Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 34
m MOÉGtWÍBLAÐtÖ' ÍíMfiÉ’WM ATVINNUAUGí YSINGAR Fiskvinna Vant fiskvinnslufólk óskast til starfa. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 98-11084. Fiskiðjan hf., Vestmannaeyjum. Innskrift - setning Viljum ráða starfskraft til starfa við innskrift, helst vanan Linotype setningartölvu. Borgarprent, Skeifunni 6, sími 687022. Arkitekt Húsafriðunarnefnd ríkisins óskar að ráða arkitekt til starfa. Starfið er fólgið í ráðgjöf við viðgerðir gam- alla húsa, heimildasöfnun og skráningu eldri bygginga. Starfsaðstaða verður á Þjóðminja- safni íslands. Ráðið verður í starfið til reynslu í eitt ár. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Húsfriðunarnefnd, Þjóð- minjasafni íslands, pósthólf 1489, 121 Reykjavík, fyrir 22. apríl nk. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst en eigi síðar en 1. júní nk. Upplýsingar veitir Lilja Árnadóttir, ritari Húsafriðunarnefndar, Þjóðminjasafni ís- lands. Málmiðnaðarmenn Klaki Óskum eftir að ráða starfsfólk við fram- leiðslu á fiskvinnsluvélum úr ryðfríu stáli. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu fyrirtækisins, Hafnarbraut 25, Kópavogi, mánudaginn 8. apríl. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Tæknifræðingur/ verkfræðingur Verkfræðistofa óskar eftir að ráða tækni- fræðing eða verkfræðing til byggingaeftirlits- starfa. Iðnaðarmenntun æskileg. Góð enskukunnátta skilyrði. Umsóknum um starfið skal skilað á auglýs- ingadeild Mbl. í síðasta lagi 15. apríl ’91 merktum: „P - 11807“. Farið verður með allar upplýsingar sem trún- aðarmál. Hjúkrunardeildar- stjori - sjukraliði Óskum að ráða hjúkrunardeildarstjóra sem fyrst að hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumb- aravogi. Góð vinnuaðstaða, góður vinnu- andi, heilbrigt og fallegt umhverfi, stutt í barnaskóla, 40 mín. akstur á höfuðborgar- svæðið. Einbýlishúsnæði fylgir stöðunni. Ef þú vilt breyta til, hafðu samband. Frekari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-31213 milli kl. 8.00 og 16.00, utan vinnutíma í síma 98-31310. Óskum einnig að ráða sjúkraliða, íbúð fylgir stöðunni. Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kumbarabogur er staðsett á Stokkseyri og hefur verið starf- rækt síðan 1975. Vistmenn eru nú 70. Meiraprófsbílstjóri Óskum að ráða meiraprófsbílstjóra. Upplýsingar í síma 673555. Sandurhf. Viðarhöfða 1. Vélstjórar 1. vélstjóra vantar á Höfrung AK-91. Upplýsingar í síma 93-11800. Haraldur Böðvarsson & Co, sími 93-11800. Afgreiðslumaður óskast Óskum að ráða lipran afgreiðslumann í vara- hlutaverslun. Leggjum áherslu á þægilegt viðmót og stundvísi. Góður vinnustaður. Umsókn, merkt: „Góður vinnustaður - 6892“, sendist auglýsingaöeild Mbl, fyrir 12/4. Ungur vélaverkfræðingur óskar eftir framtíðarstarfi. Sérsvið: Vélar og framleiðslustjórnun. Upplýsingar í hs. 37495 og vs. 641088. Tónlistarskólinn á Akureyri Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar: Staða yfirkennara, kennara í blásaradeild, tré- og málmblástur, kennara í strengjadeild, selló og fiðla, kennara í píanódeild, kennara í Suzukideild, píanó og fiðla. Umsóknarfrestur er til 1. maí 1991. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 96-21788. Ert þú starfskrafturinn sem okkur vantar? - Vaxandi heildverslun óskar eftir að ráða snyrtisérfræðing eða vanan sölumann til starfa við sölu á snyrtivörum. - Ef þú ert sjálfstæður persónuleiki, sem hefur gaman af því að vinna sjálfstætt og eiga þátt í ákvarðanatöku við sölu og markaðsmál, þá er þetta starf fyrir þig. - Okkur vantar starfskraft sem uppfyllir eins vel og hægt er eftirfarandi skilyrði: - Getur fljótt sett sig inn í nýjan markað, umbúðaþróun - vöruþróun ásamt kynn- ingastarfsemi. - Gott væri að viðkomandi hefði eigin bíl til umráða. - Við þurfum starfskraft sem getur byrjað fljótlega uppúr mánaðamótum apríl/maí. - Starfinu mun fylgja einhver eftirvinna og/eða helgarvinna. - Við leitum að persónuleika - góðri fram- komu og öryggi í starfsmanni okkar ásamt góðum söluhæfileikum. Á móti bjóðum við góð laun - góða starfsað- stöðu ásamt góðum vinnuanda og fram- tíðarstarf. Umsóknum með nafni, aldri, heimilisfangi, símanúmeri og fyrri störfum, ásamt nokkrum setningum af hverju þú telur þig hæfa(n) í starf þetta, óskast skilað inn til auglýsinga- deildar Mbl. fyrir 15. apríl nk. merktum: „Góður sölumaður - 14463“. Ath. Öllum umsóknum svarað og að sjálf- sögðu eru allar umsóknir trúnaðarmál. Beitingamann vantar Vanan beitingamann vantar strax á línubát frá Vestfjörðum. Húsnæði til staðar. Upplýsingar í símum 94-7688 og 94-7828. Skipstjóri með 200 tonna réttindi óskar eftir línu- eða rækjuskipi. Þeir, sem hafa áhuga, sendi svör til auglýs- ingadeildar Mbl., með nafni fyrirtækisins og öðrum upplýsingum, merkt: „Skipstjóri - ’91 “ fyrir 25. apríl. Atvinnurekendur Ritari með 12 ára starfsreynslu óskar eftir fjöl- breyttu starfi hálfan daginn fyrir hádegi. Er vön almennum skrifstofustörfum s.s. ritvinnslu, bókhaldi og innheimtu á lögfræðiskrifstofu. Áhugasamir vinsamlegast hringið í síma 82157 eftir hádegi. Meðferðar/uppeld- isfulltrúi óskast í boði er: 1. Mótandi starf. 2. Góð laun. 3. Gott húsnæði. 4. Fæði á staðnum. Kröfur: Æskilegt að geta búið á staðnum, sem er skammt frá Reykjavík. Reynsla og/eða menntun á sviði meðferðar-, uppeld- is- eða kennslustarfa eða reynsla af starfi með ungum vímuefnaneytendum. Reglusemi áskilin. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Umsóknum sé skilað á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Uppeldi - 14466“. Frá Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis vestra Lausar stöður við grunnskóla Umsóknarfrestur til 23. apríl 1991 Staða skólastjóra við Grunnskólann á Blönduósi. Stöður grunnskólakennara við: Grunnskóla Siglufjarðar. Meðal kennslu- greina: íþróttir pilta, sérkennsla og almenn kennsla. Barnaskóla Sauðárkróks: Sérkennsla. Gagnfræðaskóla Sauðárkróks: Hand- og myndmennt, sérkennsla, danska, raungrein- ar og almenn kennsla. Barnaskóla Staðahrepps: Almenn kennsla. Laugarbakkaskóla: Almenn kennsla, hannyrðir. Grunnskóla Hvammstanga: íþróttakennsla, íslenska, almenn kennsla. Vesturhópsskóia: Almenn kennsla. Húnavallaskóla: Almenn kennsla, smíðar. Grunnskólann á Blönduósi. Meðal kennslu- greina: Danska, stærðfræði, raungreinar, íslenska, íþróttir og kennsla yngri barna. Höfðaskóla á Skagaströnd: Almenn kennsla í yngri og eldri bekkjum og íþróttakennsla. Steinsstaðaskóla: Almenn kennsla, sér- kennsla. Varmahlíðarskóla: Almenn kennsla, sér- kennsla og enska. Grunnskóla Akrahrepps: Almenn kennsla. Grunnskóla Rípurhrepps: Almenn kennsla. Grunnskólann Hólum: Almenn kennsla. Grunnskólann á Hofsósi. Meðal kennslu- greina:, íþróttir, sérkennsla, mynd- og hand- mennt, tungumál og raungreinar. Sólgarðaskóla, Fljótum: Almenn kennsla. Fræðsiustjóri Norðurlandsumdæmis vestra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.