Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 23
, MQRGUNBLAÐip MlttVJK,ljDAGUJi 20. ,MAliZ 1991
23
sannar gildi þess að hafa góða yfír-
stjórn, velhæft starfslið og góða
starfsaðstöðu til heilsubótar- og
forvarnarstarfa. Það marg-borgar
sig. Rekstrarkostnaður berklahæla
væri mikill nú á tímum en þeirra
er ekki lengur þörf. Hveiju er það
að þakka? Það er sannarlega rauna-
legt að lesa þá frétt frá Alþjóðaheil-
brigðisstofnuninni að um það bil
átta milljónir manna smitist enn
árlega af berklaveiki.
Ein og sú síðasta af fjórtán tillög-
um um starfssvið sem er að fínna
í nefndarálitinu frá 1946 fjallar um
fræðslustarfsemi: „Stöðin skal leit-
ast við að veita fólki nauðsynle-
gustu fræðslu um öll heilbrigðis-
vandamál, og á hvern hátt heil-
brigðinni sé best haldið við og hún
efld“. Flestallar þessar tillögur um
starfssvið Heilsuverndarstöðvarinn-
ar eru enn í góðu gildi og mætti
bæta nokkrum við, sem stuðla einn-
ig að bættu heilsufari í víðustu
merkingu okkar samtíðar t.am.
umhverfisvernd. Eðlilegt væri þá
og ávinningur af því að embætti
héraðslæknis, héraðshjúkruna-
rfræðings Reykjavíkur og Samtök
heilbrigðisstétta ættu þar aðsetur.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
ætti að vera áfram miðstöð og grið-
land fyrir öll verkefnin sem stöðinni
var ætlað að gegna, og áreiðanlega
líka margvíslegum framtíðarverk-
efnum. Það er tími til kominn að
við hættum að vera svo ráðþrota
að finna ekkert annað sjúkrarými
fyrir þá sem þar liggja nú en hluta
af heiisuverndarstöð þar sem önnur
verkefni ættu að hafa forgang.
Húsið yrði þá verðugur minnisvarði
um sjálfboðastarf og hugsjónir
þeirra framsýnu manna sem unnu
að því að koma á skipulagðri heilsu-
vernd hérlendis og sáu margir
hveijir drauma sína um sérstæða
heilsuverndarstöð næstum rætast.
Höfundur er fyrrverandi
skólastjóri Nýja
hjúkrunarskólans.
Þorsteinn frá Hamri
eftir Njörð P.
Njarðvík
Til þess að skara fram úr í list-
sköpun þurfa menn að eiga hóg-
værð og auðmýkt samfara trú á
eigin getu. Til þess að skara fram
úr í ritlist þurfa menn að hafa ein-
stakt eignarhald á tungutaki sem
fæst með því að gefast móðurmáli
sínu. Ekki eftir málfræðilegri for-
skrift því að hún getur verið svo
einstrengingsleg að málið deyi í
fjötrum hennar. Mig minnir að
Stephan G. hafi einhvers staðar
sagt að slík forskrift gæti leitt til
þess að setningarnar stæðu mál-
farslega keipréttar eins og tómar
eggjaskurnir á náttúrugripasafni.
Krafan er um eignarhaid á tung-
unni sem lifandi miðli sífijórrar
hugsunar. Umfram allt gildir þessi
krafa um ljóðlist. Eðli ljóðlistar er
að reyna sífellt á þanþol tungunnar
til endurnýjunar og nýsköpunar,
að beita henni aldrei sem sljóum
vana, heldur með hvössum fersk-
leika sem kailar fram nýja sýn við-
takandans. Svo er ljóðlistin einnig
lærð list í þeim skilningi að sér-
hvert ljóð tekur með einhveijum
hætti tillit til allra ljóða sem á
undan eru komin, eins og skrifað
stendur. Þetta ber að skilja sem
svo að gott ljóð sé hvort tveggja í
senn afsprengi hefðar og alný
sköpun.
Þvílíkar hugsanir leituðu á mig
síðastliðinn laugardag, þegar ég
fór til að vera viðstaddur afhend-
ingu stílverðlauna sem kennd eru
við Þórberg Þórðarson. Og það
gladdi mig mikið þegar í ljós kom
að verðlaunahafinn reyndist vera
Þorsteinn frá Hamri, því að hann
hefur allt til að bera sem einkenn-
ir gott skáld.
Yfir ísabrot hugans
Þorsteinn frá Hamri er maður
heilsteyptur og líkist ljóðum sínum.
Hann er ekki raupsamur og styttir
sér hvergi leið í list sinni. Af honum
mættu þeir læra sem nú hlaupa
strax til að gefa út bók í stað þess
að láta sér nægja að yrkja í góðvilj-
aða glatkistu skólablaða — og kalla
sig skáld, kannski af því að þeir
skilja ekki merkingu þess orðs.
Þeir ættu að lesa ljóð Þorsteins til
að skilja að ijóðlist er ekki sama
og hnyttni, heldur sú hnitmiðun
merkingar sem geymir svo djúpa
speglun að hún getur náð inn úr
hugsuninni sjálfri á vit innsæis og
skynjunar: að stikla „með varúð
yfir ísabrot hugans / og ótryggar
vakir, nístur til hjartaróta" (Skáld,
Ný Ijóð 1985).
Þorsteinn frá Hamri er skáld-
bróðir Hannesar Péturssonar og
Snorra Hjartarsonar í þeim skiln-
ingi að ljóð hans eru í senn ákaf-
lega fáguð og ákaflega íslensk,
endurnýja íslenska ljóðhefð í stað
þess að hafna henni með öllu —
og eru þar með trú þeirri þrenningu
lands, þjóðar og tungu sem Snorri
boðar og ekki verður að skilin.
Þannig segir Þorsteinn í ljóði sínu
Rætur:
Þegar ég ferðast um landið
og lít út um gluggann
kemur landið inn um gluggann
og rennur saman
við sviðann í hjartanu
(Urðargaldur 1987.)
Landið er í ljóðum Þorsteins líkt
og lifandi vera sem lifir í þjóð sinni,
og það líf þekkir Þorsteinn vel.
Ljóðin eru sífelld skírskotun í þetta
líf: náttúru, sögu og bókmenntir,
en ekki síst í töfrakistil hinnar
nafnlausu alþýðumenningar eins
og hún birtist í þjóðtrú, þjóðsögum
og ævintýrum. Vettvangurinn er
víðátta íslensku þjóðarinnar frá
eddu til nútímans, líkt og allir liðn-
ir atburðir hafi greypst í ásjónu
landsins. Kannski má lesa ijóðið
Spor með þessum hætti, en þar
segir:
í dag er ég að hugsa um spor .
hversu dreift þau liggja
og sjaldnast að settu marki
um vegi og vegleysur
og hvort sum rati samt ekki örugglega
inní hug manneskju ...
(Vatns götur og blóðs 1989.)
Þó er Þorsteinn engan veginn
ættjarðarskáld í venjubundinni
merkingu þess orðs, því að sýn
hans er gagnrýnin, við getum sagt
sjálfsgagnrýnin, því að hann skynj-
ar sig auðvitað sem hluta af þjóð
sinni með kostum hennar og brest-
um. Og þá kann að bregða fyrir
beiskri kaldhæðni sem svíður und-
an. Heilindi má segja að sé lykilorð
sem gengur að mörgum ljóðanna,
spumingin um staðfestu í lífssýn
og hugsjón, það sem hann kallar
til fundar við skýlausan trúnað í
bókinni Jórvík (1967). í þeirri bók
má lesa þessar línur í ljóðinu Þið:
Vatnið er að sönnu kalt og tært
og flötur þess fagur ...
Við horfum í lygnuna
og sjáum spegilmynd okkar blygðast sín.
Segðu það engum
En þetta voru verðlaun fyrir stíl
— ekki skáldskap í heild. En stíll
er svo samofínn ljóðlistinni, að
hann verður vart aðgreindur
sérstaklega og skoðaður einn út
af fyrir sig. Að minnsta kosti er
það ekki sériega fijótt viðfangsefni.
Stíll er eitt megineinkenni ljóðlistar
Þorsteins, en hin sterka stílkennd
hans birtist með svo til sama hætti'
í sögum hans og frásöguþáttum
af tagi þjóðlegs fróðleiks — og
reyndar einnig í þýðingum
Þorsteins. Þar kemur til hið
einstaka eignarhald tungutaks sem
getið var um í upphafi þessa spjalls,
hið óskoraða vald á blæbrigðum
móðurmáisins er fellir saman orðin
án missmíðar á næstum því
blekkjandi hátt: lesandinn finnur
ósjálfrátt að einungis svona getur
þetta verið. Svo dýrmæt kunnátta
er fáum gefín.
Af sama tagi er virðing Þorsteins
fyrir ljóðhefð. Hann nýtir sér einatt
áhrifamátt stuðla og ríms. Ekki
sem hálfdauða bragreglu, heldur
líkt og í árdaga: til að smeygja að
lesandanum merkingarbærum
orðum með þeirri hljómáherslu sem
er tilgangur þessara bragáhrifa.
Stuðlar og rím stinga aldrei í augu,
rísa ekki gegn boðskap orðanna
eins og oft gerist í sljórri reglu,
heldur verða til þess að greiða leið
sem hæfir hinu hljóða hlutverki
ljóðsins að segja jafnvel með því
að segja ekki, eins og lesa má í
Tannfé handa nýjum heimi (1960):
Þú sem hefur ferðast um fjallið i btjósti
mínu
og veist allar leiðir þess,
segðu það eingum.
(Ljóð.)
Við samfögnum skáldi okkar nú
og vitum um leið að hann ofmetnast
ekki af viðurkennigunni þótt hann
eigi hana meira en skilið. Við vitum
að hann lítur ekki stórt á sig. En
við skuium ekki heldur gleyma því
sem hann segir í ljóðinu Sköpun
heimsins í bókinni Fiðríð úr sæng
Daladrottníngar (1977):
í mannlegri viðleitni
munar um lítið handtak.
Höf'undur er rithöfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóia íslands.
FARKORT
EÐA EKKIFARKORT
-það er engin spurning
FARKORT er greiðslukort sem gefíð er út í
samvinnu Félags íslenskra ferðaskrifstofa og
VISA ÍSLAND.
FARKORT er alþjóðlegt VISA-greiðslukort, og
því gjaldgengt á yfir 8 milljón verslunar- og
þjónustustöðum um allan heim.
FARKORTI fylgja sömu réttindi og almennu
VISA-korti en ýmis fríðindi því til viðbótar.
Fullkomnar ferða/slysa-, sjúkra- og
farangurstryggingar og helmings afsláttur
af forfallatryggingargjaldi.
Afsláttur á fjölmörgum skemmtistöðum,
veitingahúsum, hótelum og bílaleigum
innanlands.
Afsláttur á skoðunarferðum erlendis.
Sveigjanlegri greiðsluskilmálar hjá
ferðaskrif stofum.
Sérstakar „lukkuferðir“, þar sem hand-
höfum FARKORTS bjóðast
30 utanlandsferðir fyrir 30 krónur.
Um þessar ferðir er dregið tvisvar á ári.
7-10% afsláttur af tilteknum ferðum til
helstu sumarleyfisstaða Evrópu. Þessar
ferðir eru auglýstar með góðum fyrirvara.
Ódýrar öræfaferðir.
Q
O
O
es
Þetta er því engin spurning!
Upplýsingar veita ferðaskrifstofur, bankar og sparisjóðir um land allt.
■ «y
4*4a s ia
FARKC3RT
greiðslukort með fríðindum
VISA