Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 18
48 MORGUNBLAÐIB SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991 1 Endurhæfing á Reykjalundi getur breytt lífsvenjum manna og viðhorfi. HÖNDLIH) í NÍ eftir Kristínu Marju Baldursdóttur myndir Kristján Arngrímsson EINS OG úrverk tifar hjart- að álla daga, allar nætur og’ lætur ekkert tefja sinn gang, þar til einn daginn upp úr þurru að þetta meistarverk neitar að ganga og menn standa við dauðans dyr. Sumir snúa ekki aftur en aðrir sleppa með lyfjameð- ferð eða skurðaðgerð. Mán- uðirnir eftir hjartaáfall eru erfiðir bæði fyrir sjúkling- ana og aðstandendur þeirra. Þeir sem eru svo heppnir að hafa komist í endurhæf- ingu á Reykjalundi í Mos- fellsbæ hafa sagt að dvöl þeirra þar hafi ekki einung- is byggt þá upp líkamlega og andlega heldur einnig breytt viðhorfi þeirra til lífs- ins. Reykjalundur mun vera full- komnasta endurhæfingar- stöð landsins og fylgdist blaðamaður Morgunblaðsins einn daginn með endurhæf- ingu hjartasjúklinga á Rey- kjalundi og ræddi við tvo þeirra. Hjartagjúklingamir era mættir inn í fundarher- bergið í fínum æfinga- göllum til að hlýða á fyrirlestur geðlæknisins og bera það alls ekki með sér að hafa nokkurn tíma verið veikir. Karlamir eru um tíu talsins en konurnar aðeins tvær. Meðan þau bíða eftir lækninum dunda þau sér við að stíga á vigt- ina og heimspekilegar umræður fara fram um lífið og dauðann. „Þetta verður mjög huggulegt þama hinum megin,“ segir önnur konan, „maður klappar ljónum og étur banana allan daginn.“ Karlamir hlæja og láta athuga- semdir fjúka en maður spyr sjálfan sig hvort menn verði svona léttir í lund eftir að hafa staðið við dauð- ans dyr? Eða átti ég kannski von á að hitta hóp af óttaslegnu fólki? Magnús Einarson læknir kemur inn og kynnir fyrirlesarann, Ingólf Sveinsson geðlækni. Ingólfur ók í loftinu frá Reykjavík og segist því vera örlítið stressaður, en það er einmitt streitan, þreytan og hvíldin sem hann ætlar að ræða um. „Allt leitar jafnvægis," segir hann, „þegar við erum svöng, þurfum við mat, þegar við erum þreytt þurfum við hvíld.“ Fólkið hallar sér aftur á bak í stólunum, krossleggur hendur og hlustar á Ingólf tala um streitu- valdana, vinnusiði, kaffi, tóbak, ótta, óvissu og það skijáfar í æf- ingagöllunum. Þegar komið er að uppbyggingunni, hvernig menn eigi að slaka á og njóta hvíldar, útivistar og svefns, hallar fólk sér fram á borðin og drekkur í sig hvert orð. Þögnin er það mikil að heyra má tístið í fuglunum úti. Umhverfið á Reykjalundi er svo fallegt að menn verða hissa á sjálf- um sér að hafa ekki komið þangað fyrr. Sjúkrahúsið stendur á hóli undir hæð með útsýni til allra átta og hringinn í kring er gróður og göngustígar. Gangarnir inni á sjúkrahúsinu eru aftur á móti völundarhús fyrir ókunna og vel til þess fallnir að hækka blóðþrýstinginn hjá þeim sem hreyfa sig ekki nema í neyð. Á þessum kyrrláta stað dvelja í einu um 166 sjúklingar og 226 starfsmenn í 165 stöðugildum. Reykjalundur er í eigu SIBS og var upphaflega reistur fyrir ber- klasjúklinga. Með árunum fækk- aði berklasjúklingum og starfsemi Reykjalundar þróaðist smám sam- an í að verða endurhæfingarstöð, sú fullkomnasta á landinu. Sjúkiingar dvelja flestir í endur- hæfingu í þrjá mánuði eða skemur og eru gigtarsjúkiingar fjölmenn- astir, en hjarta- og æðasjúklingar fylgja fast á eftir. Aðrir sjúklingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.