Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 33
MÓRGÚNBLÁÐÍÐ!ÞRIÍXJUDÁGUIÍ'feS. APRÍI.i lð!tl Bretland: Menntun Majors til umræðu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, lauk grunnskólaprófi í sex greinum, að því er kom fram í fréttatilkynningu forsætisráðuneytis- ins sl. laugardag. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið af skóla- göngu forsætisráðherrans sl. vikur. Reuter Bandarískir og íraskir hermenn við landamæri íraks og Tyrklands á sunnudag. Bandarískar hersveitir byijuðu á laugardag að reisa flóttamannabúðir fyrir Kúrda í norðurhluta íraks og hefur ekki komið til árekstra við íraska hermenn. Fyrir nokkrum vikum vék Major sér hjá því að svara spurningum um það hvað hann hefði lokið grunnskólaprófi i mörgum greinum, sagðist ekki muna það. Frétta- mönnum þótti þetta sérkennilegt og höfðu samband við skólann, en fengu engin svör þaðan. Þegar þetta mál hefur borið á góma síðan, hefur Major ævinlega komið sér hjá að svara. Þetta efldi ásetning fréttamanna um að kom- ast að hinu sanna í málinu, því þá grunaði, að forsætisráðherrann hefði eitthvað óhreint í pokahorn- inu. Fyrirspurnum um skólagöngu Majors rigndi yfir talsmenn forsæt- isráðuneytisins, svo að öll önnur mál féllu í skuggann, meira að segja sá frægi nefskattur. Fréttatilkynning var því gefm út á laugardaginn um, að hann hefði lokið prófi í sex greinum. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, blandaði sér í þetta mál í sl. viku, þegar hann lét orð falla um, að hann sjálfur hefði lok- ið grunnskólaprófi í sex greinum. Honum tókst þó ekki betur til en svo, að degi síðar leiðrétti hann það og sagði þær sjö. Sl. föstudag gaf hann svo út fréttatilkynningu um, að hann hefði lokið prófi í átta greinum. Að líkindum er þessu stórpólit- íska máli nú lokið 'og allir nokkru nær um skólagöngu stjórnmálaleið- toganna. Átökin í Irak: Mætir Saddam sjálf- stíórnarkröfum Kúrda Nikosíu, Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. STJÓRN Saddams Husseins íraksforseta virðist ljá máls á því að ganga að flestum kröfum Kúrda um sjálfstjórn í norðurhluta lands- ins. Leiðtogar kúrdískra uppreisnarmanna voru þó tortryggnir í garð forsetans í gær eftir þriggja daga viðræður við stjórnina. Fjögurra manna sendinefnd Kúrda hóf viðræður við stjórnina í Bagdad á sunnudag og var nefndin undir forystu Jalals Talabanis, leið- toga Þjóðernishreyfingar Kúrdist- ans. Hinir þrír eru fulltrúar Kúr- díska lýðræðisflokksins og tveggja smáflokka. Stjórnin í Bagdad hefur ekki minnst opinberlega á viðræðurnar en íraskir fjölmiðlar hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkjamanna og fleiri vestrænna þjóða um að koma upp griðasvæði fyrir Kúrda í norð- urhluta landsins. Kúrdískir leiðtog- ar hafa hins vegar fagnað þessari ákvörðun en sagt að slíkar aðgerðir geti aðeins verið bráðabirgðalausn. Eina lausnin felist í því að koma kúrdísku flóttamönnunum við land- amærin að Tyrklandi til heimkynna sinna til að þeir þurfi ekki að treysta á aðstoð erlendra hjálparstofnana allt sitt líf. Til að tryggja það eigi Kúrdar einskis annars úrkosta en að ræða við stjórnina í Bagdad. Kúrdískir heimildarmenn sögðu að íraksstjórn virtist ljá máls á því sem næst öllum kröfum Kúrda um sjálfstjórn. Saddam væri að íhuga þann möguleika að Kirkuk, mikil- væg olíuborg, yrði hluti af sjálf- stjórnarsvæði Kúrda. Honum væri mikið í mun að komast að samkom- ulagi við Kúrda til að tryggja að viðskiptabanni Sameinuðu þjóð- anna á íraka verði aflétt, að minnsta kosti að hluta. Talsmaður Kúrdíska lýðræðis- flokksins sagði að taka bæri tilboði Saddams með varúð en þó væri ekki útilokað að honum væri alvara að þessu sinni. Hann sagði að gerð- ar héfðu verið mikilvægar breyting- ar á stjórn landsins á undanförnum vikum, nýr forsætisráðherra skip- aður og fyrirheit gefin um lýðræði og fijálsa fjölmiðla. Leiðtogar shíta, sem gerðu upp- reisn gegn Saddam í suðurhluta landsins, fordæmdu í gær viðræður Kúrda við írösku stjórnina. „Það ætti ekki að eiga sér stað neitt samningamakk við morðingjann Saddam. Hann er sekur um stríðs- glæpi og verðskuldar sömu örlög og aðrir morðhundar sögunnar,“ sagði talsmaður íraskra shíta í Damaskus. SIEMENS Eigendur sumarbústaðail Við eigum til sólarrafhlöður frá Siemens ásamt nauðsynlegum fylgihlutum til uppsetn- ingar og viðhaldslausrar notkunar. Hagstætt verð. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SlMI 28300 SIEMENS Stjórnmálaspenna í Kúveit: Ný stjóm sökuð um að vilja mýla stjórnarandstöðuna Kúveitborg. Reuter, The Daily Telegraph. STJÓRNARANDSTAÐAN í Kúveit hafnaði um helgina nýrri ríkis- stjórn, sem fursti landsins skipaði á laugardag. Leiðtogar stjórnar- andstæðinga hugðust halda blaðamannafund í gær til að skýra af- stöðu sína til stjórnarinnar en honum var aflýst á síðustu stundu og var stjórnin sökuð um að vilja þagga niður í stjórnarandstöðunni. Bróðir furstans af Kúveit, Sabah al-Ahmed al Jaber al-Sabah, sem sætt hefur harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í embætti aðstoðar- forsætisráðherra, verður ekki í nýju stjórninni. Sérfræðingar gegna flestum ráðherraembættunum en furstafjölskyldan hefur þó enn bæði tögl og hagldir í stjóminni. Hægrimenn, heittrúaðir súnnít- ar, arabískir þjóðernissinnar, fyrr- um þingmenn, óháðir stjórnmála- menn, atkvæðamiklir fjármálamenn og vinstrisinnaðir menntamenn hafa myndað bandalag gegn stjórn landsins. Forystumenn bandalags- ins gáfu út yfirlýsingu á sunnudag þar sem þeir höfnuðu stjórninni, sögðu hana „grófa ögrun“. Stjórnin væri einkum skipuð sérfræðingum er nytu ekki stuðnings neinna stjórnmálaafla í landinu. Þeir höfðu krafist þess að mynduð yrði þjóð- stjórn, með aðild stjórnarandstæð- inga er börðust fyrir lýðræði fyrir innrás íraka 2. ágúst í fyrra. Enn- fremur er vaxandi rígur milli Kú- veita, sem flúðu land eftir innrás- ina, og þeirra sem voru um kyrrt í landinu og héldu uppi mótspyrnu gegn írökum. Stjórnarandstæðing- ar úr röðum hinna síðarnefndu segj- ast hafa stutt útlagastjórn furstans eftir innrásina og eigi ekki skilið að furstinn sniðgangi þá nú. Leiðtogar stjórnarandstæðinga hugðust halda blaðamannafund í hóteii í eigu ríkisins, þar sem flest- ir erlendu blaðamennirnir í landinu hafa gist frá því hernámi íraka lauk í febrúar. Blaðamennirnir og stjórn- arandstæðingarnir voru hins vegar beðnir um að fara úr ráðstefnusal hótelsins skömmu áður en fundur- inn átti að hefjast. Lögreglumenn voru sendir í hótelið til að fylgjast með því að farið yrði eftir fyrirmæl- unum. „Þetta sannar að stjórnin hyggst þagga niður í okkur, þannig að aðeins sjónarmið stjórnarinnar komi fram,“ sagði Youssef al-Nisf, fyrr- um ráðherra og leiðtogi stjórnar- andstæðinga úr röðum kúveiskra fjármálamanna. „Stjórnendur hót- elsins skiptu um skoðun á síðustu stundu og létu þannig undan þrýst- ingi valdhafanna,“ sagði talsmaður hreyfingar hægrisinnaðra múslima. Furstinn rauf þing árið 1986 en hefur lofað kosningum á næsta ári. Stjórnarandstæðingar vonast til þess að þær fari fram í maí á næsta ári og búast við því að flestir ráð- herrar valdafjölskyldunnar missi þá embætti sín. ------------------- ■ DYFLINNI - Meirihluti ír- skra kjósenda vill að bann við hjón- askilnuðum verði numið úr gildi þar í landi, að því er fram kom í niðurstöðum skoðanakönnunar sem birt var í gær. Rúmlega fjögur ár eru frá því að írar höfnuðu hjóna- skilnuðum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú segjast 64% kjósenda styðja að breytingar verði gerðar á hjúskap- arlögunum og hjónaskilnaðir leyfð- ir. I ASADABAD - Afganskir skæruliðar sögðu í gær að allt að 400 manns hefðu látið lífið í Scudflaugaárásum stjórnarhers- ins á borgina Asadabad í Norðaust- ur-Afganistan á laugardag. Um 300 lík hafa verið grafin upp úr húsarústum í borginni. Raza Khan, sem er í héraðsstjórn skæruliða, sagði að tala fallinna gæti átt eftir að hækka. Hann sagði að árásanna yrði grimmilega hefnt. Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjó SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.