Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 78. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 7. APRIL 1991 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Bandaríkjamenn senda flóttamönnum neyðaraðstoð: Oryggisráð SÞ fordæmir að- gerðir Iraka gegn Kúrdum Sameinuðu þjóðunum, Washington, Nikósíu, Bagdad. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag ályktun þar sem fram- ferði íraskra stjórnvalda gagnvart Kúrdum er fordæmt og þess krafist að írakar leyfi alþjóðlegum hjálparstofnunum að veita flóttamönnunum aðstoð. Tíu ríki greiddu ályktuninni, sem Frakkar höfðu frumkvæði að, atkvæði sitt, en þijú ríki, Kúba, Jem- en og Zimbabwe, greiddu atkvæði gegn henni. Indland og Kína sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Utanríkismálanefnd og laganefnd íraska þingsins mæltu í gær, laugardag, með því að þingið féllist á þá skilmála sem öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna hefur sett fyrir vopnahléi. James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hélt í gær áleiðis til Mið-Austur- landa. í dag hittir hann Turgut Ozal, for- seta Tyrklands, í Ankara. Megináhersla Bakers í ferðinni verður á samskipti ísraels og arabaríkjanna, og mun hann eiga viðræð- ur við ráðamenn í ísrael, Egyptalandi og Sýrlandi í næstu viku, en einnig ætlar hann að heimsækja kúrdíska flóttamenn við tyrkn- esku landamærin á mánudag. Þetta er önnur Mið-Austurlandaferð Bakers frá því að Persaflóastríðinu lauk. Bandaríkjamenn ætla um helgina að senda flutningavélar til norðurhluta íraks með ýmis hjálpargögn, mat, teppi og fatnað, sem hent verður í fallhlífum til kúrdísku flótta- mannanna. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagðiSt ganga út frá því að írösk stjórnvöld myndu ekki reyna að hindra þessa aðgerð. Hann sagði Bandaríkjamenn ætla að veita tíu milljónum Bandaríkjadollara til aðstoðar flóttamönnunum og að hann vonaði að önn- ur ríki myndu einnig aðstoða Tyrki við að bregðast við flóttamannastraumnum. ítrek- aði forsetinn enn einu sinni að ekki kæmi til greina að Bandaríkjamenn myndu veita kúrdískum uppreisnarmönnum hemaðarlega aðstoð. Bretar ætla einnig að taka þátt í að senda hjálpargögn til flóttamanna í norðurhluta íraks en þeir hafa þegar sent tvær flutninga- vélar með hjálpargögnum til Tyrklands. írönsk stjórnvöld sögðu í gær að 300 þúsund kúrdískir flójttamenn væru komnir yfir landamærin til írans og að ein til ein og hájf milljón flóttamanna til viðbótar væri á leiðinni. Iranir segjast ekki ætla að loka landamærum sínum. Um 250 þúsund flótta- menn eru komnir yfir landamærin til Tyrk- lánds og um 150 þúsund til viðbótar eru taldir vera á leið þangað. Mikill fjöldi flótta- manna hefur látið lífið á flóttanum, jafnt vegna stöðugra árása íraska stjórnarhersins sem úr hungri og vosbúð. Morgunblaðið/Ámi Sæberg J HÚSDÝRAGARÐINUM : ■. .. , • - r ^ Rafknúinn gaffall fyr- ir spagettí ELLEFU ára breskur Iiugvitsmaður, Matthew Spink, hefur hannað galdra- tæki, sem gera mun unnendum spag- ettís lífið léttara. Hér ræðir um rafknú- inn gaffal sem vindur spagettíið upp og gerir neyslu þess í senn ánægju- legri og fljótlegri. Matthew lagði raf- knúna, sjálfvindandi spagettí-gaffalinn fram í samkeppni sem félag breskra uppfinningamanna efndi til. Tækið þótti bæði handhægt og sérlega frum- Iegt og hlaut Matthew 100 sterlings- pund í verðlaun. „Ég er annáluð spag- ettí-æta en líkt og aðrir á ég í mestu erfiðleikum með að fá það til að loða með viðunandi hætti við gaffalinn. Mér kom því til hugar að leita leiða til að leysa þennan vanda,“ sagði Matthew eftir að tilkynnt hafði verið að hann hefði borið sigur úr býtum í keppninni. Gætnin get- ur komið manni í koll TÆPLEGA sextug norsk kona, Karen Sortevik, hefur komist að því að það borgar sig ekki endilega að sýna gætni í akstri því hún var nýverið sektuð um 2.000 krónur norskar, röskar 18.000 ISK, fyrir að aka of hægt. Sortevik fór í ökuferð í nágrenni heimabæjarins, Floro, og átti sér einskis ills von. Skyndilega sá hún þó að lögreglubif- reið með blikkandi ljósum kom á fleygi- ferð ogjfaf henni merki um að nema staðar. I ljós kom að embættismaður, sem lengi hafði ekið á eftir frú Sorte- vik, hafði gripið til bílsímans og klagað aksturslag hennar til lögreglu. Frúin mótmælti fullyrðingum hans um að hún hefði ekið á miðjum vegi og ekki hleypt honum fram úr. Sagðist hún aka hægt og varlega til þess að stofna hvorki sér né öðrum í hættu. Lögreglan tók emb- ættismanninn trúanlegan og krafðist síðar að hún greiddi sekt. Brást hún við með því að fá sér lögmann og stefna bæði lögreglunni og embættismannin- um fyrir rétt. Hún segist sem löghlýð- inn borgari ekki sætta sig við slíkan yfirgang og nú segir sagan að bæði lögreglan og embættismaðurinn iðrist athafna sinna. HEILAGÖR SANNLEIKUR EÐA ALLT í PLATI Eryfirleitt mark takandi á skodana- könnutium og ad hvad miklu leyti er þeim þá ad treysta. 10 í BORGINNI 16 SORGMÆDDU HEILSflN HÖMDLUÐ ÍNÍ 14 Sendiboöi leyni- þjónustunnnr reyndist vero Sigurður Þórurinsson C blab

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.