Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991 HERNÁMSFRIÐUR í LÍBANON / IBORGINNI SORGMÆDDU eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur í Beirút SPURNINGIN var, hafði flugvél- in til Beirút óvart lent í Damask- us? Sú hugsun hvarflaði að mér þegar inn i flugstöðina kom og hvarvetna voru til skrauts og prýði stórar myndir af Assad Sýrlandsforseta. Eg hafði í grandaleysi mínu ekki búist við að hernám Sýrlendinga á Líban- on væri eins algert og ég hef síðan orðið áskynja þessa fáeinu daga síðan ég kom til Beirút. Þó er skipting líbönsku stjórnarher- mannanna og sýrlensku eftir borgarhlutum. Þeir sýrlensku hafa sérstakt yndi af að setja myndir af Assad við allar helstu varðstöðvar innan borgarinnar. Niðri á Al Hamra sem er nú um stundir ein helsta verslunargata borgarinnar sveifluðu menn sér í sólskininu og létu eins og það hefði aldrei verið stríð hér. Búð- ir fullar af fólki, innfluttu jafnt sem líbönsku. Þar voru allir vel og snyrtilega klæddir. Að minnsta kosti við fyrstu sýn. Hér og þar á götunum lágu lifandj helmingar af fólki að biðja um ölmusu, fórnardýr stríðs sem var í fimmtán ár i landinu og það virðist enginn hafa það á tæru af hverju það hófst og af hverju var aldrei unnt að stöðva það fyrr en Sýrlendingar fengu blessun stórveldanna til að her- nema það með Taif-samningun- um frá 13. október siðastliðnum. að er ekkert sem heitir Vestur- eða Austur-Beir- út lengur," sagði þjónn- inn á útikaffihúsinu við mig. „Borgin er ein og það eru engin vandkvæði né hætta að fara á milli borgarhlutanna núna, græna línan hefur verið þurrkuð út. Hér búa allir við öryggi og vemd.“ Líbanskur læknir sem ég talaði við sagði að þessi þjónn hefði sennilega vitað af Sýrlendingum einhvers staðar í grenndinni því það væri eintóm vitleysa að öryggi væri tryggt. „Allra síst núna þegar Pa- lestínumenn hafa neitað að leggja^. niður vopn. Þar af leiðandi neita allar hinar fylkingarnar líka. Við sitjum ekki bara auðum höndum og látum Palestínumenn eina ferðina enn hleypa öllu í bál og brand." Það er óskapleg eyðilegging í þessari borg. Heilu háhýsin sundur- skotin og sprengd. Múrhúðin er eins og þau hafi fengið hlaupabólu svo þétt eru skotgötin á þeim og víða er hreinsunarstarf algerlega óhafið og húsin sprengd með iðrin úti. „Það sem gerðist í Líbanon er algerlega sambærilegt við það sem gerðist í Kúveit," sagði lögfræðing- ur sem ég talaði við og vinnur á vegum líbönsku stjórnarinnar og verður því ekki nafngreindur. „Mun- urinn var sá að hér er engin olía, en annars erþessi munurekki mark- tækur. Sýrlendingar hafa aldrei sætt sig við að hafa ekki fengið Líbanon í sinn hlut öldungis eins og írakar gerðu alltaf tilkall til Kúveit. Assad hefur alltaf knúið á Bandaríkjamenn og haft þá í vasa sínum, hreinlega án þess þeir tækju eftir brögðum hans. Hér eru að nafninu til ríkisstjórn og þing og allt heila galleríið svo við eigum að heita sjálfstætt ríki svona innan þeirra marka sem Sýrlendingar setja og þau mörk eru ákaflega þröng. Bandaríkjamenn eru himin- lifandi að þurfa nú ekki að hafa áhyggjur af Líbanon. Fullvalda ríki er orðið að hernámssvæði og þeir kæra sig kollótta." Þrátt fyrir öryggisleysið, skítinn og ruslið og draslið allsstaðar er borgin og fólkið í henni samt að reyna að draga fram lífið og halda höfði. Það hefur verið plástrað upp í skotgöt á húsum og mannvirkjum og þeir sem urðu að flýja í mestu árásunum og geta ekki fengið leyfí til að gera við húsin sín hafa flutt sig um set út fyrir Beirút eða upp í fjöllin í nágrenni borgarinnar. Þar eru víða í háum hlíðum að rísa ný þorp, börnin sækja skóla og þjón- usta er sumstaðar að komast í lag. Hér í Beirút er alltaf skömmtun á rafmagni öðru hveiju, götulýsing er lítil sem engin, sömuleiðis sorp- þjónusta af skornum skammti og símalínur útúr iandinu eru enn meira og minna í lamasessi. „Ef þú spyrð hvort Beirút muni lifna við aftur,“ sagði læknirinn sem ég nefndi, „þá fer það nú eftir ýmsu. Það sem áður var hjarta Beirút, miðborgin með öllum stærstu hótel- um, verslunum og stjómarbygging- um hefur verið drepið. Við munum áreiðanlega ekki gera neinar áætl- anir um endurreisn þar fyrr en við vitum meira um hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir okkur. Við förum ekki að koma hjartanu aftur af stað með ærnum erfiðismunum til þess Múrhúðin er eins og þau hafi fengið hlaupa- bólu svo þétt eru skotgötin á húsunum og víða er hreins- unarstarf alger- lega óhafið. Stríðið stóð í fimmtán ár og það virðist eng- inn hafaþaðá tæru af hverju það hófst og af hverju var aldrei unnt að stöðva það. | „Kaffi kostar þúsund líbönsk pund, þ.e. tæpar sextíu íslenskar krónur, góð máltíð með hálfflösku af líbönsku víni og kaff i á eftir kostar varla meira en tvö hundruð krónur, leigubíll borgarendanna á milli hundrað krónur“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.