Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 14
MORGfyNBLÁDID jglfNNTOAG^Rl II,\ APRÍLl WBl 5Í4 ráðuneytisins. Hlutverk hennar er að gefa skoðanakönnunarfyrirtækj- um starfsleyfi og sjá til þess að lög- um um skráningu og meðferð pers- ónuupplýsinga sé framfylgt. Meðal þeirra reglna, sem nefndin hefur sett í því skyni, er að gera skuli þeim, sem spurður er í skoðanakönnun, grein fyrir að hann þurfi hvorki að svara einstökum spumingum né spurningalistanum í heild. Svör ber að geyma þannig að ekki megi rekja þau til ákveðinna aðila. Aldrei má spyija annarra spuminga en þeirra, sem hafa greinilegan tilgang með hliðsjón af því, sem verið er að kanna. Tölvunefnd gerir einnig kröfu um að fá spumingalistann afhentan viku áður en gera á könnun. Ýmsir stjómmálamenn eru þeirrar skoðunar að setja beri frekari reglur um skoðanakannanir. Annars vegar vilja menn setja reglur um fram- kvæmdina til að tryggja öryggi og vandvirkni og hins vegar era uppi hugmyndir um að banna birtingu niðurstaðna úr stjómmálakönnunum í ákveðinn tíma fyrir kosningar. Hvert er álit dr. Þorláks og félaga hans í nefnd menntamálaráðuneytis- ins á þessu? „Við höfum viðað að okkur upplýs- ingum frá flestum nágrannalöndum okkar og þar virðist lítið um lög eða reglur á þessu sviði. Það era einkum reglur um skráningu upplýsinga, sem snýr að töivunefnd. Helzt fundum við í Frakklandi lög og reglur um birtingu niðurstaðna. Þar er bannað að birta niðurstöður stjómmálakann- ana viku fyrir kosningar. Mér virðist lítill hljómgrannur í nefndinni fyrir að setja lög eða regl- ur. Hins vegar virðist vilji fyrir að leggja til við þá aðila, sem leggja stund á kannanir, að þeir myndi með sér samtök um siðareglur eða starfs- reglur, þó ekki væri nema í grófum dráttum. Við vitum að ákveðnar að- ferðir era æskilegar í þessum fræð- um, og þeir ættu að geta sameinazt um þær. Lög um skoðanakannanir væru tímaskekkja Ég tel að lög um skoðanakannan- ir væra alger tímaskekkja. Ég hef heyrt að ekki ætti að birta niðurstöð- ur skoðanakannana rétt fyrir kosn- ingar, af því að þær séu skoðana- myndandi. Þetta held ég að sé mis- skilningur. Það er alls ekki ljóst að niðurstöðurnar séu skoðanamynd- andi og rannsóknir á þessu sviði era erfiðar. Hins vegar held ég að birting niðurstaðna geti haft mismunandi og gagnverkandi áhrif, sem þannig jafnast út. Ef við gerum ráð fyrir að þessar kannanir séu gerðar á réttan hátt og sýni um það bii rétta skiptingu milli stjómmálaflokka, er mjög vafa- samt að banna réttar upplýsingar, aðeins vegna þess að þær gætu haft áhrif á skoðanir fólks. Með þessu er aðeins verið að hindra fólk í að fá betri upplýsingar. Hver á að segja fólki að það eigi aðeins að skoða ákveðna þætti, þegar það gerir upp hug sinn til flokka, en ekki aðra? Fólk verður að ráða því sjálft hvað það hugsar um þegar það ætlar að fara að kjósa. Það má jafnvel ímynda sér að ein- hveijum fyndist að enginn flokkur ætti að fara einn með stjórn landsins og ríkisstjóm ætti að samanstanda af tveimur fiokkum að minnsta kosti. Eins og staðan er í dag er möguleiki að Sjálfstæðisflokkurinn nái meiri- hluta á Alþingi. Einhver, sem ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, gæti séð að iíkur séu á að hann fái meiri- hluta. Sá hinn sami getur talið að í því felist ekki nægilegt aðhald og því veitt einhveijum öðrum flokki atkvæði sitt. Það hlýtur að vera hans réttur að fá upplýsingar um stöðu mála rétt fyrir kosningar." Davíð Qddsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Oþarft aö setja reglur „Ég tek mark á skoðanakönnunum að því leyti til að ég tel að á því augnabliki, sem þær era teknar, sýni þær ákveðna tilhneig- ingu.“ — Kynnir þú þér forsendur skoðanakann- ana áður en þú tjáir þig um þær? „Það eru ekki margir aðil- ar, sem gera þessar kannan- ir og maður er farinn að þekkja þær forsendur, sem þeir ganga út frá. Við eigum nú línurit yfir það hvernig þessar kannanir hafa verið og í megindráttum era þær á mjög líku róli. Auðvitað getur ein og ein könnun ver- ið mistök, það gerist líka úti í hinum stóra heimi, þótt hámenntaðir vísindamenn sjái um þær.“ — Tekur þú meíra mark á könnunum eins fýrirtækis en annars? „Nei, ég geri það ekki. Ég reyni að horfa á þetta í samhengi. Ég hef ekki talið ástæðu tii að marka frekar einn en annan.“ —Finnst þér að eigi að setja reglur um framkvæmd skoðanakannana eða birtingu niðurstaðna? „Nei, ég tel það óþarfa. Menn segja að vísu að skoðanakannanir geti haft áhrif á úrslit kosninga, en maður veit ekki I hvaða átt það er og ég held að til lengri tíma litið bitni það jafnt á öllum flokkum. Mér er illa við hömlur af þessu tagi.“ —Hvað finnst þér um túlkun fjölmiðla á skoðanakönnunum? Ganga menn of langt í að túlka prósentubreytingar? „Já, mér finnst það vera. Mér finnst fjar- stæðukenndast þegar íjölmiðlar eru orðnir svo uppteknir af eigin könnunum að þeir eru famir að miða kosningaúrslit við einhveijar kannanir hjá sér. Þá hafa menn misst dóm- greindina.“ Kristín Einarsdottir Kvennalista: Birtingarbann rétt fyrir kosningar „Mér fínnst skoðanakannanir vera ákveðin vísbending um álit fólks, en tek þær ekki sem heilagan sannleika. Maður má passa sig á því að þetta eru ekki kosninganiðurstöður, heldur stikkprufur." Kristín segist vön að kynna sér forsendur kannana. „Eg spyr alitaf hversu stórt úrtakið sé, og hve margir séu óákveðnir eða vilji ekki svara.“ — Tekur þú meira mark á einú skoðanakönnunarfyr- irtækis en öðrum? „Það skiptir mig mestu máli hvernig úrtakið er tekið, hversu stórt það er og hve margir vilja svara. Ég hef vissa tilhneigingu til að taka meira mark á þeim, sem taka stærra úrtak. Ég hef haft á tilfinningunni að kannan- ir Skáís séu ekki sérlega sannfærandi, þar sem það fyrirtæki hefur verið gagnrýnt fyrir óvfsindaleg vinnubrögð. Mér finnst DV-kann- anirnar oft hafa verið nálægt lagi, en hins vegar hefur mér fundizt úrtakið lítið og fáir svara. Ég tek oftast mark á því, sem Félags- vísindastofnun lætur frá sér, en þó fmnst mér brenna við að þeir spyiji svolítið leiðandi spuminga. Það hefur komið fyrir, ég hef sjálf lent í úrtaki hjá þeim.“ — Finnst þér að setja eigi reglur um fram- kvæmd og birtingu skoðanakannana? „Mér fínnst að það eigi að gera. Kannanir eru vissulega skoðanamyndandi og þegar ver- ið er að kjósa um stefnur og málefni, eins og til dæmis við alþingis- og sveitarstjómarkosn- ingar, fínnst mér að eigi áUs ekki að leyfa birtingu á niðurstöðum kannana rétt fyrir kosningar. Ég skil ekki tilganginn með því. Hver getur hann verið þegar ekki líða nema kannski tveir eða þrír dagar þangað til menn fá raunveruleg kosningaúrslit? Á miðju kjör- tímabili getur þetta haft tilgang, þá skiptir máli að kanna hvem hug fóik ber til ákveð- inna aðgerða, og það er langt að bíða í fjögur ár til þess að fá eitthvert mat á þeim.“ Jón Baldvin Hannibalsson formaður Albýðuflokksins: Búa fyrst til skoð- un og kanna síðan „Maður er orðinn vanur því að blaðamaður af DV hringir fýrir klukkan átta að morgni, segist vera með skoðanakönnun og þylur upp úr sér einhveijar tölur. Venjulega er hann ekki undir það búinn að gera grein fyrir nein- um upplýsingum um gildi könnunarinnar, þ.e.a.s. um frávikin, sem eðlileg kunna að teljast í litlu úrtaki, þannig að í stórum dráttum get ég sagt að ég taki ekki mark á þeim sveifl- um, sem þar koma fram. Enda er það yfírleitt ein- kenni á könnunum DV hvað þar era margir óákveðnir, taka ekki afstöðu, neita að svara og svo framvegis. Ég hef haft tilhneigingu til að taka mest mafk á könnunum Félagsvísindastofnunar, enda hafa þær verið kynntar með vandaðri hætti en hinar. Þetta segi ég án þess að hafa gert samanburðarkönnun á því hvort þær hafí reynzt sannspárri en hinar þótt þær kunni að vera vandaðri." Jón Baldvin segir að oft endurspegli kann- anir ekki sfzt skoðanamótandi áhrif fjölmiðla. Fyrst hamist fjölmiðlar í því að búa til skoð- un, og láti svo gera könnun, sem eigi að stað- festa þessa skoðun. Jón Baldvin segir að mikilvægasta hlutverk fjölmiðia í kosningabaráttu sé einkum að kynna málstað stjómmálahreyfinga á hlut- lausan hátt og veita þannig uppiýsingar. Nið- urstaða í könnunum, þ.e.a.s skoðun almenn- ings, sé athyglisverðari, hafi fréttaflutningur- inn verið vandaður. Jón Baldvin segist yfírleitt ekki telja að stjórnvöld eigi að setja miklar hömlur. Hins vegar sé rétt að setja einhveijar reglur um framkvæmd og beitingu skoðanakannana og skynsamlegt kunni að vera að setja regiur um að ekki megi birta niðurstöður ákveðnum tíma fyrir kosningar. Qlafur Rasnar Grímsson formaður Albýðubandafagsins: Sumir óviröa fræðilegarreglur „Ég tek hæfilegt mark á skoðanakönnunum enda hef ég fengizt við það sem fræðimaður að fjalla um þær í kennslu og vinna við þær með nemendum mínum. Ég geri mér vel grein fyrir kostum þeirra, takmörkunum og göllum. Vandinn við sumar skoðanakannanir, sem hér eru téknar, er að þess er ekki nægilega gætt að virða þær fræðilegu reglur, sem þarf að hafa í heiðri. Þetta á sérstaklega við þegar menn era að bijóta kannanir niður eftir kjördæmum en úrtakið dugir kannski fyrir landið allt, en ekki meira. Þótt ekki væri nema af hollustu við samstarfsmenn mina í Háskólan- um hlýt ég að taka aðeins meira rnark á Fé- lagsvísindastofnun en öðrum. Hins vegar er það athyglisvert að þegar til lengri tíma er litið hafa skoðanakannanir Félagsvísinda- stofnunar, Skáíss og DV sýnt með svipuðum hætti þær sveiflur, sem hér hafa verið í gangi, en ekki kannski nákvæmlega stærðargráðu sveiflnanna.“ — Hvað finnst þér um hugmyndir um að setja reglur um framkvæmd skoðanakannana og birtingu niðurstaðna? „Ég er almennt frekar andvígur hömlum á rannsóknafrelsi og skoðanatjáningu. Hins veg- ar er það staðreynd að hægt er að misbeita skoðanakönnunum og setja þær fram með vill- andi hætti. Mér fyndist æskilegra að settar væru almennar siðareglur." — Hvað finnst þér um túlkun íjölmiðla á skoðanakönnunum? „Þegar kannanir eru gerðar fyrst og fremst til að selja blaðið eða auka horfun á stöðina, gætir eðlilega tilhneigingar til að gera hlutina um of dramatíska. Slíkt er náttúralega hæpið út frá fræðilegu sjónarmiði. Þar er verið að blanda saman könnunum tit að afla þekkingar og vitneskju og hins vegar til að selja fjölmið- il. Þess eru ótal dæmi að blöð og sjónvarps- stöðvar hafa slegið upp hlutum, mistúlkað og ýkt, ekki vakið athygli á öðra og þannig búið til ákveðna mynd. “ Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins: Geta haft skaóleg óhrif „Ég tek vissuiega mark á niðurstöðum skoðanakánnana að vissu marki. Ef þeir eru hins vegar mjög margir, sem vilja ekki svara eða eru óákveðnir, þá dregur það augljóslega mjög úr því hvað hægt er að taka mark á skoðanakönnunum. Það hefur verið mjög áberandi hér upp á síðkastið að allt að þriðjungur hefur ekki svarað.“ — Kynnir þú þér forsend- ur skoðanakannana áður en þú tjáir þig um þær? „Eg hef nú venjulega fengið að heyra meginfor- sendur, sem eru yfirleitt þær sömu. Það er sex hundruð manna úrtak hjá flestum eða öllum nema Félagsvísindastofnun, þar sem eru fimmtán hundruð. Það er mín skoðun að þar með séu kannanir Félagsvísindastoftiunar marktækari en hinna. Það er lfka til dæmis spurning hvemig úrtakið skiptist milli þéttbýlis og dreifbýlis, og líka hvemig spurt er.“ Steingrímur segist eindregið þeirrar skoð- unar að setja eigi reglur um skoðanakannan- ir. „Vitanlega geta skoðanakannanir, sem eru hroðvirknislega framkvæmdar, haft veruleg áhrif á skoðanamyndun - eins og allar skoð- anakannanir. Ef þær eru hroðvirknislega framkvæmdar, geta þær haft skaðleg áhrif. Ég tel að það eigi að setja reglur og gera lágmarkskröfur til þeirra, sem gera skoðana- kannanir." — Hvað fínnst þér um túlkun fjölmiðla á niðurstöðum kannana, til dæmis þegar því er slegið upp að ríkisstjómin sé aftur komin í minnihluta, þegar sveiflan er aðeins upp á fáein prósent? „Það er rétt að það má segja að slíkar fullyrðingar séu vafasamar. Þær geta haft áhrif á skoðanamyndun, en þær geta líka orðið til þess í þessu tilviki að þjappa stuðn- ingsmönnum stjómarinnar saman." Júlíus Sólnes formaður Borgaraflokksins: Kerfisbundnar falsanir „Ég tek að einhveiju leyti mark á skoðana- könnunum. Þegar óskaplega stór hópúr er óákveðinn, er mjög erfitt að meta niðurstöð- una. Hún segir til um fylgi flokka frekar en hægt sé að draga þá ályktun að einhvetjir flokkar liafi ekki fylgi. Ég tel að það þurfi að skilgreina forsendur skoðan- akannana miklu betur en gert er og geld mikinn var- hug við því hvernig staðið er að þessu. Ég veit að þeir sem spyija reyna að hag- ræða svörunum og ná fram sínum sjónarmiðum í gegn um svörin. Ég hef reynslu af því að í skoðanakönnunum á kjörtímabilinu hefur í stórum stíl verið fleygt út fólki sem segist styðja Borgaraflokkinn. Það er um kerfisbundnar falsanir að ræða, sem kannski eru ekki á vegum þeirra sem stýra skoðana- könnuninni, heldur geta spyrlamir haft áhrif með því sem þeir hafa skoðun á. Við höfum líka fengið reynslu af að spyrili spyr til dæm- is fólk í okkar hópi og reynir að fá það ofan af því að standa við þessa skoðun. “ — Tekur þú mark á könnunum eins fyrir- tækis umfram annað? „Ég hefði kannski talið að Félagsvísinda- stofnun væri traustust í þessu, en þó kann- ast ég við dæmi þess að það heftir vantað fólk, sem hefur merkt við okkur, i niðurstöð- um hennar - það hefur horfið. Ég tei því mjög nauðsynlegt að settar verði skýrar og ákveðnar reglur um hvernig eigi að standa að skoðanakönnunum og hvemig megi beita þeim." — Hvað finnst þér um túlkun fjölmiðla á skoðanakönnunum? „Mér finnst að fjölmiðlar túlki skoðana- kannanir oft alveg út í bláinn. Menn van- meta það, að skoðanakönnun mælir bara augnablikið, stemmninguna kvöldið, sem hringt er út. Svo getur stemmningin verið orðin allt önnur næsta kvöld."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.