurstöðu, að frægur haug- ur á Hörðalandi hafi að fornu verið miðdepill Voss. Og hvað heitir hann? Ringshaugen. Er með öðrum orðum svo að sjá sem haugurinn hafí vísað til heilags Baugs með nafni sínu. Og Baug finna þeir, rétt út mældan, eftir því sem bezt verður séð og lýsa svo. Ringen er eit bilete pá sola. Sol- krossen er eit anna solsymbol. Armane i krossen syner dei fire himmelættene. Er Voss dekt av eit solhjul með Ringshaugen som nav? Av dei fíre armane i solkross- en endar den som peikar mot nord pá Gjöstein, den mot aust pá Horndalsnuten. Armen mot sör endar i Otledalen. Lengjer me armen kjem me til Grim. Armen mot vest endar pá Gjerstad eller pá Hæve pá Dyrvedalen. (s. 94.) Niðurstaðan í Voss Mér þykir rétt að þýða ekki sér- kennilega mállýzku Hörðanna, hún ætti að gleðja einhvern, og vonandi geta lesendur stafað sig fram úr henni. Sem vænta mátti er Gríms- nafnið mikilvægt í sambandinu; svo var einnig hér á tímum goðaveldis- ins. Skal þessari stuttu frásögn því lokið með orðum Aslak L. Helleve: 2i „Eg meiner á ha funne at heilage stader ligg i eit visst mönster." (s. 97.) Síðan bætir hann því við, að það sem þeir félagar hafí fundið geti ekki verið tilviljun, til þess sé „mönsteret for omfattende". Tveir þeirra þriggja sem tóku þátt í þessum athugunum eru ritstjórar tímaritsins Gamalt fra Voss. Ég þekki þá ekki persónulega, hygg þremmenningarnir stundi fornleifa- fræði, þjóðháttafræði og sagnfræði. Um sjálfan uppruna Baugsins kemst Helleve svo að orði í lokin: Eg veit ingen ting om kva tidbolk mönsteret vart til. Det er vanske- leg á tenkja seg anna enn at det er bufaste bönder sem har skapt det, og at det er frá .heiden tid. Dá höyrer det heime ein stad fra og med slutten af yngre steinalder til og med yngre jernalder, frá ikr. 2000 f.Kr. til ikr. 1.000 e. Kr. (s. 98.) Ég vonast til að komast til Voss í sumar; verður þá e.t.v. unnt að gera ítarlegan samanburð á því sem hér. hefur fundizt og því sem fræði- mennirnir frá Voss hafa lagt fram. Hitt er ekki óskemmtilegt íhugun- arefni þeim sem fylgzt hafa með þeim rannsóknum sem hér um get- ur, að fyrrum aðskildir menn gerast nú lagsbræður: þeir sem stunda forn- leifafræði, þjóðháttafræði, goðsagn- ir, táknmál — og íslendingasögur sem bókmenntir. Hefði einhverjum þótt slíkt með ólíkindum fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Oft höfum við lesið í blöð- um, að niðurstöður RÍM væru „um- deildar“, síðast í DV 2. marz. Nú snýst dæmið við. Segja má þannig, að skyndilega opnist gluggur á hverju Helgafelli — að „íslenzk fræði“ hafí snarsnúizt á einum þíðum Þorra. Vonandi forláta íslendingar að minnzt sé á þetta eftir þá fimbul- þögn sem lagzt hefur yfir málið. Það sem áður þótti ósennilegt í heims- myndarfræðum íslendinga til forna telst nú nánast sannað; það sem vakið hefur svo staðfasta undrun við heimspekideildina um áratuga skeið þykir nú óhjákvæmileg ályktun um eðli íslenzkra fornrita. Sér nú inn í Helgafellin. Höfundur er skólastjóri Málaskóla Mímis. Könnun á mataræði íslendinga: Fæðið næringarríkt en yfirleitt of feitt FÆÐI Islendinga er alla jafna of feitt, en yfirleitt nokkuð næringarríkt og þá sérstaklega óvenju próteinríkt. Fæðið er bætiefnaríkt. Þetta kem- ur fram í könnun á rnatíiræði landsmanna sem heilbrigðisráðuneytið og Manneldisráð íslands gerðu á síðasta ári. Þessa dagana er verið að kynna fyrstu niðurstöður. Könnunin er liður í framkvæmd á manneldis- og neyslustefnu sem Alþingi ályktaði að yrði fylgt til alda- móta. Laufey Steingrímsdóttir nær- ingarfræðingur stjórnaði könnun- inni. Talað var við 1.240 manns um allt land og voru þátttakendur á aldr- inum 15 til 80 ára. í fyrstu niður- stöðum kemur fram að töluverður munur er á fæðuvali fólks eftir starfsstéttum og búsetu. Þátttak- endurnir borðuðu að meðaltali 73 grömm af fiski á dag og er það mesta fískneysla sem þekkist í Evr- ópu, tvöfalt meiri en í Noregi svo dæmi sé tekið. Hins vegar er græn- metisneysla íslendinga sú minnsta í Evrópu, eða 70 grömm á mann. Unglingarnir drekka hálfan lítra af gosi á dag en fólk frá tvítugu til fimmtugs drekkur að meðaltali 5 kaffibolla á dag. Heilbrigðisyfirvöld hafa sett markmið í menneldismálum, þar sem lögð er áhersla á minni fituneyslu en meiri neyslu á grænmeti, kartöfl- um, fiski, brauði og öðrum kornmat og að fítuminni mjólkur- og kjötvör- ur komi að einhveiju leyti í stað feitari. Þegar niðurstöður mataræð- iskönnunarinnar eru bornar saman við manneldismarkmiðin sést að Is- lendingar eiga nokkuð langt í land með að ná settu rnarki. Fita er til dæmis að jafnaði 41% orkunnar í Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra fær sér grænmeti og kjötsúpu, Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur fylgist með. íslensku fæði en á að vera innan við 35%. Áður hefur mataræði þjóðarinnar tvisvar verið skoðað ofan í kjölinn, 1939 og 1979. Margt hefur breyst frá 1939, sérstaklega hefur græn- metis- og ávaxtaneysla margfaldast eins og von er. Samt sem áður eru mörg sérkenni íslensks matar lítið breytt, til dæmis er áberandi hvað próteinríkt fæðið er miðað við það sem þekkist hjá öðrum þjóðum, sam- kvæmt upplýsingum heilbrigisráðu- neytisins og Manneldisráðs;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.