Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRfc l~ I UIVijSKJ>INUPAGUR 7. APRÍL 1991 .47- I LEIKHUS Ekkí bara skemmtun heldur einnig þróun og leit Stúdentaleikhúsið er nú að hefja göngu sína eftir fimm ára hlé. Sýningar leikhússin svöktu oftar en ekki mikla athygli fyrrum ekki sist vegna þess að stefna þess var löngum að vera ekki á hefðbundnum línum. Sú stefna verður i heiðri höfð er riðið verður á vaðið með þremur einþáttungum eftir jafn marga korn- unga höfunda, þau Bergljótu Arnalds, Melkorku Teklu Ólafsdóttur og Sindra Freyssonar. Ásgeir Sigvalda- son leikstýrir öllum verkunum sem taka um 40 mínútur hvert, en frum- sýnt var í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Morgunblaðið hitti höfundanaþrjá að máli í vikunni og voru þeir spurðir nánar út í verk sín. Verk Bergljótar heitir „Ein, tvær, þijár - jafn vel fjórar" og fjallar um fjórar konur sem lifa hver á sinni öldinni. „Það er rofinn tímamúr og þær ræða saman í tímaleysi. Bera saman bækur sínar. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa verið dæmd- ar fyrir eitthvað. Afbrot? Það er kannski spurningin, hvað er af- brot, því refsing á einstökum brot- um er borin saman. í Ijós kemur að það sem ein er dæmd til dauða fyrir á 16. öld yrði önnur ekki einu sinni sótt til saka fyrir á tuttugustu öld og svo framvegis,“ segir Bergljót. Hún var áður í MH og setti þá upp eitt verk sem var „Dansverk með leikhúsþema," verk án orða. Þetta verk er geró- líkt, hvort hún var lengi að koma því saman? „Þegar ákveðið var að ég myndi semja verk fyrir leik- húsið gerðist þetta þannig að ég mætti á æfingrj, skoðaði hópinn Morgunblaðið/Júlíus F.v., Bergljót, Melkorka og Sindri. og miðaði síðan verkið við hóp- inn.þ.e.a.s. við einstaka karakt- era. Segja má að ég hafi samið verkið fyrir þennan leikarahóp. Svo er annað, að verkið miðast við áhorfendur og því verður að reyna að sameina ýmsa þætti, t.d. með því að nýta myndræna mögu- leika, nota skúlptúra og blanda saman raunsæi og jafn vel absúr- disma,“ segir Bergljót enn frem- ur. Sindri segir um sitt verk, að það heiti „Hungurdansari" og sé „einhvers konar kynferðisleg tragikómedía, sem er meira trag- ísk heldur en kómísk,“ eins og hann kemst að orði. Sindri segir og, „að verkið sé um mann sem sé fangi þess frelsis sem hann álíti að hann búi við. Hann átti sig ekki á því að hans skilningur á orðinu frelsi sé ábyrgðarleysi og þegar hann þurfí að bera ábyrgð hopi hann í stað þess að horfast í augu við staðreyndir lífs- ins.“ Hvað um tilurð verksins? „Eg gerði stutt prósaverk vorið 1990 byggt á þessari hugmynd og hún sótti alltaf meira og meira á mig, þannig að þegar það kom til tals að vinna verk fyrir Stúd- entaleikhúsið var næstum sjálf- gefið að leggja út af þessum lín- um. Þetta er nútímaverk sem er tilraun mín til þess að endur- spegla eitthvað af því sem við upplifum. Ég nota talsvert hið sýnilega gegn töluðu orði og mynda þannig þversagnir, sem er ein af aðferðum absúrdista. Ég reyndi að gera eitthvað öðru vísi, því leikhús á ekki einungis að vera skemmtun, heldur einnig þróun og Ieit.“ Melkorka Tekla hefur samið verkið „Meðan að við snertumst“ og hún sagðist eiga fremur erfitt með að lýsa verkinu. Eftir nokkra umhugsun sagði hún þó þetta, „Þetta er líklega kynferðislegur sorgarleikur sem fjallar um átök tveggja elskenda þar sem draugur úr fortíðinnj spilar stóra rullu. Framvinda verksins felst í texta fremur en eiginlegum leikflétt- um.“ Melkorka bætti því við að samnefni allra verkanna væri „Menn, menn, menn“. Hún minnti enn fremur á að leiksýningarnar væru unnar í samvinnu við nem- endur í Myndlista- og handíðaskó- lanum sem hefðu séð um alla myndræna útfærslu. Einnig að Eyþór Amalds hefði samið tónlist- ina við verkin. Sem fyrr segir voru verkin frum- sýnd í gærkvöldi. Næstu sýningar eru á þriðjudags, miðvikudags, laugardags- og sunnudagskvöld næstu viku. KARLAR Sérfræðingar' í körlum Hér verða tímamót í pistla- skrifum mínum í háttvirt blað allra landsmanna, Morg- unblaðið. Mér hefur verið falið „nýtt“ umfjöllunarefni hér á síðunum undir yfirskriftinni „karlar“. „Þér ætti nú kannski ekki að leiðast það,“ sagði rit- stjórinn sposk- ur. Ja, svo er nú eftir Helgu bara að sjá til ^wberg með hvað efni- viðurinn endist mér í marga pistla eða hversu þæg ég verð að halda mig við forskriftina! Gjörðu svo vel, Helga mín, skrifaðu nú um „karla“, eins og ritstjórinn bað. En um hvaða karla á ég nú að skrifa? Litla karla, stóra karla, ungkarla, valdakarla, mjúka karla, karlarembur, fráskilda karla, hrædda karla, einhleypa karla, gifta karla . . . Váá stelp- ur! Allt í einu er svakalega mik- ið úrval af körlum! Úllen dúllen, doff — upp komu fráskildir karlar. Umgangspestir heija á mína karla jafnt og aðra karla og „minn“ lá rúmfastur í nokkra daga. Það kom því í minn hlut að leika „Flórens Nætingeil“ og enda þótt mig vantaði kappann hafði ég þó alltént menntunina! Eitt viðvikanna var að hringja fyrir „minn“ og tilkynna forföll þar sem hann gat ekki þegið matarboð hjá einum nýfrá- skildum vininum. Ég hélt að<* leikþættinum væri lokið og ætl- aði að leggja á, þegar vinurinn segir snöggt: „Og hvað segir þú annars gott?“ Og af gömlum vana segir maður bara „allt gott“, þrátt fyrir stríðshörm- ungar, loðnubrest, óveður og pestir. Eins og með fjarstýringu stillti ég aftur yfir á „Flórens Nætingeil“. Vinurinn hafði greinilega þörf fyrir að ræða við mig um hvað við konur værum körlum óskiljanlegar. Hann sagðist ekki vera óvanur að skilja, þetta væri í annað sinn sem hann gerði það, en hann botnaði samt ekkert betur í okkur konum. Og hvað var flóknast við okkur? „Það að þið stjórnist álger- lega af tilfinningum en ekki skynsemi," sagði hann. „Einmitt," sagði ég skilnings- rík. Hann tók dæmi af „sinni“. Hún gæti æst sig upp á háa C við hann og svo bara 2 tímum seinna var eins og ekkert hefði gerst. „Einmitt,“ sagði ég enn mjög skilningsrík. En það sem honum þótti allra verst var þegar vinkonur hennar stöðva hann úti á götu og fara að ræða þeirra mál! Og sumar fara meira að segja að segja honum hvað sé að hon- um! „Einmitt," sagði ég. „Þetta gerum við karlmenn aldrei. Ég hef aldrei talað við mína vini um okkar persónu- legu mál og mun aldrei gera!“ sagði hann af mikilli sannfær- ingu. „Nei, einmitt,“ skaut ég inn í. Þegar simtalinu lauk var ég búin að fullvissa hann um að hann yrði bara að lifa við þá staðreynd að margar konur væru algjörir sérfræðingar, ein- mitt í honum. Þær vissu eigin- lega betur hvernig hann væri heldur en hann sjálfur. Við konur getum síðan reynt að skemmta okkur við tilhugs- unina um að karlmenn, sem bæði stjórna og ráða öllum heimum og geimum, skuli standa ráðþrota þegar kemur að þvi að skilja þessar valda- lausu litlu verur — kvenver- urnar! Nýjar sendingar frá ^JfUC coort&naíeá komnar Guðrún Rauðarárstíg, sími 615077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.