Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 4
ífókfWMjáy ÞálÐjtíÖÁ&tjR ‘23. ÁPRÍL '1991 * Isafjarðarkirkja: Niðurtaka stöðvuð Agreiningur milli sóknarnefndar og húsfriðunarnefndar ísafirði. SÓKNARNEFND ísafjarðar áformaði að hefja niðurtöku ísafjarðar- kirkju í morgun, þriðjudag, en vegna ágreinings við húsfriðunar- nefnd ríkisins hefur verið ákveðið að fresta því til 2. maí. Nú eru tæp fjögur ár síðan kirkjan brann. Kirkjulegar athafnir í ísafjarðar- sókn hafa farið fram í samkomusal menntaskólans. Mikil átök hafa verið um málefni kirkjunnar allt frá því hún brann í júlí 1987. Eftir að athuganir höfðu farið fram á kirkjunni eftir brunann var ákveðið að hefjast handa við byggingu nýrrar kirkju, þar sem sú sem brann var bæði mikið skemmd og talin of lftil. Sóknar- nefnd lét í framhaldi af því hanna kirkju á lóð handan götunnar, en þegar sú-teikning var sýnd almenn- ingi kom upp mikil andstaða við þær hugmyndir, sem endaði mað því að aðalsafnaðarfundur ákvað að láta teikna nýja kirkju á grunni þeirra gömlu, en hún yrði flutt í burtu. Sóknamefnd klofnaði í af- stöðu sinni til kirkjubyggingarinn- ar, meirihlutinn vildi láta teikna nýja kirkju á stækkaðri lóð þeirrar gömlu og á lóðum austan kirkjunn- ar sem keyptar höfðu verið í því augnamiði, samkvæmt forsögn sem nefndin lét semja. Minnihlutinn viidi að gamla kirkjan yrði endurbyggð að hluta og stækkuð og safnaðar- heimili byggt sér. Meirihlutinn ákvað að bjóða til samkeppni um hönnun kirkjunnar en minnihlutinn fékk húsfriðunar- nefnd til að senda teikningar af fyrirhugaðri stækkun. Samkeppnin um hönnunina fór aldrei af stað þar sem stjórn Arkitektafélagsins neit- aði að senda út gögn, þar sem hún taldi að lóðamál kirkjunnar væru ekki leyst. Um- áramótin ítrekaði sóknarnefndin ákvörðun sína um að byggja nýja kirkju á lóð þeirrar gömlu og tilkynnti jafnframt hús- friðunarnefnd um málið og ítrekaði lögsögu sína í málinu. Jafnframt var ákveðið að taka gömlu kirkjuna niður til varðveislu þar til úr því fengist skorið hver bæri fjárhags- lega ábyrgð á varðveislu hennar. Síðan hefur verið unnið að fram- gangi málsins og er búið að rífa hluta þeirra húsa sem stóðu á lóðun- um við Sólgötu og laust dót hefur verið íjarlægt úr kirkjunni. Formaður húsfriðunarnefndar er erlendis og ritari nefndarinnar sagði Morgunblaðinu að á þessu stigi málsins vildi nefndin ekkert láta hafa eftir sér um málin en fundur hefur verið boðaður hjá nefndinni á morgun. Nú fara allar kirkjulegar athafn- ir á ísafirði fram í samkomusal menntaskólans. - Úlfar VEÐUR ÍDAG kl. 12.00 Heimild: Veðurstofa islands (BlfggtávaöurspáKl. I6.15lgær) I/EÐURHORFUR í DAG, 23. APRÍL YFIRLIT: Við vesturströnd íslands er allvíðáttumikil 988 mb lægð sem þokast suðaustur, en vaxandi hæð fyrir vestan Grænland á austurleið. Heldurmun kólna íveðri, fyrstvestan- og norðanlands. SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt, kaldi eða stinningskaldi með all- hvössum eða hvössum skúrum eða slydduéljum um mest allt land fram á nóttina en gengur þá í norðaustanátt. Hvassviðri eða storm- ur á vestanverðu landinu með éljum þegar líður á nóttina. Annars staðar verður mun hægara og úrkomuminna. Veður fer kólnandi og verður vægt frost norðan- og vestanlands á morgun. Sunnan- og suðaustanlands má búast við 1-2 stiga hita. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðaustanátt um allt land. Éljagangur um norðanvert landið en skýjað og úrkomu- lítið sunnanlands. Heldur mun kólna í veðri. y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r f f f f Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR V 'IÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hltl veður Akureyri 8 alskýjað Reykjavik 5 snjóél Bergen 6 skýjað Helsinki 3 snjóél Kaupmannahöfn 3 rigning Narssarssuaq léttskýjað Nuuk +7 snjókoma Ósló 7 alskýjað Stokkhólmur 5 skýjað Þórshöfn S alskýjað Algarve 17 skýjað Amsterdam 8 haglél Barcelona vantar Berlín 9 skýjað Chicago 2 heiðskírt Feneyjar 11 skúrir Frankfurt 7 rigning Glasgow 9 skýjað Hamborg S alskýjað Las Palmas vantar London 10 hálfskýjað Los Angeles 13 skýjað Lúxemborg 3 rigning Madrfd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal 6 rigning New York 6 skúrir Orlando 16 þokumóða París 7 rigning Róm 14 léttskýjað Vfn 9 skýjað Washington 9 alskýjað Winnipeg 1 snjókoma Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Sigurður Finnbogason Iandformaður á Guðnýju ÍS með steinbít- inn sem veiddist á mb. Guðnýju í síðustu viku. Bandspottinn er kyrfilega bundinn svo fiskurinn geti ekki með nokkru móti losn- að við hann. Snærisspotti hengdur við haus steinbítsins og fisknum svo sleppt ísafirdi. EINHVER hefur gert sér leik að gera gat 1 hnakka steinbítsins og draga þar í gegn bandspotta og binda fastan og hent siðan steinbítnum í sjóinn aftur. Landmennirnir á Guðnýju sem sýndu fréttaritara fiskinn töldu að hann hefði verið með þráðinn í sér i nokkurn tíma, jafnvel marga mánuði. Steinbíturinn kom á línuna hjá Guðnýju síðastliðinn miðvikudag á miðunum út af Barða. Þótti sjó- mönnum misvel við sladdann eins og vestfirskir sjómenn kalla oft steinbítinn, þá var heitt í mönnum í beitingaskúrunum hjá Guðnýju. Fannst þeim þetta lítilmannlegar aðgerðir og vildu þeir að eigand- inn eins og þeir kölluðu þann sem verknaðinn vann, kæmi og sækti fiskinn. Þeir sögðust lifa af fisk- veiðum og sladdinn væri þeirra lifibrauð. Það kemur við menn að sjá illa meðferð á dýrum og eru þar fiskarnir engin undantekning. Það er til marks um lífseiglu stein- bítsins að hann hlýtur að hafa verið nokkurn tíma uppi á dekki á meðan verið var að misþyrma honum og síðan hefur hann mátt dragnast með bandspottann úr gerviefni í opnu sárinu. - Úlfar Áfengisútsölur heimil- aðar á tveimur stöðum KJÓSENDUR á Eskifirði og í Stykkishólmi samþykktu í at- kvæðagreiðslu samhliða alþingis- kosningunum að heimila opnun áfengisútsölu í kaupstöðunum. Kjósendur á Ólafsfirði felldu slíka heimild. Umsóknir um opnun áfengisútsölu verða teknar til at- hugunar lijá ÁTVR en ekki er sjálfgefið að vínbúðir verði opnað- ar, að sögn Þórs Oddgeirssonar hjá ÁTVR. Ölgerðin Egill Skallagrímsson: Auka framboð á glerflöskum FORRÁÐAMENN Ölgerðarinnar Egils Skallagrimssonar hafa ákveðið að auka á ný framboð á gosdrykkjum og bjór í margnota glerflöskum, í stað plastflaskna og áldósa. Að sögn Lárusar Berg Sigurbjörnssonar, framkvæmda- stjóra hjá Agli, telja ölgerðarmenn þetta þjóðhagslega hagkvæmt og umhverfinu í hag. Lárus sagði að sala á diykkjum í margnota glerflöskum hefði aukizt að undanförnu. Fyrirtækið teldi það jákvætt og vildi ýta undir þá þróun. Miklu fé væri sóað með því að farga umbúðum eftir eina notkun, á meðan hægt væri að nota glerflöskur 25-35 sinnum. Á Eskifirði greiddu 524 kjósendur atkvæði. Fylgjandi áfengisútsölu voru 264 eða 50,4% en andvígir voru 238 eða 45,4%. Auðir og ógildir seðlar voru 22. Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins á Eskifirði var óán- ægja meðal þeirra sem greiddu at- kvæði utankjörstaðar að fá ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. í Stykkishólmi tóku 650 þátt í atkvæðagreiðslunni. 368 eða 56,6% voru fylgjandi opnun áfengisútsölu en 261 eða 40,2% á móti. Auðir seðlar og ógildir voru 21. Ólafsfirðingar felldu tillögu um opnun áfengisútsölu. Fylgjandi voru 266 eða 42,8% en andvígir 334 eða 53,7%. Auðir og ógildir seðlar voru 12. Ekki er sjáifgefið að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins opni áfengis- útsölu í Stykkishólmi og á Eskifirði þó íbúamir hafi heimilað það. Þór Oddgeirsson aðstoðarforstjóri ÁTVR sagði að bæjarstjórnir viðkomandi bæja muni væntanlega óska eftir því við fjármálaráðherra að fá áfengisút- sölu og beiðnin yrði síðan tekin til athugunar hjá ÁTVR. Hann benti á að enn hefði ekki verið ákveðið að opna útsölur í nokkrum kaupstöðum þó bæjarstjómirnar hefðu óskað þess að undangenginni almennri at- kvæðagreiðslu. Nefndi hann Borgar- nes, Grindavík, Blönduós, Mosfells- bæ og Garðabæ í þessu sambandi. Hann sagði umsóknir væru skoðaðar með hliðsjón af aðstæðum en ekki væri talið að ÁTVR væri skylt að verða við þessum óskum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.