Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 57 Árið 1984 var Guðmundi veitt lyfsöluleyfi í Breiðholti efra. Þar var þá engin lyfjabúð fyrir, þannig að Guðmundur og Erna urðu að byggja frá grunni. Það gerðu þau af miklum myndarskap og dugn- aði. Nefndu þau apótekið Lyfjaberg. Á þeim tíma kom glöggt í ljós að Guðmundur var frumkvöðull i mörgu og fór ekki alltaf troðnar slóðir. Guðmundur var mjög fagleg- ur. Hann var maður rökfastur og skýr í hugsun, snöggur að komast að réttum niðurstöðum í málum sem þurfti að taka afstöðu til, ávallt gat hann rökstutt mál sitt. Hann hvik- aði ekki frá ályktunum sínum. Guð- mundur var afar raungóður, væri til hans leitað. Hann lá ekki á liði sínu og var ætíð fús að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Þökk sé honum fyrir það. Hvað félagslíf varðar var hann ötull og ósérhlífinn. Ætíð var hann reiðubúinn að veija málstað stéttar- bræðra sinna. Skyndilega dró ský fyrir sólu. Lasleiki gerði snögglega vart við sig hjá Guðmundi. Ekki datt okkur þá í hug að það væri maðurinn með ljáinn, sem þar væri á ferð. Á ör- skömmum tíma hrakaði heilsu hans, en sterkur vilji til að lifa og beijast var til staðar allt til enda. Guð- mundur var með fullri rænu, þar til hann andaðist þann 15. apríl. Þá slokknaði ljósið, sem Guð hafði eitt sinn kveikt. Drottinn gaf og Drottinn tók. Drengur góður var horfinn sjónum okkar, aðeins 52 ára að aldri. Sjaldan fínnum við eins til vanmáttar okkar og smæð- ar, sem á slíkum stundum. Við minnumst Guðmundar Steinssonar og vottum honum virð- ingu okkar og þakkir. Blessuð sé minning hans. Elsku Erna, þér og sonum þínum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að hugga ykkur og styrkja, nú og um alla framtíð. Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm. 46,2.) Fjóla og Sigurður G. Jónsson. Þann 15. apríl sl. andaðist Guð- mundur Steinsson á Landspítalan- um eftir skamma en stranga sjúk- dómslegu. Skömmu áður höfðum við frétt um veikindi hans en engu að síður komu tíðindin á óvart. Leiðir okkar lágu fyrst saman í fjórða bekk Menntaskólans á Akur- eyri. Guðmundur var einn nokkurra Siglfírðinga í bekknum og voru þeir Siglfirðingar nokkuð ólíkir en þó samstæðir á vissan hátt. Einn var áberandi ærslagjarn, annar músíkalskur svo af bar, þriðji dreyminn og dálítið utan við sig. Guðmundur var þeirra stilltastur og jafnastur í öllu fari og hafði þó mikla kímni og smitandi hlátur. En Siglfirðingunum var öllum eitt sam- eiginlegt: Þeir voru góðir félagar. Guðmundur var einn af bestu námsmönnum bekkjarins og nokk- urn veginn jafnvígur á allar grein- ar. Hann var rökfastur með afbrigð- um og þýddi okkur yfirleitt lítið að deila við hann. Skapfesta hans og þrautseigja kom sér vel þegar hann meiddist illa í íþróttum seint á síð- asta námsári. Hann lá á sjúkrahúsi og gat ekki tekið stúdentspróf með okkur hinum vorið 1959. En fræðin las hann umlukinn gipsi um suma- rið og tók prófið um haustið með ágætiseinkunn. Vafalaust hefur þessi þrautseigja auðveldað honum að ná nærri fullri færni eftir þetta slys. Guðmundur ólst upp á Siglufriði með foreldrum sínum og systur. Hann stundaði skólanám og skíða- íþróttir á vetrum eins og umhverfíð bauð. Á sumrum vann hann alla almenna vinnu, sem eðlilega snerist mest um síld. Okkur eru sérlega minnisstæðar lýsingar hans á ára- mótunum á Siglufirði. Það var hlut- verk þeirra skíðamannanna að koma fyrir blysum í hlíðinni ofan við bæinn. Mynduðu blysin ártalið. Nákvæmlega á miðnætti breytti skíðasveitin blysunum þannig að nýja ártalið kom í ljós. Aldrei var Guðmundur glaðari en eftir dag- langa útivist á skíðum í „fjallahót- e!i“ okkat' menntskælinganna, Út- garði. Guðmundur hóf nám í lyijafræði við Háskóla íslands haustið 1959 og lauk miðprófi sumarið 1961. Lengra varð ekki komist í námi hérlendis. Hélt hann til Kaup- mannahafnar sama ár og lauk kandídatsprófi með ágætiseinkunn frá Danska lyfjafræðiháskólanum sumarið 1964. Leiðin lá til íslands aftur. Guð- mundur hóf strax störf við lyfja- framleiðsludeild Pharmaco hf. í Reykjavík og starfaði þar óslitið til ársins 1985; lengst af sem fram- leiðslustjóri en frá 1979 sem þróun- arstjóri. Hann vann þar, ásamt fleirum, brautryðjendastarf í inn- lendum lyfjaiðnaði, oft við mjög erfiðar aðstæður. Störf hans ein- kenndust öðru fremur af mikilli samviskusemi og trúnaði við fyrir- tækið. íslenskur lyfjaiðnaður hefur í dag náð umtalsverðum árangri og byggist sá árangur m.a. á elju Guð- mundar og þrautseigju árum sam- an._ Árið 1984 fékk Guðmundur lyf- söluleyfi og rak sitt eigið apótek, Lyfjaberg, frá 1985. Hann var stofnandi þess apóteks og kunni að veita þjónustu þannig að allir væru ánægðir, kaupandi og seljandi — veitandi og þiggjandi. Sjúklingar fengu að njóta þess að Guðmundur var greiðvikinn. Hann bar mikla virðingu fyrir þjónustustarfinu og vildi rækja það vel. Læknum var þetta ljóst, enda þurfa sjúklingar oft sérstaka alúð í apóteki svo vel fari. í umræðum um lyfsölumál lagði Guðmundur jafnan mikla áherslu á þjónustuhlutann. Hann leit afdrátt- arlaust á hlutverk lyfjaverslunar sem heilbrigðisþjónustu og lét þá skoðun skýrt í ljós. Á undanförnum árum hafa ýmsir embættismenn og stjórnvöld oft verið ærið ósanngjörn í garð lyfsala sem stétt embættismanna. Þarna hafa farið saman stjórnunarþörf og vantraust. Vel rekin apótek skila hagnaði eins og önnur vel rekin fyrirtæki gera. Lyfsalar, sem und- antekningalaust verða að reka verslun sína samkvæmt ákvörðun stjórnvalda, komast ekki hjá því að ágóði fyrirtækjanna er gefinn upp sem þeirra eigin hagnaður. Þetta er sennilega orsök fyrrnefnds óró- leika. Guðmundur reyndi eins og hann gat að leiðrétta misskilning þennan og rugl. Skömmu fyrir sjúkdóms- legu sína lagði hann fram gild rök um þessi mál í undirbúningi að stefnumótun fyrir landsfund Sjálf- stæðisflokksins. Vonandi halda sjónarmið hans velli — fagleg virð- ing fyrir því að lyfjaverslun er heil- brigðisþjónusta þar sem hagur og mannvirðing sjúklingsins er aðalat- riðið. Guðmundur kvæntist Ernu Kristjánsdóttur, aðstoðarlyfjafræð- ingi, árið 1965. Eignuðust þau tvo syni: Kristján Sigurð og Ólaf Stein, sem báðir stunda nám í lyfjafræði með miklum ágætum. Guðmundur ólst upp og mótaðist í miklum athafnabæ, sem jafnframt er ein af fegurstu byggðum þessa lands. Sagt hefur verið að Siglfirð- ingar hafi verið heimsborgarar á sinn hátt, enda í alþjóðaleið áratug- um saman. Vafalaust á þetta sinn þátt í því að Guðmundur varð at- hafnamaður og rækti þjónustuhlut- verk sitt jafn vel og raun ber vitni. Fyrir hönd bekkjarsystkina okk- ar þökkum við Guðmundi samfylgd- ina og sendum samúðar- og vináttu- kveðjur til Ernu og sona hennar. Ingólfur S. Sveinsson Reynir Eyjólfsson. Kveðja frá starfsfólki Heilsugæslustöðvarinnar í Efra-Breiðholti Allt frá því að Guðmundi Steins- syni var veitt lyfsöluleyfi í Efra- Breiðholti og hann stofnsetti Lyfja- berg, hafa verið mikil og góð starfs- tengsl stofnana okkar. Þau tengsl hófust er apótekið og heilsugæslu- stöðin voru í bráðabirgðahúsnæði við Eddufell/Asparfell og hafa hald- ist og eflst eftir að stofnanirnar fluttu í sín nýju húsakynni við Hraunberg. Samskipti okkar við apótekarann í Lyfjabergi hafa öll þessi ár verið með mestu ágætum og þar á engan skugga borið. Guð- mundur reyndist okkur traustur og góður samstarfsaðili, ljúfur í við- móti og ávailt reiðubúinn til breyt- inga og lagfæringa er koma mættu skjólstæðingum okkar að gagni. Víst er að mjög margir viðskiptavin- ir Lyfjabergs munu sakna Guð- mundar Steinssonar sáriega, ekki síst eldra fólkið í hverfinu, sem átti í Guðmundi sérstakan hauk í horni hvað snertir heimsendingar og ýmsa aðra þjónustu. Skyndileg veikindi og ótímabært fráfall Guð- mundar Steinssonar eru missir íbúa Efra-Breiðholts. Við þökkum honum að leiðarlok- um fyrir ágætt samstarf og ljúfa viðkynningu og vottum aðstandend- um einlæga samúð. Leifur N. Dungal TIL IBÚA í REYKJAVÍKOG KÓPAVOGI! Nú eru hafnar framkvæmdir við lagningu 132.000 volta jarðstrengs milli aðveitustöðvar við Meistara velli í Reykjavík og aðveitustöðvar á Hnoðraholti í Kópavogi. Með til- komu þessa strengs eykst flutnings- geta og rekstraröryggi veitu- kerfisins enn til muna. Fyrirhuguð strenglega kemur fram á meðfylgjandi korti. í Reykjavík verður lagt frá aðveitu- stöðinni við Meistaravelli, eftir Meistaravöllum, Kaplaskjólsvegi, Ægisíðu, Starhaga, Suðurgötu, Einarsnesi, Skeljanesi og fram í sjó í Fossvogi, vestan flugbrautarenda. Lagður verður sæstrengur yfir Foss- voginn að enda Hafnarbrautar í Kópavogi. í Kópavogi verður síðan farið eftir Vesturvör, Kársnesbraut, Nýbýlavegi, Bröttubrekku, Stút- lautarvegi, Dalvegi, Reykjanesbraut og í vegstæði væntanlegs Arnarnes- vegar að aðveitustöðinni á Hnoðra- holti. Verklok eru áætluð um miðjan ágúst í Reykjavík, og um miðjan september í Kópavogi. Rafmagnsveitan biður íbúa við ofangreindar götur, svo og aðra vegfarendur, velvirðingar á því ónæði sem framkvæmdirnar kunna að valda. A RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT34 108 REYKJAVlK SlMI 60 46 00 ARGUS/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.