Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR -23. APRIL 1991 Neyðarbíllinn -Sími 11100- eftir Ölmu D. Möller og Gest Þorgeirsson Frá árinu 1982 hefur verið starfræktur sérstakur neyðarsjú- krabíll á höfuðborgarsvæðinu og er honum ætlað að þjóna Reykja- vík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ, ásamt næsta ná- grenni. Grein þessari er ætlað að kynna starfsemina stuttlega og leggja áherslu á rétta viðbrögð um bráða kransæðastíflu eða hjartastopp er að ræða. Starfsemin Neyðarbíllinn er rekinn í sam- vinnu Rauða krossins, Slökkvi- stöðvarinnar í Reykjavík og Borg- arspítalans. I áhöfn hans er ætíð læknir og tveir sjúkraflutningamenn, allt fólk sem hlotið hefur menntun og reynslu í meðferð mikið veikra og slasaðra sjúklinga. Bíllinn er vel búinn lyfjum og tækjum, nánast úr garði gerður sem lítil gjörgæsla. Tilgangur með starfseminni er að flytja neyðarhjálpina út til sjúklingsins í skyndi og þannig stytta tímann þar til sérhæfð læknismeðferð hefst. Öryggi í flutningi og nákvæmt eftirlit með sjúklingi á leið til sjúkrahúss er einnig tryggt. Útköllum hefur fjölgað ár frá ■ HELGA Sigurðardóttir opnar myndlistarsýningu í húsi Verka- lýðsfélagsins Arvakurs á Eski- firði sumardaginn fyrsta. Myndirn- ar eru unnar á mjúkan pappír með olíu og þurrkrít ásamt blaðgulli, fylgir viðeigandi texti hverri mynd. Þetta er 4 einkasýning Helgu sem hefur líka tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur yfir frá 25. apríl til 5. maí. Sumardaginn fyrsta, 1. maí og um helgar er hún opin frá kl. 14-19 en virk kvöld frá kl. 20-22. Aðgangur er ókeypis. ári, 1990 voru þau um 3.500 tals- ins. Um tveir þriðju útkalla eru vegna veikinda en þriðjungur vegna ýmiss konar slysa. Hjarta- sjúkdómar og hjartastopp eru um fjórðungur allra útkalla. Önnur algeng veikindi eru lungnasjúk- dómar, miðtaugakerfissjúkdómar, sykursýki, blæðingar frá melting- arvegi og lyfjainntökur. Hvenær er aðstoðar þörf? Ef ekki er álitið að um mjög bráð veikindi sé að ræða en fólk þarf að ná sambandi við lækni, er eðlilegt að rætt sé við heimilis- lækni á dagvinnutíma en við Læknavaktina (s. 21230) milli kl. 17 og 8 (nema i Mosfellsbæ þar sem er sér vaktþjónusta). Ef fólk hefur ekki heimiliklækni eða nær ekki til hans má leita til sjúkra- vaktar Borgarspítalans (s. 696600). Sjálfsagt er að leita aðstoðar frá neyðarbíl ef álitið er að um bráð og alvarleg veikindi eða slys er að ræða. Sjúkdómseinkenni geta þá'til dæmis verið svæsnir verkir, öndunarörðugleikar, la- manir, krampar, miklar blæðingar og meðvitundarskerðing eða með- vitundarleysi. Neyðarsími 11100 Almenningur getur leitað að- stoðar í neyðarsímanúmeri Slökkviliðsins, s. 11100. Sá sem þar svarar, metur eftir upplýsing- um hvort senda skuli neyðarbílinn eða hvort aðrar ráðstafanir eigi við. Nauðsynlegt er að gefið sé upp nákvæmt heimilisfang eða stað- setning ásamt símanúmeri og að lýst sé aðdraganda og eðli veikinda eða slyss. Æskilegt er að fram komi aldur og kyn sjúklings, hvort hann hafi meðvitund eða ekki og fjöldi sjúklinga ef það á við. Hjálp- legt er ef gefnar eru greinargóðar upplýsingar, ekki þarf að óttast að slíkt tefji því bíllinn er sendur af stað um boðkerfi strax og ljóst er að hjálpar sé þörf. Að meðaltali líða einungis um 5 mínútur frá því aðstoðar- beiðni berst þar til áhöfnin er komin til sjúklingsins. Bráð kransæðastífla Bráð kransæðastífla getur verið lífshættulegur sjúkdómur og miklu skiptir að sjúklingur komist undir læknishendur og á sjúkrahús hið fýrsta. Því miðúr er það of al- gengt að sjúklingar með þennan sjúkdóm leita ekki læknis nægi- lega snemma til að sérhæfð meðferð gagnist þeim til fulls. Einkenni bráðrar kransæðast- íflu er oftast slæmur, stöðugur verkur fyrir bijósti, vinstra megin eða undir bringubeini. Verkinn leiðir gjarnan út í handleggi, bak eða háls og oft fylgja ógleði, upp- köst, slappleiki, sviti og and- þyngsli. Bráðri kransæðastíflu fylgja oft lífshættulegar hjartsláttartruflan- ir, einkum á fyrstu klukkustund- unum. Þá getur sérhæfð meðferð með lyfjum og rafstuði skipt sköp- um. Nú eru komin fram lyf (streptokinasi, rt-Pa) sem í mörgum tilfellum geta leyst upp blóðtappann í kransæðinni og dregið úr skemindinni á hjarta- vöðvanum. Þessi lyf eru líklegri til að bera árangur því fyrr sem þau eru gefin eftir að einkenni hófust. Þannig eru brýnar ástæður fyr- ir því að fólk þekki einkenni sjúk- dómsins og að ekki dragist að sjúklingur með bráða kransæðast- íflu komist í sjúkrahús. Neyðarbill- inn er kjörinn til slíks sjúkraflutn- ings. .Alma D. Möller Hjartastopp — endurlífgun Ef sjúklingur missir meðvitund og ekki er hægt að greina hjá honum öndun eða púls hefur starf- semi hjartans stöðvast (hjarta- stopp). Þá skiptir hver mínúta máli og verður að kalla neyðarbílinn til strax. Jafnframt er mikilvægt að nærstaddir hefji blástursmeðferð og hjartahnoð (endurlífgun) með- an beðið er komu bílsins. Endurlífgun, ásamt öðrum at- riðum skyndihjálpar, er hægt að læra á námskeiðum, m.a. hjá Rauða krossinum. Sem flestir ættu að vera vel að sér i skyndihjálp. Árangur í endurlífgunum á starfstíma neyðarbílsins hefur ver- ið athugaður. 17-20% sjúklinga sem reynd var endurlífgun á, náðu fullri heilsu og er það svip- að og best gerist erlendis. Fyrir tilkomu neyðarbílsins var sú tala einungis 9%. Þar sem vitni urðu að hjarta- stoppi og nærstaddir hófu end- urlífgun bætti það horfur sjúkl- Gestur Þorgeirsson ingsins verulega. 53% þeirra sjúklinga útskrifuðust af sjúkra- húsi en aðeins 7% þar sem ekkert var að gert fyrr en áhöfn neyð- arbílsins kom. Hér kemur mikilvægi leik- manna sem kunna blástursmeð- ferð og hjartahnoð glöggt í ljós! Neyðarbíllinn hefur verið starf- ræktur í nær áratug og hefur starfsemi hans sannað gildi sitt. Mikilvægt er að almenningur þekki þessa þjónustu og viti hvern- ig leita skal aðstoðar þegar það á við. Einnig er mikilvægt fyrir þá sem búa utan þjónustusvæðis neyðarbílsins að þekkja neyðars- ímanúmer á sínu svæði. Höfundar: Alma D. Möller er læknir og starfar sem reyndur aðstoðarlæknir. Gestur Þorgeirsson er sérfræðingur í almennum lyflækningum og hjartasjúkdómum. Bæðistarfa þau við lyflækningadeild Borgarspítalans. MARGJOFIN I NY OG SPENNANDI VERÐLAUNABOK Gegnum þyrnigerðið er nýstárleg ævintýrasaga fyrir börn og unglinga, bæði IÐUNN STEINSDOTTVR. ■ skemmtileg og spennandi. Lesandinn «■^111111 sér fljótt að atburðirnir eiga sér vaiUNUm RB. BYGGINGAVÖKUR HF Suðurlandsbraut 4, Slmi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti. Slmi 671440 hliðstæðu í samtíð okkar. Gegnum þyrnigerðið er eftir barnabókahöfundinn vinsæla Iðunni Steinsdóttur. Hún er / sjötta sagan sem hlýtur Islensku barnabókaverðlaunin. Þessi yandaða saga var valin úr rúmlega þrjátíu handritum sem bárust í samkeppni verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka. Þetta er barna- og unglingabók í hæsta gæðaflokki - sumargjöf barnanna í ár. \iky.ig£% HELGAFELL Síðumúla 6 sími 688 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.