Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B 91.tbl. 79.árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Biðst Steingrímur Hermannsson lausnar í dag?: Viðræður um Viðreisn JÓN BALDVIN Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins mun eiga fund með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra árdegis í dag, þar sem hann mun greina honum frá þeirri niðurstöðu þingflokks Alþýðuflokksins frá í gær, að eðlilegt sé að forsætisráðherra biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Steingrímur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann myndi samstundis biðjast lausnar ef þessi yrði niðurstaða Alþýðuflokksins. Því má búast við því að forsæt- isráðherra gangi á fund forseta fyrir hádegi í dag og biðjist lausnar. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, er þá talið líklegast að Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokksins verði falið umboð til stjórnar- myndunar, en blaðinu er kunnugt um að þeir Jón Baldvin Hannibals- son ræddust við í gær um hugsanlegt samstarf í ríkisstjórn. Eftir alþingiskosningarnar á laug- ardag hafa núverandi stjórnarflokk- ar 32 þingmenn af 63. Helstu úrslit þeirra urðu þau, að Sjálfstæðisflokk- urinn fékk 26 þingmenn kjörna og bætti við sig 8 þingmönnum. Alþýðu- bandalagið fékk 9 þingmenn kjörna, bætti við sig einum, Framsóknar- flokkur fékk 13 þingmenn eins og áður, og Alþýðuflokkur 10 eins og áður. Kvennalisti fékk 5 þingmenn, tapaði einum, og Borgaraflokkurinn þurrkaðist út af þingi. Davíð Oddsson formaður Sjálf- stæðisflokksins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að verði raunin sú að hann fái umboð til stjórnar- myndunar muni hann óska eftir við- ræðum við Alþýðuflokkinn. Hann telur líklegast að Sjálfstæðisfiokkur og Alþýðuflokkur geti náð málefna- legri samstöðu „til að mynda hér fasta og örugga stjórn". Jón Baldvin Hannibalsson sagði í samtali við Morgunblaðið að stað- reyndum um afstöðu þingfiokks Al- þýðubandalagsins varðandi samn- inga um evrópskt efnahagssvæði og nýtt álver verði ekki sópað undir teppið, „og við tökum mátulegt mark á yfirlýsingum nú um að þetta hafi enga merkingu haft. Við spytj- um um heilindi slíkra stjórnmála- manna,“ sagði Jón Baldvin. Ólafur Ragnar Grímsson formað- ur Alþýðubandaiagsins sagði úrslit kosninganna sýna að fólk vildi að Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur héldu áfram stjórnarsamstarfi. Hann sagði ástæðulausan ótta Jóns Baldvins um að afstaða einstakra þingmanna Al- þýðubandalagsins spillti framgangi ákveðinna mála, og að auki hefði Kvennalistinn nú lýst áhuga sínum á að fylgja svipaðri stefnu og ríkis- stjórnin hefði sýnt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir odd- viti Kvennalistans í Reykjavík sagði að Kvennalistinn væri tilbúinn að ræða við núverandi stjórnarflokka um þátttöku í stjórn sem hefði það að meginmarkmiði að hækka lægstu laun. I því sambandi myndi Kvenna- listinn ekki setja fyrir sig samninga um nýtt álver, ef viðunandi orkuverð og mengunarvarnir fengjust fram, eða samninga um evrópskt efna- hagssvæði ef þjóðarhagsmunir yrðu tryggðir. Kvennalistinn- staðfesti þetta á félagsfundi í gær. Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands kvaddi í gær formenn Fram- sóknarflokks, Alþýðubandalags, Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Morgunblaðið/Sverrir Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins koma af fundi Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands í gær. Nú er talið líklegt að þessir flokksfor- menn hefji formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. fulltrúa Samtaka um kvennalista á sinn fund. Ræddu stjórnmálamenn- irnir viðhorf sín og stöðuna í stjórn- málum nú við forsetann, en enginn þeirra vildi upplýsa efnislega um hvað hefði verið rætt. Svöruðu stjórnmálamennirnir allir á einn veg: „Það sem fer fram á milli stjórn- málamanns og forseta íslands er trúnaðarmál." Sjá bls. 22-31, 34, 35, 38, 39, 44-47 og baksiðu. Pavlov leggur fram neyðar- áætlun um efnahagsumbætur Moskvu. Reutor, Daily Tclegraph. NURSULTAN Nazerbajev, forseti Kazakhstans, gagnrýnir harðlega áætlun er Valentín Pavlov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, lagði í gær fram í Æðsta ráðinu og ætlað er að vinna bug á efnahagsöng- þveitinu í landinu. Nazerbajev sagði í gær að mat ráðherrans á ástand- inu væri illa unnið og óljóst, ekkert tillit væri tekið til krafna ein- stakra lýðvelda um aukið sjálfræði eða fullt sjálfstæði. Það dygði ekki að sópa vandamálunum undir teppið, slíkar aðgerðir myndu aðeins lengja þjáningaskeið fólksins í landinu. Pavlovs á sunnudag. „Pavlov minnir mig á mann sem fer út í frost á nærbrókunum og segir að sér sé funheitt," sagði hann. „Annaðhvort er maðurinn indverskur jógi eða brjálæðingur." Sojus, samtök harðlínumanna, krefjast þess að sett verði neyðarlög í öllum Sovétríkjunum og sjálfstæð- ishreyfingar og verkföll brotin á bak aftur með hervaldi. Gert er ráð fyr- ir því að Gorbatsjov verði harðlega gagnrýndur á fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins sem hefst á morgun, verði jafnvel knúinn til afsagnar. Reuter Fulltrúar á þingi Sojus, samtaka harðlinumanna, hlýða á ræðu í gær. Leipzig-mótmælin fjara út Leipzig. Frá Steingrími Sigurgeirssyni biaðamanni Morgunblaðsins. ÞAÐ VAR lítil stemmning á Augustustorginu í Leipzig í gærkvöldi þar sem fólk liafði safnast saman til síðustu mánudagsmótmælanna sem haldin verða í borginni í bili. Nokkur hundruð manns, að stórum hluta til forvitnir vegfarendur og fjölmiðlafólk, hímdu í grámyglulegu veðrinu á nieðan ræðumenn gagnrýndu ríkisstjórn Helmuts Kohls kanslara og sögðu hana bera ábyrgð á slæmu atvinnuástandi í fyrrum Austur-Þýskalandi. Mánudagsmótmælin í Leipzig „Ástandinu í landinu verður best lýst með orðunum geigvæhleg kreppa," sagði Pavlov í ræðu sinni og taldi að áætlunin ætti aðeins möguleika ef öll lýðveldin 15 sam- þykktu hana. Boðuð er einkavæðing meirihluta smáfyrirtækja fyrir árs- lok, fijálst verðlag frá október 1992 og bann við pólitískum verkföllum. Pavlov gaf í skyn að svo gæti farið að hersveitum innanríkisráðuneyt- isins yrði beitt til að brjóta verkföil á bak aftur. 300.000 kolanáma- menn liafa verið í verkfalli í nær tvo mánuði og þúsundir manna í öðrum starfsgreinum hafa einnig lagt niður störf. Síðar í ræðu sinni sagðist Pavlov hlynntur því að kom- ið yrði á sérstakri neyðarstjórn í þeim héruðum þar sem verkföllin hafa verið útbreiddust. Pavlov sagði að slík neyðarstjórn merkti ekki að fólk yrði þvingað til starfa en hægt væri að beita valdi í því skyni að „aðstoða fólk til að hefja störf“ og til þess þyi'fti ekki að kalla út sveit- ir Rauða hersins. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið- togi hlýddi þögull á ræðu forsætis- ráðherrans er tjáði þingmönnum að skipbrot ríkisins blasti við ef áætl- unin yrði ekki samþykkt. Er Gorb- atsjov tók til máls sagði hann að margt jákvætt væri í áætluninni, hún væri „raunsæ og markviss". Níkolaj Petrakov, fyrrverandi ráð- gjafi Gorbatsjovs í efnahagsmálum, var harðorður um hugmyndir eiga rætur sínar að rekja til hausts- ins 1989 og voru á margan liátt kveikjan að hinni friðsömu byltingu í Austur-Þýskalandi sem leiddi til falls Erichs Hoeneckers, fyrrum leið- toga Austur-Þýskalands. Á síðustu mánuðum hafa mót- mælin hins vegar breytt um svip og þátttakendur aðallega beint spjótum sínum-að stefnu stjórnvalda í efna- hagsmálum. Þrátt fyrir að ástandið sé mjög slæmt í nýju sambandslönd- unum hefur áhuginn þar á mótmæl- um þó minnkað verulega. í síðustu viku töldu mótmælendur einungis þijú þúsund. Við lok mótmælanna hélt einn fundarmanna þrumandi ræðu sem beindist gegn Springer-útgáfufyrir- tækinu sem á dögunum keypti öll dagblöð í Leipzig, sagði hann þetta vera hneyksli og hvatti fólk til að segja upp áskrift að blöðunum breyttu þau ritstjórnarstefnu sinni. Sjá „Kristilegir demókratar bíða herfilegan ...“ á bls. 32.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.