Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 Baker heldur áfram friðartilraunum: Klofningnr í yfirsljórn PLO Reuler James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á flugvellinum í Jeddah í ásamt Saud al-Faisal, utanrík- isráðherra Saudi-Arabíu. Kúveit-borg, Túnis, Damaskus. Reuter. SAUDI-ARABAR sögðust í gær fallast á hugrnyndir James Ba- kers, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, um ráðstefnu þar sem reynt verði að semja um deilu- mál í Mið-Austurlöndum. Baker hefur rætt við ráðamenn í Israel og nokkrum arabaríkjum undan- farna daga en talið er að ísraelsk stjórnvöld séu lítt sveigjanleg í andstöðu sinni við þátttöku Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) í friðarviðræðum. Róttæk- ir hópar í PLO hafa sameinað kraftana gegn Yasser Arafat, er þeir telja stefna að málamiðlon, og vilja nýja forystu. Abdel-Hadi Nashash, talsmaður eins róttæklingahópsins, sagði á Rheinland-Pfalz: Kristilegir demókratar bíða herfilegan kosningaósigur Leipzig. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÚRSLIT KOSNINGANNA í þýska bandslýðveldinu Rheinland-Pfalz á sunnudag eru gífurlegt áfall fyrir flokk kristilegra demókrata (CDU) og ríkisstjórn Helmuts Kohls kanslara. CDU sem farið hefur með stjórn i Rheinland-Pfalz frá upphafi hlaut einungis rúm 38% atkvæða borið saman við 45,1% í síðustu kosningum. Sigurvegari kosninganna er flokkur jafnaðarmanna (SPD) sem hlaut um 44% atkvæða en fékk í siðustu kosningum 38,3%. Flokkur frjálsra demó- krata hlaut svipaða útkomu og í síðustu kosningum eða 7,3% og græningjar sem hlutu um 7% atkvæða að þessu sinni eiga nú á ný fulltrúa á þingi Rheinlands-Pfalz. Skoðanakannanir síðustu vikur hafa allar bent til þess að CDU myndi tapa verulegu fylgi. Hversu mikill ósigurinn var kom samt öllum í opna skjöldu. í sveitastjómarkosn- inum á síðastliðnu ári hlaut CDU 37,5% og SPD 42,5% en í þingkosn- ingunum í desember hlaut hins veg- ar CDU 45,8% atkvæða og SPD 36,1%. Tvær ástæður era fyrst og fremst nefndar sem skýring á ósigri CDU. í fyrsta lagi óvinsælar aðgerðir rík- isstjórnarinnar í Bonn. Þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða fyrir kosn- ingar hafa skattar verið hækkaðir veralega vegna hins mikla kostnað- ar við uppbyggingu austurhluta landsins sem og vegna útgjalda í sambandi við Persaflóastríðið. Ver- uleg hækkun símkostnaðar hafði Norskir Hægrimenn: Kullmann Five kjör- in leiðtogi Ósló. Reuter. KACI Kullmann Five var kjörin leiðtogi Hægriflokksins í Noregi á laugardag og er hún fyrsta konan sem gegnir því starfi. Kullmann Five tekur við af Jan P. Syse, fyrrum forsætisráðherra. Hún er fertug og var viðskiptaráðherra í stjórn Syse sem hrökklaðist frá völdum í fyrrahaust. Hægriflokkurinn hefur 37 sæti af 165 í norska þinginu og hafa vinsældir flokksins, samkvæmt skoðanakönnunum, farið þverrandi frá í fyrra. Kona var einnig kosin leiðtogi Miðflokksins fyrr á árinu. Veita konur því forystu stjórnmálafiokk- um sem hlutu alls tvo þnðju at- kvæða í síðustu kosningum, en leið- togi stærsta flokksins, Verkamann- aflokksins, er Gro Harlem Brundt- land forsætisráðherra. verið boðuð fyrr á árinu en rétt fyrir síðustu helgi var reyndar til- kynnt af hálfu stjórnvalda að líklega kæmi ekki til þessara hækkana. Sú umræða sem við það hófst snerist þó stjórninni í óhag. í öðra lagi áttu þó kristilegir demókratar við nokkurn innan- flokksvanda að stríða í Rheinland- Pfalz. A þingi flokksins í héraðinu haustið 1988 var Bernard Vogel sem gegnt hafði formannsembætti í CDU í sambandslandinu sem og verið forsætisráðherra þess við miklar vinsældir um margra ára skeið, felldur af yngri manni, Hans- Otto Wilhelm. Sagði hinn landsföð- urlegi Vogel af sér forsætisráð- herraembætiinu í kjölfar þess en Wilhelm hafði fyrir formannskjörið lýst því yfir að hann sæktist ekki eftir því embætti næði hann kjöri. Tók við forsætisráðherraembættinu Carl-Ludwig Wagner sem þykir al- mennt hæfur en frekar litlaús stjómmálamaður. Ganga má út frá því að margir af kjósendum CDU hafi ekki enn fyrirgefið Wilhelm aðförina að Vog- el og því setið heima á kjördag. Var kjörsókn með minnsta móti. Þá mæltist það ekki vel fyrir að Wilhelm hafði lýst því yfir að hann hygðist leysa Wagner af sem for- sætisráðherra á miðju næsta kjör- tímabili. Svipað hafði gerst fyrir kosningar í sambandslandinu Neðra-Saxlandi á síðasta ári. Þar lýsti forsætisráðherrann Ernst Albrecht, CDU, því yfír að Rita Sussmuth, forseti þýska sambands- þingsins, myndi taka við embætti hans að loknu hálfu kjörtímabilinu. Þó að Sussmuth væri einn vinsæl- asti stjórnmálamaður sambandslýð- veldisins tapaði CDU kosningunum. Barnabörn Brandts Forsætisráðherraefni SPD í Rheinland-Pfalz, Hans Rudolf Sc- harping, notfærði sér þetta vel í kosningabaráttunni og hvatti kjós- endur til að kjósa „alvöru forsætis- ráðherra" auk þess sem hann hall- mælti „skattalygurunum frá Bonn“ í öðru hverju orði. Scharpings, sem ásamt Oskar Lafontaine, fyrrum kanslaraefni jafnaðarmanna, og öðrum yngri mönnum í flokknum er stundum talinn til pólitískra „barnabarna Willys Brandts", bíður nú það verkefni að mynda nýja rík- isstjórn. Getur hann myndað starf- hæfan meirihluta hvort sem er með fijálsum demókrötum eða græn- ingjum og hefur hann ekkert látið uppi um hvorn kostinn hann kjósi fremur. Samstarf við fijálsa demó- krata er þó talið líklegra. Græningj- ar sækjast hins vegar mjög eftir stjórnarsamstarfi og segja Scharp- ing ekki geta verið þekktan fyrir þá hræsni að hoppa upp í rúm með öðram flokki „skattalygaranna“ strax eftir kosningar en fijálsir demókratar eru nú í stjórnarsam- starfi við CDU. Kohlí vanda Úrslitin í Rheinland-Pfalz hafa líka þá alvarlegu þýðingu fyrir ríkis- stjórn Kohls kanslara að stjórnar- flokkarnir missa meirihluta sinn í sambandsráðinu. Þar sitja fulltrúar sambandslandanna og þarf sam- þykki ráðsins fyrir öllum meirihátt- ar lagasetningum. Fyrir þremur mánuðum misstu kristilegir demó- kratar einnig völdin í Hessen og eiga því sambandslöndin þar sem SPD fer með völd 37 fulltrúa í ráð- inu en löndin þar sem kristilegir demókratar ráða ríkjum 31 fulltrúa. Það var ekki síst til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi upp að Kohl kom sjálfur fram í hinu gamla heimahéraði sínu á 14 kosninga- fundum. Kohl var sjálfur forsætis- ráðherra Rheinland-Pfalz frá árinu 1969 og þar til hann tók við emb- ætti kanslara árið 1983. Jafnaðarmenn hafa þegar lýst yfir að þeir hyggist nota meirihluta sinn í ráðinu til að breyta stefnu ríkisstjórnarinnar í Bonn og eru kosningaúrslitin einnig talin gera það að verkum að raddirnar sem vilja sterka samsteypustjórn SPD og CDU gerist háværari. Enn á eftir að koma í ljós hvaða áhrif úrslitin eiga eftir að hafa innan flokks kristilegra demókrata. Mjög ólíklegt er að Kohl verði neyddur til að segja af sér en fyrir kosning- arnar hafði hann þó sagt hveijum sem heyra vildi hvern hann kysi helst sem eftirmann sinn: Wolfgang Schauble innanríkisráðherra. sunnudag að sjö fylkingar hefðu komist að samkomulagi um áætlun er stefnt væri gegn friðartilraunum Bakers. Meðal hópanna eru hreyf- ingin PLFP undir forystu Georges Habash og Byltingarráð Fatah sem hryðjuverkamaðurinn Abu Nidal stýrir. Nashash sagðist ekki bera traust til Bandaríkjamanna; þeir myndu aldrei beita ísraela þrýstingi til að þeir drægju heri sína frá her- numdu svæðunum sem Palestínu- menn byggja. Margir Palestínu- menn óttast að ísraelar hyggist aðeins nota friðarráðstefnu til að semja frið við, nágrannaríkin og málstaður muni Palestínumanna hverfa í skuggann. Miðstjórn PLO átti leynilegan fund í Túnis í gær til að ræða hug- myndir Bakers en Arafat hefur ekki vísað þeim alveg á bug. Mið- stjórnin, sem hundrað manns eiga sæti í, er tengiliður milli fram- kvæmdastjórnarinnar er Arafat stjórnar og Þjóðarráðs Palestínu sem gegnir hlutverki þjóðþings. Georges Habash og leiðtogi annarr- ar róttæklingahreyfingar gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæmdu forystu PLO fyrir að samþykkja fund Bakers og þriggja Palestínufulltrúa í Jerúsa- lem fyrir nokkrum dögum. Einnig er vísað á bug hugmyndum um sameiginlega fulltrúanefnd Palest- ínumanna og Jórdana verði af frið- arráðstefnu. Baker hélt í gær frá Saudi-Arab- íu til Kúveit þar sem hann mun hvetja stjórnendur landsins til að hraða lýðræðisumbótum. Hann hét því einnig að hann myndi ræða örlög Palestínumanna í Kúveit við ráðamenn en alþjóðasamtökin Am- nesty hafa skýrt frá hraklegri með- ferð á þeim. Reuter Schwarzkopf kemur til Bandaríkjanna Bandaríski hershöfðinginn Norman Schwarzkopf, yfirmaður fjölþjóða- hersins í stríðinu fyrir botni Persaflóa, kom til Bandaríkjanna á sunnu- dag eftir að hafa verið í átta mánuði við Persaflóa. Um 2.000 aðdáend- ur hans fögnuðu honum sem hetju er hann kom til herflugvallar í borginni Tampa í Florída og á myndinni heldur hann á barni eins þeirra. Fólksflutningar frá Sovétríkjunum: Hálf milljón úr landi í fyrra Moskvu. Reuter. TÆPLEGA hálf milljón sovéskra borgara flutti úr landi í fyrra, flestir til ísraels og Þýskalands, að sögn 771 SS-fréttastofunnar. Að sögn TASS fluttust 452.000 Sovétmenn úr landi í fyrra, sam- kvæmt upplýsingum sem sovéska innanríkisráðuneytið lét frá sér fara. Árið áður, 1989, sneru 235.000 Sov- étmenn baki við fóstuijörðinni og fluttust til útlanda. Af þeim sem fengu að flytjast úr landi í fyrra fóru 60% til ísraels og 31,3% til Þý^kajandíp,, ,,, Gert er ráð fyrir að umræður hefj- ist í sovéska þinginu í næsta mánuði um ný lög sem eiga að aflétta höml- um á ferðafrelsi sovéskra borgara. Samkvæmt þeim öðlast þeir sjálf- krafa rétt til vegabréfs með fimm ára gildistíma. Búist er við að af- greiðsla frumvarpsins kunni að drag- ast vegna ótta ráðamanna við að SainþykþL þcin;a yerði, til þess, að milljónir manna hraði sér úr landi í von um betra líf annars staðar vegna stöðugt versnandi kjara heima fyrir. Bandaríkjastjórn hefur nýverið sett það sem skilyrði fyrir áframhald- andi efnahagsaðstoð að ferðafrelsi Sovétborgara verði aukið. Sovéskir embættismenn segja að verði lögin samþykkt muni prentun nýrra vega- bréfa og tollskjala kosta ríkið jafn- virði 17-34 milljarða dollara, 1.020- 2.040 milljarða ÍSK;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.