Morgunblaðið - 23.04.1991, Side 4

Morgunblaðið - 23.04.1991, Side 4
ífókfWMjáy ÞálÐjtíÖÁ&tjR ‘23. ÁPRÍL '1991 * Isafjarðarkirkja: Niðurtaka stöðvuð Agreiningur milli sóknarnefndar og húsfriðunarnefndar ísafirði. SÓKNARNEFND ísafjarðar áformaði að hefja niðurtöku ísafjarðar- kirkju í morgun, þriðjudag, en vegna ágreinings við húsfriðunar- nefnd ríkisins hefur verið ákveðið að fresta því til 2. maí. Nú eru tæp fjögur ár síðan kirkjan brann. Kirkjulegar athafnir í ísafjarðar- sókn hafa farið fram í samkomusal menntaskólans. Mikil átök hafa verið um málefni kirkjunnar allt frá því hún brann í júlí 1987. Eftir að athuganir höfðu farið fram á kirkjunni eftir brunann var ákveðið að hefjast handa við byggingu nýrrar kirkju, þar sem sú sem brann var bæði mikið skemmd og talin of lftil. Sóknar- nefnd lét í framhaldi af því hanna kirkju á lóð handan götunnar, en þegar sú-teikning var sýnd almenn- ingi kom upp mikil andstaða við þær hugmyndir, sem endaði mað því að aðalsafnaðarfundur ákvað að láta teikna nýja kirkju á grunni þeirra gömlu, en hún yrði flutt í burtu. Sóknamefnd klofnaði í af- stöðu sinni til kirkjubyggingarinn- ar, meirihlutinn vildi láta teikna nýja kirkju á stækkaðri lóð þeirrar gömlu og á lóðum austan kirkjunn- ar sem keyptar höfðu verið í því augnamiði, samkvæmt forsögn sem nefndin lét semja. Minnihlutinn viidi að gamla kirkjan yrði endurbyggð að hluta og stækkuð og safnaðar- heimili byggt sér. Meirihlutinn ákvað að bjóða til samkeppni um hönnun kirkjunnar en minnihlutinn fékk húsfriðunar- nefnd til að senda teikningar af fyrirhugaðri stækkun. Samkeppnin um hönnunina fór aldrei af stað þar sem stjórn Arkitektafélagsins neit- aði að senda út gögn, þar sem hún taldi að lóðamál kirkjunnar væru ekki leyst. Um- áramótin ítrekaði sóknarnefndin ákvörðun sína um að byggja nýja kirkju á lóð þeirrar gömlu og tilkynnti jafnframt hús- friðunarnefnd um málið og ítrekaði lögsögu sína í málinu. Jafnframt var ákveðið að taka gömlu kirkjuna niður til varðveislu þar til úr því fengist skorið hver bæri fjárhags- lega ábyrgð á varðveislu hennar. Síðan hefur verið unnið að fram- gangi málsins og er búið að rífa hluta þeirra húsa sem stóðu á lóðun- um við Sólgötu og laust dót hefur verið íjarlægt úr kirkjunni. Formaður húsfriðunarnefndar er erlendis og ritari nefndarinnar sagði Morgunblaðinu að á þessu stigi málsins vildi nefndin ekkert láta hafa eftir sér um málin en fundur hefur verið boðaður hjá nefndinni á morgun. Nú fara allar kirkjulegar athafn- ir á ísafirði fram í samkomusal menntaskólans. - Úlfar VEÐUR ÍDAG kl. 12.00 Heimild: Veðurstofa islands (BlfggtávaöurspáKl. I6.15lgær) I/EÐURHORFUR í DAG, 23. APRÍL YFIRLIT: Við vesturströnd íslands er allvíðáttumikil 988 mb lægð sem þokast suðaustur, en vaxandi hæð fyrir vestan Grænland á austurleið. Heldurmun kólna íveðri, fyrstvestan- og norðanlands. SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt, kaldi eða stinningskaldi með all- hvössum eða hvössum skúrum eða slydduéljum um mest allt land fram á nóttina en gengur þá í norðaustanátt. Hvassviðri eða storm- ur á vestanverðu landinu með éljum þegar líður á nóttina. Annars staðar verður mun hægara og úrkomuminna. Veður fer kólnandi og verður vægt frost norðan- og vestanlands á morgun. Sunnan- og suðaustanlands má búast við 1-2 stiga hita. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðaustanátt um allt land. Éljagangur um norðanvert landið en skýjað og úrkomu- lítið sunnanlands. Heldur mun kólna í veðri. y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r f f f f Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR V 'IÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hltl veður Akureyri 8 alskýjað Reykjavik 5 snjóél Bergen 6 skýjað Helsinki 3 snjóél Kaupmannahöfn 3 rigning Narssarssuaq léttskýjað Nuuk +7 snjókoma Ósló 7 alskýjað Stokkhólmur 5 skýjað Þórshöfn S alskýjað Algarve 17 skýjað Amsterdam 8 haglél Barcelona vantar Berlín 9 skýjað Chicago 2 heiðskírt Feneyjar 11 skúrir Frankfurt 7 rigning Glasgow 9 skýjað Hamborg S alskýjað Las Palmas vantar London 10 hálfskýjað Los Angeles 13 skýjað Lúxemborg 3 rigning Madrfd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal 6 rigning New York 6 skúrir Orlando 16 þokumóða París 7 rigning Róm 14 léttskýjað Vfn 9 skýjað Washington 9 alskýjað Winnipeg 1 snjókoma Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Sigurður Finnbogason Iandformaður á Guðnýju ÍS með steinbít- inn sem veiddist á mb. Guðnýju í síðustu viku. Bandspottinn er kyrfilega bundinn svo fiskurinn geti ekki með nokkru móti losn- að við hann. Snærisspotti hengdur við haus steinbítsins og fisknum svo sleppt ísafirdi. EINHVER hefur gert sér leik að gera gat 1 hnakka steinbítsins og draga þar í gegn bandspotta og binda fastan og hent siðan steinbítnum í sjóinn aftur. Landmennirnir á Guðnýju sem sýndu fréttaritara fiskinn töldu að hann hefði verið með þráðinn í sér i nokkurn tíma, jafnvel marga mánuði. Steinbíturinn kom á línuna hjá Guðnýju síðastliðinn miðvikudag á miðunum út af Barða. Þótti sjó- mönnum misvel við sladdann eins og vestfirskir sjómenn kalla oft steinbítinn, þá var heitt í mönnum í beitingaskúrunum hjá Guðnýju. Fannst þeim þetta lítilmannlegar aðgerðir og vildu þeir að eigand- inn eins og þeir kölluðu þann sem verknaðinn vann, kæmi og sækti fiskinn. Þeir sögðust lifa af fisk- veiðum og sladdinn væri þeirra lifibrauð. Það kemur við menn að sjá illa meðferð á dýrum og eru þar fiskarnir engin undantekning. Það er til marks um lífseiglu stein- bítsins að hann hlýtur að hafa verið nokkurn tíma uppi á dekki á meðan verið var að misþyrma honum og síðan hefur hann mátt dragnast með bandspottann úr gerviefni í opnu sárinu. - Úlfar Áfengisútsölur heimil- aðar á tveimur stöðum KJÓSENDUR á Eskifirði og í Stykkishólmi samþykktu í at- kvæðagreiðslu samhliða alþingis- kosningunum að heimila opnun áfengisútsölu í kaupstöðunum. Kjósendur á Ólafsfirði felldu slíka heimild. Umsóknir um opnun áfengisútsölu verða teknar til at- hugunar lijá ÁTVR en ekki er sjálfgefið að vínbúðir verði opnað- ar, að sögn Þórs Oddgeirssonar hjá ÁTVR. Ölgerðin Egill Skallagrímsson: Auka framboð á glerflöskum FORRÁÐAMENN Ölgerðarinnar Egils Skallagrimssonar hafa ákveðið að auka á ný framboð á gosdrykkjum og bjór í margnota glerflöskum, í stað plastflaskna og áldósa. Að sögn Lárusar Berg Sigurbjörnssonar, framkvæmda- stjóra hjá Agli, telja ölgerðarmenn þetta þjóðhagslega hagkvæmt og umhverfinu í hag. Lárus sagði að sala á diykkjum í margnota glerflöskum hefði aukizt að undanförnu. Fyrirtækið teldi það jákvætt og vildi ýta undir þá þróun. Miklu fé væri sóað með því að farga umbúðum eftir eina notkun, á meðan hægt væri að nota glerflöskur 25-35 sinnum. Á Eskifirði greiddu 524 kjósendur atkvæði. Fylgjandi áfengisútsölu voru 264 eða 50,4% en andvígir voru 238 eða 45,4%. Auðir og ógildir seðlar voru 22. Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins á Eskifirði var óán- ægja meðal þeirra sem greiddu at- kvæði utankjörstaðar að fá ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. í Stykkishólmi tóku 650 þátt í atkvæðagreiðslunni. 368 eða 56,6% voru fylgjandi opnun áfengisútsölu en 261 eða 40,2% á móti. Auðir seðlar og ógildir voru 21. Ólafsfirðingar felldu tillögu um opnun áfengisútsölu. Fylgjandi voru 266 eða 42,8% en andvígir 334 eða 53,7%. Auðir og ógildir seðlar voru 12. Ekki er sjáifgefið að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins opni áfengis- útsölu í Stykkishólmi og á Eskifirði þó íbúamir hafi heimilað það. Þór Oddgeirsson aðstoðarforstjóri ÁTVR sagði að bæjarstjórnir viðkomandi bæja muni væntanlega óska eftir því við fjármálaráðherra að fá áfengisút- sölu og beiðnin yrði síðan tekin til athugunar hjá ÁTVR. Hann benti á að enn hefði ekki verið ákveðið að opna útsölur í nokkrum kaupstöðum þó bæjarstjómirnar hefðu óskað þess að undangenginni almennri at- kvæðagreiðslu. Nefndi hann Borgar- nes, Grindavík, Blönduós, Mosfells- bæ og Garðabæ í þessu sambandi. Hann sagði umsóknir væru skoðaðar með hliðsjón af aðstæðum en ekki væri talið að ÁTVR væri skylt að verða við þessum óskum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.