Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 52
Grimhur L Landsbanki Banki allra landsmanna rogtmWiiWfr Bögglapóstur um olll land PÓSTUROGSÍMI MOllGUNBLAÐW, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 7. APRIL 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Ráðstefna um málefni Eystrasaltsríkjanna: Ekkert svar borist við boði Islendinga Blindrafélagið: Fyrsta sam- býli blindra FVRSTA sambýli blindra hér á landi verður opnað í júni í Reykjavík. Blindrafélagið hefur keypt hús við Stigahlíð fyrir starfsemina. ------------- * Alversviðræður í New York: Samið um orðalag í að- ’alsamningi NÁÐST hefur samkomulag um endanlegl orðalag flestra þeirra greina í aðalsamningi um bygg- ingu og rekstur álvers á Keilis- nesi sem áður voru ófrágengnar. Enn á eftir að útkljá atriði sem varða orkuverð og orkusöluskil- mála, hafnar- og lóðarmál og um starfsleyfi, en dagskrá fyrir áframhaldandi viðræður hefur verið ákveðin og stefnt er að því að þessum samningum ljúki i lok maí þannig að Atlantsálshópur- inn geti hafið lokaviðræður í júní um fjármögnum framkvæmd- anna. Islenska samninganefndin og ráðgjafar hennar áttu á fimmtudag og föstudag fund í New York með samninganefnd Atlantsálshópsins, lögfræðingum álfyrirtækjanna þriggja sem hópinn mynda og sér- fræðingum þeirra um stofnkostnað. Að sögn Jóns Sigurðssonar iðnaðar- ráðherra voru þessar viðræður já- kvæðar og sagðist hann telja að málið væri nú á öruggri leið. Hann sagði einnig ljóst að fyrirtækin í Atlantsálshópnum þurfi að halda allmarga fundi sín á milli um eign- arhald og rekstur álvers og gerð hluthafasamnings, stjórnunar- samnings og málmbræðslusamn- ings. I viðræðunum í New York tóku þátt af íslands hálfu Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, Halldór Kristjánsson skrifstofustjóri í iðnað- arráðuneytinu og Geir A. Gunn- laugsson formaður stjórnar mark- aðsskrifstofu iðnaðaráðuneytisins, sem allir sitja í samninganefnd um álver, Baldur Guðlaugsson lögmað- ur Landsvirkjunar og Garðar Ingv- arsson framkvæmdastjóri markaðs- skrifstofu iðnaðarráðuneytis. í viðtölum Morgunblaðsins við forystumenn stjórnmálaflokkanna kemur fram að Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- ÓLJÓST er hvort verður af ráð- stefnu um málefni Eystrasalts- ríkjanna sem boðuð hafði verið hér á Iandi eftir heimsókn eistn- eskra ráðamanna í lok febrúar síðastliðins. „Við höfum engin formleg svör fengið frá Eystra- saltsþjóðunum eftir samráðsfund lagsins, og Davíð Oddsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, eru andvíg- ir laga- eða reglusetningu um skoð- anakannanir. Júlíus Sólnes, formað- fulltrúa þeirra í Eystrasaltsráð- inu um hver niðurstaðan hafi verið,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið á föstudag. Eistlendingarnir höfðu sagt að Eystrasaltsráðið myndi fjalla um málið. ur Borgaraflokksins, Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokks, og Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokks eru hins vegar hlynntir regl- um. Kristín Einarsdóttir, þingmað- ur Kvennalista, vill að settar verði hömlur á birting^u skoðanakannana í nokkra daga fyrir kosningar. Sjá „Heilagur sannleikur eða allt í plati“, bls. 10-14. Jón Baldvin sagði að svo virt- ist sem ágreiningur væri milli Eystrasaltsríkjanna um hvert væri forgangsatriði í stuðningi íslands og annarra vestrænna ríkja. Eist- lendingar legðu aherslu á mála- miðlunarhlutverk ísiendinga en Lit- háar vildu formlega viðurkenningu sjálfstæðis. Ekki hefur enn orðið af fundi utanríkisráðherra með Igor Krasa- vín, sendiherra Sovétríkjanna. Krasavín var kallaður heim í febrú- ar til skrafs og ráðagerða í mótmæl- askyni við stuðning Islendinga við sjálfstæðisbaráttu Litháa. Sendi- herrann sneri aftur hingað til lands fyrir hálfum mánuði og sagði í fréttatilkynningu frá sovéskum stjórnvöldum að þau væru reiðubúin til að hiusta á skýringar íslendinga á afstöðu þeirra til málefna Eystra- saltsríkjanna. Jón Baldvin sagðist gera ráð fyr- ir því að af fundinum með Krasavín yrði á næstunni en dagsetning hefði ekki verið ákveðin. Hann vildi held- ur engu spá um það hversu langur tími liði uns stjórnmálasamband yrði að veruleika milli íslands og Litháens en Alþingi fól ríkisstjórn- inni 12. febrúar að efna til slíkra tengsla svo fljótt sem verða mætti. Rætt um að geyma hluta loðnuhrogna „Loðnuhrognaframleiðslan hér var tæp 4 þúsund tonn á þessari vertíð en 4.100 tonn í Noregi. Hins vegar er einungis markaður fyrir 5-6 þúsund tonn af loðnuhrognum í Japan, sem er eini markaðurinn fyrir loðnu- hrogn,“ segir Gylfi Þór Magnús- son framkvæmdastjóri hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. „Til að koma í veg fyrir verðhrun höfum við rætt við norska útflytj- endur um að við geymum um 1.500 tonn af framleiðslu okkar til næstu áramóta gegn því að þeir geri slíkt hið sama.“ Gylfi sagði að Norðmenn hafi ekki svarað því hvort þeir treysti sér til að halda samkomulag um að geyma hluta af hrognunum. Norska tímaritið Fiskaren hefur haft eftir Oddi Gunnari Olaissen, stjórnarformanni í Arctic Export, að þeim berist fjöldi upplýsinga um, að Islendingar hafi ekki náð að frysta eins mikið af hrognum og til stæði og gæðum þeirra sé stór- lega ábótavant. Indriði Ivarsson, sölumaður hjá SH, segir fullyrðing- ar þessar ekkert annað en raka- lausan áróður, til kominn vegn; erfiðleika Norðmanna sjálfra vic loðnuhrognaframnleiðsluna. --------------------- Lóan er komin LÓAN er komin að kveða burt snjóinn. Heiðlóan, er komin til landsins. Til hennar sást fyrst á Hornafirði í lok mars, að sögn Ævars Petersens fuglafræðings og á föstudag bárust honum fyrstu fréttir af henni í Reykja- vík. Farfuglarnir eru nú smám saman að koma til landsins og staðfuglar eru þegar byrjaðir hreiðurgerð. Ævar segir, að lóan sé á áætlun núna, hún komi venjulega um þetta leyti vorsins. Fyrsti farfuglinn, sílamávur, kemur til landsins upp úr miðjum febrúar. Síðari hluta mars koma síðan tjaldur og skógarþröstur. Ævar Petersen segir að frést hafi af því austan af landi, að einn dag- inn í marslok hafi skyndilega allt verið fullt af skógarþresti. I marslok koma svo grágæs og álft og um miðjan apríl koma til dæmis þúfutittlingur, hrossagauk- ur, steindepill, sandlóa og maríu- erla, helsingi og blesgæs. I lok apríl fer krían að láta sjá sig og kjóinn og spóinn. Síðustu farfuglarnir eru venju- lega óðinshani og þórshani. Ævar segir að það verði athyglisvert að fylgjast með óðinshananum, því að talið er að hann fari héðan til Persa- flóa á veturna. Því verði forvitnilegt að sjá hvort stríðið þar og mengun af þess völdum hafi haft áhrif á stofninn. Staðfuglarnir eru fyrstir til að verpa og venjulega ríður hrafninn á vaðið og kveðst Ævar hafa heyrt þess dæmi að hann hefji hreiður- gerð um miðjan febrúar. Fyrir skömmu hafði hann fregnir af krumma að byggja sér laup á Lista- safni Einars Jónssonar. Varptími lóunnar hefst upp úr miðjum maí- mánuði. Nefnd menntamálaráðherra: Lög um skoðanakaiman ir fá lítinn hljómgrunn SETNING laga eða reglna um framkvæmd og birtingu skoðanakann- ana hefur lítinn hljómgrunn í nefnd menntamálaráðherra, sem fjall- að hefur um málið, áð sögn dr. Þorláks Karlssonar, starfandi for- manns nefndarinnar. Hins vegar hafa verið ræddar hugmyndir um að þeir aðilar, sem standa að skoðanakönnunum, myndi með sér samtök og setji sér siðareglur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.