Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 Guðmundur Jónsson arkitekt í Noregi: Sigraði í samkeppni um Noregssýningu GUÐMUNDUR Jónsson arkitekt sem býr og starfar í Noregi varð hlutskarpastur í samkeppni um Noregssýningu þá, sem sett verð- ur upp á Vetrarólympíuleikunum í Lillehammer veturinn 1992. Ekki var um almennt útboð á verkefninu að ræða, heldur ein- göngu leitað til fárra útvalinna aðila og felst í því viðurkenning fyrir Guðmund. Áætlað er að uppsetning sýningarinnar kosti um 120 milljónir íslenskra króna og er henni ætlað að standa í Lille- hammer um að minnsta kosti 10 ára skeið. „Norsku sýningunni er ætlað að sýna sögu Noregs allt frá ísöld og ekki bara til okkar daga, heldur að gefa hugmynd um einhveija framt- íðarsýn. Hvert tímabil tekur við af öðru í réttri tímaröð og fyrst geng- ur maður inn í ísöldina, inn í ískalt herbergi eða frystiklefa. Þar næst tekur við jámöldin við og síðan koll af kolli,“ segir Guðmundur Jónsson. Ferðinni lýkur svo á því að gest- urinn stendur andspænis spegli, sem er um leið landakort af himnin- um og þannig vil ég undirstrika að við emm ábyrg, hvert og eitt, fyrir framvindu og þróun lífsins hér á jörðinni og að enginn má skerast úr leik hvað það varðar, “ sagði Guðmundur. Þrír leikhópar fá tvær milljónir hver ÞREMUR leikhópum, Frú Emilíu, Óperusmiðjunni og Eddu Björg- vinsdóttur og Gísla Rúnari Jónssyni, var í gær afhentur tveggja milljóna króna styrkur hverjum. Framkvæmdastjórn leiklistar- ráðs gerir tillögur að úthlutun styrksins til menntamálaráðuneyt- isins. í framkvæmdastjóm leiklist- arráðs sitja að þessu sinni Kolbrún Halldórsdóttir, Erlingur Gíslason og Júlíus Vífill Ingvarsson. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, af- henti fulltrúum leikhópanna styrk- inn. í ávarpi Kolbrúnar Haildórsdótt- ur við afhendinguna kom fram að framkvæmdastjómin hefði skilað þremur úthlutunartillögum til ráðu- neytisins. í fyrstu tillögunni væri ekki tekið tillit til þeirrar upphæðar sem fyrir lægi til úthlutunar heldur eingöngu miðað við þörf og getu listgreinarinnar en samanlagt út- heimti þessi tillaga 44 milljóna króna framlag frá ríkinu. í annarri tillögu væri óskað eftir því við ráðu- neytið að það leysti úr erfiðri skuldastöðu þriggja leikhópa auk þess sem þrír hópar hlytu styrki. Til þessarar tillögu hefði þurft 9,5 milljónir króna. Þriðja tillagan og sú sem gengið var að gerir ráð fyrir að þrír hóp- ar, Frú Emilía, Edda Björgvinsdótt- ir og Gísli Rúnar Jónsson, og Óperu- smiðjan, hljóti óskilyrt framlag til starfsemi sinnar að upphæð 2 millj- ónir hver hópur. Samtals eru þetta 6 milljónir, 4 af íjárlögum og 2 af ráðstöfunarfé ráðuneytisins. 40 umsóknir frá 14 aðilum bár- ust leiklistarráði. Sótt var um fram- lag til 27 leiksýninga þar með talin dans, ópera og brúðuleikhús. Hundaþvottur Morgunblaðið/Júlíus Ragnar Ingi Ragnarsson og Hörður Már Guðmundsson þvo hunda sína Geisla og Tanna, að aflokinni fjöm- ferð vestur á Seltjarnarnes. Könnun Samtaka fiskvinnslustöðva: Fiskverð hefur hækkað um 7,9% frá áramótum Botnfiskvinnsla talin rekin með 3,7% halla, miðað við 8% ávöxtun stofnfjár FISKVERÐ S beinum viðskipt- um milli útgerða og vinnslu hækkaði að meðaltali um 7,9% frá áramótum til síðustu mán- aðamóta, samkvæmt könnun Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Munurinn á fiskverðshækkun- inni, sem Þjóðhagsstofnun áætl- ar og hækkuninni, sem könnun SF sýnir, er 4,3%. Samkvæmt mati SF er botnfiskvinnslan nú rekin að meðaltali með 3,7% halla, miðað við 8% ávöxtun stofnfjár, en Þjóðhagsstofnun telur að tap botnfiskvinnslunn- ar sé 0,9% af heildartekjum, miðað við skilyrði i mars í ár. Borgarfjörður: Ungnr maður beið # bana í umferðarslysi NÍTJÁN ára piltur lést í um- ferðarslysi í Borgarfirði um miðnætti aðfaranótt sunnu- dags. Tveir félagar hans slösuð- ust, en meiðsli þeirra eru ekki alvarleg. Tildrög slyssins voru þau, að flutningabifreið með tengivagni, sem var á norðurleið, var kyrr- stæð á veginum nokkru ofan við Borgames, þegar bifreið piltanna þriggja kom að, en þeir voru einn- ig á norðurleið. Bifreiðin lenti með miklu afli aftan á tengivagninum. Pilturinn, sem lést, var farþegi í aftursæti. Ökumaðurinn slasaðist talsvert og farþegi í framsæti öllu meira. Meiðsli þeirra voru þó minni en á horfðist í fyrstu. Hinn látni hét Ólafur Páll Páls- son, 19 ára starfsmaður í kjöt- vinnslu, fæddur 24. ágúst 1971. Ólafur Páll Pálsson Ólafur Páll bjó í foreldrahúsum, á Skúlagötu 9 í Borgamesi. Þetta kemur fram í fréttabréfi SF. í fréttabréfínu segir einnig, m.a.: „Við framreikning frá því í október til marsloka áætlar Þjóð- hagsstofnun að fískverðið hafi hækkað um 3,44% á tímabilinu. í ljósi þeirra upplýsinga, sem SF hefur um fískverð, er ljóst að þama er um vanmat að ræða, sem skiptir sköpum varðandi afkomu- útreikninga botnfískvinnglunnar. í mati Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir 4,5% inngreiðslu í Verð- jöfnunarsjóð sjávarútvegsins en inngreiðslan hækkaði í 5% frá síðustu mánaðamótum. Byggingavísitala hækkaði um 2,32% um síðustu mánaðamót en hún hefur áhrif á viðhaldskostnað og afskriftir fyrirtækjanna. Þá er einnig tekið tillit til breytinga á gengi þeirra gjaldmiðla, sem af- urðir vinnslunnar eru seldar í, en þar vega Evrópumyntir þyngst. Gengi þeirra hefur farið lækkandi á sama tíma og Bandaríkjadalur hefur styrkst. Ástæðurnar fyrir hallarekstri vinnslunnar em fyrst og fremst tvær, hátt fískverð og greiðslur vinnslunnar í Verðjöfn- unarsjóð sjávarútvegsins." Fiskverðshækkun frá meðal- verði ársins 1989 til október í fyrra var 42,4%, samkvæmt upplýsing- um Fiskifélags íslands. Því má gera ráð fyrir að fiskverðið sé nú rúmlega 50% hærra en þ_að var að meðaltali á árinu 1989. Á sama tíma hafa laun í fiskvinnslu hækk- að um 16%. Þessar miklu fís- kverðshækkanir valda því að góð ytri rekstrarskilyrði sjávarútvegs- ins hafa hvorki komið vinnslunni né verkafólki til góða, heldur fyrst og fremst bætt kjör sjómanna og útgerðar. Launahækkanir til sjómanna umfram hækkanir til annarra launþega hafa þær afleiðingar að verkalýðshreyfíngin mun óhjá- kvæmilega gera tilkall til meiri hækkana en ella. Fiskvinnslan stendur frammi fyrir gerðum hlut, góðærið hefur farið til sjómanna og við núverandi stöðu þolir vinnsl- an engar frekari hækkanir." Morgunblaðið/KGA Meðal gesta við setningu Norrænu ferðakaupstefnunnar var Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, sem hér sést ásamt Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra, Magnúsi Oddssyni, ferðamálastjóra og Steingrími Sigfússyni, samgönguráðherra. Ferðakaupstefna sett NORRÆNA ferðakaupstefnan var sett við hátiðlega athöfn í Borgar- leikhúsinu í gærkvöldi. Um fjögur hundruð manns frá fjölmörgum löndum taka þátt I kaupstefnunni, sem haldin er í Laugardalshöll. Þetta er í fyrsta sinn sem Nor- ræna ferðakaupstefnan, sem nú er haldin í sjötta sinn, fer fram í Reykjavík en hún er haldin til skipt- is á Norðurlöndunum annað hvert ár. Kaupstefnan stendur í tvo heila daga og má búast við að á milli tvö og þijú þúsund formlegir viðskipta- fundir fari fram í Laugardals þessa tvo daga. Rúmlega 90 fy tæki hafa komið upp básqm í La hardalshöll í tengslum við kaupsti unaen til hennar er sérstaklega t ið 140 gestum, sem eru fulltr ferðaþjónustufyrirtækja í fjarlæg löndum, einkum Asíu og Amerík Leiklistarráð:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.