Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐi ÞRIÐJUDAGUR 23. APRIL 1991 H VESTURLAND Fylgi stjórnmálaflokka fcy í Alþingiskosningum 1983, 1987 og 1991 DANFRÍÐUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR: Undrandi á úrslitunum „ÉG ER mjög undrandi á því að Sjálfstæðisflokkurinn án stefnu- skrár skyldi fá tvo fulltrúa kjörna og sá hljómgrunnur sem við höfum fengið í orði hefur ekki skilað sér á borði,“ sagði Danfríður Skarphéðinsdóttir Samtökum um kvennalista, en listinn tapaði þingsæti sínu í Vesturlandskjördæmi til Sjálf- stæðisflokks. Danfi'íður sagðí að úrslitin á landsvísu væru eins og búist hefði verið við. Hún kvaðst undrast uppsveiflu Al- þýðubandalagsins þar sem flokkur- inn hefði sýnt það á þessu kjörtíma- bili að hann skirrðist ekki við að taka allan rétt af launþegum ef svo ber undir. Danfríður sagði að starfi Kvennalistans á Vesturlandi væri ekki lokið þrátt fyrir þessi úrslit. „Ein leið í kvennabaráttu er að bjóða fram til Alþingis en það er svo ótal margt annað sem þarf að gera. Ég hef persónulega ekki tek- ið neina ákvörðun um mína framtíð, það e_r svo stutt síðan úrslitin urðu ljós. Ég er nokkuð undrandi á þess- ari stundu á úrslitunum og hefði talið það mikilvægt að sú reynsla sem ég og Málmfríður Sigurðar- dóttir höfum í okkar kjördæmum og málefnum hefði nýst áfram,“ sagði Danfríður. STURLA BÖÐVARSSON: Morgun- blaðið gerði okkur grikk „ÉG er mjög ánægður með úrslit- in í okkar kjördæmi. Við náðum því sem við stefndum að, fyrsta þingsætinu og tveimur mönn- um,“ sagði Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokki, fyrsti þing- maður í Vesturlandskjördæmi. Sturla sagði að samhentur fram- boðslisti hefði skil- að fylgisaukningu Sjálfstæðisflokks- ins í kjördæminu. „Einhugur um list- ann skipti veru- legu máli og svo einnig áhersla sú sem við lögðum á atvinnumál hér í kjördæminu," sagði Sturla. Hann sagði að nú yrði að láta á það reyna að hvaða samkomulagi yrði komist með hin- um flokkunum, en það yrði að ganga hart fram í því að Sjálfstæð- isflokkurinn myndaði næstu ríkis- stjórn. Hann sagði að sjávarútvegsmálin hefðu verið ofarlega á baugi og það hefði vakið mikla athygli þegar Alþýðubandalagið fékk Guðjón A. Kristjánsson frambjóðanda Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum til að skrifa upp á nýjar hugmyndir flokksins um auðlindaskatt og skrapdagakerfi. Kjósendur hefðu tekið það mjög hátíðlega þegar Morgunblaðip hefði skrifað um þetta mál. „Ég tel að Morgunblaðið hafi gert Sjálfstæðisflokknum mik- inn grikk í þessari kosningabaráttu bæði með skrifum um sjávarútvegs- málin og þegar blaðið hefur látið að því liggja að það skorti eitthvað á stefnu hjá flokknum. Á landsfund- inum var samþykkt ályktun um heildarendurskoðun á sjávarútvegs- stefnunni og tengsl fiskveiða, vinnslu og sölumála og flokkurinn gekk til þessara kosninga með skýra stefnu," sagði Sturla. Sturla sagði að það legðist vel í sig að hefja störf á Alþingi þótt á vissan hátt fylgdi því nokkur kvíði. „Þetta eru mjög erfið viðfangsefni sem tekist er á við á þingi. Störf bæjarstjóra eru töluvert ólík þing- störfum,“ sagði Sturla. JÓHANN ÁRSÆLSSQN: Þingstörf leggjast vel í mig „VIÐ fengum mjög góða kosn- ingu í kjördæminu, veruleg fylg- isaukning frá 1987 og ég þakka það helst mikilli samstöðu um listann. Það var allstaðar góður baráttuandi og margir sem tóku þátt í starfínu,“ sagði Jóhann Ársælsson Alþýðubandalagi, þriðji þingmaður Vesturlands- kjördæmis. „Okkar mál- flutningur virtist ná í gegn. Við vor- um með nýjar hug- myndir um stjórn- un fiskveiða í þess- ari kosningabar- áttu og ég tel að þær hafi skipt máli og gert okkur gildandi í þessum umræðum. Ég efaðist aldrei um að þessar hugmyndir sem höfðu verið til umræðu milli manna úr ýmsum flokkum kæmu inn í umræðuna í Morgunblaðinu. Með því að setja saman þessa grein við tveir, þ.e.a.s. ég pg Guðjón A. Frjðriksson, átti ég von á umræðu í kjölfarið. Til- gangurinn er að finna einhvetja þverpólitíska samstöðu um að breyta núverandi kerfi,“ sagði Jó- hann/ Jóhann sagði að það legðist vel í sig að hefja störf á þingi, hann hefði lengi verið viðloðandi félags- málastörf en hann hefur starfað sem skipasmiður í sjálfstæðum verkefnum á Akranesi. „Ef ég get einhvers staðar komið á framfæri sjónarmiðum skipasmíðaiðnaðarins mun ég örugglega gera það. Þetta er sá iðnaður sem við megum skammast okkar fyrir að hafa ekki öflugri því þetta er stærsti heima- markaður sem við eigum á iðnaðar- sviðinu,“ sagði Jóhann. GUÐJÓN GUÐMUNDSSQN: Góð kosning að fá 26 þingmenn „ÞETTA er góð kosning að fá 26 þingmenn en ég gerði ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fengi þó um 40% í heildina," sagði Guðjón Guðmundsson Sjálfstæðisflokki sem komst inn sem jöfnunarþingmaður Vestur- landskjördæmis. „Sem þingmað- ur Vesturlands- kjördæmis mun ég beita mér fyrir úr- bótum í atvinnu- málum í kjördæm- inu, en ástandið í þeim efnum er heldur bágborið. Atvinnumál eru mjög þýðingar- mikil í þessu kjördæmi," sagði Guð- jón. Haifn sagði að mest fólksfækk- un hefði orðið í Vesturlandskjör- dæmi og það væri þróun sem þing- menn kjördæmisins yrðu að snúa við. „Við leggjum áherslu á að kom- ast í stjórn og ég hef enga trú á því að þessi stjórn hangi saman á einum þingmanni. Ég held að Sjálf- stæðisflokkurinn hljóti að koma til með einhveijum öðrum þingflokki," sagði Guðjón. Hann sagði að það yrði töluverð breyting á sínum högum við að fara inn á þing en hann hyggst búa áfram á Akranesi. „Ég held það sé til bóta fyrir þingmenn að búa í sínu kjördæmi og halda sem bestu sambandi við fólkið svo eru vega- lengdirnar ekki miklar hér á milli,“ sagði Guðjón. INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR: Spennandi kosningar „ÞETTA voru mjög spennandi kosningar.- Úrslitin voru ekki mjög óvænt en það gat allt gerst,“ sagði Ingibjörg Pálma- dóttir, 2. þingmaður Framsókn- arflokks í Vesturlandskjördæmi. Framsóknar- flokkurinn jók tæpum 3% við fylgi sitt á Vest- urlandi og þakkaði Ingibjörg það meðal annars stuðningi bænda við annan mann á lista Framsóknar- flokksins, Sigurð Þórólfsson. j&x, „Ég býst við því að það verði mikil breyting á mínum högum við það að setjast á þing. Ég er ijög- urra barna móðir, en ég er samt nokkuð vel í sveit sett hvað varðar samgöngur. Þetta leggst vel í mig, ég hef verið í bæjarmálunum síðan 1982 og verið á kafi í pólitík og ég hlakka til að takast á við nýjá hluti,“ sagði Ingibjörg. Hún var ánægð með útkomu Framsóknarflokksins í kosningun- um og sagði að miðað við þau erf- iðu mál sem flokkurinn hefði þurft að taka á í 20 ára stjórnartíð þá mætti túlka úrslitin sem sigur Framsóknarflokksins. „Ég vil áframhaldandi vinstristjórn sömu flokka og á alveg eins von á því að svo verði. Ég er að vona að Jón Baldvin sofi úr sér löngunin til að starfa með Sjálfstæðisflokknum, hann hefur svo lítið sofið að undan- förnu,“ sagði Ingibjörg. Strætó Heimaey V estmannaeyj u m. STRÆTIS VAGN hóf áætlunar- akstur í Vestmannaeyjum á föstudag en rekstrinum var síðan hætt í gærkvöldi. Ekki voru rekstrarörðugleikar ástæða þess að akstrinum var hætt heldur var strætisvagna- akstur þessi ein af uppákomum í kosningabaráttu stjórnmála- flokkanna í Eyjum. Eyveijar, fé- lag ungra Sjálfstæðismanna, leigði vagninn af fastalandinu, til að aka í Eyjum þessa tvo daga, og gáfu fyrirtækinu nafnið Strætó Heimaey. Ferðir með vagninum voru fríar og kunnu Eyjamenn vel að meta þessa þjón- ustu. Sérstaklega voru börnin ánægð með þetta uppátæki og sum þeirra fóru vart úr vagninum meðan hann gekk. Grímur VESTFIRÐIR Fylgi stjórnmálaflokka í Alþlngiskosningum 1983, 1987 og 1991 . r. i i ■ M ! 5- A V ASrir JÓNA YALGERÐUR KRIST JÁN SDÓTTIR: Mjög ánægð með að hafa komist inn „ÉG er auðvitað mjög ánægð með að hafa náð þeim árangri að komast inn, og að nú eigi Vest- firðingar þingmenn í öllum flokkum. Búsetuskilyrði hér eru erfið og þingmennirnir þurfa að koma því á að jafna orkuverð, en við verðum að líta á auðlind- irnar í jörðinni sem sameign þjóðarinnar eins og auðlindirnar í hafinu, og þær þurfa að deilast með einhverri jöfnun. Einnig þarf að byggja upp fjölbreytni í atvinnulífinu á Vestfjörðum svo fólk hafi um meira að velja við að búa hér,“ sagði Jóna Valgerð- ur Kristjánsdóttir, þingmaður Kvennalistans í Vestfjarðakjör- dæmi. Jóna Valgerður var ekki langt frá því að komast inn á þing í alþingis- kosningunum 1987, en þá var hún í fyrsta sæti á lista Þjóðarflokks- ins, sem fékk 11,1% fylgi á Vestfjörðum. „Það fylgi hefur reyndar ekki skilað sér allt í kosningunum nú, en ég held að þarna sé að einhveiju leyti mitt persónufylgi að ræða. Kvennalist- inn hefur þó verið í uppsveiflu á Vestfjörðum, og ég hef fundið að fólk hefur verið lilynnt málflutningi okkar. Á landsvísú er það alveg í járnum að Kvennalsitinn standi, en ég tel að við höfum allar unnið vel í þessari kosningabaráttu.“ EINAR K. GUÐFINNSSON: Atkvæða- magnið stórsigur „ÉG er mjög ánægður með at- kvæðamagnið hjá okkur í kjör- dæminu, sem er ekkert minna en stórsigur, og bendi á að úrslil- in hérna eru þau hagstæðustu síðan 1974. Við settum okkur það markmið að ná inn þriðja manni á listanum, og það vantaði ekki mikið upp á að það tækist. Þetta eru því mjög ánægjuleg úrslit,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Einar sagði ljóst að úrslitin fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á landinu í heild væru mjög misjöfn, en þing- mannatalan væri þó nálægt því sem hann hefði gert sér í hugarlund fyrir kosningarnar. „Það er ekki hægt að segja annað en að staða flokksins hafi styrkst mjög við þessar kosningar." Hann sagði að nú þegar hann tæki sæti á Alþingi sem þingrnaður Vestfirðinga væri sér ofarlega í huga ýmis hagsmunamá! Vest- ijarðakjördæmis. Nefndi hann sérs- taklega atvinnumál, samgöngumál og sjávarútvegsmál, en ekki síst jöfnun orkuverðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.