Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 4
4 ^bRGtíkiÖL^ÐlÍi'MÍÐVlKtyóÁbuR120.' MAR^Í^l Hafbergið er úr leik það sem eftir er af vertíðinni Grindavík. HAFBERG GK 377 fer vart meir á veiðar á þessari vertíð að sögn Einars Símonarsonar útgerðar- manns í Hælsvík sem á og gerir Hafberg út. Unnið var að þrifum og skemmdir metnar í Grinda- víkurhöfn í gærdag. Hafberg var á heimstími í fyrra- kvöld þegar eldur kviknaði í svoköll- uðu skorsteinshúsi sem er upp af vélarrúmi. Talið er að olía hafi lek- ið á skorsteinsrör og valdið íkveikju. Miklar skemmdir urðu á skipinu, mestar í matsal og eldhúsi en einn- ig í vistarverum skipveija og á gangi og allar innréttingar ónýtar. Suðureyrarhreppur: Greiðslustöðvun framlengd ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja greiðslustöðvun Suðureyrar- hrepps um einn mánuð, en úrskurður um það var kveðinn upp hjá skiptaráðandanum í N-ísafjarðarsýslu í gær. Farið var fram á að greiðslustöðvunin yrði framlengd um tvo mánuði, en á það var ekki fallist. Að sögn Péturs Kr. Hafstein, sýslumanns á ísafirði, var fram- lenging greiðslustöðvunarinnar um einn mánuð samþykkt með þeirri aðfinnslu, að svo virtist sem tíminn í greiðslustöðvuninni und- anfarna þijá mánuði hefði ekki verið nýttur nægjanlega vel. „Hins vegar mætti mögulega gera ráð fyrir því að á næsta mánuði gæti tekist að leiða þetta mál til lykta, og á þeim forsendum var þetta samþykkt," sagði hann. Helgi Einarsson skipstjóri sagði við komuna til Grindavíkur að áhöfnin hefði aldrei verið í beinni hættu af eldinum en ráðstafanir voru gerðar til að yfirgefa skipið ef illa færi. Hann sagði að eldurinn hefði kvikn- að mjög snöggt. Engin slys urðu á mönnum en tveir slökkviliðsmenn voru fiuttir á heilsugæslustöðina í Keflavík með snert af reykeitrun en fengu að fara heim að skoðun lokinni. Einar Símonarson treysti sér ekki til að meta skemmdimar en sagði að þær væru miklar og senni- lega þyrfti að endurbyggja allar innréttingar. Hann sagðist reikna með að Hafberg færi í slipp til við- gerða og hún, ásamt því að skipta um vél sem vár fyrirhugað áður, tæki allt að þremur mánuðum. „Við munum reyna að fá okkur annað skip á leigu á meðan til að veiða það sem eftir er af kvóta Haf- bergs, um 300 tonn af þorski,“ sagði Einar. VEÐURHORFUR I DAG, 20. MARZ YFIRLIT í GÆR: Á Héraðsfióa er 965 mb lægð sem þokast norður en yfir Grænlandi er hæðarhryggur. SPÁ: Norðan- og norðvestanátt, hvassviðri norðaustanlands en heldur hægari suðvestanlands. Snjókoma um landið norðanvert og él með vesturströndinni en léttskýjað suðaustanlands. Hiti 1-4 stig syðst á landinu en vægt frost annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðvestlæg átt. strekkingur norðaust- antands en hæg annars staðar. É! við norðurströndina en nokkuð bjart veður í öðrum landshlutum. Hægt hlýnandi veður. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg suðvestlæg eða breytileg átt, létt- skýjað um norðan- og austanvert landið en þykknar upp með vax- andi sunnan- og suðaustanátt vestanlands er liður á daginn. Hiti 2-6 stig. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r f r r r Rigning r r r * r * r * / * Slydda r * r * # * * * * * Snjókoma # * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að isl. tíma hití veöur Akureyri 1 slyddué! Reykjavík 2 siydda á síð.klst. Bergen 7 rigning Hslsinki 2 þoka Kaupmannahöfn 5 rlgnlng Narssarssuaq •rlQ heiðskírt Nuuk alskýjað Osló 5 rignlng Stokkhólmur 5 þokumóða Þórshöfn 9 súld Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 11 alskýjað Barcclona 1S skýjað Berlín 12 alskýjað Chicago 0 þokumóða Feneyjar 16 þokumóða Frankfurt 8 rigning Glasgow 10 rlgning Hamborg 9 rigning á sfð.klst. Las Palmas vantar London 13 súld á síd.klst. Los Angeles 9 skúr ú slð.klst. Lúxemborg 8 righing Madrfd 15 léttskýjað Malaga 19 skýjað Mallorca 16 skýjað Montreal 2 skýjað NewYork 7 alskýjað Orlando 16 léttskýjað París 13 rigning Róm 20 heiðskfrt Vín 11 mistur Washington 8 úrk. ígrennd Winnipeg +4 iéttskýjað Hækkun á vísitölu bygg- ingarkostnaðar er 2,3% Samsvarar 31,7% verðbólgu á ári HAGSTOFAN og Seðlabankinn reiknuðu út fjórar vísitölur í gær. Mesta hækkunin varð á visitölu byggingarkostnaðar, 2,3% sém sam- svarar 31,7% verðbólgu á ári. Lánskjaravísitalan hækkaði um 0,86% sem samsvarar 10,9% verðbólgu. Launavísitalan hækkaði um 0,1%. Þá hækkaði húsaleiguvísitalan um 3% en hún fylgir vísitölu húsnæðis- kostnaðar eða breytingum meðallauna. Vísitala byggingarkostnaðar fyr- ir aprílmánuð er reiknuð eftir verð- lagi um miðjan mars og reyndist hún vera 181,2 stig, 2,3% hærri en í febrúar. Rúmlega helmingur hækkunarinnar, eða 1,2%, stafar af hækkun á töxtum útseldrar vinnu iðnaðar- og verkamanna. Einnig hækkaði verð á steypu um 5,2% sem olli tæplega 0,6% hækkun og 11,6% hækkun á leigu byggingarmóta olli tæplega 0,2% hækkun vísitölunnar. Verðhækkun ýmissa efnisliða olli Um 0,3% hækkun. Sé litið á þessa einu hækkun vísi- tölu byggingarkostnaðar kemur í ljós að hún mælir 31,7% verðbólgu á ári. Er þetta mesta hækkun vísi- tölunnar frá því í janúar 1990. Hækkun hennar síðustu þijá mán- uði mælir 11,1% verðbólgu og hækkun hennar síðustu sex mánuði samsvarar 10,3% verðbólgu. Vísi- tala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 8,2% undanfama tólf mánuði. Lánskjaravísitalan fyrir apríl er 3.035 stig og hefur hækkað um 0,86% frá núgildandi vísitölu. Þessi hækkun mælir 10,9% hraða vísi- tölunnar á ári, hækkun hennar síð- ustu þijá mánuði samsvarar 9,2% verðbólgu og hækkun hennar und- anfama sex mánuði samsvarar 7% verðbólgu á ári. Lánskjaravísitalan hefur hækkað um 6,2% undanfama tólf mánuði. Steingrímsfjarð- arheiði: Mannsins ekki leitað í gær vegna illviðris VEGNA illviðris var ekki unnt í gær að halda áfram leit að Haf- steini Hálfdánarsyni, 18 ára Reykvíkingi, sem saknað hefur verið á Steingrímsfjarðarheiði síðan 8. þessa mánaðar. I ráði er að hefja Ieit að nýju um leið og slotar. Að sögn Sigurðar Bemódussonar hjá svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum er þá ráðgert að í fyrstu leiti 20-30 manna hópur frá Hólmavík og bæjum við Djúp en síðar einnig hópar frá ísafirði, Bol- ungarvík og Hnífsdal. Að sögn Sig- urðar hafa 10-20 sentimetrar af jafnföllnum snjó bæst á heiðina sfð- an leit hófst og kallar það á að beitt vérði sömu tækní 'og á snjó- Hafsteinn Hálfdánarson. flóðasvæðum en þannig sækist seint yfir. Þó er talið að þegar hafi verið leitað mjög nákvæmlega á tæplega 10 kílómetra svæði sem helst var talið koma til greina. Síðdegis á laugardag fannst lík Jóns Gísla Sigurðarsonar, félaga Hafsteins um 2 kílómetra frá þeim stað þar sem talið er að þeir hafi, yfirgefið Völvö-bifreið sfná.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.