Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 46
46 FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGÚR 7. APRÍL 1991 MORGUNBLAÐIÐ v sfy: YFIRGRIPSMIKIL SÖLUSÝNING Á HÚSGÖGNUM FRÁ LIGNE ROSET Annar f.v. er Steve Fairbairn, Jón Ásgeir Hreinsson, Gerður Berndsen, Gísli B. Björnsson og Sverrir Björnsson, en sitt hvoru megin við hópinn eru stöllurnar „Hallgerður og Guðrún Osvífursdætur", sem afhentu verðlaunin. BROTNI BLÝANTURINN AFHENTUR í FYRSTA SINN UPPAKOMUR Seigasti teiknarinn, bjartasta vonin, óvenjulegasti ferillinn, skjótasti ferillinn og besta útlitið. Fimm teiknurum hlotnuðust þessir titlar í hófi sem Félag íslenskra teiknara efndi til fyrir skömmu, og fengu þeir afhenta styttuna Lúða. Gísli B. Björnsson var útnefndur bjartasta vonin, Steve Fairba- irn reyndist seigasti teiknarinn, Jón Ásgeir Hreinsson átti óvenjulegasta ferilinn, Sverrir Björnsson skjótasta framann og besta útlitið var á Gerði Berndsen. Þetta félag er ekki nýtt af nál- inni. í því eru auglýsingateiknarar og myndsjeytingamenn og hefur félagið verið við lýði síðan 1953. Félagsmenn nú eru um 110 talsins og formaður sem stendur er Björn B. Björnsson. s t ó l a r s k á p a r s ó f a r h i l l u r b o r ð r ú m o. m . f l. FRUMLEG HÚSGÖGN EN HAGNÝT Frá 6. apríl og út allan aprílmánud verdur haldin yfirgripsmikil sölusýning á því nýjasta og mark- verdasta frá fransha húsgagnafyrirtœkinu Ligne Rnset. OPIÐ: LAUGARDAG FRÁ 10-14 SUNNUDAG FRÁ 14-17 Borgartúni 29, sími 20640 NEMEND ALEIKHÚ SIÐ „Góður og samstilltur hópur“ NEMENDALEIKHÚS Leiklistarskóla íslands sem samanstendur af lokaársnemum skólans, frumsýnir i Borgarleikhúsi í kvöld Dampskipið ísland eftir Kjartan Ragnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Nemendaleikhúsið setur upp sýningu í Borgarleikhúsinu. Leikritið gerist skömmu eftir fyrri heimsstyijöldina um borð í Dampskipinu Islandi. Far- þegar eru á leið frá Danmörku til íslands og lýsir leikritið að hluta til örlagasögu þeirra. Meðal farþega eru námsmærin Tina og glæsikonan Kristie sem reynir í upphafi að halda fortíð sinni leyndri fyrir samferðafólkinu. Sjó- manninn Sigurð langar að mennta sig meira og hann er argur út í fátæktina sem hann hefur alist upp við. Þá eru læknirinn Halldór og Jóhannes skáld um borð, svo og hermaðurinn Oddur sem eitt- hvað er farið að slá út í fyrir í kjölfar stríðsins. Aðrir farþegar eru Þóroddur athafnamaður og María kona hans, óperusöngvar- inn Pétur og þær Baggesen og Paulsen. Þau þrjú síðastnefndu eru ekki leikin af nemendum Leik- listaskólans heldur Agli Ólafssyni, Guðnýju Helgadóttur og Önnu Sigríði Einarsdóttur. Kjartan Ragnarsson leikstýrir verkinu. „Krakkarnir eru búnir að læra heilmikið og það er mjög gaman að vinna með þeim,“ segir Kjartan um nemendurna sem nú útskrifast úr Leiklistarskólan- um.„Hópurinn er góður og sam- stilltur.“ Um leikritið segir Kjart- an: „Skipið (Dampskipið ísland, innsk. blm.) er eins og form fyrir borgaralegt samfélag. Drifkraft- urinn er kona sem hefur lent í sérstöku starfi erlendis og er kom- in út úr öllum normum hinna borgaralegu viðmiða. Fyrir til- verknað hennar get ég látið reyna á hina, komið þeim pínulítið úr skorðum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.