Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 19
mkémLMö'mmmm)' mmm tt Afe lotónni porbjöm Árnason fcennU*',: próM*9ur W8M H«sti póls pyníi fituhlnM”" W8M/M 12 f prófdaflur 1 *• •yíott 250 H*stt púls '50 Pvjnqd 6°' fituhlutfa" 20 vrstt/kh 2-E betra: oröiö hefur f ituhiutf*" h* tn P»* «m5Yi hreinni fi»« «’ (kemst í__U BreytirQ VBtt/M- t»^n9d svo sannarlega einn þátturinn í endurhæfingunni. Eftirtektai’vert er hversu já- kvætt bæði starfsfólk og sjúkling- ar eru og kannski er það ekki undarlegt. Það hlýtur að vera gaman að sjá aðra taka framförum og líka gaman að vera sá sem framförum tekur. Þetta ræddum við um í „fjall- göngunni“ eftir hádegið, en sú ganga stóð yfir í tvo tíma og ætl- aði mig lifandi að drepa. Hjarta- sjúklingarnir voru hins vegar létt móðir eins og þeir nefndu það. íþróttafræðingurinn Lárus Marin- usson virðist í fyrstu ganga afar hægt og virðulega en í rauninni skálmar hann eða „gengur fram af fólki“ eins og ein konan'komst að orði. Að öllu óbreyttu hefðu þau Erla og Þorbjörn farið á þrekhjólið eft- ir hádegið og var ég fegin að losna við þann ófögnuð, nógir voru strengirnir eftir gönguna. Verra þótti mér að missa af slökunaræf- ingunum, mér skildist á Þorbirni og Erlu að þau kynnu orðið að Því miður eru ekki allir svo heppnir að fá þjálfun og fræðslu á Reykjalundi, því ekki stækkar húsið þótt sjúklingum fjölgi, en allra verst er þó að þurfa að veikj- ast til að fá önnur viðhorf til lífsins. eru með sjúkdóma innan miðtaug- akerfis, lungnasjúkdóma, geðsjúk- dóma, bæklunarsjúkdóma, berkla- veiki og aðra sjúkdóma. Dagurinn á Reykjalundi er skip- ulagður upp á mínútu og hjarta- sjúklingamir tveir sem ég elti á röndum, Þorbjörn Árnason og Erla Markúsdóttir, ganga bæði með stundatöflur upp á vasann. „Póli- tík hússins“ eins og þar stendur er sú, að starfsfólk og vistmenn skili nokkurn veginn sama dags- verki. Þjálfunarprógramm sjúkl- inganna tekur því minnst átta tíma á dag. Erla og Þorbjöm fara sitt í hvora leikfimina og ég vel að fara með Erlu í þá sem er aðeins létt- ari. Leikfimitímar em mismunandi þungir og em allir vistmenn sam- an, hver svo sem sjúkdómurinn er. Þetta virðist ósköp meinlaust í fyrstu, maður gengur svona fram og til baka, hoppar aðeins til og teygir sig á alla kanta í leiðinni undir þægilegri dansmúsik, en svo er farið í keppni. Mönnum er skipt í fjóra hópa og íþróttafræðingur- inn brýnir fyrir mönnum að svindla ekki. Allir svindla sem vettlingi geta valdið og maður svitnar af spennu og æsingi. Tilgangur með leikjum sem þessum er sá að menn finni sjálfir út hversu mikið þeir mega reyna á sig. En það er ekki nóg að vita hversu mikið puð hjartað þolir, líka verður að vita hvaða fæða hentar því best. Þeg:ar allir hafa púlað hjá íþrótt- afræðingunum, sem em þrír á staðnum, er skundað í fyrirlestur til hjúkrunarfræðingsins Maríu Guðmundsdóttur, sem fræðir hjartasjúklinga um natríummagn í fæðu.„Það er hræðilegt að sjá þvemig menn demba salti yfir matinn áður en þeir smakka „labb-rabbtæki“ og Viðeigandi lyf. ‘Eg fór með Þorbimi að sjálf- sögðu í erfiðustu gönguna, enda er hún ætluð þrekmönnum. Var stormað um holt og hæðir um- hverfis Reykjalund og á svo mikl- um hraða að hinir skrefstuttu urðu að hlaupa við fót mestallan tím- ann. Fyrir óvana menn er ganga þessi afar ströng og sótti því mik- il þreyta og syfja að þeim í hádeg- inu. Ekki skánaði ástandið við að borða gómsætt saltkjötið sem var á boðstólum. María hafði nefnt að ekki væri hægt að gefa hjarta- sjúklingum sama fæði og bakveik- um til dæmis og væri ætlunin að breyta því. Til allrar lukku var ekki búið að gera slíkar ráðstafan- ir, en ansi var það hart hversu naumlega stúlkurnar í mötuneyt- inu skömmtuðu kvenfólkinu salt- kjötið. Á diskana hjá karlmönnun- um aftur á móti hrúguðu þær kjöt- inu, og þvi hærri sem þeir voru ve'xti því kúfaðri voru diskarnir. Eins og gefur að skilja fóru marg- ar konur í fýlu en ólundin hvarf þó við að drekka kaffi með „lá- varðadeild Reykjalundar“. í einu horninu drukku nokkrir hjarta- sjúklingar ásamt öðrum sjúkling- um hádegiskaffið sitt eða teið og sögðu smásögur. Erla kallaði þetta „fjölskylduna11 sína og sagði við mig að mannlegu samskiptin væru Þrekpróf hjá Mörtu Guðjónsdóttur, sem er ánægð með árangurinn hjá Þorbirni. Hann hefur misst fitu sem samsvarar 11 boxum af smjörva. Menn eiga að geta hjólað 1 watt á hvert kíló, yfirleitt kemst fólk yfir 100 wött, íþróttamenn geta komist í 400 wött. hann,“ segir hún. Ákveðin kona og röggsöm og sumir nota greini- lega alltof mikið salt því þeir hósta og fara hjá sér. Hún segir að enginn munur sé á hafsalti og matarsalti, krydd geti menn auðveldlega ræktað í eldhúsglugganum hjá sér og að samsetta kryddið, eins og t.d. sítr- ónupipar, sé afar slæmt fyrir hjartasjúklinga. „En það er svo gott á grillið,“ segir Þorbjöm. „Ég veit það,“ segir hún þurr- lega og hefur auðsjáanlega reynsl- una. Síðan fræðir hún menn um fæðuval yfirleitt, segir þeim að forðast unnar kjötvörur, en borða grænmeti og ávexti. Á Reykjalundi fara menn ekki ein- ungis í leikfimi, heldur einnig á þrekhjól fyrir hjarta, þrekhjól fyrir lungu, í heilsuþjálfunartíma, sund- þjálfun og göngur. Eilífar göngur. Gengið er reglulega fyrir hádegi í klukkutíma og einu sinni í mán- uði er farið í tveggja tima „fjall- göngu“. Þennan dag vildi svo vel til að fjallgangan var á dagskrá og gengu því sumir í klukkutíma fyrir hádegi og tvo tíma eftir há- degi. Göngurnar fyrir hádegi em mis- þungar eins og leikfimin og geng- ur ætíð íþróttafræðingur á undan og sjúkraliði á eftir, báðir með Leikfimi sem leynir á sér. Heimir Bergsson hitar menn upp. -.<- v ' - -• Lávarðadeild Reykja- lundar. Frá vinstri: Anna Geirsdóttir, Jón Levy, Guðleifur Sig- urjónsson, Kristján Stefánsson, Guð- mundur Bjarnason og Erla Markúsdóttir. Standandi: Hafdís Moldoff og Knútur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.