Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 22
I
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991
Helgi Þór Ingason, Þróndheimi
ÉG SÁ frábæran íslending í gær,“ sagði norskur vinur
minn við mig. „ Jæja,“ sagði ég, „hver var það?“ „Það
var hún Sigrún í óperunni,“ svaraði sá norski að bragði.
Hann er ekki einn um að heillast af söng og leik Sig-
rúnar Hjálmtýsdóttur. Sama má segja um aðra óperu-
gesti sem séð hafa Brúðkaup Fígarós eftir Mozart í
Operunni í Þrándheimi.
Stór hópur íslendinga, sem búsettir eru í Þrándheimi,
gerði sér dagamun fyrir skömmu og skellti sér í óper-
una. Helsta ástæðan fyrir þessari skyndilegu óperu-
gleði var auðvitað sú að í einu aðalhlutverkanna var
hún Diddú. Sem gamall blaðasnápur Morgunblaðsins
sá ég mér leik á borði og mælti mér mót við Diddú
nokkru áður en sýningin skyldi hefjast. Á leið minni
til fundarins fann ég að nú er vor í lofti í Þránd-
heimi. Stóru furutrén blöktu dálítið í blíðri sunnangol-
unni og sólargeislarnir endurvörpuðust frá þökum
timburhúsanna í gamla millahverfinu í kring um Mark-
veginn. Þar býr Diddú ásamt eigimanni sínum Þorkeli
Joelssyni og dætrunum Valdísi og Salóme.
í fylgd með
Sigrúnu
Hjálmtýs-
dóttur með-
an hún söng
í Óperunni í
Þrándheimi
ðspurð um veru sína í Þrándheimi
segir Diddú að hún sé Sveini Einars-
syni að þakka. „Sveinn hefur komið
hingað nokkrum sinnum og sett upp
bæði leikrit og óperur. Nú var hann
fenginn til að setja upp Brúðkaup
Fígarós og hann benti á mig til að
syngja hlutverk Súsönnu. Sveinn
tók því algera ábyrgð á mér,“ segir
Diddú og hlær. „En það taka fleiri
útlendingar taka þátt í flutningnum.
Auk íslensks leikstjóra og söngkonu
má þar fínna danska og sænska
söngvara og orkneyskan búninga-
hönnuð. Það er því alþjóðlegur blær
yfir sýningunni."
Noregsförina bar nokkuð brátt
að og lítill tími gafst til undirbún-
ings fyrir Diddú áður en hún hélt
af landi brott. „Ég hafði mjög mik-
ið að gera heima í janúar. Það var
því eiginlega enginn tími til að byija
að kíkja á hlutverkið fyrr en í flug-
vélinni á leiðinni hingað út, þann
fyrsta febrúar. Ég var auðvitað
ægilega taugaóstyrk, því hér er
óperan flutt á norsku. Áður en ég
kom hingað hafði ég aldrei lært
norsku."
Sem kunnugt er söng Diddú hlut-
verk Súsönnu í uppfærslu íslensku
óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið
1989. Sá munur var þó á þessum
uppfærslum að á íslandi var verkið
flutt á ítölsku. „Verkið var æft í
einn mánuð áður en það- var frum-
flutt þann fyrsta mars,“ segir
Diddú. „Ég fékk mjög góða þjálfun
á þeim tíma, samhliða sviðsæfingum
var ég í stífri norskukennslu og allt
hafðist þetta með hjálp góðra
Morgunblaðið/Helgi Þór Ingason
Diddú og Þorkell ásamt dætrum sínum Salóme og Valdísi.
manna. Ég var þó eiginlega í hláturskasti
fyrsta hálfa mánuðinn er ég reyndi að
setja mig inn í hlutverkið á norsku eftir
að hafa sungið það á ítöisku heima.“
Hér er hlegið meira
Að sögn Diddúar er talsverður munur á
viðbrögðum íslenskra og norskra óperu-
gesta. „Brúðkaup Fígarós er gleðiópera
og mjög fyndin á köflum," segir hún. „Nor-
skir óperugestir hlæja meira en þeir ís-
lensku. Heima á íslandi var ítalski textinn
þýddur á íslensku og fluttur á skermum
beggja vegna við senuna. Hér skilur fólkið
textann um leið og við flýtjum hann og
hlær strax. Heima gat liðið dálítil stund
áður en fólkið hló.“
Óperan í Þrándheimi er ung; með flutn-
ingnum á Brúðkaupi Fígarós er verið að
ha|da upp á tíu ára afmæli Óperunnar.
Tíu ára afmælis íslensku óperunnar
var einmitt fagnað með sama hætti
1989. Öll umgjörð og leikmynd er
þó öðruvísi í hinni norsku upp-
færslu. „Óperan hér í Þrándheimi
fær engan opinberan ijárstuðning,"
segir Diddú. „Þess vegna var ekki
til fé til að setja Brúðkaup Fígarós
upp á hefðbundinn hátt, með hefð-
bundinni leikmynd og búningum."
Að sögn Diddúar valdi Sveinn Ein-
arsson að hafa umgjörð verksins
tímalausa og þannig tókst að
minnka kostnað verulega. „Grænt
er einskonar einkennislitur í þessari
uppfærslu Sveins, allt er grænt,
bæði leikmyndin og flestir búning-
anna.“
Mjög góðar viðtökur
Viðtökur Þrándheimsbúa við
Brúðkaupi Fígarós hafa verið mjög
góðar. Raunar hafa fleiri en Þránd-
heimsbúar brugðið sér í óperuna því
mikið hefur verið um hópferðir frá
Svíþjóð, allt upp í 6 troðfullar rútur
á hveija sýningu. Yfirleitt hefur
verið fullt út úr húsi og umsagnir
í blöðum hafa verið með ágætum.
Adresseavisen í Þrándheimi er elsta
dagblaðið í Noregi, 225 ára gamalt.
í umsögn blaðsins um óperuna seg-
ir meðal annars að uppfærslan sé
hin besta skemmtun, tónlistin sé vel
flutt og verkið vel leikið. Um söng
Sigrúnar Hjálmtýsdóttur segir Adr-
esseavisen m.a.: „í túlkun Sigrúnar
verður Súsanna miðpunktur verks-
ins. Sigrún er frábær söngvari með
persónutöfra og hlýja útgeislun."
Hvað tekur svo við hjá Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur þegar sýningum
lýkur hér í Þrándheimi? „Við förum
heim til íslands og ég held áfram
að syngja hlutverk mitt í óperunni
Rigoletto hjá íslensku óperunni,"
segir Diddú.
En hvernig hefur hinni íslensku
fjölskyldu líkað lífið hér í Þránd-
heimi? „Það er gott að búa hér,“
segir Sigrún. „Að vísu er dýrt að
lifa en veðrið er frábært, alltaf stillt
og gott. Maður vill helst alltaf vera
í göngutúr!“
Að svo mæltu þakka ég fyrir
mig. Tíminn líður hratt, brátt verða
tjöldin dregin frá á ný í Óperunni í
Þrándheimi og Diddú þarf að fá tíma
til að hita upp. Veðrið er stillt og
gott er ég rölti heim á leið, og rauð-
ir sólargeislarnir speglast fagurlega
í gluggum timburhúsanna í gamla
millahverfinu við Markveginn.
V