Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991 Hið innra auga ________Myndlist Bragi Ásgeirsson I málaralistinni greina menn á milli hins ytra og innra auga — þess líffræðilega og áþreifan- lega og hins andlega og skyn- ræna. Eins og meistari rómantíska landslagsmálverksins, Caspar David Friedrich (1774—1840), málarinn ágæti frá GerifswaJd, á að hafa orðað það: „Lokaðu þínu líkamlega auga, svo að þú sjáir fyrst fyrir þér myndefnið með hinu andlega auga. Vektu svo til lífsins, sem þú sást í dimmunni, þannig að það virki aftur á aðra frá hinu ytra til hins innra.“ Greifswald og Rugen voru æskustöðvar Caspars Davids sem hann málaði í sífellu, en á vinnustofu sinni í Dresden! Myndimar málaði hann sem sagt eftir rissum á ferðalögum sínum, en þó umfram allt eftir minni, og stemmningarríkari myndir finnast varla frá því tímaskeiði enda málverk hans mjög í sviðs- ljósinu. Þetta kom upp í hug mér við skoðun sýningar Björgvins Sig- urgeirs Haraldssonar í Hafnar- borg, menningarmiðstöð þeirra gaflara á 47 akrýlmyndum, sem stendur ti 14. apríl. Myndir Björgvins einkennast einmitt heilmikið af því að vera málaðar með hinu andlega auga, — vera afkvæmi innri skynjunar frekar en því sem fyrir hið líkam- lega auga ber. Og Björgvin er fyrst og fremst málari, sem meðtekur liti og form beint og útúrdúralaust og hugsar lítt að því, hvað umheim- urinn segir um myndverk hans né dóma þá er hann kunni að fá hjá lærðum listrýnum. Það má jafnvel halda því fram, að myndir hans séu flottar í við- kynningu og fallegar fyrir aug- að, en minnumst þess sem Mat- isse sagði eitt sinn, að litur væri fyrst fallegur er hann fyndi sam- svörun sína í öðrum it. Og nýlega las ég ágætt viðtal í dönsku blaði við hinn víðfræga Carl Henning Pedérsen, sem búsettur hefur verið í Frakklandi í 14 ár. Blaðamaðurinn sem tók viðta- lið gat ekki leynt aðdáun sinni á persónunni og einkum var hann hrifinn af dönskunni, sem lista- maðurinn talaði sem var óvenju- lega góð og vönduð. Og þar að auki mæltist honum svo fijáls- lega og óvþingað, að það var langt síðan blaðamaðurinn hafði hlustað á slíkt. Hann leyfði sér að segja setningar í málaralist, sem eiginlega teljast til afglapa nú á tímum, eins og að segja uppnuminn af hrifningu, að þessi eða hin myndin væri „flott mál- uð“. Og þar sem að hér mælist ein- hveijum mesta málara sem Dan- ir hafa átt á öldinni og einkum þeim nafnkenndasta núlifandi, á Norðurlöndum, hljóta ýmsir að sperra við eyrun. Það er því miður stundum nauðsynlegt að finna orðum sínum réttlætingu með því að vitna í erlenda jöfra í listinni, því að svo margur í afskekkta landinu okkar virðist því aðeins taka mar-k á hlutunum, að hann finni samhljóm og samsvörun með þeim í útlandinu. Margur virðist sem sagt ganga alfarið fyrir útlendu eldsneyti og gera sér ekki grein fýrir litbrigðum jarðarinnar undir skósólum sínum né allt um kring. Mér fannst ég einfaldlega þurfa að koma þessu að í sam- bandi við sýningu Björgvins Sig- urgeirs vegna þess m.a. að hér er um marktækasta framlag hans tii málaralistarinnar að ræða til þessa. Og svo byggist útfærsla myndanna á lögmálum sem virðast fara fyrir ofan garð og neðan hjá kenningasmiðum samtíðarinnar, sem sjá úreldingu í hveiju homi sé það ekki í sam- ræmi við nýjustu strauma að utan og því miður einungis eina hlið þeirra. Björgvin Sigurgeir er fyrst og fremst málari hughrifa og því kemur ekki á óvart að sjá í mynd- um hans ýmislegt sem telst skylt því að fanga áhrif augnabliksins og hefur verið nefnt „impressi- on“ á fagmáli. Þannig minna málverk eins og t.d. „SIæða“ (16) og „Doppl- ingur“ (17) ekki svo lítið á im- pressjónistana nema hvað hér er um fullkomna huglæga lífsreynslu að ræða. Aðirar myndir sem skera sig úr eru t.d. „Bríslingur“ (11), „Gullvöndur" (12) og „Leiftur- land“ (14), auk myndar sem í útfærslu er alveg sér á báti á sýningunni „Grímuléttir“ (36). Að baki mynda Björgvins skynjar maður staðgóða þekk- ingu á meðferð, og uppbyggingu litaheild og innra samspfli þeirra ásamt næmri tilfinningu fyrir heildaráhrifunum og þannig séð virkar þetta sem formleg og óformleg list í bland. Þetta er ein af þeim sýningum sem sanna að málverið sem slíkt, er fjarri því að vera dautt á Is- landi, og er iðkað af alvöru og ósérhlífni af hópi listamanna, sem finna sköpunargleði sinni og samsemd gagnvart umhverfí sínu útrás í hinum sigilda miðli. PARADÍSARBÍÓIÐ PHIUPPE NOIRET JACQUES PERRIN aftnb/ GIUSEPPE TORNATORE i tilefni af því að U hefur verið sýnt í 1 ár í Háskólabíói við geysilegar vinsældir hefur framleiðandi myndarinnar í samvinnu við|[H0i^og BBBákveðið að bjóða heppnum bíógesti ó sýningu myndarinnar mÉm 9- aPr'i W- 20 í glæsilega 3ja vikna ninÞriir.tiii Dregið verðurúr seldum miðum í upphafi sýníngarinnar. PARADISARFERÐ Frá vinstri: Friðjón Þórðarson, Gunnar Einarsson og Ástvaldur Magnússon. Þeir sungu sem Leikbræður fyrir 40 árum. Nótnabók með Söngbræðralögum ÚT ER komin nótnabókin Söng- bræðralög sem hefur að geyma raddsetningar Carls Billich o.fl. af ýmsum landsþekktum söng- lögum sem ísienskir karlakvart- ettar hafa sungið í gegnum tiðina. Alls eru þetta 40 söngtög bæði innlend og erlend og hafa þau ekki áður verið til á einurn stað í að- gengilegu formi. Lögunum fyigja ljóð og textar svo og nótur fyrir píanóundirleik. Útgefendur eru Leikbræður. Ey- þór Þorláksson tölvuritaði nóturnar, Ríkharður Pálsson skrifaði nokkrar raddsetningar upp eftir hljómplöt- um og Skúli Halldórsson tómskáld fór yfir og gaf holl ráð. Forsíðu- mynd gerði Friðrik Studúson og Gutenberg sá um bindingu og prentun. (Fréttatilkynning) Ég þakka innilega öllum þeim, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, blómum, gjöfum og skeytum á áttrœöisafmœli mínu þann 30. mars sl. Sérstaklega þakka ég sonum mínum og fjöl- skyldum þeirra fyrir ánœgjulegan dag. GuÖ blessi ykkur öll. Ingimundur á Hóli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.