Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 68
KRONí gjaldþrot STJÓRN KRON fór í gær fram á gjaldþrotaskipti hjá skiptaráð- andanum i Reykjavík. Skuldir félagsins námu 300 milljónum króna í lok septembermánaðar en hafa síðan aukist sem áfall- andi vöxtum nemur, að sögn stjórnar félagsins. Verðmæti eigna KRON er óljóst en stjórn félagsins hafði vonast til að þær gætu staðið undir fjórðungi almennra krafna í frumvarpi til nauðasamninga, sem lánardrottnar félagsins felldu í byijun marsmán- aðar. KRON hafði sem kunnugt er ekki haft verslunarrekstur á hendi undanfarin misseri. ^ --------------- Besti skíða- maður heims vill æfa sig á Islandi BESTI skíðamaður heims, Marc Girardelli frá Lúxemborg, hand- hafi heimsbikarsins, er vænt- anlegur til Islands að kanna að- stæður í Kerlingarfjöllum þar sem hann hyggst æfa í sumar og undirbúa sig fyrir næsta keppnistímabil. Morgunblaðið/Júlíus Stærsti þingflokkurinn í alþingiskosningunum á laugardag voru 26 menn kjörnir á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefur stærri þingflokkur ekki áður verið á þingi. Áður var stærsti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eftir kosningarnar 1974, 25 manns. Þá var hlutfallslegt fylgi Sjálfstæðisflokksins hins vegar meira en nú, eða 42,7% á móti 38,6%, en alþingismenn voru færri. Myndin er tekin við upphaf þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins í gær. Ríflega 20% hækkun á Bandaríkjadollar frá því í febrúar: Sigurður Einarsson, formaður Skíðasambandsins, hefur verið í sambandi við um- boðsmenn Girar- dellis og sent hon- um myndbönd og upplýsingar um Kerlingarfjöll og hefur Girardelli sýnt mikinn áhuga. Fyrir- spumir hafa einn- ig borist til Skíða- sambandsins frá nokkrum evrópsk- um skíðasamböndum varðandi að- stöðuna í Kerlingaríjöllum. Svíar hafa sýnt áhuga þar sem erfitt hefur reynst að fá góða æfínga- aðstöðu fyrir landslið þeirra á sum- arskíðastöðum í Evrópu. Sjá nánar / B1 Fiskverðshækkanir vestra munu skila sér mjög hratt - segir Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna BANDARÍKJADOLLAR hefur hækkað um ríflega 20% gagnvart þýsku marki frá því í febrúar, og í gær var hann skráður á rúmlega 61 kr. hjá Seðlabanka Islands. Að sögn Ólafs ísleifsson- ar, hagfræðings hjá Seðlabank- anum, hefur dollarinn ekki verið jafn hátt skráður síðan í desem- ber 1989. Friðrik Pálsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, segir stöðu dollarans undanfarin tvö misseri hafa leitt til þess að miklar fiskverðshækk- Ölvaður byssumaður á Bíldudal: Yfirbugaður með táragasi Bildudal. tVÍKINGASVEIT lögreglunnar yfirbugaði 26 ára gamlan aðkomu- mann í verbúð á Bíldudal um cll- efuleytið í gærmorgun. Maðurinn var vopnaður haglabyssu og riffli og sjónarvottar segja að maðurinn hafi i það minnsta skotið tveimur skotum úr haglabyssu út um glugga hússins. Táragassprengj- um var skotið inn um glugga ver- búðarinnar og kom maðurinn út skömmu síðar óvopnaður og var handtekinn. Engan sakaði. Maðurinn hringdi sjálfur í lögregl- una á Patreksfírði kl. 4.30. Eftir að ; lögreglan hafði árangurslaust reynt að tala manninn til á staðnum var hringt í Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík. Aðalgötu þorpsins var lokað fyrir allri umferð og fólk beðið að halda sig innandyra. Reynt var á ný að tala manninn til en án árang- urs. Var þá táragassprengjum skotið inn um alla glugga á efri hæð húss- ins, þar sem maðurinn var. Skömmu síðar kom maðurinn út Morgunblaðið/Róbert Schmidt Flestar rúður á efri hæð verbúðarinnar, svo og útihurðin, voru sund- urskotnar eftir táragassprengjur. á stétt óvopnaður, en þá sprakk svo- kölluð „sjokksprengja" sem Víkinga- sveitarmenn höfðu komið fyrir í tröppu við dyrnar. Við það féll mað- urinn og var hann yfirbugaður. Far- ið var með manninn á heilsugæslu- stöðina á Bíldudal og síðan til Pat- reksfjarðar til yfírheyrslu og þaðan suður til Reykjavíkur. R. Schmidt anir á Bandaríkjamarkaði hafi í raun og veru étist upp, en vegna hækkunar dollars nú kæmu þær hins vegar til með að skila sér nyög hratt. Þar sem gengi hér á landi er haldið föstu gagnvart meðaltali er- lendra mynta, þá kemur hækkunin á dollar að sama skapi fram sem lækkun á Evrópumyntum, og sagði Ólafur ísleifsson að þess ætti vænt- anlega að gæta í innflutningsverð- lagi ef þessi hækkun dollars héldist áfram, en stór hluti innflutnings er í Evrópumyntum. „Þessi hækkun undanfarna daga er helst skýrð með því að vaxtahækkun sem menn áttu von á í Þýskalandi í síðustu viku varð ekki að veruleika. Dollarinn er búinn að vera mjög lágur gagn- vart markinu og fór í sögulegt lág- mark í febrúar síðastliðnum, en hefur svo hækkað um ríflega 20% síðan. Helstu skýringar á því eru taldár vera aukin bjartsýni á að viss efnahagslægð sem gerði vart við sig í Bandaríkjunum sé nú á enda, og sömuleiðis að ýmis óvissa í Þýskalandi hafi veikt markið, til dæmis mikill kostnaður við samein- ingu þýsku ríkjanna." Friðrik Pálsson sagði að á und- anförnum misserum hefðu breyt- ingar á markaðssvæðum vegna myntbreytinga verið að þróast Cold- water mjög í óhag, en hækkun á dollar þýddi að þetta væri að breyt- ast til baka. „Við höfum orðið varir við það síðustu 2-3 vikur að áhugi framleiðenda vex á að fara að fram- leiða aftur fyrir Bandaríkjamarkað þegar það verður aftur jafnhag- kvæmt eða jafnvel hagkvæmara en Evrópa eða önnur markaðssvæði. Bandaríkin hafa verið okkar mikil- vægasti markaður .á mjög mörgum undanförnum árum, en það er eng- inn vafí á að framleiðslan fyrir þennan markað miðað við það sölu- kerfi sem við erum með þar, sem er bæði sterkt og mikilvægt, var orðin hættulega lítil. Við höfum í raun verið f hættu með þennan markað í mjög marga mánuði, og að því leyti til var það komið á síð- asta snúning að fá þessa dollara- breytingu til að vega þetta upp.“ Friðrik sagði að fiskverðshækk- anir hefðu orðið geysilega miklar í Bandaríkjunum á þessum tíma, en dollarinn hefði í raun étið það upp jafnt og þétt, og hækkun dollars nú kæmi til með að skila þessu mjög hratt. „Við viljum gjarnan hafa ákveðið jafnvægi á milli þeirra markaðs- svæða sem við erum á svo við séum ekki með alltof mörg egg í sömu körfu. Við skiptum því réttlátlega niður eins og við teljum að markaðs- svæðin skili okkur bestu. Það er enginn vafi á því að þetta hlutfall var orðið hættulega lágt í Banda- ríkjunum, og að því leyti til er það fagnaðarefni að þetta skuli snúast aftur svolítið til baka, en við mynd- um hins vegar ekkert kæra okkur um að það færi alveg á öfugan veg,“ sagði Friðrik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.