Morgunblaðið - 20.03.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.03.1991, Qupperneq 4
4 ^bRGtíkiÖL^ÐlÍi'MÍÐVlKtyóÁbuR120.' MAR^Í^l Hafbergið er úr leik það sem eftir er af vertíðinni Grindavík. HAFBERG GK 377 fer vart meir á veiðar á þessari vertíð að sögn Einars Símonarsonar útgerðar- manns í Hælsvík sem á og gerir Hafberg út. Unnið var að þrifum og skemmdir metnar í Grinda- víkurhöfn í gærdag. Hafberg var á heimstími í fyrra- kvöld þegar eldur kviknaði í svoköll- uðu skorsteinshúsi sem er upp af vélarrúmi. Talið er að olía hafi lek- ið á skorsteinsrör og valdið íkveikju. Miklar skemmdir urðu á skipinu, mestar í matsal og eldhúsi en einn- ig í vistarverum skipveija og á gangi og allar innréttingar ónýtar. Suðureyrarhreppur: Greiðslustöðvun framlengd ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja greiðslustöðvun Suðureyrar- hrepps um einn mánuð, en úrskurður um það var kveðinn upp hjá skiptaráðandanum í N-ísafjarðarsýslu í gær. Farið var fram á að greiðslustöðvunin yrði framlengd um tvo mánuði, en á það var ekki fallist. Að sögn Péturs Kr. Hafstein, sýslumanns á ísafirði, var fram- lenging greiðslustöðvunarinnar um einn mánuð samþykkt með þeirri aðfinnslu, að svo virtist sem tíminn í greiðslustöðvuninni und- anfarna þijá mánuði hefði ekki verið nýttur nægjanlega vel. „Hins vegar mætti mögulega gera ráð fyrir því að á næsta mánuði gæti tekist að leiða þetta mál til lykta, og á þeim forsendum var þetta samþykkt," sagði hann. Helgi Einarsson skipstjóri sagði við komuna til Grindavíkur að áhöfnin hefði aldrei verið í beinni hættu af eldinum en ráðstafanir voru gerðar til að yfirgefa skipið ef illa færi. Hann sagði að eldurinn hefði kvikn- að mjög snöggt. Engin slys urðu á mönnum en tveir slökkviliðsmenn voru fiuttir á heilsugæslustöðina í Keflavík með snert af reykeitrun en fengu að fara heim að skoðun lokinni. Einar Símonarson treysti sér ekki til að meta skemmdimar en sagði að þær væru miklar og senni- lega þyrfti að endurbyggja allar innréttingar. Hann sagðist reikna með að Hafberg færi í slipp til við- gerða og hún, ásamt því að skipta um vél sem vár fyrirhugað áður, tæki allt að þremur mánuðum. „Við munum reyna að fá okkur annað skip á leigu á meðan til að veiða það sem eftir er af kvóta Haf- bergs, um 300 tonn af þorski,“ sagði Einar. VEÐURHORFUR I DAG, 20. MARZ YFIRLIT í GÆR: Á Héraðsfióa er 965 mb lægð sem þokast norður en yfir Grænlandi er hæðarhryggur. SPÁ: Norðan- og norðvestanátt, hvassviðri norðaustanlands en heldur hægari suðvestanlands. Snjókoma um landið norðanvert og él með vesturströndinni en léttskýjað suðaustanlands. Hiti 1-4 stig syðst á landinu en vægt frost annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðvestlæg átt. strekkingur norðaust- antands en hæg annars staðar. É! við norðurströndina en nokkuð bjart veður í öðrum landshlutum. Hægt hlýnandi veður. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg suðvestlæg eða breytileg átt, létt- skýjað um norðan- og austanvert landið en þykknar upp með vax- andi sunnan- og suðaustanátt vestanlands er liður á daginn. Hiti 2-6 stig. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r f r r r Rigning r r r * r * r * / * Slydda r * r * # * * * * * Snjókoma # * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að isl. tíma hití veöur Akureyri 1 slyddué! Reykjavík 2 siydda á síð.klst. Bergen 7 rigning Hslsinki 2 þoka Kaupmannahöfn 5 rlgnlng Narssarssuaq •rlQ heiðskírt Nuuk alskýjað Osló 5 rignlng Stokkhólmur 5 þokumóða Þórshöfn 9 súld Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 11 alskýjað Barcclona 1S skýjað Berlín 12 alskýjað Chicago 0 þokumóða Feneyjar 16 þokumóða Frankfurt 8 rigning Glasgow 10 rlgning Hamborg 9 rigning á sfð.klst. Las Palmas vantar London 13 súld á síd.klst. Los Angeles 9 skúr ú slð.klst. Lúxemborg 8 righing Madrfd 15 léttskýjað Malaga 19 skýjað Mallorca 16 skýjað Montreal 2 skýjað NewYork 7 alskýjað Orlando 16 léttskýjað París 13 rigning Róm 20 heiðskfrt Vín 11 mistur Washington 8 úrk. ígrennd Winnipeg +4 iéttskýjað Hækkun á vísitölu bygg- ingarkostnaðar er 2,3% Samsvarar 31,7% verðbólgu á ári HAGSTOFAN og Seðlabankinn reiknuðu út fjórar vísitölur í gær. Mesta hækkunin varð á visitölu byggingarkostnaðar, 2,3% sém sam- svarar 31,7% verðbólgu á ári. Lánskjaravísitalan hækkaði um 0,86% sem samsvarar 10,9% verðbólgu. Launavísitalan hækkaði um 0,1%. Þá hækkaði húsaleiguvísitalan um 3% en hún fylgir vísitölu húsnæðis- kostnaðar eða breytingum meðallauna. Vísitala byggingarkostnaðar fyr- ir aprílmánuð er reiknuð eftir verð- lagi um miðjan mars og reyndist hún vera 181,2 stig, 2,3% hærri en í febrúar. Rúmlega helmingur hækkunarinnar, eða 1,2%, stafar af hækkun á töxtum útseldrar vinnu iðnaðar- og verkamanna. Einnig hækkaði verð á steypu um 5,2% sem olli tæplega 0,6% hækkun og 11,6% hækkun á leigu byggingarmóta olli tæplega 0,2% hækkun vísitölunnar. Verðhækkun ýmissa efnisliða olli Um 0,3% hækkun. Sé litið á þessa einu hækkun vísi- tölu byggingarkostnaðar kemur í ljós að hún mælir 31,7% verðbólgu á ári. Er þetta mesta hækkun vísi- tölunnar frá því í janúar 1990. Hækkun hennar síðustu þijá mán- uði mælir 11,1% verðbólgu og hækkun hennar síðustu sex mánuði samsvarar 10,3% verðbólgu. Vísi- tala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 8,2% undanfama tólf mánuði. Lánskjaravísitalan fyrir apríl er 3.035 stig og hefur hækkað um 0,86% frá núgildandi vísitölu. Þessi hækkun mælir 10,9% hraða vísi- tölunnar á ári, hækkun hennar síð- ustu þijá mánuði samsvarar 9,2% verðbólgu og hækkun hennar und- anfama sex mánuði samsvarar 7% verðbólgu á ári. Lánskjaravísitalan hefur hækkað um 6,2% undanfama tólf mánuði. Steingrímsfjarð- arheiði: Mannsins ekki leitað í gær vegna illviðris VEGNA illviðris var ekki unnt í gær að halda áfram leit að Haf- steini Hálfdánarsyni, 18 ára Reykvíkingi, sem saknað hefur verið á Steingrímsfjarðarheiði síðan 8. þessa mánaðar. I ráði er að hefja Ieit að nýju um leið og slotar. Að sögn Sigurðar Bemódussonar hjá svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum er þá ráðgert að í fyrstu leiti 20-30 manna hópur frá Hólmavík og bæjum við Djúp en síðar einnig hópar frá ísafirði, Bol- ungarvík og Hnífsdal. Að sögn Sig- urðar hafa 10-20 sentimetrar af jafnföllnum snjó bæst á heiðina sfð- an leit hófst og kallar það á að beitt vérði sömu tækní 'og á snjó- Hafsteinn Hálfdánarson. flóðasvæðum en þannig sækist seint yfir. Þó er talið að þegar hafi verið leitað mjög nákvæmlega á tæplega 10 kílómetra svæði sem helst var talið koma til greina. Síðdegis á laugardag fannst lík Jóns Gísla Sigurðarsonar, félaga Hafsteins um 2 kílómetra frá þeim stað þar sem talið er að þeir hafi, yfirgefið Völvö-bifreið sfná.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.