Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 39
MORGÍINBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 39 AUSTURLAND Fylgi stjórnmála- flokka í Alþingiskosningum 1983, 1987 og 1991 '83 '87 '91 '83 '87 '91 A B 83 '87 '91 D Tmm- _ _l □Ul 91 '83 '87 '91 '83 '87 '91 V Aðrir GUNNLAUGUR STEFÁNSSON: Treysta þarf búsetu og lífskjör GUNNLAUGUR Stefánsson, efsti maður á lista Alþýðuflokks- ins á Austurlandi, hreppti jöfnun- arsæti kjördæmisins og er fyrsti Alþýðuflokksmaðurinn til að taka sæti á þingi fyrir Austur- land frá því Eggert G. Þorsteins- son náði uppbótaþingsæti þar árið 1953. „Við erum mjög ánægð með ár- angurinn og ég þakka hann fyrst og fremst duglegu fólki sem stend- ur að baki framboðinu og traustum málflutningi sem hefur notið hljóm- grunns," segir Gunnlaugur. „Kosningabaráttan var nokkuð örðuvísi en venjulega. Andstæðing- ar Alþýðuflokksins hérna, þríflokk- arnir, sameinuðust um að biðja kjósendur um að kjósa Alþýðuflokk- ihn alls ekki. Við lögðum áherslu á allt Austurland. Kosningabaráttan var löng hjá okkur. Við höfum ekki átt þing- mann hér lengi og því urðum við að vinna miklu betur en hinir. Fyrsti vinnustaða- fundurinn var haldinn 17. janúar og ætli þeir hafi ekki nálgast 150 þegar upp var staðið. Ég fann meðbyr allan tím- ann og var sann- færður um að ég kæmist inn. Við settum okkur þetta markmið í upp- hafi og kvikuðum aldrei frá því,“ segir Gunnlaugur, en hann er sókn- arprestur í Heydölum í Breiðdal og hefur verið á fimmta ár. Hann kvaðst ætla að þjóna sinni sókn áfram en yrði þó að fá til þess að- stoð. „Óskastjórnin mín er sú sem getur treyst búsetu og lífskjör á landsbyggðinni. Það hefur algjöran forgang hjá mér og ég vil láta reyna á það hvort þeir flokkar sem standa að stjórninni geti haldið áfram sam- starfi," segir Gunnlaugur. Aðspurður um hvort hann stæði fast á því að byggja ekki álver á Keilisnesi svaraði Gunnlaugur: „Nei, ég set álver ekki á oddinn.“ HRAFNKELL A. JÓNSSON: Ekki hættur í stjórmnálum „ÉG neita því ekki að ég hefði gjarnan viljað hafa niðurstöðuna á annan veg. Ég er samt þokka- lega ánægður með útkomu flokksins ef við skoðum bara fjölda atkvæða. Ég er ekki hætt- ur í stjórnmálum," sagði Hrafn- kell A. Jónsson, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Aust- urlandskjördæmi eftir að ljóst varð að flokkurinn hafði tapað öðru þingsæti sínu yfir til Al- þýðuflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði manni eystra þrátt fyrir að auka fylgi sitt úr 16,1% í 21,3%, eða um 5,2%. Arið 1987 tapaði flokkurinn nokkru fylgi en fékk engu að síður tvo þingmenn. Nú vinnur hann á en fær einn þing- mann. „Við verðum fyrir barðinu á úthlutunarreglum, sem alltaf lá ljóst fyrir að gæti orð- ið. Síðast náðum við tveimur mönn- um inn þrátt fyrir að við töpúðum verulegu fylgi. „Ég held að við, sem vorum að keppa um þetta fylgi, höfum verið með óskhyggju í þá veru að kosn- ingabarátta Alþýðuflokksins myndi ekki skila þeim árangri vegna þess hversu snemma þeir byrjuðu. . Þetta var bara ein orustu sem tapaðist, og tapaðist eiginlega ekki. Ég lít í sjálfu sér ekki á þetta sem alvarlegt tap fyrir Sjálfstæðisflokk- inn þó að ég hafi ekki náð þing- sæti,“ sagði Hrafnkell. SUÐURLAND Fylgi stjórnmálaflokka í Alþingiskosningum 1983, 1987 og 1991 '83 '87 '91 A ÁRNI GUNNARSSON Fólkið hef- ur valið sína fulltrúa „MINN Akkilesarhæll í þessum kosningum var að ég var í fram- boði í miklu landbúnaðarhéraði, þar sem stefnu Alþýðuflokksins í landbúnaðarmálum var beitt mjög gegn honum. Þá var líka barið á okkur á stóru útgerðar- stöðunum, Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum, vegna svokallaðrar veiðileyfasölu. En fólkið hefur valið sína fulltrúa og við því er ekkert að segja,“ sagði Arni Gunnarsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Suðurlands- kjördæmi. Hann var áður þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra, en náði ekki kjöri nú. Arni sagði að Alþýðuflokkurinn gæti unað nokkuð sáttur við sitt hlut- skipti. „Það er dál- ítið áberandi að flokkurinn stendur heldur laklega að vígi á landsbyggð- inni, þó staðan í Reykjvík og á Reykjanesi sé ágæt. Þá er sérstak- lega merkilegt að ná inn manni á Austfjörðum, þar sem Alþýðuflokk- urinn hefur ekki átt fulltrúa fyrr.“ Árni sagði að það væri óráðið hvað hann tæki sér fyrir hendur nú eftir að þingmennsku hans er lokið, a.m.k. í bili, en hann myndi ekki sitja auðum höndum. ÁRNIJOHNSEN: Vil bæta lífs- kjör þeirra verst settu „ÉG ER mjög ánægður með úr- slitin í Suðurlandskjördæmi. Við kepptum að því að ná inn þremur mönnum og það tókst, með mik- illi vinnu," sagði Árni Johnsen, sem skipaði 2. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi. Hann tekur nú sæti á Alþingi að nýju, en féll út af þingi í síðustu kosningum, þegar hann skipaði 3. sæti listans og náði ekki kjöri. Árni sagði að útkoma Sjálfstæð- isflokksins í þess- um kosningum væri mjög góð, þó menn hefðu gælt við að hún yrði aðeins betri. „Það sem kom mér mest á óvart núna var fylgisaukning Al- þýðubandalagsins. Ég átti ekki von á að fylgi þess breyttist mikið, en bjóst við að það myndi þó dala frem- ur _en aukast," sagði hann. Árni sagði að nú þegar hann færi til starfa á Alþingi væri sér efst í huga að starfa að því að skapa grundvöll fyrir hærri launum þeirra sem við lökust kjörin búa. A KRAFT VERKEÆRI ^ - ÞESSI STERKU HJÓLSAGIR ^Ut.900 KR; HJÓLSÖG Gerö 1854U - 1100vattamótor - 165/170 mm sagarblað - hraöi 4200 sn./mín. - örygcjisrofi - karbitsagarblað fylgir *7Á 9QO HJÓLSÖG Gerð 1865U - 1200vattamótor - 184/190 mm sagarbiað - hraði 4200 sn./mín. - örygcjisrofi - karbitsagarblaö fylgir EIGUM AVALLT FJÖLBREYTT URVAL SKIL RAFMAGNS- HANDVERKFÆRA OG FYLGIHLUTA JAFNT TIL IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ N0TA ÞAÐ BESTA Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN í SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 VELLIÐAN — ENDING — GÆÐI i vinnumn — á heintiiinu — hvnr sem er Verð: 2.595,- 2.695, Stærðir: 35-47 Litir: Svart - brúnt - hvítt Póstsendum samdægurs 5% staðgreiðsluafsláttur Kringlunni, s. 689212. Veltusun s. 21212 STEINAR WAAGE IIEII CIICIfÁD n ■■■v ■P W Imlr flm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.