Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 32

Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 Baker heldur áfram friðartilraunum: Klofningnr í yfirsljórn PLO Reuler James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á flugvellinum í Jeddah í ásamt Saud al-Faisal, utanrík- isráðherra Saudi-Arabíu. Kúveit-borg, Túnis, Damaskus. Reuter. SAUDI-ARABAR sögðust í gær fallast á hugrnyndir James Ba- kers, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, um ráðstefnu þar sem reynt verði að semja um deilu- mál í Mið-Austurlöndum. Baker hefur rætt við ráðamenn í Israel og nokkrum arabaríkjum undan- farna daga en talið er að ísraelsk stjórnvöld séu lítt sveigjanleg í andstöðu sinni við þátttöku Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) í friðarviðræðum. Róttæk- ir hópar í PLO hafa sameinað kraftana gegn Yasser Arafat, er þeir telja stefna að málamiðlon, og vilja nýja forystu. Abdel-Hadi Nashash, talsmaður eins róttæklingahópsins, sagði á Rheinland-Pfalz: Kristilegir demókratar bíða herfilegan kosningaósigur Leipzig. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÚRSLIT KOSNINGANNA í þýska bandslýðveldinu Rheinland-Pfalz á sunnudag eru gífurlegt áfall fyrir flokk kristilegra demókrata (CDU) og ríkisstjórn Helmuts Kohls kanslara. CDU sem farið hefur með stjórn i Rheinland-Pfalz frá upphafi hlaut einungis rúm 38% atkvæða borið saman við 45,1% í síðustu kosningum. Sigurvegari kosninganna er flokkur jafnaðarmanna (SPD) sem hlaut um 44% atkvæða en fékk í siðustu kosningum 38,3%. Flokkur frjálsra demó- krata hlaut svipaða útkomu og í síðustu kosningum eða 7,3% og græningjar sem hlutu um 7% atkvæða að þessu sinni eiga nú á ný fulltrúa á þingi Rheinlands-Pfalz. Skoðanakannanir síðustu vikur hafa allar bent til þess að CDU myndi tapa verulegu fylgi. Hversu mikill ósigurinn var kom samt öllum í opna skjöldu. í sveitastjómarkosn- inum á síðastliðnu ári hlaut CDU 37,5% og SPD 42,5% en í þingkosn- ingunum í desember hlaut hins veg- ar CDU 45,8% atkvæða og SPD 36,1%. Tvær ástæður era fyrst og fremst nefndar sem skýring á ósigri CDU. í fyrsta lagi óvinsælar aðgerðir rík- isstjórnarinnar í Bonn. Þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða fyrir kosn- ingar hafa skattar verið hækkaðir veralega vegna hins mikla kostnað- ar við uppbyggingu austurhluta landsins sem og vegna útgjalda í sambandi við Persaflóastríðið. Ver- uleg hækkun símkostnaðar hafði Norskir Hægrimenn: Kullmann Five kjör- in leiðtogi Ósló. Reuter. KACI Kullmann Five var kjörin leiðtogi Hægriflokksins í Noregi á laugardag og er hún fyrsta konan sem gegnir því starfi. Kullmann Five tekur við af Jan P. Syse, fyrrum forsætisráðherra. Hún er fertug og var viðskiptaráðherra í stjórn Syse sem hrökklaðist frá völdum í fyrrahaust. Hægriflokkurinn hefur 37 sæti af 165 í norska þinginu og hafa vinsældir flokksins, samkvæmt skoðanakönnunum, farið þverrandi frá í fyrra. Kona var einnig kosin leiðtogi Miðflokksins fyrr á árinu. Veita konur því forystu stjórnmálafiokk- um sem hlutu alls tvo þnðju at- kvæða í síðustu kosningum, en leið- togi stærsta flokksins, Verkamann- aflokksins, er Gro Harlem Brundt- land forsætisráðherra. verið boðuð fyrr á árinu en rétt fyrir síðustu helgi var reyndar til- kynnt af hálfu stjórnvalda að líklega kæmi ekki til þessara hækkana. Sú umræða sem við það hófst snerist þó stjórninni í óhag. í öðra lagi áttu þó kristilegir demókratar við nokkurn innan- flokksvanda að stríða í Rheinland- Pfalz. A þingi flokksins í héraðinu haustið 1988 var Bernard Vogel sem gegnt hafði formannsembætti í CDU í sambandslandinu sem og verið forsætisráðherra þess við miklar vinsældir um margra ára skeið, felldur af yngri manni, Hans- Otto Wilhelm. Sagði hinn landsföð- urlegi Vogel af sér forsætisráð- herraembætiinu í kjölfar þess en Wilhelm hafði fyrir formannskjörið lýst því yfir að hann sæktist ekki eftir því embætti næði hann kjöri. Tók við forsætisráðherraembættinu Carl-Ludwig Wagner sem þykir al- mennt hæfur en frekar litlaús stjómmálamaður. Ganga má út frá því að margir af kjósendum CDU hafi ekki enn fyrirgefið Wilhelm aðförina að Vog- el og því setið heima á kjördag. Var kjörsókn með minnsta móti. Þá mæltist það ekki vel fyrir að Wilhelm hafði lýst því yfir að hann hygðist leysa Wagner af sem for- sætisráðherra á miðju næsta kjör- tímabili. Svipað hafði gerst fyrir kosningar í sambandslandinu Neðra-Saxlandi á síðasta ári. Þar lýsti forsætisráðherrann Ernst Albrecht, CDU, því yfír að Rita Sussmuth, forseti þýska sambands- þingsins, myndi taka við embætti hans að loknu hálfu kjörtímabilinu. Þó að Sussmuth væri einn vinsæl- asti stjórnmálamaður sambandslýð- veldisins tapaði CDU kosningunum. Barnabörn Brandts Forsætisráðherraefni SPD í Rheinland-Pfalz, Hans Rudolf Sc- harping, notfærði sér þetta vel í kosningabaráttunni og hvatti kjós- endur til að kjósa „alvöru forsætis- ráðherra" auk þess sem hann hall- mælti „skattalygurunum frá Bonn“ í öðru hverju orði. Scharpings, sem ásamt Oskar Lafontaine, fyrrum kanslaraefni jafnaðarmanna, og öðrum yngri mönnum í flokknum er stundum talinn til pólitískra „barnabarna Willys Brandts", bíður nú það verkefni að mynda nýja rík- isstjórn. Getur hann myndað starf- hæfan meirihluta hvort sem er með fijálsum demókrötum eða græn- ingjum og hefur hann ekkert látið uppi um hvorn kostinn hann kjósi fremur. Samstarf við fijálsa demó- krata er þó talið líklegra. Græningj- ar sækjast hins vegar mjög eftir stjórnarsamstarfi og segja Scharp- ing ekki geta verið þekktan fyrir þá hræsni að hoppa upp í rúm með öðram flokki „skattalygaranna“ strax eftir kosningar en fijálsir demókratar eru nú í stjórnarsam- starfi við CDU. Kohlí vanda Úrslitin í Rheinland-Pfalz hafa líka þá alvarlegu þýðingu fyrir ríkis- stjórn Kohls kanslara að stjórnar- flokkarnir missa meirihluta sinn í sambandsráðinu. Þar sitja fulltrúar sambandslandanna og þarf sam- þykki ráðsins fyrir öllum meirihátt- ar lagasetningum. Fyrir þremur mánuðum misstu kristilegir demó- kratar einnig völdin í Hessen og eiga því sambandslöndin þar sem SPD fer með völd 37 fulltrúa í ráð- inu en löndin þar sem kristilegir demókratar ráða ríkjum 31 fulltrúa. Það var ekki síst til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi upp að Kohl kom sjálfur fram í hinu gamla heimahéraði sínu á 14 kosninga- fundum. Kohl var sjálfur forsætis- ráðherra Rheinland-Pfalz frá árinu 1969 og þar til hann tók við emb- ætti kanslara árið 1983. Jafnaðarmenn hafa þegar lýst yfir að þeir hyggist nota meirihluta sinn í ráðinu til að breyta stefnu ríkisstjórnarinnar í Bonn og eru kosningaúrslitin einnig talin gera það að verkum að raddirnar sem vilja sterka samsteypustjórn SPD og CDU gerist háværari. Enn á eftir að koma í ljós hvaða áhrif úrslitin eiga eftir að hafa innan flokks kristilegra demókrata. Mjög ólíklegt er að Kohl verði neyddur til að segja af sér en fyrir kosning- arnar hafði hann þó sagt hveijum sem heyra vildi hvern hann kysi helst sem eftirmann sinn: Wolfgang Schauble innanríkisráðherra. sunnudag að sjö fylkingar hefðu komist að samkomulagi um áætlun er stefnt væri gegn friðartilraunum Bakers. Meðal hópanna eru hreyf- ingin PLFP undir forystu Georges Habash og Byltingarráð Fatah sem hryðjuverkamaðurinn Abu Nidal stýrir. Nashash sagðist ekki bera traust til Bandaríkjamanna; þeir myndu aldrei beita ísraela þrýstingi til að þeir drægju heri sína frá her- numdu svæðunum sem Palestínu- menn byggja. Margir Palestínu- menn óttast að ísraelar hyggist aðeins nota friðarráðstefnu til að semja frið við, nágrannaríkin og málstaður muni Palestínumanna hverfa í skuggann. Miðstjórn PLO átti leynilegan fund í Túnis í gær til að ræða hug- myndir Bakers en Arafat hefur ekki vísað þeim alveg á bug. Mið- stjórnin, sem hundrað manns eiga sæti í, er tengiliður milli fram- kvæmdastjórnarinnar er Arafat stjórnar og Þjóðarráðs Palestínu sem gegnir hlutverki þjóðþings. Georges Habash og leiðtogi annarr- ar róttæklingahreyfingar gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæmdu forystu PLO fyrir að samþykkja fund Bakers og þriggja Palestínufulltrúa í Jerúsa- lem fyrir nokkrum dögum. Einnig er vísað á bug hugmyndum um sameiginlega fulltrúanefnd Palest- ínumanna og Jórdana verði af frið- arráðstefnu. Baker hélt í gær frá Saudi-Arab- íu til Kúveit þar sem hann mun hvetja stjórnendur landsins til að hraða lýðræðisumbótum. Hann hét því einnig að hann myndi ræða örlög Palestínumanna í Kúveit við ráðamenn en alþjóðasamtökin Am- nesty hafa skýrt frá hraklegri með- ferð á þeim. Reuter Schwarzkopf kemur til Bandaríkjanna Bandaríski hershöfðinginn Norman Schwarzkopf, yfirmaður fjölþjóða- hersins í stríðinu fyrir botni Persaflóa, kom til Bandaríkjanna á sunnu- dag eftir að hafa verið í átta mánuði við Persaflóa. Um 2.000 aðdáend- ur hans fögnuðu honum sem hetju er hann kom til herflugvallar í borginni Tampa í Florída og á myndinni heldur hann á barni eins þeirra. Fólksflutningar frá Sovétríkjunum: Hálf milljón úr landi í fyrra Moskvu. Reuter. TÆPLEGA hálf milljón sovéskra borgara flutti úr landi í fyrra, flestir til ísraels og Þýskalands, að sögn 771 SS-fréttastofunnar. Að sögn TASS fluttust 452.000 Sovétmenn úr landi í fyrra, sam- kvæmt upplýsingum sem sovéska innanríkisráðuneytið lét frá sér fara. Árið áður, 1989, sneru 235.000 Sov- étmenn baki við fóstuijörðinni og fluttust til útlanda. Af þeim sem fengu að flytjast úr landi í fyrra fóru 60% til ísraels og 31,3% til Þý^kajandíp,, ,,, Gert er ráð fyrir að umræður hefj- ist í sovéska þinginu í næsta mánuði um ný lög sem eiga að aflétta höml- um á ferðafrelsi sovéskra borgara. Samkvæmt þeim öðlast þeir sjálf- krafa rétt til vegabréfs með fimm ára gildistíma. Búist er við að af- greiðsla frumvarpsins kunni að drag- ast vegna ótta ráðamanna við að SainþykþL þcin;a yerði, til þess, að milljónir manna hraði sér úr landi í von um betra líf annars staðar vegna stöðugt versnandi kjara heima fyrir. Bandaríkjastjórn hefur nýverið sett það sem skilyrði fyrir áframhald- andi efnahagsaðstoð að ferðafrelsi Sovétborgara verði aukið. Sovéskir embættismenn segja að verði lögin samþykkt muni prentun nýrra vega- bréfa og tollskjala kosta ríkið jafn- virði 17-34 milljarða dollara, 1.020- 2.040 milljarða ÍSK;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.