Morgunblaðið - 01.05.1991, Síða 23

Morgunblaðið - 01.05.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991 23 Launamiðarnir með lágu tölunum eftir Árna Gunnarsson i Fátt snerti mig eins illilega og í. nýliðinni kosningabaráttu og að kynnast stórum hópum láglauna- fólks í ýmsum starfsgreinum, sem á í miklum erfiðleikum með að framfleyta sér og sínum af ótrúlega lágum launatekjum. Mér er ljóst, að launataxtar í mörgum atvinnu- greinum eru lágir, en ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hve útborg- uð laun eru smánarleg. Einn föstudagsmorgun, skömmu fyrir kosningar, kom ég í fiskvinnsl- ustöð til að ræða við fólkið í „salt- inu“. Þarna var fólk á öllum aldri; fjölskyldufeður, einhleypingar, ein- stæðar mæður og unglingar. Vinn- an er erfið og óþrifaleg og vinnu- dagurinn oft mjög langur. Um það leyti sem ég var að fara kom verk- stjórinn með launamiða vikunnar. Fólkið spurði hvort ég vildi ekki líta á miðana og mér brá í brún, þegar ég sá niðurstöðutölurnar, þ.e. út- borguð laun. Eg fékk að taka ljósrit af nokkr- um launamiðum og vil koma upplýs- ingum, sem þar birtust, á framfæri. 1. dæmi: Einhleypur ungur mað- ur. Hann hafði unnið 40 tíma í dagvinnu og 24,5 klukkustundir í yfirvinnu. Launin fyrir tæplega 65 klukkustunda vinnuviku reyndust 29.992 krónur. Þegar búið var að draga frá staðgreiðslu, lífeyrissjóðs- gjald, stéttarfélagsgjald, skyldu- sparnað og fleiri liði, voru eftir í umslaginu 10.646 krónur. 2. dæmi: Einstæð móðir með tvö börn. Hún hafði unnið rúmlega 23 klukkustundir í dagvinnu og 3 og hálfa í yfirvinnu. Hún fékk einnig greidda 16 og hálfan veikindatíma í dagvinnu og 7,20 í eftirvinnu. Þetta gerði samtals 24 þúsund krónur, en útborguð laun urðu 12.630. 3. dæmi: Fjölskyldufaðir með 3 börn. Hann fær skráða 46 tíma í „Það er frumskylda nýrrar ríkisstjórnar að taka strax á þessum málaflokkum o g draga þar með úr þeirri miklu spennu og óánægju, sem er af eðlilegum ástæðum meðal lág- tekjufólksins. Kjör þess eru til skammar, en það er einmitt þetta fólk, sem hefur borið byrðar þjóðarsáttarinnar.“ dagvinnu og 25 tíma í yfirvinnu. Bónus er rúmlega 10 þúsund krón- ur og premía rösklega 9 þúsund. Heildarlaunin eru 50.301 króna. Af þessari upphæð fara 14.700 krónur í staðgreiðslu, 2.000 krónur Árni Gunnarsson í lífeyrissjóð og 4.600 krónur í orlof og eru útborguð laun tæplega 26 þúsund kr. 4. dæmi: Einstæð kona um sjö- tugt. Hún vinnur langa vinnuviku, eða 40 klst. I dagvinnu og rúmlega 22 klst. í yfirvinnu. í premíu fær hún 9.600. Heildarlaunin eru rúm- lega 36 þúsund krónur. Tæplega 10 þúsund krónur eru dregnar af henni vegna staðgreiðslu og 3.400 kr. fara í orlof. Frádrátturinn er rúmlega 15 þúsund krónur og út- borguð laun 21.248 krónur. 5. dæmi: Gift kona með uppkom- in börn. Hún vinnur tæpa 30 tíma í dagvinnu og tæpa 2 tíma í yfir- vinnu. Premía er rúmlega 4 þúsund krónur og laun samtals 14.499. Þegar staðgreiðsla og önnur gjöld hafa verið dregin frá, eru útborguð laun 9.695 krónur. En það ekki aðeins fólkið í fisk- vinnslunni, sem býr við þessi kjör. Það er hægt að finna lægri laun, sem greidd eru konum, er annast aldraða og sjúka, hjá fólki í verslun- um, konum á saumastofum og svo mætti lengi telja. Launakjör af þessu tagi, ef þau verða ekki snar- lega bætt, kalla vafalítið á harðar aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar í næstu samningagerð. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka lýstu því yfir í kosningabaráttunni, að þeir vildu bæta kjör láglauna- fólksins. Mest var rætt um hækkun skattleysismarka, fulla nýtingu per- sónuafsláttar og hækkun barna- bóta. Það er frumskylda nýrrar rík- isstjórnar að taka strax á þessum málaflokkum og draga þar með úr þeirri miklu spennu og óánægju, sem er af eðlilegum ástæðum með- al lágtekjufólksins. Kjör þess eru til skammar, en það er einmitt þetta fólk, sem hefur borið byrðar þjóðar- sáttarinnar. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Búðu sjálfum þér og fjölskyldunni sælureit í garðinum Húsasmiðjunni færðu allt efni í sólpalla, Ef þú þarft á að halda útvegum við einnig skjólveggi og girðingar. Og í bæklingi góða fagmenn sem koma á staðinn. Húsasmiðjunnar um þessi efni er að finna meta verkið, hefjast handa - og Ijúka því hugmyndir um útlit, vinnuteikningar og fljótt og vel. efnisstærðir sem henta best. Komdu eða hringdu í Húsasmiðjuna og við hjálpum þér að njóta sumarsins. HUSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5 • 104 Reykjavík ■ Simi 91-687700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.