Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 14 Skoðanakannanir: Könnun Félagsvísindastofnun- ar næst úrslitum kosninganna Samanburður 6 könnunum SKÁÍS, Félagsvisindastofnunar, DV og Gallup fyrir Alþingiskosningarnar 1991 (%) SKÁÍS fróvik Félagsvis. stofnun fróvik DV fróvik Gallup fróvik Kosninga- úrslit 1991 Alþýbuflokkur 13,5 2,0 12,4 3,1 14,0 1,5 13,9 1,6 15,5 Framsóknarflokkur 18,0 0,9 20,2 1,3 19,0 0,1 18,9 0,0 18,9 Sjófstæ&isflokkur 45,4 6,8 40,4 1,8 45,1 6,5 42,0 3,4 38,6 Alþýðubandalag 11,6 2,8 15,1 0,7 U,3 3,1 11,6 2,8 14,4 Kvennalisti 8,2 0,1 9,8 1,5 8,0 0,3 9,6 1,3 8,3 Aðrir 3,3 2,4 2,6 <5,0 4,3 FRÁVIK samanlagt: 12,6 8,4 11,5 9,1 KÖNNUN Félagsvísindastofn- unar sem framkvæmd var fyrir Morgunblaðið viku fyrir kosn- ingar fór næst úrslitum kosn- inganna af þeim könnunum sem birtar voru fyrir kosningar. Heildarfrávikið fyrir fimm stærstu flokkana var minnst í könnun Félagsvísindastofnun- ar, eða 8,4% á móti 11,5%-12,6% hjá öðrum könnunaraðilum. Morgunblaðið ræddi við for- svarsmenn þeirra fyrirtækja og stofnana sem skoðanakannan- irnar gerðu um niðurstöður kannananna og úrslit kosning- anna. Ekki náðist í forsvars- menn Gallup. Heildarfrávikið fyrir fimm stærstu flokkana leiðir í ljós hversu vel könnun sýnir kosningaætlanir flestra kjósenda. Mesta einstaka frávikið var 6,8% hjá Skáís en minnst hjá Gallup, þar sem niður- stöður könnunarinnar leiddu í ljós að Framsóknarflokkurinn fengi 18,9% fylgi sem hann fékk í kosn- ingunum. Þarna ber þó að hafa í huga að könnun Skáís var gerð dagana 5.-9. apríl, eða tveimur vikum fyrir kosningar og ber flest- um saman um að fylgi flokkanna hafi tekið breytingum eftir þann tíma. Óvæntu úrslitin komu fram í könnuninni Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, benti á það í samtali við Morgunblaðið að stærstu óvæntu tíðindi kosnin- gaúrslitanna hefðu verið komin fram í könnun Félagsvísindastofn- unar sem gerð var dagana 13.- 15.apríl. „Könnun okkar leiddi í ljós að fylgi Sjálfstæðisflokks væri veru- lega minnkandi og gæti farið niður fyrir 40%, og að Aiþýðubandalagið væri mjög að auka fylgi sitt frá því sem verið hefur allt síðasta kjörtímabil. Þetta kom ekki fram í neinni annarri könnun sem birt var fyrir kosningar," sagði Stefán. „Fylgi Sjálfstæðisflokks mæld- ist 40,4% hjá Félagsvísindastofnun en 43,8-45,4% í öðrum könnunum sem birtar voru fyrir kosningar. Samanburður á síðustu og næsts- íðustu könnunum Félagsvísinda- stofnunar sýndi auk þess að fylgi flokksins var mjög minnkandi, og sú þróun virðist hafa haldið áfram í síðustu vikunni, en þá fluttist fylgi Sjálfstæðisflokks yfir á Al- þýðuflokk. Stærsta frávik í könnun Félagsvísindastofnunar var einmitt á fylgi Alþýðuflokksins," sagði Stefán. Ekki má rugla saman frávikum og skekkjumörkum I könnun Skáís, sem gerð var dagána 5.-9. apríl, voru samanlögð frávik hæst. Að sögn Braga Jós- epssonar dósents, er skýringin á því eðlileg þar sem útilokað sé að bera saman frávik á könnunum sem gerðar eru á mismunandi tím- um. „Fólk verður að átta sig á því að frávik eru ekki það sama og skekkjumörk. Skoðanakönnun mælir það ástand sem er á ákveðn- um tíma þannig að þó að úrslit kosninga verði önnur en niðurstöð- ur skoðanakönnunar leiddu í ljós er ekki hægt að tala um rétt eða rangt í því sambandi. Það er eðli- Iegt að frávik sé meira þremur vikum fyrir kosningar en viku fyr- ir kosningar. Fylgi flokkanna breytist oft fram á síðasta dag og það er greinilegt að töluverð breyt- ing varð á fylgi Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags á síðustu mánuðunum og vikunum fyrir kosningarnar á laugardaginn,“ sagði Bragi í samtali við Morgun- blaðið. „Sé litið á þær kannanir sem við höfum verið að gera á fylgi flokkanna á fjögurra vikna fresti einkum frá því í desember á síð- asta ári og fram að kosningum kemur í ljós að það var ákveðin þróun á fylgi þeirra. í byijun febrú- ar tók Sjálfstæðisflokkurinn að missa flugið og lækkaði síðan um 8% frá því könnunin var gerð í mars og þangað til síðasta könnun- in okkar var gerð um hálfum mán- uði fyrir kosningar. Það er jafn- framt almenn skoðun meðal þeirra sem vinna að skoðanakönnunum að fylgi flokksins hafi dalað síð- ustu tvær vikurnar," sagði Bragi. „Á sama hátt byrjaði Alþýðu- bandalagið að styrkja sinn hag nokkuð fyrir kosningar og var í uppsveiflu í síðustu könnuninni okkar. Hinir flokkarnir voru allir í nokkuð miklu jafnvægi þannig að mælingin á þeim hálfum mán- uði fýrir kosningar var mjög svipuð og úrslit kosninganna leiddu í ljós,“ sagði Bragi. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi undir lokin Haukur Helgason aðstoðarrit- stjóri á DV sagðist telja að skoð- anakannanirnar sem gerðar voru fyrir kosningar hafi sannað upplýs- ingagildi sitt. „Það hefur verið tal- að um að það sé eðlilegt að það muni að meðaltali á flokk tveimur til þremur prósentustigum á könn- un sem gerð er nokkrum dögum fyrir kosnmgar og úrslitum kosn- inganna. Ég reiknaði meðaltal á þá flokka sem í framboði voru hjá Félagsvísindastofnun, DV og Skáis og fékk út að það munaði um einu prósentustigi að meðaltali á flokk hjá öllum þremur. Það ipunaði minnstu hjá Félagsvísindastofnun eða 1.0% en hjá DV munaði 1.2% að meðaltali á flokk. Þessar kann- anir koma því mjög svipað út og allar sögðu þær ágætlega til um úrslit kosninganna," sagði Haukur. Skoðanakönnun DV var gerð dagana 16. og 17. apríl. Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 45,1% fylgi þein'a sem afstöðu tóku. í kosning- unum hlaut hann hins vegar 38,6% fylgi. Aðspurður að því hvernig Haukur skýrði þetta háa frávik á niðurstöðum könnunarinnar og úrslitum kosninganna, sagðist hann telja að Sjálfstæðisflokkurinn hefði misst fylgi síðustu dagana fyrir kosningar. „Hið háa frávik hjá Sjálfstæðisflokki hlýtur að skýrast með því að hann hafi verið að missa fylgi undir lokin, jafnvel eftir sjónvarpsumræðurnar kvöldið fyrir kosningarnar," sagði Haukur. „Ég held að það hafi verið stöð- ug breyting á fylgi flokkanna síð- ustu dagana og fjöldi fólks hafi ekki gert upp hug sinn fyrr en á síðustu stundu, sérstaklega eftir sjónvarpsumræðurnar á föstu- dagskvöld. Niðurstöður benda til þess að Alþýðubandalagið hafi fengið töluvert af fylgi þess fólks sem var óákveðið fram á síðustu stundu,“ sagði Haukur. taredo"M/T Laredo* LTL M+S*PLUS Steeler* Ralley’GTS Hjólbarðar fyrir þá sem gera kröfur — Einstök mýkt í akstri. — HljóSlátir. — Ótrúleg ending. — Frábært grip við allar aöstæöur. UNIROYAL w NYTT! Frábær vöru- og sendibíladekk í flestum stærSum SÖLUAÐILAR: GUMMIVINNUSTOFAN HF. og umbo&sa&ilar um allt land RETTARHALSI 2 SKIPHOLTI 35 Minntist dagsins með því að keppa í þríþraut Keflavík. „KOSNINGADAGURINN er svolítið sérstakur í niínuni huga, ekki bara vegna alþingiskosninganna heldur Hka vegna þess að á þess- um degi fyrir fjórum árum fór ég út á íþróttavöll fyrir hálfgerða rælni og komst þar fjóra hringi með herkjum. Síðan hef ég hreyft mig reglulega, synt, hjólað og hlaupið og mér fannst upplagt að minnast dagsins með þessum hætti,“ sagði Sturlaugur Björnsson í Keflavík sem notaði kosningadaginn til að keppa í þríþraut. Sturlaugur sem er 63 ára hljóp 5 km á tímanum 22.54,3 mín., synti 750 m á 18.36,3 mín., og hjólaði 20 km á 49.01,3 mínútum sem verður að teljast allgott. Stur- laugur sagðist hafa stundað knatt- spyrnu á sínum yngri árum en síðan hefði hann lítið hreyft sig þar til á kosningadaginn 1987 þegar áhuginn vaknaði að nýju. „Þetta hefur verið skemmtilegur tími, ég hef tekið þátt í skemmti- skokki Reykjavíkurmaraþonsins á hverju ári síðan 1988 og ég ætla svo sannarlega ekki að láta hér við sitja,“ sagði Sturlaugur enn- fremur. BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.