Morgunblaðið - 07.04.1991, Page 10

Morgunblaðið - 07.04.1991, Page 10
10 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991 Er til Málmeyjar kom flýtti ég mér inn á járnbrautarstöðina þar sem klukkan var að nálgast tvö og hugðist kaupa lestarmiða. Beið ég nokkra stund við lúgu og er að mér kom sagði afgreiðslustúlkan: „Þú verður að taka númer.“ „Djöfull- inn,“ hugsaði ég, náði í númer og fékk miða og á slaginu tvö hopp- arði ég inn í lestina með farangur- inn: segulband og handtösku m_eð snyrtiáhöldum og páskatúborg. Ég gekk klefa úr klefa þar til ég kom Eg skrapp til Danmerkur fyrir páska til að vera viðstaddur afhendingu djassóskarsins: „The Jazzpair prize“, en þessi mestu peningaverðlaun voru afhent við hátíðlega athöfn í Falk- oner Center og segir frá því síðar hér á þessum síðum. Það kvöld var tríó Niels-Henn- ings að hefja tónleikaför sína um Svíþjóð og voru fyrstu tónleikarnir í Málmey. Við Niels höfðum mælt okkur mót daginn eftir á brautar- stöðmm í Málmey og ætluðum að taka lestina klukkan tvö til skánska bæjarins Höör þar sem spila átti um kvöldið. Áður en ég hélt frá íslandi hafði ég orðið fyrir því að bijóta fram- tönn og var postulínstönnin dýra, sem ég fékk í staðinn, ekki í hárrétt- um lit, svo tannlæknirinn minn festi hana til bráðabirgða. „Þetta á að duga á Skáni,“ sagði hann og hló. Sjálfur var hann að fara á tann- læknaþing í Kaupmannahöfn. Skemmst er frá því að segja að þar sem ég sit í flugbátnum á leið til Málmeyjar og háma í mig róst- beef með kartöflusalati og sötra Túborginn, finn ég að tönnin losn- ar. „Ekki dugar að gráta Björn bónda,“ hugsa ég. „Tannlæknirinn í dýrlegum fagnaði í Kaupmanna- höfn og ég á hraðferð frá borg- inni.“ Tek ég tönnina, vef hana inn í servíettu og sting í veskið. Er hún hér með úr sögunni en ég enn djass- Iegri en ella í djasshátíðarbol RÚV. eftir Vernharð Linnet NIELS-Henning- er kominn til Islands með tríóið sitt og heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld. Þetta er áttunda heimsókn hans til Islands til að leika fyrir þjóðina sem dáir hann og hann dáir. Fyrir páska hitti ég Niels á tón- leikaför tríósins um Svíþjóð og þá sagði hann: — „Við fín- pússum efnisskrána í þessum túr. Maður á kannski ekki að lofa upp í ermina á sér Vernhardúr, en ég er viss um að tón- leikarnir í Reykjavík verða æði.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.