Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 8
1 reer .iih ...- MORGUNBLAÐIÐ A'-#***Alr' 'JS CHGAJHVriJOHOM DAGdOK :------------ l-SUNNUÐAGUR-7. APRIt U&91 - * 1T\ \ er sunnudagur 7. apríl, 1. sd. eftir páska. UJl\. vJT 97. dagur ársins 1991. Árdegisflóð í Reykjavíkkl. 11.51 og síðdegisflóð kl. 24.47. Fjara kl. 6.50 og kl. 17.57. Sólarupprás í Rvík kl. 6.26 og sólarlag kl. 20.36 og myrkur kl. 21.27. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.30 ogtunglið erí suðri kl. 7.43. (Almanak Háskóla íslands.) ____________________ Ég elska þá sem mig elska, og þeir sem leita mín, finna mig. (Orðskv. 8,17.) ÁRNAÐ HEILLA (\/\ára afmæli. í dag, 7. Í/U apríl, er níræður Ingvar Brynjólfsson, Lönguhlíð 19, Rvík. Hann starfaði í gamla daga um ára- bil við trésmíðar og seinna á starfsferli sínum sem hafnar- verkamaður hjá Eimskipafé- lagi íslands. Kona hans er Auður Amfinnsdóttir. 0/\ára afmæli. í dag, 7. OU apríl, er áttræður Hörður Runólfsson, Grandavegi 47, Rvík. Hann var lengst af sjómaður, t.d. um tvo áratugi togaramaður. Eftir að í land kom hefur hann verið í byggingavinnu, húsflutningum m.m. Hann er erlendis um þessar mundir. O Oára afmæli. Á morgun, Ovl 8- apríl, er sjötugur Hallbjörn E. Oddsson, Lynghaga 6, Rvík. Hann er starfsmaður á umferðarmið- stöð BSÍ. Hann og kona hans, Fjóla Eiríksdóttir, taka á móti gestum f Sóknarsalnum, Skipholti 50a, á morgun, af- mælisdaginn kl. 18-21. í\á.ra afmæli. Næstkom- 4 andi þriðjudag, 9. aprfl, er sjötugur Ottó Gísla- son, Heiðnabergi 12, Rvík, verkstjóri í Steypustöðinni. Kona hans er Magnea Vilborg Þórðardóttir. Þau ætla að taka á móti gestum afmælis- daginn í Akogeshúsinu, Sig- túni 3, kl. 17-19. r7f\ára afmæli. Á morgun, I U 8. þ.m., er sjötug Guðríður Guðmundsdóttir, Skeggjastöðum við Bakka- fjörð, Amarsíðu 6b, Akur- eyri. Hún tekur á móti gest- um á heimili sínu á afmælis- daginn eftir kl. 20. ORÐABÓKIN Ég hlakka til Nokkuð ber á því, að menn átta sig ekki á, hvaða fall sagnorðið að hlakka til tekur með sér. Því er auðsvarað, að henni fylgir nefnifall. Hið eina rétta er að segja og skrifa: Éghlakka til, viðhlökkum til, en alls ekki: Mig hlakkar til, okkur hlakkar til, og því að síður: mér hlakkar til. Því miður er oft farið rangt með þetta. Ekki á ég samt von á öðru en hið rétta sé brýnt fyrir skólanemendum. En þrátt fyrir allan lærdóm- inn má því miður heyra og sjá farið skakkt með þetta í fjölmiðlum. Að mínum dómi er slíkt óveij- andi, enda gerir það ekki annað en torvelda það starf, sem móðurmáls- kennarar inna af höndum. Ekki alls fyrir löngu heyrði ég í fréttum Sjón- varpsins sagt frá heim- flutningi bandarískra her- manna frá Persaflóa', en þeir millilentu í Keflavík og fréttamenn hittu þá að máli. Þá var sagt: „Greini- legt var, að þá hlakkaði mikið til að koma heim.“ Hér átti auðvitað að segja: að þeir hlökkuðu mikið til að koma heim, þ.e. nota nf. Vissulega er þessi ruglingur ekki nýr af nál- inni og auk þess áleitinn. Ég man það t.d. frá æsku- dögum í Reykjavík, að ég mátti gæta min hér, þótt ég væri aldrei haldinn svo- nefndri þágufallssýki, en það er raunar annar „sjúkdómur". — JAJ. Þorsteinn minn. Er virkilega engin skúffa hérna með seðlum í, ef manni skyldi detta í hug að byggja svona einhverja „Perlu“ fyrir landsbyggðina? FRÉTTIR/MANNAMÓT ÞENNAN dag árið 1906 varð mikið sjóslys á Viðeyjar- sundi. Kútterinn Ingvar fórst með allri áhöfn á skeijunum' útaf vesturenda Viðeyjar. Þennan dag_ árið 1961 tók Seðlabanki Islands til starfa. SÉRFRÆÐINGAR. í tilk. frá heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu segir að ráðu- neytið hafí veitt Jóni Ingvari Ragnarssyni lækni leyfi til að starfa sem sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum. Hafsteini Guðjónssyni lækni leyfi til að starfa sem sérfræðingur í þvagfæra- skurðlækningum. Þá hefur Ragnar Kristinn Árnason tannlæknir hlotið starfsleyfi ráðuneytisins. SVD. Hraunprýði í Hafnar- fírði heldur vorgleði deildar- innar í Fjarðarseli nk. þriðju- dagskvöld kl. 20.30. Skemmtiatriði og meðal þeirra einsöngur Sigrúnar Hjálmtýsdóttur óperusöng- konu. SLYSAVARNADEILD kvenna í Reykjavík heldur afmælisfund 18. apríl nk. í veitingahúsinu Básnum, Efstalandi í Ölfusi. Rúta fer frá Búnaðarbankanum Hlemmi kl. 18.30. Matur verður borinn fram. Þær Þor- gerður, s. 37115, og Eygló, s. 31241, gefa nánari uppl. STYRKTARFÉL. lamaðra og fatlaðra ætlar að halda afmælisfund á Hótel Sögu 15. apríl nk. í tilefni af 25 ára starfsafmæli félagsins. Til- kynna þarf einhveijum stjórn- armanna kvennadeildar fé- lagsins þátttöku fyrir 10. þ.m. LÆTUR af embætti. Menntamálaráðuneytið tilk. í Lögbirtingi að Helga Har- aldssyni, dósent í rússnesku við heimspekideild Háskól- ans, hafí verið veitt lausn frá störfum frá júlímán. nk. að telja að eigin ósk. BREIÐFIRÐINGAFÉL. efnir til félagsvistar í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14, í dag og verður byijað að spila kl. 14.30. VÍÐISTAÐASÓKN. Systra- félagið í sókninni heldur fé- lagsfund mánudagskvöldið kl. 20.30. Gestur fundarins verð- ur Erna Jóna Sigmunds- dóttir, hjúkrunarfræðing- ur. Mun hún fjalla um breyt-, ingaskeið kvenna. HÁSKÓLAFYRIRLEST- UR. Á vegum félagsvísinda- deildar Háskóla íslands mun Friðrik Þórðarson dósent í klassískum málum við Ósló- arháskóla flytja opinberan fyrirlestur kl. 17.15 á mánu- dag í stofu 101 í Odda. Fyrir- lesturinn nefnir Friðjón: „Hrossvígsla — greftrunar- siðir í Norður-Kákasus“. Fyr- irlesturinn er öllum opinn. GRENSÁSSÓKN. Kvenfélag safnaðarins heldur fund í safnaðarheimilinu mánudags- kvöidið kl. 20.30. Gestur fundarins verður frú Úlla Magnússon og er fundurinn öllum opinn. Sjá ennfremur bls. 27 C KIRKJUSTARF____________ ÁRBÆJARKIRKJA: Fé- lagsstarf aldraðra: Fótsnyrt- ing á mánudögum. Leikfími allá þriðjudaga kl. 14. Hár- greiðsla alla þriðjudaga hjá Hrafnhildi. Opið hús í Safnað- arheimilinu miðvikudag kl. 13.30. Fyrirbænastund í Ár- bæjarkirkju miðvikudag kl. 16.30. Mæður og feður ungra bama í Ártúnsholti og Árbæ. Opið hús í safnaðarheimili Árbæjarkirkju þriðjudag kl. 10-12._________________ BÚSTAÐAKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í dag, sunnudag, kl. 17. FELLA- og Ilólakirkja: Fundur í Æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Fyrirbænir í kirkjunni þriðju- daga kl. 14. GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: Æskulýðs- starf unglinga mánudags- kvöld kl. 20. Þriðjudag: Mömmumorgunn. Opið hús fyrir mæður og böm þeirra kl. 10-12. Æskulýðsstarf 12 ára og yngri kl. 17. REYKJAVÍKURPRÓ- FASTSDÆMI: Hádegisverð- arfundur presta verður í Bú- staðakirkju mánudag kl. 12. SELJAKIRKJA: Fundur mánudag KFUK, yngri deild LÁRÉTT: - 1 losa, 5 gera ríkan, 8 viðbjóðs, 9 starfið, 11 skorðaða, 14 keyra, 15 nemur, 16 tré, 17 sjávardýr, 19 höggvopnið, 21 ljúka, 22 mjög skyld, 25 létust, 26 aula, 27 fag. kl. 17.30, eldri deild kl. 18. Æskulýðsfundur kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30. Opið hús fyr- ir 10-12 ára mánudag kl. 17.. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: Esja, sem komið hafði úr strandferð aðfaranótt laugar- dagsins, fór aftur í ferð laug- ardag. Kyndill fór þá í ferð á ströndina. Brúarfoss er væntanlegur að utan mánu- dag. Um helgina er olíuskip væntanlegt með fram. LÓÐRÉTT: - 2 svardaga, 3 eyða, 4 mannsnafns, 5 að flæða, 6 ríki, 7 megna, 9 nöpur, 10 málminum, 12 veld- ur sárindum, 13 þátttakand- ann, 18 garður, 20 hand- sama, 21 fornafn, 23 tangi, 24 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 stakk, 5 káma, 8 æmar, 9 batna, 11 fasta, 14 fól, 15 riðil, 16 arinn, 17 aur, 19 ólum, 21 gull, 22 nýtilejg, 25 sóa, 26 ána, 27 Týs. LÓÐRETT: - 2 tía, 3 kæn, 4 krafla, 5 kaflar, 6 ára, 7 net, 9 barlóms, 10 tuðruna, 12 sniðugt, 13 Arnalds, 18 urin, 20 mý, 21 GE, 23 tá, 24 la.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.