Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 45
leei Jiím .es auoAauiðiHd aiaAjanuoHOM MORGUNBLAOlt) ÞKIÐJÖUAUUK 23. AFKÍL 1991 ~45 Mimii framboðin ræða samstarf á næstunni PÉTUR Guðjónsson hjá Þjóðarflokki-Flokki mannsins segist hafa boðið Heimastjórnarsamtökum, Frjálslyndum og Grænu framboði upp á umræður um samstarf flokkanna. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið búast við að umræðurnar hæfust á næstunni. Kjartan Jónsson hjá Grænu framboði sagði að ekkert væri ákveðið um sam- starf flokkanna. Hann sagðist búast við að Græna framboðið héldi sínu striki fram að næstu kosningum. „Ég hefði viljað sjá betri árangur Þ-listans og er að því leyti óán- ægður,“ sagði Arni Steinar Jóhannsson fyrsti maður á Þ-lista Þjóðar- flokks - Flokks mannsins í Norðurlandskjördæmi eystra. „í því sambandi er vert að taka tillit til þess að í kosningabarát- tunni lá við að okkur væri úthýst úr fjölmiðlum. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál, ekki einungis fyrir þá sem standa að Þ-listanum, heldur fyrir okkur öll. Við höfum þurft að beita kjafti og klóm til að verða ekki undir í baráttunni. Þetta er ekki eðlilegt og ég er þeirrar skoðunar að þjóðin verði að hugsa sinn gang hvað þetta varðar.“ Árni benti einnig á stuðn- ing ríkisins við stóru flokkanna en smærri flokkar stæðu alfarið straum að kosnaði við málefna- kynningu. Árni Steinar sagði að staða flokksins yrði rædd á fundi á næst- unni. „Meðan aðrir hefja ekki þær grunnbreytingar sem við teljum þörf á býst ég við að fólk reyni að klóra í bakkann og fá menn til að opna augun fyrir nauðsynlegum betrumbótum," sagði Árni Steinar að lokum. Pétur Guðjónsson fyrsti maður á lista flokksins í Reykjavík sagði greinilegt að ný öfl sem legðu áherslu á valddreifingu og mann- réttindi væru komin inn í íslensk stjómmál. Þessum öflum hefði hann þegar boðið samstarf og sagði Pétur að viðræður um slíkt samstarf myndu að öllum líkindum hefjast fljótlega. Með nýjum öflum sagðist Pétur eiga við Þ-listann, Fijálslynda, Heimastjórnarsam- tökin og Grænt framboð. Hann lagði áherslu á Þ-listinn yrði virk stjómarandstaða sem myndi minna á gefin loforð stjórnmálamanna. Ánægður með fylgi flokksins Guðmundur Brynjólfsson, efsti maður á T-lista Öfgasinnaðra jafn- aðarmanna, er ánægður með fylgi flokks síns í nýafstöðnum alþingis- kosningum. Hann segir fylgið svip- aðjrn' sem búist hefði verið við. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur að niðurstöðurnar væru ákveðin fordæming á þeim stjórnmálamönnum sem væru í framboði. „Til dæmis finnst mér athyglisvert að við eram með meira fylgi en flokkur umhverfisráðher- rans en hann var sjálfur í fram- boði í kjördæminu.“ Guðmundur sagði að ekki væri búið að ákveða hvort flokkurinn byði aftur fram í kosningum en bjóst ekki við að svo yrði. Hann vildi koma á framfæri kæra þakk- læti til stuðningsmanna sinna. Skoðanakannanir dundu á flokknum „Dræmt fylgi flokksins má að mínu mati aðallega rekja til þess að á sama tíma og við vorum að byija að kynna flokkinn dundu á okkur skoðanakannanir sem leiddu til þess að fólk taldi árangursrík- ara að flokka sig með eða á móti Sjálfstæðisflokki," sagði Jón Odd- son í samtali við Morgunblaðið. „Önnur skýring er eflaust sú að fólk hefur orðið fyrir vonbrigðum með störf forystu Borgaraflokksins eftir kosningar og misst trúna á eitthvað nýtt. Þá má einnig geta þess að við vorum nokkuð seinir að koma okkur á framfæri. Flokk- urinn var stofnaður á landsvísu 10. mars og framboðin vora ekki tiibú- in fyiT en 5. apríl. Þess vegna gafst okkur afar stuttur tími til kynningar .“ Jón sagði að ekki væri búið að ákveða hvort boðið yrði fram aftur en sagði að stofnendur flokksins hefðu hug á að starfa saman áfram og sjá til. Matthías elstur og Ami yngstur MATTHÍAS Bjarnason, Sjálf- stæðisflokki, verður aldurs- forseti næsta þings. Árni M. Mathiesen, einnig úr Sjálf- stæðisflokki, verður yngstur þingmanna. Matthías Bjarnason, fyrsti þingmaður Vestfjarða, er fædd- ur á ísafirði 15. ágúst 1921 og verður því sjötugur á þessu ári. Matthías hefur verið þing- maður Vestfirðinga frá árinu 1963. Árni M. Mathiesen, þríðji þingmaður Reykjaness, er fæddur í Hafnarfirði 2. október 1958 og verður því 33 ára á þessu ári. Hann hefur ekki áður setið á þingi. Morgunblaðið/Björn Blöndal Sturlaugur Björnsson fyrir framan kjörstað í Keflavík eftir að hafa lokið þríþrautinni með glæsibrag, en í alþingiskosningum 1987 gat hann með herkjum hlaupið 2 hringi á íþróttavellinum. Þetta er óneitanlega óvenjulegur og nýstárlegur bíll, - APPLAUSE frá Daihatsu. Hann sameinar ótal kosti sem nútíma bíleigandi krefst: Undurgóð fjöðrun ásamt sítengdu aldrifi eða framhjóladrifi valda því að hann liggur einstaklega vel og er því mun öruggari í akstri. Kraftmikil, sparneytin vél, vökvastýri og ótrúlega mikið rými fyrir farþega og farangur gera hann ólýsanlega þægilegan, beinlínis skemmtilegan. En þetta eru bara orð, við getum haldið lengi áfram. Þú verður einfaldlega að prófa, þar liggur sannleikurinn. o o □AIHATSU APPLAUSE - prófaðu bara! |AÐ 100.000 KM^ Applause með framhjóladrifi kostar frá kr. 929.000 stgr. á götuna. Applause með sítengdu aldrifi kostar kr. 1.245.000 stgr. á götuna. FAXAFENI 8 • SÍMI 91-68 58 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.