Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 Erlent BMW setur stefnuna á nýttmetá þessu ári Hreinn hagnaður fyrirtækisins jókst um 25% í fyrra METHAGNAÐUR var á BMW-bílaverksmiðjunum þýsku á síðasta ári en forráðamenn þeirra búast við gera enn betur á þessu ári. Kom þetta fram hjá Eberhard von Kunheim, aðalframkvæmdastjóra BMW, fyrir skömmu og einnig, að hugsanlega yrði reist ný verk- smiðja í Austur-Þýskalandi fyrir „nokkur hundruð milljóna marka“. Þrátt fyrir efnahagssamdrátt víð- ast hvar, skattahækkanir í Þýska- landi og líkur á allmiklum launa- hækkunum í þýskum iðnaði kvaðst von Kunheim líta þetta ár björtum augum. í fyrra jókst velta BMW um 2,5%, var þá 27,2 milljarðar marka; hagnaður fyrir skatt jókst um 6,5%, var 1,7 milljarðar marka, og hreinn hagnaður jókst um 25% og var 696 milljónir marka. Skýr- ingin á mikilli aukningu hreins hagnaðar er lægri skattar erlendis. í fyrra var arður af hveijum hlut 57 mörk á móti 54 1989. Áætlað er, að velta BMW verði um 30 millj- arðar marka á þessu ári. Vegna tilkomu nýju 3-seríunnar, minnstu BMW-bifreiðarinnar, minnkaði framleiðslan á fyrsta LAIIST BORÐ Í HÁDEGINU ídag ^ Nýr sumarmatseðill í hádeqinu oa á kvöldiw HALURGflRDURINN, SÍmi 678555 fjórðungi þessa árs um 16% og var alls 125.000 bílar. Þá minnkaði veltan á þessum tíma um 10% en von Kunheim sagði, að allt benti til, að aprílmánuður gerði betur en að leiðrétta þennan mun. Síðsumars á framleiðsla 3-ser- íunnar að vera komin í 1.500 bíla á dag en var 1.200 í tegundinni, sem hún leysti af hólmi. Var hún rúmur helmingur af framieiðslu BMW, sem var alls 520.000 bifreið- ar á síðasta ári. Volker Doppelfeld, fjármálastjóri BMW, sagði, að hagnaður fyrirtæk- isins hefði aukist þrátt fyrir þær truflanir, sem jafnan fylgdu nýjum gerðum, 3-seríunni og 850i, stórum, tvennra dyra bíl, og hann nefndi einnig, að lágt gengi dollara, jens og annarra gjaldmiðla gagnvart markinu hefði valdið því, að velta BMW var einum milljarði marka minni en ella. Eins og áður sagði er BMW með á prjónunum að reisa nýja verk- smiðju í Austur-Þýskalandi og telja margir, að þar verði smíðaðir flug- vélahreyflar. Er BMW í samstarfi við Rolls-Royce í Bretlandi um þá framleiðslu. Eberhard von Kunheim vildi þó ekkert um það segja að sinni. Vinsælastur og hlaðinn verðlaunum! Lotus 1-2-3 töflureiknirinn. Með Lotus 1-2-3 töflureikni getur þú á auðveldan og fljótvirkan hátt dregið fram þær staðreyndir rekstrarins sem mestu máli skipta. Þú getur á áhrifaríkan máta fengið skýra mynd af stöðu mála og þróun helstu stærða í rekstri fyrirtækisins og lagt fram töluleg og myndræn rök fyrir áætlunum þínum og áformum. Með Lotus 1-2-3 töflureikninum stendur þér til boða öflugt hjálpartæki. Lotus 1-2-3 er langvinsælasta forrit í heimi og hefur árum saman unnið til flölmargra verðlauna fyrir notagildi og sveigjanleika. Lotus 1-2-3 fæst nú í mörgum útgáfum fyrir mismunandi vélbúnað. Auk þess fást uppfærslur fyrir flestar eldri gerðir forritsins. Kynntu þér Lotus 1 -2-3 hjá eftirtöldum söluaðilum IBM: Kerfihf. S: 671920 Sameind hf. S: 615833 Streng, verk- og kerfisfræðistofu S: 685130 Tölvumyndum hf. S: 689010 Örtölvutækni - Tölvukaupum hf. S: 687220 FYRST OG FREMST Láttu Lotus 1-2-3 gefa þér rétta mynd af rekstrinum. Iðnaður Philips og Sonyístaf- rænu stríði New York, Börsen. FYRIR ári hóf japanska fyrir- tækið Sony að selja stafrænar hljóðsnældur (DAT) í Banda- ríkjunum. Nú áformar hol- lenska stórfyrirtækið Philips að setja á markað aðra gerð staf- rænna hljóðsnælda (DCC). Kaupendur mega vara sig því ekki verður hægt að nota sömu snældur í báðum kerfunum. Fyrirtækið, sem nær undir sig bróðurparti af markaðnum, gersi- grar að öllum líkindum keppinaut- inn. Þannig fóru leikar þegar VHS og Betamax kepptu um mynd- bandamarkaðinn. Betamax þótti að flestu leyti betra kerfi en mark- aðssetning VHS heppnaðist betur. Eigendur Betamax-tækja sátu fljótlega uppi með nánast ónot- hæfan varning. Fyrirfram er alls ekki ljóst hvor aðilinn fer með sigur af hólmi. DAT hefur þegar náð miklum vin- sældum meðal fagmanna. Hljóm- gæðin þykja einstök og snældurn- ar eru fyrirferðarlitlar. Philips treystir hins vegar á þann kost DCC að einnig verður unnt að spila venjulegar hljóðsnældur í tækjunum. Reyndar er enn verið að þróa DCC og markaðssetningar er ekki að vænta fyrr en á næsta ári. Tölvur WIIMDOWS — íslenska Windows bókin er komin út. * Islenska Windows bókin komin út BÓKAÚTGÁFAN Aldamót hefur sent frá sér íslensku Windows bókina. Fjallar hún um Windows 3.0, sem er myndrænt stýrikerfi fyrir PC tölvur. Höfundur er Matthías Mag-nússon. í frétt frá Aldamóti segir að Windows hafi verið metsöluforrit undanfarna mánuði og ekki að ástæðulausu, þar sem forritið auki margfalt möguleika PC tölvunnar. Hún verði „vingjarnlegri" með til- stuðlan Windows, enda sé Windows mjög líkt því kerfi sem gert hafi Macintosh tölvuna vinsæla. Bókin er 161 bls. að stærð og er prentuð í Odda. Hún fæst í bóka- verslunum og tölvuverslunum. Fram kemur í fréttatiikynningu, að sumar tölvuverslanir muni láta hana fylgja „Windows tölvum" sín- um.“ Auglýsingasíminn er69 11 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.