Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 4
I FRÉTTIR/YFIRUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991
ERLENT
IIMNLENT
Sjómenn
sömdu
við ÚA
SJÓMENN á ísfisktogurum Út-
gerðarfélags Akureyrar sömdu
við félagið um að tengja fiskverð
að miklu leyti við markaðsverð á
suð-vesturhorni landsins. Höfðu
sjómenn sagt upp störfum til _að
mótmæla lægra fiskverði hjá ÚA
en annars staðar. í kjölfar þessa
hafa sjómenn og fiskverkafólk
víða um land krafist leiðréttingar
á kjörum sínum.
Sjö flokkar á landsvísu
Sjö flokkar bjóða fram í öllum
kjördæmum fyrir alþingiskosn-
ingarnar síðar í mánuðinum. En
11 flokkar og samtök bjóða fram
í Reykjaneskjördæmi.
Hvalveiðibann til aldamóta?
Halldór Asgrímsson sjávar-
útvegsráðherra ræddi við
bandaríska ráðherra um hval-
veiðar og tillögur íslendinga um
úthlutun aflamarka á fundi
Alþjóðahvalveiðiráðsins í vor.
Halldór sagði að ef samþykkt yrði
tillaga á þeim fundi um
áframhaldandi hvalveiðibann til
aldamóta myndi það ' ieiða til
úrsagnar Islands úr ráðinu.
Átök í eignarhaldsfélagi
Haraldur Haraldsson var
felldur úr stjóm Eignarhaldsfé-
lags Verslunarbanka á aðalfundi
þess í vikunni.Haraldur var áður
formaður félagsins en Einar
Sveinsson var kosinn formaður í
hans stað. Þetta tengist því að
stærstu hluthafar Islenska sjón-
varpsfélagsins, en þar er Haraldur
í hópi, hafa farið fram á það að
dómkvaddir matsmenn meti hvort
Verlsunarbankinn hafí gefíð nýj-
um eigendum Stöðvar. 2 rangar
upplýsingar um fjárhags- og
eignastöðu í byijun árs 1990.
Deilur milli A-flokka
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði á framboðs-
fundi að Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra hafí notað Persaf-
lóastríðið sem yfírvarp þegar hann
kenndi því um ójafnvægi á alþjóð-
legum ijármagnsmörkuðum sem
hefði valdið tregðu við fjármögn-
un á nýju álveri. Þessi ásökun kom
m.a. í kjölfar ásakana Jóns Bald-
vins Hannibalssonar utanríkis-
ráðherra á öðrum framboðsfundi
um að ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins hefðu breytt ráðuneytum
sínum í áróðursskrifstofur á
kostnað skattborgara, og átti þá
við ýmsa upplýsingabækninga
sem þessi ráðuneyti hafa sent frá
sér undanfarið.
Óánægja með úthlutun fjár
til hafna
Mikil óánægja ríkir víða með
skiptingu fjárveitingarnefndar á
100 milljóna króna lánsfé sem
veitt verður til hafnarfram-
kvæmda á stöðum þar sem loðnu-
brestur kom illa niður eða þar sem
atvinnuástand er bágt. Sam-
gönguráðuneytið hafði gert til-
lögu að skiptingunni en íjárveit-
inganefnd fór ekki eftir henni
nema að hluta. Sérstök óánægja
er með að Blönduós fær 16 millj-
ónir en þaðan er engin loðnuút-
gerð.
Nýr háskólarektor
Sveinbjörn
Björnsson var
kjörinn háskóla-
rektor á föstu-
dag. Sveinbjöm
fékk 59,4% at-
kvæða kennara
og nemenda en
•Þórólfur Þór-
lindsson fékk
38,3%.
ERLENT
Kúrdar á flótta í Norður-írak.
Kúrdar
áfiótta
í Irak
Kúrdar eru á flótta undan ír-
aska stjórnarhemum og hafa
hundmð þúsunda þeirra flúið í átt
að tyrknesku eða írönsku landa-
mæmnum. Fjölmargir hafa frosið
í hel eða soltið til bana er þeir
reyndu að komast yfir snæviþakin
fjöll Norður-íraks. Uppreisnar-
menn viðurkenndu á miðvikudag
að þeir hefðu tapað síðast vígi
sínu í hendur íraska stjómarhers-
ins en sögðust enn veita mótstöðu
í fjöllum og einstaka þorpum. Á
fundi öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna á miðvikudag vom sam-
þykktir skilmálar fyrir varanlegu
vopnahléi við íraka. Turgut Ozal,
forseti Tyrklands, sagði á fímmtu-
dag að a.m.k. 100.000 Kúrdum,
sem flúið hefðu heimkynni sín í
Norður-írak, hefði verið hleypt
inn í landið. Hins vegar hefðu
Tyrkir ekki bolmagn til að taka
við öllum þeim fjölda, hálfri millj-
ón manna, sem væri við tyrknesku
landamærin. Flóttamannahjálp
Sameinuðu þjóðanna telur þjóðar-
morð á Kúrdum í norðurhluta ír-
aks yfirvofandi.
Kommúnistar vinna
kosningasigur í Albaníu
Fyrstu fijálsu kosningamar í
áratugi vom haldnar í Albamu á
páskadag. Kommúnistar unnu
sigur og fengu 162 þingsæti af
250. Lýðræðisflokkurinn fékk 65
þingmenn. Fylgismenn Lýðræðis-
flokksins létu á þriðjudag í ljósi
reiði sína yfír úrslitum kosning-
anna og tóku höfuðstöðvar komm-
únistaflokksins í borginni Shkoder
á sitt vald.
Yfirmaður einkavæðingar
a-þýskra fyrirtækja myrtur
Detlev Rohwedder, yfirmaður
eignarhaldsfyrirtækisins Berliner
Treuhandsanstalt, sem hefur yfír-
umsjón með einkavæðingu fyrr-
verandi a-þýskra ríkisfyrirtækja,
var skotinn til bana á heimili sínu
í Dusseldorf á mánudagskvöld.
Hryðjuverkasamtökin Rauða her-
deildin (RAF) hefur lýst verknað-
inum á hendur sér. Margir hátt-
settir stjórnmálamenn sögðust
gmna að fyrrverandi starfsmenn
a-þýsku öryggislögreglunnar,
Stasi, ættu aðild að verknaðinum
en Stasi þjálfaði áram saman
hryðjuverkamenn Rauðu herdeild-
arinnar og veitti þeim athvarf í
A-Þýskalandi.
Jeltsín veitt tilskipanavald í
Rússlandi
Rússneska þingið samþykkti á
fímmtudag í grandvallaratriðum
tillögu um að forseta þess, Borís
Jeltsín, yrði veitt víðtækt vald,
sem gerði honum meðal annars
kleift að stjóm með tilskipunum,
til að binda enda á glundroðann
í lýðveldinu. Ennfremur var sam-
þykkt að beinar forsetakosningar
færu fram í Rússlandi 12. júní.
Bandaríkin:
Fyrrverandi öldungadeild-
arþingmaður ferst í flugslysi
Washington, Atlanta. Reuter.
JOHN Tower, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, fórst í flug-
slysi á föstudagskvöld. Vélin, sem var í eigu flugfélagsins Atlantic
Southeast Airlines, hrapaði skömmu fyrir lendingu í Brunswick í
Georgíu-fylki. Með henni fórust auk Towers, 34 ára gömul dóttir
hans, geimfarinn Manley Carter, 17 aðrir farþegar, tveir flugmenn
og ein flugfreyja.
Stjómmálaferill Towers var
langur og litríkur. 65 ára gamall
hafði hann meðal annars verið öld-
ungadeildarþingmaður fyrir Texas
í 24 ár, 1961-85, viðurkenndur
sérfræðingur í vamar- og þjóðarör-
yggismálum, formaður nefndar á
vegum öldungadeildarinnar um
herþjónustu, samningamaður
Bandaríkjanna í kjamorkuvopna-
viðræðum og formaður forseta-
nefndar sem kannaði Íran-Contra
hneykslið.
Arið 1989 tilnefndi George Bush
forseti Bandaríkjanna Tower í emb-
ætti vamamálaráðherra. Ýmsar
sögur fóm af stað um Tower, m.a.
um drykkjuskap hans, kvennamál
og náin tengsl við vopnaframleið-
endur. Hann sór og sárt við lagði
að hann myndi hætta að drekka
ef öldungadeildin samþykkti til-
nefningu hans. Atkvæðin féllu
53-47 honum í óhag og það var í
fyrsta skipti í 30 ár sem tílnefning
Bandaríkjaforseta í ráðherraemb-
ætti hlaut ekki samþykki.
Síðustu árin bjó Tower í Dallas
John Tower Reater
og starfaði sem ráðgjafí vopna-
framleiðenda og prófessor í stjóm-
málafræði við Southern Methodist
University.
Daprir þankar sovéskra menntamanna:
Goð perestrojkunnar
er fallið af stallinum
FYRIR nokkrum vikum hittust
margir af þekktustu sovésku
umbótasinnunum sem fylktu
sér um Míkhaíl S. Gorbatsjov
er hann kynnti hugmyndir sín-
ar um róttækar umbætur, per-
estrojku og g'lusnost, í upphafi
valdaferilsins árín 1985 -1986.
Tilefni samkomunnar var sex-
tugsafmæli Jegors Jakovlevs,
ritstjóra vikuritsins Moskvu-
frétta, eins þekktasta málgagns
umbótaaflanna. Fyrir nokkrum
árum hefði ríkt glaðværð og
bjartsýni í slíku samkvæmi,
Gorbatsjov hefði verið lofaður
í hástert og jafnvel verið í hópi
veislugesta. Nú er öldin önnur.
au sátu bara, sögðu ekki neitt,
eins og þetta væri líkvaka,“
sagði sonur afmælisbamsins.
„Þau skildu að draumurinn var
búinn. Þau voru öll búin að yfír-
gefa Gorbatsjov og flokkinn, vom
í andstöðu við manninn sem þau
höfðu sett allt sitt traust á. Þetta
var eins og hópur trúaðra sem
allt í einu hefur sannfærst um að
enginn Guð sé til.“
Konumar og karlamir í röðum
umbótasinna er komu úr komm-
únistaflokknum hafa oft verið
nefnd „Böm 20. flokksþingsins“.
Er þá vitnað til þings kommúni-
staflokksins árið 1956 er Níkíta
Khrústsjov flutti fræga leyniræðu
þar sem hann
fletti ofan af
glæpum Jósefs
Stalíns. Frá
þeim degi lifði
umrætt fólk í
voninni um að fram kæmi á sjón-
arsviðið leiðtogi sem hæfí baráttu
gegn alræðisstefnu lenínismans
og kæmi á mannúðlegu stjómar-
fari er byggðist á lýðræðislegum
sósíalisma. Margir umbótasinnar
komust, eins og Gorbatsjov, til
hárra metorða en harðlínumenn
vom tortryggnir í þeirra garð.
Oftast var því rætt um væntanleg-
ar breytingar á stjómarfarinu
undir rós og þess gætt að klifa
samviskusamlega á boðskap
æðstu presta marxismans á opin-
bemm vettvangi. Dæmigert er að
Gorbatsjov lét ekki í Ijós róttækar
umbótaskoðanir fyrr en eftir að
hann var kjörinn Sovétleiðtogi.
Jakovlev stofnaði Moskvufrétt-
ir eftir valdatöku Gorbatsjovs með
það að markmiði að ritið yrði
stuðningsblað Sovétleiðtogans. Er
Míkhaíl S. Gorbatsjov
Gorbatsjov tók að halla sér að
harðlínumönnum varð sálar-
kreppa umbótasinna meiri en
margra aðdáenda Sovétleiðtogans
á Vesturlöndum sem neituðu að
horfast í augu við staðreyndir.
Blóðbaðið í Vilnius í janúar sl. var
dropinn sem
fyllti mælinn á
Moskvufrétt-
unr, nú berst
ritið opinskátt
gegn Sovét-
valdinu og Gorbatsjov. „Hann
hatar okkur núna,“ segir
Jakovlev. „Þegar hann minnist á
ritið notar hann enska heitið —
Moscow News í stað Moskovskíje
Novostíj — í von um að almenn-
ingur telji okkur boða einhvers
konar útlendar hugmyndir."
Félagsfræðingurinn Tatjana I.
Zaslavskaja ritaði tímamóta-
skýrslu árið 1984 um efnahags-
vanda Sovétmanna og var talin
hafa haft mikil áhrif á hugmyndir
Gorbatsjovs. Hún er nú orðinn
ráðgjafi helsta keppinautanSovét-
leiðtogans, Borís Jeltsíns Rúss-
landsforseta. Aðrir þekktir
menntamenn, sem snúið hafa baki
við Gorbatsjov eru m.a. hagfræð-
ingarnir Níkolaj Petrakov og
Stanislav Sjatalín auk Georgíjs
Arbatovs, sem lengi var einn
helsti sérfræðingur Sovétstjórnar-
innar í utanríkismálum en er nú
ráðgjafí Jeltsíns. Vjateslav Sho-
stokovskíj, sem stjómaði flokks-
skóla kommúnista, er genginn úr
flokknum og aðstoðar samtök er
reka áróður fyrir einkaeign. Oleg
Bogolomov, sérfræðingur í mál-
efnum Austur-Evrópuríkja, ritar
nú greinar um nauðsyn þess að
kommúnistaflokkurinn iðrist sjö
áratuga ógnarstjómar og spilling-
ar.
Umbótasinnamir töldu Gor-
batsjov vera „sinn mann“ og þess
vegna em vonbrigðin vegna dufls
hans við harðlínuöflin sárari en
ella. Margir hafa tekið af skarið
og leitað á ný mið. Borís Jeltsín
var til skamms tíma ekki í miklu
áliti meðal menntamanna.
Jakovlev taldi hann kauðalegan
tækifærissinna sem ekki væri
nógu snjall til að verða forystu-
maður á þessum sögulegu tímum.
Sumir andstæðingar Gorbatsjovs
telja að Jeltsín hefði vart verið fær
um koma á þeim breytingum sem
Gorbatsjov hratt í framkvæmd
fyrstu stjórnarár sín. „Jeltsín
hefði klúðrað þessu fyrr eða síð-
ar,“ segir Alexander Tsipko, fyrr-
verandi starfsmaður miðstjórnar
kommúnistaflokksins, nú orðinn
stjómarandstæðingur. En fjöl-
margir umbótasinnaðir mennta-
menn segja nú að Gorbatsjov virð-
ist ekki ætla að skilja kall timans,
sé staðnaður og hugsi um það
eitt að halda völdum. Jeltsín sýni
á hinn bóginn óvenjulega hæfi-
leika til að taka framfömm og
taki í þjónustu sína hæfileikaríka
ráðgjafa.
Gorbatsjov segir stjómarand-
stæðinga ekki boða neina „raun-
hæfa stdfnu“ og sakar þá um að
höfða eingöngu til vonbrigða og
reiði almennings vegna efnahags-
óreiðunnar. Harðlínukommúnist-
inn Júry Belov, flokksleiðtogi í
Leníngrad, sagði nýlega í blaða-
grein að grundvöllur andúðar
Jeltsíns og fleiri andstæðinga
Moskvuvaldsins á kommúnisma
væri „skortur á föðurlandsást,
einnig dýrkun á öllu útlendu“.
Grein Belovs var talin eins konar
stefnuskrá harðlínumanna og má
búast við að þeir reyni að slá æ
oftar á strengi rússneskrar þjóð-
emiskenndar í átökum við umbót-
asinna.
(Byggt á International Her-
ald Tribune o.fl.)
BAKSVID
eflir Kristján Jónsson