Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 Um fæðu, fiska og syndaseli eftír Hilmar J. Malmquist Að undanförnu hefur talsvert verið rætt og ritað í fjölmiðlum um bágt ástand fiskstofna í samhengi við fæðukerfi þeirra. Nýlegt dæmi um þetta er grein eftir Kristin Pétursson í Morgunblaðinu 7. fe- brúar síðastliðinn. Megintilgangurinn með skrifum mínum er að gagnrýna þá einföldu sýn af vistkerfi sjávar sem kemur fram hjá Kristni. Einkuiji fer fyrir brjóstið á mér sá misskilningur að með veiðum á sjávarlífverum sé maðurinn fær um að stjórna því sem Kristinn nefnir .. . „jafnvægi í fæðuframboði og stofnstærðum nytjastofna". Náttúrulegt jafnvægi í stofn- stærð lífvera er ekki til, að minnsta kosti ekki í þeim skilningi að þeir haldist stöðugt stórir yfir lengri tíma. Stofnar lífvera í náttúrunni sveiflast upp og niður, hvort sem maðurinn grípur þar inn í eða ekki. Astæður slíkra stofnsveiflna eru margar og mun flóknari en svo að þær verði skýrðar einvörðungu út frá fæðusamkeppni eða afráni, eins og Kristinn virðist halda. Flókinn vefur Vistkerfi sjávar má líkja við þéttriðinn vef, þar sem á sér stað margþætt víxlverkun milli lífvera og efna- og eðlisfræðilegra um- hverfisþátta, svo sem ljóss, hita, súrefnis og næringarsalta. Þátt- takendurnir skipta þúsundum teg- unda, og spanna allt frá smæstu þörungum og bakteríum til stærstu dýra jarðar, hvalanna. Leið efnis og orku um vistkerfið er í grófum dráttum frá ljóstillífandi jurtakyns frumuframleiðendum til dýrakyns neytenda. Fiskar, og reyndar flest- ar lífverur, eru að mörgu leyti leik- soppar ólífrænu umhverfisþátt- anna. Síldin, svo eitt dæmi sé tek- ið, byggir afkomu sína að vemlegu leyti á rauðátu, smágerðu krabba- dýri í sjávarsvifinu, sem reiðir sig á jurtasvif, sem aftur á móti þrífst á næringarsöltum og sólarljósi. Hitastig, seltustig og fleiri ólífræn- ir þættir verka svo á alla hlekki þessarar keðju. Sveiflur í árferði, til dæmis í ijósmagni og hitastigi, geta haft keðjuverkandi áhrif alla leið til fiskstofnanna. Bregði vor- komu í jurtasvifi til eða frá um vikur eða mánuði, vegna áhrifa íss, veðra og vinda, getur það haft slæmar afleiðingar fyrir afkomu rauðátunnar, og þar með síldar- stofninn. Hvorki síldin, né önnur dýr, búa yfir þeim hæfileikum að geta séð fyrir eða ráðið við svo „tilviljunarkennt" örsakasam- hengi. „Þessi „ófullkomleiki" á ekki hvað síst við um óþroskað ungvið- ið. En stærstu afföll fiskstofna verða einmitt strax á hrogna- og seiðastiginu. Auk framangreindra atriða koma til sögu sjúkdómar af völdum ýmissa smálífvera (sveppa, baktería og orma) og afrán fisk- anna sjálfra. Þau seiði sem standa af sér klakraunirnar eru jafnframt misjöfn að upplagi. Sum eru miður dugleg að afla sér fæðu og drep- ast hreinlega úr hor, enda þótt fæða sé til staðar. Fæða er ekki föst stærð sem stálpuð eða fullvaxin síld, né aðrir neytendur, geta gengið að sem vísri; hún er sýnd veiði en ekki gefín. Síldin þarf að hafa fyrir því að verða sér úti um rauðátuna, því hún heldur sig á því dýpi hveiju sinni þar sem illt er að koma á hana auga. Þar við bætist að rauð- átan getur vikið sér undan atlögum fisksins; allar árásir heppnast ein- faldlega ekki. Samkeppni skyldra og óskyldra tegunda um sömu fæðuna, til dæmis síldar, karfa og sandreyðar um rauðátu, er einn þátturinn til viðbótar þeim óteljandi þáttum sem áhrif geta haft á fæðustofna, og þar með sinn eigin stofn. Afrán þorsks, ufsa, ýsu, síidar og loðnu á stofnum hvers annars og sínum eigin, ásamt afráni fugla, sela og hvala á nytjastofnunum, er enn einn þátturinn í þessu margsl- ungna samspili lífveranna. Að framansögðu ætti að vera ljóst að fæðumagn og stofnstærð nytjafiska ræðst af flóknu ferli margra gagnverkandi þátta, og því ófært að einblína á víxlverkun nytjastofnanna í því samhengi. Það ætti jafnframt að vera ljóst að sá fæðuskerfur sem fuglar og sjávar- spendýr „taka úr“ vistkerfinu þarf ekki að nýtast fiskstofnunum á neinn beinan hátt, ef úr honum dregur. Fyrir utan það að hæfileika eða getu fískanna til að nýta fæðu sína eru takmörk sett, þá halda þessar lífverur sig oft á búsvæðum fjarri hver annarri. Saklausir blórabögglar? Kristinn telur .. .„brýnna en nokkru sinni að hefja hvalveiðar vegna minnkandi fæðuframboðs í hafínu" hér við land, .. .„eða vist- kerfi á þessum slóðum mun allt fara úr skorðum" ... Jafnframt fínnst honum .. .„að minnka ætti síldarstofninn “..., meðal annars vegna þess að þá .. .„minnkar álagið á fæðukerfinu". Þetta, og fleira í svipuðum dúr, staðhæfir Kristinn enda þótt hann eyði miklu púðri í það að gagnrýna Hafrann- sóknastofnun fyrir takmarkaða þekkingu á fæðukerfi nytjastofn- anna. Eg tel víst að flestir sem til þekkja geti tekið undir þessa gagn- rýni; þörf er á aukinni íjárveitingu til hafrannsókna. Það eru hins veg- ar lítil vísindi að álykta og stað- hæfa nokkuð um fæðumagn út frá þorskseiðum í nokkrum síldarmög- um, eða minningum um lífríki við Langanes að sumri fyrir 20-30 árum, eins og Kristinn gerir. Frá síðari heimsstyijöld hafa íslendingar stundað veiðar á þrem- ur tegundum skíðishvala (lan- greyði, sandreyði og hrefnu) og einni tegund tannhvala (búrhval). Skíðishvalir eru sérhæfðar krabba- svifsætur og éta aðallega ljósátu og rauðátu. Þetta á einkum við um langreyð, sandreyð og steypi- reyð (ekki veidd), en hrefna og hnúfubakur (ónýttur stofn vegna ofveiði um og fyrir síðustu alda- mót) virðast éta krabbasvif til jafns Skútuvogi 10a - Sími 686700 Hilmar J. Malmquist „Fæðumagn og stofn- stærð nytjafiska ræðst af flóknu ferli margra gagnverkandi þátta, og því ófært að einblína á víxlverkun nytjastofn- anna í því samhengi.“ við beinfíska ýmsa, þar á meðal loðnu. Stofnar langreyðar og hrefnu eru taldir vera í „heil- brigðu“ ástandi í dag, en stofnar sandreyðar, steypireyðar og hnúfubaks til samans, telja líklega færri dýr en langreyðin ein sér. Það er hald sérfróðra að þessir stofnar hafí farið vaxandi á síðast- liðnum áratugum, enda þótt hægt gangi. Ef svo er, þýðir það sam- kvæmt hugmyndum Kristins að sífellt dregur úr framboðinu á ljós- átu bg rauðátu, sem leiðir aftur til þess að stofnar nytjafíska, sem einnig éta krabbasvifið, minnka. Síldin og karfinn eru líklega þeir nytjastofnar hér við land sem hvað mest byggja afkomu sína á ljósátu og rauðátu. En þvert á allar vænt- ingar þá heldur síldarstofninn stækkað nokkuð jafnt og þétt á síðustu 20 árum, og karfastofninn (veiðanlegi hlutinn) virðist hafa haldist nokkuð jafnstór á sama tímabili. Dæmið gengur ekki upp samkvæmt forskriftinni. Flestir tannhvalir, þar á meðal búrhvalur, háhyrningur, hnísa og höfrungur sem fínnast hér við land, lifa að miklu leyti á smokkfiski og beinfiski. Að undanskildum búr- hvalnum hafa veiðar á tannhvölum aldrei verið umtalsverðar við ís- land. Flestir stofnarnir hafa því verið meira og minna óáreittir um áratugaskeið, og ættu að vera orðnir „alltof“ stórir vegna vannýt- ingar. Nú er til dæmis talið að háhyrningar einir sér éti umtal- svert magn af síld á hveiju ári, en engu að síður þá vex síldar- stofninn. Klókir fiskar „Fiskarnir eru ekki eins vitlaus- ir og sumir halda...“ segir Krist- inn. Það er alveg rétt, og í raun ■ MÖMMUMORGNAR svokall- aðir hófust í safnaðarheimili Lágá- fellssóknar miðvikudaginn 6. fe- brúar sl. og hafa reynst mjög vin- sælir og vel sóttir. Hér er um að ræða samverustundir mæðra og barna þeirra. Mömmurnar skrafa saman yfír kaffibolla og bera saman bækur sínar um lífið og tilveruna en börnin leika sér með liti og kubba og fleira skemmtilegt. Á stundum eru svo kallaðir til gestir sem halda fræðsluerindi um eitt og annað gagnlegt og uppbyggilegt. Umsjón með þessum stundum hafa Stein- unn Júlíusdóttir húsmóðir og Rósa Sveinsdóttir umsjónarmaður Safn- aðarheimilisins. Nk. miðvikudag, 24. apríl, kl. 10.30 mun Herdís Stor- gaard hjúkrunarfræðingur halda fyrirlestur um slysavarnir í heima- húsum og eru mæður úr Mosfellsbæ hvattar til að mæta og hlýða á þarft efni. Safnaðarheimili Lága- fellssóknar er í Þverholti 3 í Mos- fellsbæ. (Frcttatilkynning) Vinningstölur laugardaginn 20. apríl 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 6.829.033 O 4. 4af5^p 6 118.329 3. 4af5 192 6.378 4. 3af 5 6.837 417 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 11.614.612 kr. t Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. engin ástæða til að halda annað. Át fiska á seiðum annarra fiskteg- unda sem og sínum eigin er al- gengt. Flestar fisktegundir éta fisk einhvern tímann á ævi sinni, og iðulega fer fiskbráðin stækkandi með vaxandi stærð ránfisksins. Stærstu og elstu fiskarnir, til dæm- is á meðal þorsks, ufsa og karfa, lifa að miklu leyti á öðrum fiskum, hálfvöxnum eða fullvöxnum. Stærðarsambandið sem hér um getur endurspeglar í grófum drátt- um þá meginreglu að fyrir stækk- andi ránfisk þá er hagkvæmni í orkubúskap hans meiri ef stærð bráðarinnar vex samhliða fisknum sjálfum. Þessi skýring er öllu lík- legri á því að síldin éti fiskseiði eftir að hún nær tiltekinni stærð, heldur en að seiðaátið stafi af skorti á krabbasvifi eins og Krist- inn ýjar að. Víðsýni og vísindi Saga mannsins á auðlindanýt- ingu hafsins ber mýmörg vitni um vanstjórn og ofnýtingu. Flestir nytjastofnar í Norðursjónum og Eystrasalti eru í slæmu ásigkomu- lagi bæði vegna ofveiði og meng- unar. Hér við land viðgekkst á sjötta, sjöunda og áttunda ára- tugnum gegndarlaus veiði á þorski og sfld (sumargots- og vorgotssíld) með hrapallegum afleiðingum, einkum fyrir síldina. Hrun íslensku síldarstofnanna má líklega rekja til alltof harðrar sóknar samfara bágum umhverfisskilyrðum í sjón- um. Á síðustu 20 ánim hefur sum- argotssíldin verið að rétta út kútn- um vegna verndaraðgerða Ha- frannsóknastofnunar, og er hrygn- ingarstofninn í dag áætlaður vera um hálf milljón tonn. Þorskstofn- inn virðist hins vegar ekki hafa náð sér síðan hann var ofnýttur á áratugnum fyrir tilkomu 200 mílna efnahagslögsögunnar árið 1975. Saga hvalveiða er enn verri. ís- landssléttbak og sandlægju var útrýmt hér við land, og ýmsar skíð- ishvalategundir, til dæmis steypi- reyður, eru í dag illa leiknar og í lægð sökum ofveiði allt fram á miðja þessa öld. Samskipti lífvera í vistkerfí þar sem maðurinn hefur haft „skyn- samleg“ eðajítil afskipti leiða ekki til sambærilegra slysa og getur hér að framan. Það er í senn ánægju- leg og dapurleg staðreynd að margar núlifandi lífverur, sem þró- ast hafa saman í hundruðir og þúsundir ára að minnsta kosti, skuli eiga tilvist sína mikið að þakka vistfræðisjónarmiðum. í því sjónarmiði felst að þræða gullinn meðalveg þess að bera virðingu fyrir náttúrunni og að nýta hana á þann hátt að fjölbreytni og eðli- legum viðgangi stofna sé ekki hætta búin. Fiskveiðiráðgjöf vísindamanna nú allra síðustu árin tekur æ meira mið af þessu viðhorfi. En betur má ef duga skal. Oft er ekki hlust- að á tillögur sérfræðinga. í staðinn viðgangast skammtíma gróðasjón- armið vegna þrýstings ýmissa hagsmunahópa. Til lengri tíma litið draga þannig aðferðir úr margum- töluðum hagvexti, og nægir að benda á hrun síldarstofnanna í því sambandi. En málið snýst um fleira en efnahag. Við verðum að velta því vandlega fyrir okkur hversu langt við ætlum að ganga í að móta náttúruna að þörfum okkar og gerviþörfum. Við þurfum einnig að hugleiða vel hvað fullnýting stofna hefur í för með sér, þar sem stærstu einstaklingarnir eru fjar- lægðir ár eftir ár. Eru þannig stofnar ef til vill „veiklaðir"? Rannsóknir á vistfræði sjávar færir okkur nær því að skilja nátt- úru hafsins, og gerir okkur betur kleift að umgangast auðlindir þess á vitrænan hátt. Menntun á því sviði og rannsóknir gegna þar lyk- ilhlutverki. Það þýðir ekkert að láta þröngsýnis- og skammtíma- sjónarmið ráða ferðinni í nýtingu auðlinda hafsins. Það er einfald- lega allt of mikið í húfi fyrir okkur öll. Höfundur er Uffræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.