Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNÚDÁGUR'7. APRÍL 1991 pltrgminWaliil* Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannáson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Hvert stefnir Alþýðuflokkurinn? ■p^að vekur óneitanlega athygli, að Jón Baldvin Hannibalsson, íormaður Alþýðuflokksins, fékkst ekki til að svara spurningu á stjórn- málafundi í Múlakaffi í fyrradag um það, hvort viðreisnarstjórn, þ.e. sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, væri hugsanleg eftir kosning- ar. Hann taldi ekki hægt að svara spurningunni, fyrr en stefna Sjálf- stæðisflokksins í þjóðmálum væri komin í leitimar. Astæðan fyrir því, að þetta svar formanns Alþýðuflokksins vekur at- hygli, er þessi: ef eitthvað er að marka skoðanakannanir eru veruleg- ar líkur á því, að á næsta Alþingi gæti skapazt meirihluti þessara tveggja flokka. Fyrir alþingiskosn- ingamar 1987 gáfu talsmenn Al- þýðuflokksins mjög í skyn, að þéir stefndu að samstarfi við Sjálfstæðis- flokk eftir kosningar og höfðuðu með þeim málflutningi til kjósendahópa, sem sveiflast á milli þessara tveggja flokka. Þótt Alþýðuflokkurinn gengi til samstarfs við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í upphafi kjörtíma- bils, hefur hann síðustu rúm tvö ár setið í vinstri stjórn. Afstaða þessara sömu kjósendahópa nú til Álþýðu- flokksins fer áreiðanlega mjög eftir því, hvert flokkurinn stefnir um stjórnarsamstarf eftir kosningar. Svar Jóns Baldvins Hannibalssonar á fundinum í Múlakaffi hlýtur að vekja þá spurningu, hvort flokkurinn geti alveg eins, og jafnvel fremur, hugsað sér áframhaldandi vinstra samstarf. Rök formanns Alþýðuflokksins fyrir því, að hann geti ekki svarað spurningu af þessu tagi fyrr en stefna Sjálfstæðisflokksins _sé komin í leit- irnar, eru.léttvæg. Á fundinum lýsti Jón Baldvin tillögum Alþýðuflokksins til að lækka ríkisútgjöld. En hvað hefur flokkurinn gert?! Það má ekki gleyma því, að Alþýðuflokkurinn hef- ur setið í ríkisstjórn sl. fjögur ár. Hann hefur haft völdin í sínum hönd- um ásamt öðrum. Fyrri hluta kjörtímabilsins sat formaður Alþýðu- flokksins sjálfur í stól fjármálaráð- herra. Hver voru verk hans þar? Hvað lækkaði hann ríkisútgjöldin mikið á þeim tíma? Ef rétt er munað skildi Jón Baldvin eftir sig verulegar skattahækkanir og mikinn halla- rekstur ríkissjóðs í fjármálaráðuneyt- inu! Alþýðuflokkurinn er, eins og aðrir núverandi stjórnarflokkar, ábyrgur fyrir þeirri gífurlegu skattaáþján, sem þessi þjóð hefur þurft að búa við undanfarin ár. Hann er ábyrgur fyrir þeim gífurlega halla á rekstri ríkissjóðs, sem verið hefur á því kjörtímabili, sem nú er að líða. Hann er ábyrgur fyrir þeirri óseðjandi fjár- þörf ríkissjóðs, sem hefur leitt til þess hvað raunvextir eru háir í landinu. Ef Alþýðuflokksmenn geta alveg eins hugsað sér áframhaldandi stjómarfar af þessu tagi eftir kosn- ingar er nauðsynlegt, að það liggi fyrir, áður en kjósendur ganga að kjörborðinu. Formaður Alþýðuflokksins þarf ekki lengi að leita að stefnu Sjálf- stæðisflokksins í þessum efnum. Hún er alveg skýr. Flokkurinn hefur skuldbundið sig til að ráðast á óstjórnina í ríkisrekstrinum og til þess að lækka skatta á kjörtímabil- inu. Þetta hlýtur að vera kjarninn í verkefnum nýrrar ríkisstjórnar að kosningum loknum og forsenda þess að takast megi að halda verðbólgunni á því stigi, sem hún er nú. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur eiga að geta verið samstiga í því að ná samningum um byggingu álvers á íslandi, sem verður eitt stærsta mál næsta kjörtímabils og skoðanamunur þeirra í milli í afstöð- unni til Evrópumála er ekki meiri en innan núverandi stjórnarflokka, þótt hins vegar sé ljóst, að skoðanaágrein- ingur er innan allra flokka um það mál. Þá ættu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, fremur en aðrir flokk- ar að geta náð samkomulagi um við- unandi fiskveiðistefnu. Hér hafa verið nefnd fjögur megin- mál næsta kjörtímabils. Af hveiju er svona erfítt fyrir formann Alþýðu- flokksins að svara? Hefur flokkurinn kannski týnt sjálfum sér? Verður spurningunni ekki svarað fyrr en Alþýðuflokkurinn er kominn í leitirn- ar?! 132., ORLOG • flokka eru ekki ráðin í stjómarand- stöðu, heldur ríkisstjóm. Svo virðist sem fast og óhagganlegt fylgi Sjálf- stæðisflokksins á hveiju- sem gengur sé um 28 af hundraði at- kvæða. Jaðarfylgið er ekki á vísan að róa, en það getur verið mikið. Og það getur einnig bmgðizt einsog við höfum séð. Fólk er ekki tölvuútskrift, heldur tilfmningavemr, guðisélof, og sveiflast eftir aðstæðum. Sjálfstæðisflokkurinn gæti haldið velli og jafnvel blómstrað, ef hann væri einskonar pólitískt friðland, það sýna skoðanakannanir. Hann nýtur fylgis yfír 50% ungs fólks og allt að fimmtugu, svoog launþega samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnun- ar sem er treystandi, en mér er til efs hann horfist af raunsæi í augu við þessa staðreynd, aðminnstakosti em forystumenn launþega langtífrá eins áberandi á vettvangi flokksins og áður var og æskilegt. Samt er Sjálfstæðisflokkurinn lang- fjölmennasti launþegaflokkur landsins og formaður hans hefur iagt áherzlu á varðstöðu um þá sem minna mega sín og tekið upp þykkjuna fyrir háskóla- menntaða launþega í opinberri þjón- ustu, gegn samtryggingu vinstristjórn- ar, vinnuveitenda og verkalýðsforystu, telur jafnvel aðför stjómarinnar gegn launabaráttu háskólamanna jarðri við lögleysu, en það sem er ólöglegt er jafnan í einhverjum tengslum við of- beldi. Undirréttardómur taldi þó svo væri ekki. Annars era launakjör þessa háskólafólks móðgun við heilbrigða skynsemi og mér er hulin ráðgáta hvemig nokkur maður með alþjóðlega menntun nennir að starfa fyrir Ríkið á trabantlaunum. Þetta fólk hefur tilað bera það sem helzt eykur hagvöxt; þekkingu. Án hagvaxtar verða laun- þegar áfram á þeim kaupmáttarklénu dagprísum sem kenndir eru við þjóðar- sátt. Þeir duga engum án óhóflegrar aukavinnu og þá helzt einhverra bitl- inga. Maður skyldi ætla ísland væri einhver skattaparadís með svo ódýrt opinbert vinnuafl. En það er öðru nær. Hítin er botnlaus vegna álags og óstjómar. Og þjóðarsátt er nauðsynleg tilað allt fari ekki úr böndunum; þan- þol fyrirtækja er ekki óendanlegt og verðbólga er meinsemd. Með auknum hagvexti verður hægt að slaka á klónni — og líklega ekki fyrr. HELGI spjall 133. VIÐ LIFUM AÐ VÍSU í erfiðu landi, en þó gjöfulu á margan hátt. En við nýt- um verðmæti illa. Seljum þau lítt unnin, gemm lítið úr miklu, en ekki mikið úr litlu einsog sumar þjóðir aðrar. Við erum magnþjóð. Líftæknin á eftir að kenna okkur að verða gæðaþjóð sem breytir hráefninu í mikil verðmæti. Undir því verður gifta okkar komin í framtíðinni þegar fer að ganga á auð- lindir okkar til lands og sjávar. Þá munu aðstæður krefjast þess við horf- umst í augu við bitrari vemleika en við höfum átt að venjast undanfama áratugi. Montesquieu er aðvísu sannfærður um það í Anda laganna að norðlægar þjóðir hafi bæði meira þor og þrek en suðlægar og meiri vilja til sjálfstæðis. Ég veit það ekki, en þeim vegnar bet- ur. Hann á einkum við þjóðir sem búa við temprað loftslag og telur skand- ínava til þessa þrekmeiri hóps, en getur íslendinga þá aðeins þegar hann ber saman kuldann á íslandi og gróðurleys- ið í norðanverðu Kína og löndunum í Mið-Asíu og suður af Síberíu, en í kuld- anum og gróðurleysinu þar þróast eng- in marktæk þjóðfélagsskipan og þar geti engar almennilegar borgir skotið rótum (17. bók, 3). Asíulönd sem ættu að vera jafnheit og Suður-Frakkland séu kuldanum ofurseld. Kom- og hrís- gijónalaus lönd, segir Montesquieu — og engu betur í sveit sett en ísland! Þótt tekizt hafi að breyta þessu okkur í hag er ekki úr vegi að hafa þetta í huga, svo nálægt noðurheimskauts- baug sem við erum. Það þarf ekki stór- vægilegar umhverfisbreytingar til að ísland verði næsta óbyggilegt. Við lif- um á mörkum hins byggilega heims, sagði Bjarni Benediktsson af alkunnu raunsæi sínu. Kannski hann hafi ein- hvern tíma lesið doðranta Montesquies? En þar segir einnig, okkur til upplyft- ingar, að eyjaskeggjar verði síður kúg- aðir en aðrar þjóðir og ræktun og vel- megun fari ekki eftir fijósemi, heldur frelsi þeirra sem yrkja jörðina. Þetta hefur líklega ásannazt hér á landi. Og svo gátu kommúnistar í Sovétríkjunum einnig sannað þessa gömlu kenningu. 134’ TALSMENN SJÁLF- ’stæðismanna hafa stund- um fjallað um þjóðarsátt til verndar kaupmætti einsog vonsviknir verka- lýðsforingjar sem vita þjóðarsáttin get- ur jafnt leitt til örbirgðar og ávinnings. Allt eftir því hvernig til tekst. Sam- starf vinnuveitenda og vinstri manna er ný reynsla — og raunar fagnaðar- efni, ef hún leiðir almennt til bættra kjara, en heggur ekki einungis á hálm- strá láglaunafólks. Bilið hefur minnkað milli vinnuveit- enda og verkalýðs. Fjármagn er nú einnig orðið bakhjarl verkalýðshreyf- ingar einsog vinnuveitenda. Þeir em famir að tala sama mál — og raunar einkennilegt hvað Sjálfstæðisflokkur- inn á erfitt með að skilja tungutakið! Kannski það sé góðs viti, hver veit(!) En verkalýðsforingjarnir eru ágætlega að sér í bankamannamáli, það er aug- ljóst, þótt ekki skilji þeir allir markaðs- lögmál vaxta; ekki enn. Nýkjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins talar um að þjóðarsáttin sýni þroska, en snýr sér svo að ríkisstjóm- inni, og þá einkum oddvita hennar í skattamálum, Ólafi Ragnari Grímssyni, og segir, Eftir er yðvarr hlutur(!) Og það er aiveg hárrétt. Ríkið tútnar út af ofneyzlu og skattarnir hækka í sam- ræmi við óhófleg útgjöld sem guðfeð- urnir ráða ekkert við — og er þetta þó ekki nema 250 þús. manna fyrir- tæki. í Reykjavík ná endar vel saman þráttfyrir ráðhús og önnur ævintýri. Þetta er semsagt hægt(!) En Ólafur Ragnar blæs bara í kaun og lofsyngur þá atvinnurekendur sem studdu ekki Davíð á landsfundinum, ábyrga stefnu þeirra og einstæða mannúð gagnvart launþegum (sbr. Morgunblaðið 16.3.’91)! Lofsyngur síð- an fiskvinnslufólkið á Þingeyri þarsem hann ólst upp í vernduðu umhverfi góðs fólks og segist standa með því undir drep í verkfallsbaráttu þess gegn vondum skattpíningarfurstum! Minnir einna helzt á sjálfsrefsingarhvöt Hin- riks konungs í Kantaraborg fyrir sjö öldum og styður kenningu skáldsins um Súdan og Grímsnesið. Dæmigerður íslenzkur skrípaleikur sem er þó áhætt- uminni gálgahúmor í allri sinni barns- legu fjarstæðu en átökin hjá Coppola sem fjalla einnig um peninga. Glæpir og pólitík eru eitt og hið sama, segir einhver í þessu meistaraverki kvik- myndastjórans, en það á ekki við hér heima. Hér er þetta á léttu nótunum, guðisélof. En þó tek ég undir með Kjarval þegar hann segir í frægu er- indi, Er nokkur furða þótt nautinu blöskri! jy| (meira næsta sunnudag.) PÁLMI JÓNSSON, FOR- stjóri Hagkaups, sem lézt sl. fimmtudag, langt um aldur fram, var ein- hver merkasti brautryðj- andi í nýjum verzlunar- háttum hér á síðustu áratugum og markaði dýpri spor í samtíma okkar en flestir þeir, sem meira hafa látið til sín heyra. Sagt hefur verið , að Pálmi Jónsson hafi tryggt launþegum meiri kjarabætur en flestir aðrir og það er mik- ið til í því. Hann var maður, sem lét verk- in tala. Segja má, að Pálmi Jónsson hafi staðið fyrir byltingu í íslenzkum verzlunarháttum tvisvar á þremur áratugum. Með stofnun Hagkaups var brautin rudd með rekstri verzlunar, sem seldi vörur á lágu verði, lægra verði en hér hafði tíðkazt fram að þeim tíma. Umhverfið var Hagkaupsmönn- um andsnúið á þeim tíma og keppinautarn- ir lögðu kapp á að koma þessari nýju verzl- un á kné. Eigandi Hagkaups lagði heldur ekki upp með mikla fjármuni, heldur hug- sjón, framsýni og viljastyrk. Neytendur kunnu hins vegar vel að meta framtak þessa brautryðjanda, sem skoraði á hólm, bæði þá einkaverzlun, sem fyrir var og ekki síður samvinnuverzlun- ina. Það þurfti djörfung og þrek til þess að opna stóra Hagkaupsverzlun á Akur- eyri, í höfuðvígi kaupfélagavaldsins, en þá eins og áður komu neytendur til skjal- anna, enda tryggði Pálmi Jónsson þeim það, sem kaupfélögin voru stofnuð til að gera en stóðu ekki við — lágt vöraverð. Það var þessi mikli stuðningur almennings í landinu, sem gerði Hagkaupsmönnum kleift að festa rekstur sinn í sessi svo um munaði. Síðari byltingin í íslenzkum verzlunar- háttum, sem Pálmi Jónsson stóð að, var bygging Kringlunnar. Þar réðst þessi djarfi einkaframtaksmaður í ótrúlegt þrekvirki, sem margir töldu, að mundi misheppnast. Niðurstaðan er ljós: Hagkaupsmenn réðu við verkefnið og íjármögnun þess og standa með pálmann í höndunum. Bygging Kringlunnar markar ekki síður tímamót í verzlunarsögu okkar en stofnun Hagkaups fyrir rúmum þremur áratugum. Með verkum sínum hefur Pálmi Jónsson í Hagkaup skipað sér í hóp þeirra tiltölu- lega fáu brautryðjenda, sem markað hafa sögu íslenzks atvinnulífs síðustu 100 ár. Á tímum háværrar ijölmiðlunar, þar sem menn ryðjast um til þess að tíunda afrek, sem oft eru fremur í orði en á borði, ríkti þögn um þennan merka athafnamann, sem hvergi vildi sjást og lét lítið fara fyrir sér — nema í verkum sínum. ÞORSTEINN MÁR Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Sam- um mark- heija hf. á Akur- eyri, skrifaði grein hér í Morgunblaðið sl. fimmtudag, sem er enn ein vísbending um, að veruleg samstaða er um markmið í sjávarútvegsmálum, þótt mismunandi skoðanir séu um leiðir að þeim markmið- um. í upphafi þessarar greinar segir Þor- steinn Már: „Til að standa undir þeim lífskjörum, sem við óskum okkur þarf sjáv- arútveg, sem rekinn er með hagnaði, en á því hefur orðið verulegur misbrestur.“ Undir þetta skal eindregið tekið, enda hefur Morgunblaðið aftur og aftur á und- anförnum misserum bent á, að forsenda bættra lífskjara í landinu væri aukinn gróði í sjávarútvegi og forsenda aukins hagnað- ar í atvinnugreininni væru verulegar um- ~ bætur og hagræðing. Þorsteinn Már víkur einnig að því, hvort möguleikar á hagræðingu séu til staðar í sjávarútvegi og segir: „Menn spyija gjarn- an hvaða hagræðingarmöguleikar séu til staðar. Grandi er okkar bezta dæmi um möguleika á hagræðingu. Þar er orðinn til samruni þriggja fyrirtækja. Skipum hefur verið fækkað og samræming á veið- um og vinnslu og markaðssetningu er til fyrirmyndar ... Bættar samgöngur munu leiða til þess að atvinnusvæðin stækka, sem auðveldar það starf, sem framundan Samstaða REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 6. apríl er við fækkun fyrirtækjanna.“ Þetta er eins og talað út úr hjarta Morgunblaðsins! Fækkun skipa, samruni og fækkun fyrir- tækja og þ. á m. fækkun frystihúsa er sú stefna, sem Morgunblaðið hefur boðað í sjávarútvegsmálum undanfarin ár við mis- jafnar undirtektir framámanna í sjávarút- vegi. Það er t.d. athyglisvert í þeim umræð- um, sem fram hafa farið að undanförnu um launamál sjómanna og fiskverkafólks, að forráðamenn frystihúsanna hafa sagt, að þeir gætu ekki borgað hærra kaup og ekki hærra verð fyrir hráefnið. Jafnframt hafa þeir vísað til þess, að frystihúsin, sem heild væru rekin með tapi. Þjóðarsáttar- samningarnir, sem gerðir voru fyrir rúmu ári, áttu einmitt að skapa svigrúm til þess, að útgerð og fiskvinnsla gætu komið við hagræðingu í rekstri sínum og þar með aukið hagnað til þess að hægt væri að bæta kjör sjómanna og fiskverkafólks. Fyrir u.þ.b. ári benti Morgunblaðið for- ráðamönnum sjávarútvegsins á það hvað eftir annað, að ef í ljós kæmi við lok þessa samningstímabils, haustið 1991, að þetta svigrúm hefði ekki verið notað, gætu þeir ekki búizt við sama skilningi launafólks og í febrúar 1990. Sú hagræðing, sem Þorsteinn Már talar um, þ.e. fækkun skipa, fækkun vinnslu- stöðva, fækkun fyrirtækja og samruni þeirra, er einmitt forsenda fyrir því, að hægt verði að bæta kjör þessa fólks og annarra launþega í landinu. Hvað hefur sjávarútvegurinn gert í þessum efnum? Vissulega hefur ýmislegt verið gert: Hrað- frystistöðin í Reykjavík hefur verið samein- uð Granda hf. og hagræðing í sjávarút- vegi í Reykjavík þar með aukin að mun. Því hefur verið lýst yfir, að sjávarútvegs- fyrirtæki á Akranesi verði sameinuð. Þor- steinn Már bendir réttilega á sameiningu fiystihúsa á Ólafsfirði. Sitthvað fleira af þessu tagi hefur gerzt en er það nóg? AÐ ÓBREYTTU ÁoTPÍnincr- kerfi 1 sjávarútvegi TYgreinmg- er hægt að koma ur um leiðir við margvíslegri hagræðingu eins og dæmin sanna. Forráðamenn sjávarútvegs- ins geta því ekki borið fyrir sig deilur um fiskveiðistefnu í þeim efnum. Hins vegar er ljóst, að þegar til lengri tíma er litið er ágreiningur um leiðir að settu marki m.a. á milli Morgunblaðsins og fram- kvæmdastjóra Samheija hf. Þorsteinn Már Baldvinsson segir m.a. í grein sinni: „Fyr- ir okkur, sem stöndum í sjávarútvegi er mjög brýnt, að mörkuð sé sjávarútvegs- stefna til lengri tíma. Á þann hátt einan getum við náð árangri. Við stöndum flest- ir í miklum fjárhagsskuldbindingum og erum alltaf að gera ráðstafanir, sem hafa áhrif á rekstur fyrirtækjanna, sem við erum í forsvari fyrir, til margra ára. Það er því öllum ljóst, að við verðum að geta horft lengra fram í tímann en 1-2 ár. Ég geri mér fulla grein fyrir því, að í svo viðamiklu máli, sem sjávarútvegurinn er verða aldrei búnar til reglur svo öllum líki. Núverandi kerfi er umdeilt, en ég tel ýmsar þær hugmyndir, sem menn hafa um að breyta kerfinu, mjög illa rökstudd- ar. Það kerfi, sem komið hefur verið á á undanförnum árum er að sýna kosti sína nú og mun gera það á næstu árum. Það getur ekki verið stórt áhyggjuefni, að ríkið hafi ekki tök á að skattleggja hugsanlegan hagnað þessara fyrirtækja með núverandi skattstofnum og venjulegum aðferðum. Sala veiðileyfa ryður brautina fyrir pólitíska misbeitingu og dregur þannig úr arðsemi sjávarútvegs til lengri tíma litið.“ Fyrr í grein sinni segir Þorsteinn Már m.a.: „Væri fyrirtækjunum gert skylt að greiða veiðigjald, sem væri 10 krónur á þorskígildiskíló, sem sumum fyndist lágt, yrði tap á rekstri fyrirtækisins á bilinu 20 til 60 milljónir." Nú má spyija: hvers vegna veldur það tapi í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi, ef þau þurfa að greiða í sameiginlegan sjóð landsmanna endurgjald fyrir réttinn til þess að nýta fiskistofnana, úr því að þau virðast sum hver blómstra þrátt fyrir það, að þau greiði stórfé fyrir kvótann í vasa annarra útgerðarfyrirtækja? Þessi röksemdafærsla, bæði Þorsteins Más og annarra talsmanna kvótakerfisins, fær augljóslega ekki staðizt vegna þess, að fjölmörg útgerðarfélög hafa lagt gífur- lega ijármuni í kvótakaup og ekki kvartað undan því, að þau viðskipti hafi leitt til tapreksturs. Þessir sömu aðilar hafa held- ur ekki litið svo á, að þeir peningar, sem þeir hafa lagt fram til þess að kaupa kvóta til lengri eða skemmri tíma væru einhvers konar skattur. Það eru útgerðarmennirnir sjálfir, sem hafa eyðilagt þá röksemd, að í endurgjaldi fyrir rétt til fiskveiða sé fólg- in skattheimta, sem atvinnugreinin standi ekki undir. Vissulega er það rétt hjá Þorsteini Má Baldvinssyni, að það er óþolandi aðstaða fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að vita ekki að hveiju þau ganga í þessum efnum. Þessi fyrirtæki taka á sig miklar skuldbinding- ar, þegar um fjárfestingar er að ræða og auðvitað er nauðsynlegt fyrir þau að hafa fast land undir fótum til þess að geta skipu- lagt rekstur sinn með langtímasjónarmið í huga. Núverandi fiskveiðistefna tryggir þessuni fyrirtækjum hins vegar ekki slíkan starfsfrið. I lögum segir, að auðlindin sé sameign þjóðarinnar allrar. Þeir útgerðar- menn, sem leggja mikla fjármuni í að kaupa upp kvóta miðað við núverandi kerfi hljóta að gera sér grein fyrir því, að þetta ákvæði laganna veldur því, að þeir geta alls ekki litið svo á, að þeir hafi með slíkum kaupum tryggt sér kvóta til langrar fram- tíðar. Þá er Ijóst, að stjórnmálaflokkarnir sumir hveijir era alls ekki tilbúnir til að skrifa undir þá fiskveiðistefnu, sem nú er í gildi til frambúðar. Þannig hvetur Al- þýðuflokkurinn beint til þess að tekin verði upp sala veiðileyfa og landsfundur Sjálf- stæðisflokksins undirstrikaði sérstaklega, að fiskveiðistefnan rnundi koma til endur- skoðunar eftir nokkur misseri. Davíð Odds- son, hinn nýkjörni formaður Sjálfstæðis- flokksins, tók sérstaklega fram á fjölmenn- um stjórnmálafundi á Isafirði fyrir nokkr- um dögum, að heildstæð stefna í málefnum sjávarútvegsins hefði alls ekki verið mót- uð. Það er því alveg ljóst, að núverandi fiskveiðistefna tiyggir sjávarútveginum ekki þann starfsfrið, sem hann vissulega þarf á að halda eins og raunar önnur at- vinnufyrirtæki í landinu. Eins og áður hefur verið bent á hér í Reykjavíkurbréfi er það helzti veikleiki í málflutningi talsmanna sölu veiðileyfa, að þeir hafa ekki útfært hugmyndir sínar nægilega vel og rækilega. Morgunblaðið hefur t.d. ekki gengið lengra en svo að telja rök fyrir því, að einhvers konar endur- gjald komi fyrir réttinn til fiskveiða. Það endurgjald getur auðvitað verið í ýmsu formi og ekki endilega fólgið í því að selja veiðileyfi. Hins vegar hlýtur það að vera mikið álitamál, hvort rétt sé hjá Þorsteini Má Baldvinssyni, að sala veiðileyfa ryðji brautina fyrir pólitíska misbeitingu, eins og hann telur í grein þeirri, sem hér hefur verið vitnað til. Væri sala veiðileyfa alger- lega fijáls væri markaðskerfið þar að verki í sinni fullkomnustu mynd og erfitt að sjá, hvernig hægt væri að koma við pólitískri misbeitingu. Núverandi kerfi býður hins vegar augljóslega upp á þá misbeitingu, þar sem það er í eðli sínu sams konar kerfi og ríkti hér fyrir fjórum áratugum á tímum hafta og skömmtunar. Hitt er svo annað mál, að fullkomlega fijáls sala veiði- leyfa býður augljóslega heim hættunni á því, að örfáir stórir aðilar með mikla fjár- muni undir höndum keyptu upp öll veiði- leyfi í landinu og gerðu smáútgerðarmenn og sjómenn að vinnumönnum sínum. Þetta er sagt að gefnu tilefni vegna þess, að þetta er því miður að verða þróunin á hin- um unga hlutabréfamarkaði á íslandi, sem gæti, ef svo fer fram sem horfir, þróazt upp í einhvers konar hákarlamarkað. En kvótakerfið býður líka upp á slíka sam- þjöppun veiðiheimilda. þótt með öðrum hætti sé. Af þessum sökum er nauðsyn- legt, að talsmenn sölu veiðileyfa geri nán- ari grein fyrir því, hvernig þeir hugsa sér framkvæmd þess kerfis. En í grundvallar- atriðum er hins vegar Ijóst, að þegar auð- lindin er svo takmörkuð, sem raun ber vitni, er eðlilegt að þeir, sem nýta hana, greiði eitthvert endurgjald fyrir. Auk þessara grundvallarsjónarmiða eru rökin fyrir því, að endurgjald k-omi fyrir fiskveiðiréttinn, þau, að með því verði þeirri hagræðingu í sjávarútvegi hraðað, sem allir eru sammála um, að sé nauðsyn- leg forsenda fyrir bættum lífskjöram fólks. Það eru ekki lengur deilur um það, að nauðsynlegt sé að fækka fiskiskipum. En sú fækkun gengur svo hægt fyrir sig, að fískiskipastóllinn hefur verið að stækka fram á síðustu ár! Þegar menn horfa fram- an í þá staðreynd, þarf útgerðarmenn ekki að undra, að aðrir telji ástæðu til að gera ráðstafanir til að ýta undir þá þróun. Sáttum stjórn fisk- veiða I ÞESSU SAM- bandi er ástæða til að vekja athygli á annarri grein, sem birtist hér í Morg- unblaðinu . fyrir skömmu eftir þá Guðjón A. Kristjánsson, skipstjóra og Jóhann Ársælsson, skipa- smið. í upphafi greinar þeirra segir: „Átök- in um fiskveiðistjórnunina hafa sýnt og sannað, að um þann hluta hennar, sem snýr að kvótanum getur aldrei orðið sátt með þjóðinni. Fijálst framsal veiðiheimilda leiðir óhjákvæmilega til þess, að fámennir hagsmunahópar eignast einkarétt á nýt- ingu fiskistofnanna. Verði hagkerfi lands- ins opnað, eins og að er stefnt, er líklegt, að erlendir aðilar nái fljótlega eignarhaldi á aflaheimildum, um það eru nú þegar dæmi. Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslenzku þjóðarinnar. Þeir eru tiygging fyrir búsetu í landinu. Það má ekki gerast, að erlendir aðilar eignist af- notarétt af lífríki sjávar í landhelgi ís- lands. Það má heldur ekki gerast, að fá- mennir hagsmunaaðilar, þótt Islenzkir séu, eignist þennan rétt.“ Undir hvert orð, sem hér liefur verið vitnað til í upphafi greinar þeirra Guðjóns og Jóhanns, skal tekið. Síðan segja þeir: „Margt bendir til, að þau atriði, sem áttu að stuðla að hagkvæmni í kvótakerfinu ætli að bregðast. Kvóti gengur kaupum og sölum og þær veiðiaðferðir, sem gefa mestan arð í dag og eru þess vegna að safna til sín veiðiréttinum geta verið mjög óhagkvæmar gagnvart nýtingu fiskistofn- anna og einnig valdið verulegum atvinnu- missi á landsbyggðinni og þar með bú- seturöskun. Byggðirnar allt í kringum landið eru farnar að beijast um kvótana, það mun óhjákvæmilega valda byggðaröskun. Margs konar. óréttlæti hefur orðið við framkvæmd kvótalaganna, þannig að sum- ir standa jafnvel frammi fyrir gjaldþroti, en aðrir hafa orðið ríkir á striti þeirra, sem seldu þeim bátana sína ... Það er skoðun undirritaðra, að nú sé komið að tímamót- um. Verði ekki tekinn upp annar háttur á stjórnun fiskveiða innan mjög skamins tíma verði eignarréttur á veiðiheimildum búinn að grafa svo um sig og hið flókna ofstjórnarkerfi búið að festa sig svo í sessi að mjög erfitt geti reynzt að taka upp nýja skipan. “ Greinarhöfundar setja síðan fram hug- mynd, sem þeir telja að geti orðið „sam- komulagsgrundvöllur rnilli mismunandi sjónarmiðaþeirra, sem vilja bæta fiskveiði- stjórnina, þá er átt við bæði andstæðinga núverandi kerfis og líka þá, sem hafa stutt það vegna þess, að þeir hafa ekki séð skárri leið til að stjórna þessum málurn." Hér er ekki hægt að rekja hugmyndir þeirra Guðjóns og Jóhanns, en grein þeirra birtist í Morgunblaðinu á skírdag. Hins vegar sýnir grein þeirra, að andstaða við núverandi kerfi í fiskveiðistjórnun er sterk innan sjávarútvegsins sjálfs, þ. á m. í hópi starfandi skipstjóra og hún undirstrikar þá staðreynd, að það verður enginn friður um núverandi kerfi. Því fyrr sem talsmenn kvótakerfisins gera sér grein fyrir því, þeim mun betra. Nú eru tvær vikur til kosninga. Fisk- veiðistefnan er, ásamt EB-EFTA-málum, stærsta málefni, sem þessi þjóð þarf að taka afstöðu til. Það er óviðunandi með öllu, að frambjóðendur skjóti sér undan þeirri skyldu að reifa stærstu mál þjóðar- innar fyrir kosningar, af ótta við kjósend- ur. Þær kröfur verður að gera til frambjóð- enda allra flokka, að þeir geri grein fyrir hugmyndum sínum um fiskveiðistefnuna. Vel má vera, að I sumum flokkum séu uppi mismunandi skoðanir. Svo er augljós- lega í Sjálfstæðisflokknum. Það skiptir í raun ekki meginmáli. Aðalatriðið er, að fram fari fijálsar og opnar umræður um þetta veigamikla mál fyrir kosningar og að kjósendur fái gleggri hugmyndir en liingað til um það hvað flokkarnir og fram- bjóðendur ætlast fyrir. „Með verkum sínum hefur Pálmi Jónsson í Hagkaup skipað sér í hóp þeirra tiltölulega fáu brautryðjenda, sem markað hafa sögu íslenzks at- vinnulífs síðustu 100 ár. Atímum háværrar fjöl- miðlunar, þar sem menn ryðjast um til þess að tíunda afrek, sem oft eru fremur í orði en á borði, ríkti þögn um þennan merka athafnamann, sem hvergi vildi sjást og lét lítið fara fyrir sér — nema í verkum sínum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.