Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 39

Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 39
MORGÍINBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 39 AUSTURLAND Fylgi stjórnmála- flokka í Alþingiskosningum 1983, 1987 og 1991 '83 '87 '91 '83 '87 '91 A B 83 '87 '91 D Tmm- _ _l □Ul 91 '83 '87 '91 '83 '87 '91 V Aðrir GUNNLAUGUR STEFÁNSSON: Treysta þarf búsetu og lífskjör GUNNLAUGUR Stefánsson, efsti maður á lista Alþýðuflokks- ins á Austurlandi, hreppti jöfnun- arsæti kjördæmisins og er fyrsti Alþýðuflokksmaðurinn til að taka sæti á þingi fyrir Austur- land frá því Eggert G. Þorsteins- son náði uppbótaþingsæti þar árið 1953. „Við erum mjög ánægð með ár- angurinn og ég þakka hann fyrst og fremst duglegu fólki sem stend- ur að baki framboðinu og traustum málflutningi sem hefur notið hljóm- grunns," segir Gunnlaugur. „Kosningabaráttan var nokkuð örðuvísi en venjulega. Andstæðing- ar Alþýðuflokksins hérna, þríflokk- arnir, sameinuðust um að biðja kjósendur um að kjósa Alþýðuflokk- ihn alls ekki. Við lögðum áherslu á allt Austurland. Kosningabaráttan var löng hjá okkur. Við höfum ekki átt þing- mann hér lengi og því urðum við að vinna miklu betur en hinir. Fyrsti vinnustaða- fundurinn var haldinn 17. janúar og ætli þeir hafi ekki nálgast 150 þegar upp var staðið. Ég fann meðbyr allan tím- ann og var sann- færður um að ég kæmist inn. Við settum okkur þetta markmið í upp- hafi og kvikuðum aldrei frá því,“ segir Gunnlaugur, en hann er sókn- arprestur í Heydölum í Breiðdal og hefur verið á fimmta ár. Hann kvaðst ætla að þjóna sinni sókn áfram en yrði þó að fá til þess að- stoð. „Óskastjórnin mín er sú sem getur treyst búsetu og lífskjör á landsbyggðinni. Það hefur algjöran forgang hjá mér og ég vil láta reyna á það hvort þeir flokkar sem standa að stjórninni geti haldið áfram sam- starfi," segir Gunnlaugur. Aðspurður um hvort hann stæði fast á því að byggja ekki álver á Keilisnesi svaraði Gunnlaugur: „Nei, ég set álver ekki á oddinn.“ HRAFNKELL A. JÓNSSON: Ekki hættur í stjórmnálum „ÉG neita því ekki að ég hefði gjarnan viljað hafa niðurstöðuna á annan veg. Ég er samt þokka- lega ánægður með útkomu flokksins ef við skoðum bara fjölda atkvæða. Ég er ekki hætt- ur í stjórnmálum," sagði Hrafn- kell A. Jónsson, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Aust- urlandskjördæmi eftir að ljóst varð að flokkurinn hafði tapað öðru þingsæti sínu yfir til Al- þýðuflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði manni eystra þrátt fyrir að auka fylgi sitt úr 16,1% í 21,3%, eða um 5,2%. Arið 1987 tapaði flokkurinn nokkru fylgi en fékk engu að síður tvo þingmenn. Nú vinnur hann á en fær einn þing- mann. „Við verðum fyrir barðinu á úthlutunarreglum, sem alltaf lá ljóst fyrir að gæti orð- ið. Síðast náðum við tveimur mönn- um inn þrátt fyrir að við töpúðum verulegu fylgi. „Ég held að við, sem vorum að keppa um þetta fylgi, höfum verið með óskhyggju í þá veru að kosn- ingabarátta Alþýðuflokksins myndi ekki skila þeim árangri vegna þess hversu snemma þeir byrjuðu. . Þetta var bara ein orustu sem tapaðist, og tapaðist eiginlega ekki. Ég lít í sjálfu sér ekki á þetta sem alvarlegt tap fyrir Sjálfstæðisflokk- inn þó að ég hafi ekki náð þing- sæti,“ sagði Hrafnkell. SUÐURLAND Fylgi stjórnmálaflokka í Alþingiskosningum 1983, 1987 og 1991 '83 '87 '91 A ÁRNI GUNNARSSON Fólkið hef- ur valið sína fulltrúa „MINN Akkilesarhæll í þessum kosningum var að ég var í fram- boði í miklu landbúnaðarhéraði, þar sem stefnu Alþýðuflokksins í landbúnaðarmálum var beitt mjög gegn honum. Þá var líka barið á okkur á stóru útgerðar- stöðunum, Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum, vegna svokallaðrar veiðileyfasölu. En fólkið hefur valið sína fulltrúa og við því er ekkert að segja,“ sagði Arni Gunnarsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Suðurlands- kjördæmi. Hann var áður þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra, en náði ekki kjöri nú. Arni sagði að Alþýðuflokkurinn gæti unað nokkuð sáttur við sitt hlut- skipti. „Það er dál- ítið áberandi að flokkurinn stendur heldur laklega að vígi á landsbyggð- inni, þó staðan í Reykjvík og á Reykjanesi sé ágæt. Þá er sérstak- lega merkilegt að ná inn manni á Austfjörðum, þar sem Alþýðuflokk- urinn hefur ekki átt fulltrúa fyrr.“ Árni sagði að það væri óráðið hvað hann tæki sér fyrir hendur nú eftir að þingmennsku hans er lokið, a.m.k. í bili, en hann myndi ekki sitja auðum höndum. ÁRNIJOHNSEN: Vil bæta lífs- kjör þeirra verst settu „ÉG ER mjög ánægður með úr- slitin í Suðurlandskjördæmi. Við kepptum að því að ná inn þremur mönnum og það tókst, með mik- illi vinnu," sagði Árni Johnsen, sem skipaði 2. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi. Hann tekur nú sæti á Alþingi að nýju, en féll út af þingi í síðustu kosningum, þegar hann skipaði 3. sæti listans og náði ekki kjöri. Árni sagði að útkoma Sjálfstæð- isflokksins í þess- um kosningum væri mjög góð, þó menn hefðu gælt við að hún yrði aðeins betri. „Það sem kom mér mest á óvart núna var fylgisaukning Al- þýðubandalagsins. Ég átti ekki von á að fylgi þess breyttist mikið, en bjóst við að það myndi þó dala frem- ur _en aukast," sagði hann. Árni sagði að nú þegar hann færi til starfa á Alþingi væri sér efst í huga að starfa að því að skapa grundvöll fyrir hærri launum þeirra sem við lökust kjörin búa. A KRAFT VERKEÆRI ^ - ÞESSI STERKU HJÓLSAGIR ^Ut.900 KR; HJÓLSÖG Gerö 1854U - 1100vattamótor - 165/170 mm sagarblað - hraöi 4200 sn./mín. - örygcjisrofi - karbitsagarblað fylgir *7Á 9QO HJÓLSÖG Gerð 1865U - 1200vattamótor - 184/190 mm sagarbiað - hraði 4200 sn./mín. - örygcjisrofi - karbitsagarblaö fylgir EIGUM AVALLT FJÖLBREYTT URVAL SKIL RAFMAGNS- HANDVERKFÆRA OG FYLGIHLUTA JAFNT TIL IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ N0TA ÞAÐ BESTA Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN í SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 VELLIÐAN — ENDING — GÆÐI i vinnumn — á heintiiinu — hvnr sem er Verð: 2.595,- 2.695, Stærðir: 35-47 Litir: Svart - brúnt - hvítt Póstsendum samdægurs 5% staðgreiðsluafsláttur Kringlunni, s. 689212. Veltusun s. 21212 STEINAR WAAGE IIEII CIICIfÁD n ■■■v ■P W Imlr flm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.