Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 45
MORGDNBLAÐIÐ MIÐVIKÚDAGUR 20. MARZ 1991 45 ili þeirra að Háteigi við Háteigsveg var þekkt af gestrisni og rausnar- skap. Við sem umgengumst Teit daglega fundum vel hve mikill fjöl- skyldumaður Teitur var og hversu mikils hann mat konu sína, börn og fjölskyldur þeirra. Árið 1968 hóf Teitur störf hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar sem deildarfulltrúi og vann þar þangað til í byijun árs 1990 að hann lét af störfum vegna ald- urs. Hafði hann umsjón með rekstri og reikningsfærslu ýmissa vist- heimila bæði fyrir börn og full- orðna, sem rekin voru af Félagsmál- astofnun. Þegar Teitur var ráðinn mælti maður, honum nákunnugur um langt árabil, við undirritaðan, að hér væri kominn til starfa ekki aðeins góður starfsmaður, heldur mikill mannkostamaður. Þetta reyndust orð að sönnu. Teitur reyndist góður starfsmað- ur, nákvæmur, reglusamur og ein- stakt snyrtimenni í frágangi allra mála. Þó skipti maðurinn Teitur Finn- bogason mestu máli í augum okk- ar, samstarfsmanna hans. Einstök hlýja og góðvild í daglegum sam- skiptum, ásamt léttri lund og glað- værð, skipuðu honum sérstakan sess í hugum okkar allra. Vakti það oft furðu hve auðvelt Teitur átti með að samlagast sér langtum yngra fólki með allt aðra menntun, önnur lífsviðhorf og ólíkar hug- myndir um lífið og tilveruna. Eign- aðist hann ótvíræða vináttu allra þeirra samstarfsmanna sem hann átti samskipti við. Réð þar mestu hin ljúfa persóna Teits Finnboga- sonar og hve hann var ungur í anda allt til síðasta dags. Samstarfsmenn minnast skemmtilegra samverustunda utan vinnustaðar, þar sem Teitur var ætíð hrókur alls fagnaðar. Við minnumst þó fyrst og fremst dag- legra samskipta sem einkenndust af velvilja og háttvísi. Oft stóð Teit- ur fyrir græskulausum uppákom- um, sem voru til þess fallnar að létta skapið. Undirrituðum þótti gott að vita af Teiti í næsta herbergi, þegar félagsmálin gerðust þungbær. Þá var skotist inn til hans og spjallað á léttum nótum. Af fundi hans fór maður alltaf í léttara skapi. Slíkur samstarfsmaður er ómetanlegur. Með meðfæddri háttvísi sinni og glaðværð var Teitur okkur sam- starfsfólki^ sínu í rúmlega 20 ár gott fordæmi um mannleg sam- skipti. Samskipti við hann voru mannbætandi. Við samstarfsmenn Teits hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar vottum Guðnýju, börnum þeirra Teits og fjölskyldum innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Teits Finn- bogasonar. Sveinn H. Ragnarsson Dauðinn kemur okkur sennilega alltaf á óvart. Því fremur sem menn deyja ungir, í blóma lífsins eða jafn- vel rétt í upphafi lífsins á þessari jörð. Við skiljum varla tilganginn, okkur fínnst það ekkert réttlæti. Og þar við situr. Við skiljum ekki allt og við vitum ekki alltaf nema að takmörkuðu leyti hvað okkur eða öðrum er fyrir bestu. í þessu sjáum við smæð okkar. En í þessu sjáum við einnig hvatningu til þess að halda áfram að spytja, kanna, rann- saka, leysa gátur mannlífsins sem best í þeirri von að verða bænheyrð. En andlát þeirra sem eldri eru og enn eru andlega heilbrigðir á allan hátt kemur okkur einnig á óvart. Við erum sjaldan alveg tilbú- in til þess að mæta slíkum tíðind- um. Og viðbrögð okkar verða mis- jöfn. Þegar vinkona mín og sam- starfskona hringdi til mín með fregnir um andlát Teits Finnboga- sonar brá mér óneitanlega. Við töluðum saman litla stund og allt í einu byijuðu tárin að streyma. „Eru það nú viðbrögð," hugsaði ég. „Af hveiju græt ég? Af því að Teitur var mér og mörgum öðrum mikils virði? Af því að hann skapaði svo þægilegt og notalegt andrúmsloft í kringum sig? Það er svo sárt að missa vini sem gæddir eru slíkum kostum í oft svo hörðum heimi. Græt ég af eigingirni? Söknuði? Samúð með eiginkonu og fjölskyldu hans, sem misst hafa svo mik- ið . ..?“ Hugsanir þutu gegnum huga minn. Tárin runnu áfram og við urðum að slíta samtaiinu. Égkomst ekki að neinni niðurstöðu, ekki neinni skynsamlegri niðurstöðu. Kannski voru ástæðurnar margar. Enn einu sinni fann ég til smæðar minnar í sköpunarverki lífsins. En ég fann líka að mér leið betur þeg- ar tárin fóru að þorna. Og mér komu í hug orð Cícerós í ritinu Um ellina: „Það var einmitt vitringurinn Sólon sem lagði svo fyrir að á leg- stein sinn skyldi letra orðstef þess efnis að vinir sínir skyldu minnast sín með trega og kveinstöfum. Hann vili, sem vonlegt er, vera harmdauði sínum nánustu. En þó sýnist mér Enníus komast betur að orði. Hann bannar að menn útausi tárum eða gráti við útför sína. Að hans dómi er ástæðulaust að harma dauðann sem ryðji sálinni braut til eilífs lífs.“ . Þannig sýnist sitt hveijum. Það er hægt að rökræðá um dauðann og hvernig við „ættum“ að bregð- ast við þegar ástvinir eða vinir hverfa á baut. En lífið er aldrei einf- alt. Það er margflólkið sköpunar- verk, hulið ótal leyndardómum sem við skiljum ekki. Og lífið heldur áfram. Nýir tímar. Breyttir tímar. í kynnum mínum af Teiti Finn- bogasyni virtist mér honum koma allt við sem varðaði líf okkar mann- anna. Hann ræddi um starfið og vinnuna, hann spurði í tíma og ótíma hvernig samstarfsmönnunum leið sem veikir höfðu verið eða áttu í erfíðleikum, hann ræddi um stjórn- mál, fjármál ríkis og sveitarfélaga, félagsmál og félagslega þjónustu, siðfræði og trúmál. Ekkert var hon- um óviðkomandi. Hann var athafn- amaður rhikill á mörgum sviðum alit til hinstu stundar, en ekki síst innan Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar þar sem ég kynntist honum fyrir tveimur áratugum. Hann var traustur, nákvæmur, vildi hafa reglu á hlutunum. Hann notaði hveija stund vel. Og hefði hann aukamínútur utan vinnu sett- ist hann gjarna niður og hripaði örfáar línur til samstarfsmanna sinna, eitthvað smellið og örvandi sem kom manni til að brosa út í annað eða jafnvel skellihlæja upp- hátt. Og við sáum lífið í öðru ljósi. En þó hann væri niðursökkinn í verkefni var hann líka ætíð reiðubú- inn til þess að gefa öðrum starfs- mönnum af tíma sínum ef á þurfti að halda. Þegar ég spurði hann eitt sinn hvort ég væri að trufla hann, svar- aði hann: „Trufla mig? Síður en svo. Ég nýt þess að vera með góðum mönnum. Reikningarnir liggja hér áfram á borðinu og hlaupa ekkert. Og svo man ég ekki betur, Þórir minn, en að við séum báðir sam- mála um að það er ekki okkar hlut- verk að bjarga heiminum. Við erum breiskir menn. Sestu nú róiegur og segðu mér hvernig fólki líður í elli- máladeild. Við höfum báðir áhuga á fólki.“ Þegar góður vinur og samstarfs- maður er kvaddur hinstu kveðju veit ég að allir samstarfsmenn okk- ar munu sammála um að minningar um Teit munu um langt árabil ylja okkur um hjartarætur. Minningar um óvenjulega kímnigáfu hans og létt skap, þó að stundum gæti hann einnig verið ákveðinn og einarður. Minningar um hæfíleika hans til að skapa þægilegt og gott andrúms- loft hvar sem hann fór. Minningar um einstakan mann og samstarfs- mann sem í góðum félagsskap var ætíð hrókur alls fagnaðar. Minningarnar sem koma fram í huga mínum á þessari stundu eru ljúfar og góðar, bæði með Teiti í vinnu og utan, en ekki síður á ein- stöku heimili þeirra hjóna. Um Teit mætti skrifa langt mál. En minn- ingargreinar í mínum huga eru ekki ævisöguágrip, heldur hinsta kveðja til góðs vinar og samstarfs- manns sem skilur eftir sig djúp spor. Eiginkonu hans og fjölskyldu allri flyt ég einlægar samúðarkveðj- ur. Söknuðurinn er mikill. Minning- arnár margar í gleði og sorg. Og lífið heldur áfram. Þórir S. Guðbergsson WWm# W:WW v7W wmm ryy. . .'.V.'A’ - • W-vmm-:-: "•'-'•’.v.'.íW SKÍÐÁ DAGAR ______O afsláttur ^fÖUTJMiKÍÐAVÖRUM 20. MARS • 5. APRjL SKÍÐAGLERAUGU. velkominn á skíðadagana. Vertu * staðgreitt SNORRABRAOT 60 SÍMI12045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.