Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 Sjávarútvegsstefna Þankar að loknum landsfundi eftir Björn Dagbjartsson Einn af ræðumönnum í umræð- um um sjávarútvegsmál á 29. lands- fundi Sjálfstæðisflokksins lét svo um mælt, að ályktunin sem fyrir lá gerði ekki ráð fyrir stórum breyt- ingum, enda væri ekkert sem ræki á eftir að hefja stóraðgerðir í sjávar- útvegi nú. Undir þessi orð skal tek- ið, en hinu mótmælt, sem fram kom í málefnahópnum daginn áður, að verið væri að samþykkja útþynnta og óræða ályktun sem væri óhæft veganesti fyrir frambjóðendur okk- ar í vor. Það ætti öllum að vera ljóst, að 1.400 manna samkoma er ekki vettvangur til að semja ályktun sem allir setja í sín hjartans áhugamál. I málaflokki eins og sjávarútvegs- málum hljóta alltaf að vera uppi mismunandi skoðanir og þær eru það vissulega nú innan allra stjórn- málaflokka á íslandi. Ef vera kynni að það yrði ein- hveijum til fróðleiks, þá skal hér gerð tilraun til að rekja í örstuttu máli helstu atriðin úr umræðum sem fram fóru um sjávarútvegsmál á landsfundinum 8.-10. mars sl. Fiskveiðistjórnunin Það var skoðun meirihlutans, að ekki væri skynsamlegt að efna til átaka um fiskveiðistjórnunina nú. Við búum við lög sem gilda til árs- loka 1992 og fyrir þann tíma á að vera búið að endurskoða fiskveiði- stefnuna og er sjálfsagt að fara að vinna að þeirri endurskoðun sem fyrst eða strax og ný ríkisstjórn hefur tekið við að afloknum kosn- ingum. Eðli málsins samkvæmt hlýtur sjávarútvegsráðuneytið að hafa forystu um mat á árangri þeirrar fiskveiðistefnu sem fylgt hefur verið og endurskoðun hennar á næsta ári. Þess vegna er það okkur mikil nauðsyn að fá lykla- völdin í sjávarútvegsráðuneytinu vegna þeirrar vinnu sem hefst síðar á þessu ári. Fram komu raddir um að lands- fundurinn ætti að kveða á um það, hvemig framtíðarskipan í stjórn fiskveiða ætti að vera áður en end- urkskoðunin áðurnefnda færi fram. Og það var tekist nokkuð á um það, hvort fela ætti næstu ríkis- stjórn að móta „nýja“ fiskveiði- stefnu eftir 1992. Meirihlutanum fannst það óráð að ræða um „nýja stefnu“ án þess að segja hvernig hún ætti að vera. Einnig var bent á það, að þeir sem í greininni starfa eiga rétt á að búa við stöðugleika í ytri skilyrðum svo sem unnt er, en ekki vera að skapa ástæðulausa óvissu um það hvað við tekur eftir tæp tvö ár. Sjávarútvegsstefna Það kom vissulega í ljós á lands- fundinum, að það er í fleiru en fisk- veiðistjórnun sem þarf að taka til hendinni. Tillagan um að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði forgöngu um það í næstu ríkisstjórn að móta heil- steypta sjávarútvegsstefnu, sem tæki tillit til vinnslu, verðlagningar, markaðs- og sölumála, hafrann- sókna og enn fleiri þátta, auk veið- anna, hlaut mjög góðar undirtektir. Abendingar sem menn vildu koma á framfæri og leggja í púkkið í því sambandi voru mjög margar og gagnlegar. Auðvitað voru menn ekki alveg sammála um hvað þar ætti heima og hvað ekki. Það var ákveðinn vilji fyrir því að einfalda sjóðakerfið sem aftur hefur byijað að vinda upp á sig í tíð núverandi ríkisstjórnar. Menn hvöttu til þess að ákvörðun fisk- verðs þróaðist áfram í átt til fijáls- ræðis, m.a. með aðstoð ijarskipta- og uppboðsmarkaða og að íslensk fiskvinnsla nyti jafnréttis í að afla sér hráefnis af íslandsmiðum. Af- skipti hins opinbera af markaðsmál- um sjávarafurða eiga að vera sem minnst án þess þó að seljendur eyði- leggi hver fyrir öðrum með óæski- legri samkeppni á erlendum mörk- uðum. Margt fleira var rætt og samþykkt. Valddreifing En það var tvennt sem tekið var út úr upphaflegum drögum ályktun- arinnar að ósk fundarmanna. Menn viðurkenndu, að það væri óeðlilegt að sjávarútvegsráðuneytið væri allt í senn — löggjafinn, framkvæmda- FUNDIR & RÁÐSTEFNUR Morgunverðarfundir, hádegisverðarfundir, stórar og smáar ráðstefnur. Höfum uppá að bjóða 12 glæsilega funda- og ráðstefnusali - fyrir þig Upplýsingar gefnar í síma 22322. FLUGLEIDIR HÖTEL LOFTLEIBIR - þegar fundimir liggja í loftinu aðilinn og dómsvaldið — í málefnum sjávarútvegsins. En það varð ekki samkomulag um það, hvemig hinum ýmsu fram- kvæmda- og eftirlitsþáttum yrði best komið fyrir utan ráðuneytisins. Auðvitað verður að taka á því máli fyrr eða síðar. Veiðieftirlit verður að fara út úr ráðuneytinu. Starf- semi Ríkismats sjávarafurða þarf að færast nær framleiðendum en Ijær ráðuneytinu. Aflamiðlun er, að því er sumir telja, of veik og svolítið einangruð eins og hún er. Ennfremur þarf að taka ákvörðun um það, hvort Fiskifélag íslands á að haldast sem skýrslugerðaraðili upp á náð og miskunn ráðuneytisins (stjórnvalda) komið eða hvort ekki má steypa þessu öllu saman í öfluga heild sem yrði svo sterk að hún gæti tekið við miklu af verkefnum „Sjávarútvegsstefnunnar“ sem ráðuneytið hefur nú á sínum snær- um. Mörgum fannst að þarna væri nýtt ríkisbákn í uppsiglingu, en svo er alls ekki. Þvert á móti yrði þarna um hagræðingu að ræða, samein- ingu margra núverandi ríkisstofn- ana undir einum' hatti, sem ekki þyrfti einu sinni að vera ríkishatt- ur, þó að hluti starfsmanna yrði að hafa löggildingu. Þetta „fyrirtæki" yrði kostað af sjávarútveginum, og eins og lagt var til í ályktunardrög- um, í stjórn þess sætu fulltrúar sjáv- arútvegsins og Alþingis. En fundur- inn tók sem sagt ákvörðun um, að það væri mál næstu ríkisstjórnar að fást við það hvernig dregið skyldi úr valdasamþjöppun í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Hitt atriðið, sem fellt var út, var um að takmarka kvótaeign ein- staklinga við ákveðið hlutfall af heildaraflamarki, þ.e. að einstakl- ingar eða félög þeirra gætu ekki átt meira en t.d. 2 eða 3% af heildar- kvótanum. Andmælendur töldu þetta of mikla afskiptasemi af því hvernig félagsform menn veldu sín- um rekstri. Auk þess gætu stórir útgerðarmenn alltaf stofnað ný fyr- irtæki með leppum. í þriðja lagi væri engin þörf á slíku ákvæði enn- þá, þar sem allir stærstu kvóta- handhafar nú, sem hefðu yfir að ráða 2-3% af kvótanum,_ væru opin almenningshlutafélög (Utgerðarfé- lag Akureyringa, Grandi, Síldar- vinnslan). Lokaorð Eins og áður sagði, gerði ályktun landsfundar ekki ráð fyrir að Sjálf- stæðisflokknum bæri að hefja stór- aðgerðir í sjávarútvegi alveg á næstunni. Hins vegar ber flokknum að halda vöku sinni í sjávarútvegs- málum og ekki missa sjónar á viss- um grundvallaratriðum. Lokakafli ályktunar landsfundar um sjávarút- vegsmál var svona: „Fiskistofnarnir á Islandsmiðum eru enn sem fyrr okkar dýrmætasta sameign og á sjávarútvegi byggjast lífskjör þjóðarinnar. Yfirráðum okk- ar íslendinga yfir fískistofnum og afrakstri þeirra má ekki stefna í hættu og samskiptum við Evrópu- bandalagið verði þannig háttað að forræði yfir fiskimiðunum og nýting þeirra haldist hjá Islendingum ein- um. Kollsteypur í skilyrðum til rekstrar sjávarútvegsfyrirtækja eru beinlínis hættulegar efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Sjálfstæður Björn Dagbjartsson „Yfirráðum okkar Is- lendinga yfir fiskistofn- um og afrakstri þeirra má ekki stefna í hættu og samskiptum við Evr- ópubandalagið verði þannig háttað að for- ræði yfir f iskimiðunum og nýting þeirra haldist hjá Islendingum ein- um.“ atvinnurekstur í sjávarútvegi er hornsteinn okkar útflutningsversl- unar, sem ekki má bijóta niður með innbyrðis deilum meðal lands- manna.“ Höfundur er formaður sjá varútvegsnefndnr Sjálfstæðisflokksins. Frank Lacy, komdu aftur Jass Guðjón Guðmundsson Það var heitt í kolunum í Púls- inum sl. fimmtudags- og föstu- dagskvöld Á staðnum var Tríó Tómasar R. Einarssonar, sem skip- aður er Tómasi, Sigurði Flosasyni og Eyþóri Gunnarssyni, en gestir voru Pétur Östlund trommuleikar- inn góðkunni í Svíaríki og Frank Lacy, ein helsta vonarstjama Bandaríkjamanna í básúnu- og hornadeildinni. Það var auðheyranlegt á salnum strax á fimmtudagskvöld að búist var við stórtíðindum og þau létu ekki á sér standa. Leikin voru ný verk eftir Tómas, öll í „mainstre- am“-anda, hörkurammar fyrir þá snjöllu sólista sem á sviðinu voru. Leikið var Vaskir vaskir menn, blúskenndum stórsveitarfíling, og áheyrendur þurftu ekki að velkjast í vafa lengur. Þeir höfðu veðjað á rétta hestinn. Frank Lacy viðþols- laus gagnvart hljómaklisjum og reif þær niður í öreindir í kraftm- iklum blæstri áður en þær náðu hlustum. Ekkert sem hann lék þessi tvö kvöld líktist nokkru öðru sem áður hefur heyrst í básúnu- blæstri hér á landi. Lacy lék einn- ig á blending af flúgelhorni og kornetti, oft á yfirtónum sem minntu á tækni saxafónleikara þegar þeir rétt bíta í blaðið til að rífa tóninn. Aðspurður um hvernig þetta væri gert sagði hann einbeit- inguna skipta öllu máli, „hugsi maður hátt og fylgi því í einbeit- ingunni gerist það. Þetta gerðist í kvöld en ég veit ekki hvort ég geti endurtekið það annað kvöld.“ Það gerði hann samt. Þessi 32 ára blásari hafði hitt á sín albestu kvöld á Púlsinum á íslandi og hver veit nema hann hefði rokið úr 5. sæti yfir hæfileik- aríkustu básúnuleikara heimsins í eitt af fimm efstu sætum þeirra bestu hefðu útsendarar Down Beat verið á meðal áheyrenda. Lacy beitir einnig hringöndun og heldur tóni í allt að hálfa klukkustund viðstöðulaust. Undir öllum blæstr- inum hélt Pétur Östlund uppi ótrú- lega fjölskrúðugu bíti ásamt Tóm- asi og tynerískir taktar liðu frá Eyþóri í óborganlegum sólóum, en baritónninn hjá Sigurði minnti á ekkert annað en vorið í íslenskum jassi. Þeir félagar hafa nú lokið við að hljóðrita þetta efni og er platan væntanleg síðar í mánuðinum, en ekki er útilokað að Lacy komi hing- að aftur í sumar með hljómsveit sinni sem fer í tónleikaför til Evr- ópu. Skammt er stórra högga á milli því í kvöld leika á Púlsinum enski tenórsaxafónleikarinn John Miles, sem starfar með eigin hljómsveit í London. Hann hefur leikið með mörgum af samstarfsmönnum Art Blakey, en með honum í kvöld verða Egill B. Hreinsson píanóleik- ari, Einar Valur Scheving tromm- ari og Tómas R. Einarsson bassa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.