Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991 23 Launamiðarnir með lágu tölunum eftir Árna Gunnarsson i Fátt snerti mig eins illilega og í. nýliðinni kosningabaráttu og að kynnast stórum hópum láglauna- fólks í ýmsum starfsgreinum, sem á í miklum erfiðleikum með að framfleyta sér og sínum af ótrúlega lágum launatekjum. Mér er ljóst, að launataxtar í mörgum atvinnu- greinum eru lágir, en ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hve útborg- uð laun eru smánarleg. Einn föstudagsmorgun, skömmu fyrir kosningar, kom ég í fiskvinnsl- ustöð til að ræða við fólkið í „salt- inu“. Þarna var fólk á öllum aldri; fjölskyldufeður, einhleypingar, ein- stæðar mæður og unglingar. Vinn- an er erfið og óþrifaleg og vinnu- dagurinn oft mjög langur. Um það leyti sem ég var að fara kom verk- stjórinn með launamiða vikunnar. Fólkið spurði hvort ég vildi ekki líta á miðana og mér brá í brún, þegar ég sá niðurstöðutölurnar, þ.e. út- borguð laun. Eg fékk að taka ljósrit af nokkr- um launamiðum og vil koma upplýs- ingum, sem þar birtust, á framfæri. 1. dæmi: Einhleypur ungur mað- ur. Hann hafði unnið 40 tíma í dagvinnu og 24,5 klukkustundir í yfirvinnu. Launin fyrir tæplega 65 klukkustunda vinnuviku reyndust 29.992 krónur. Þegar búið var að draga frá staðgreiðslu, lífeyrissjóðs- gjald, stéttarfélagsgjald, skyldu- sparnað og fleiri liði, voru eftir í umslaginu 10.646 krónur. 2. dæmi: Einstæð móðir með tvö börn. Hún hafði unnið rúmlega 23 klukkustundir í dagvinnu og 3 og hálfa í yfirvinnu. Hún fékk einnig greidda 16 og hálfan veikindatíma í dagvinnu og 7,20 í eftirvinnu. Þetta gerði samtals 24 þúsund krónur, en útborguð laun urðu 12.630. 3. dæmi: Fjölskyldufaðir með 3 börn. Hann fær skráða 46 tíma í „Það er frumskylda nýrrar ríkisstjórnar að taka strax á þessum málaflokkum o g draga þar með úr þeirri miklu spennu og óánægju, sem er af eðlilegum ástæðum meðal lág- tekjufólksins. Kjör þess eru til skammar, en það er einmitt þetta fólk, sem hefur borið byrðar þjóðarsáttarinnar.“ dagvinnu og 25 tíma í yfirvinnu. Bónus er rúmlega 10 þúsund krón- ur og premía rösklega 9 þúsund. Heildarlaunin eru 50.301 króna. Af þessari upphæð fara 14.700 krónur í staðgreiðslu, 2.000 krónur Árni Gunnarsson í lífeyrissjóð og 4.600 krónur í orlof og eru útborguð laun tæplega 26 þúsund kr. 4. dæmi: Einstæð kona um sjö- tugt. Hún vinnur langa vinnuviku, eða 40 klst. I dagvinnu og rúmlega 22 klst. í yfirvinnu. í premíu fær hún 9.600. Heildarlaunin eru rúm- lega 36 þúsund krónur. Tæplega 10 þúsund krónur eru dregnar af henni vegna staðgreiðslu og 3.400 kr. fara í orlof. Frádrátturinn er rúmlega 15 þúsund krónur og út- borguð laun 21.248 krónur. 5. dæmi: Gift kona með uppkom- in börn. Hún vinnur tæpa 30 tíma í dagvinnu og tæpa 2 tíma í yfir- vinnu. Premía er rúmlega 4 þúsund krónur og laun samtals 14.499. Þegar staðgreiðsla og önnur gjöld hafa verið dregin frá, eru útborguð laun 9.695 krónur. En það ekki aðeins fólkið í fisk- vinnslunni, sem býr við þessi kjör. Það er hægt að finna lægri laun, sem greidd eru konum, er annast aldraða og sjúka, hjá fólki í verslun- um, konum á saumastofum og svo mætti lengi telja. Launakjör af þessu tagi, ef þau verða ekki snar- lega bætt, kalla vafalítið á harðar aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar í næstu samningagerð. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka lýstu því yfir í kosningabaráttunni, að þeir vildu bæta kjör láglauna- fólksins. Mest var rætt um hækkun skattleysismarka, fulla nýtingu per- sónuafsláttar og hækkun barna- bóta. Það er frumskylda nýrrar rík- isstjórnar að taka strax á þessum málaflokkum og draga þar með úr þeirri miklu spennu og óánægju, sem er af eðlilegum ástæðum með- al lágtekjufólksins. Kjör þess eru til skammar, en það er einmitt þetta fólk, sem hefur borið byrðar þjóðar- sáttarinnar. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Búðu sjálfum þér og fjölskyldunni sælureit í garðinum Húsasmiðjunni færðu allt efni í sólpalla, Ef þú þarft á að halda útvegum við einnig skjólveggi og girðingar. Og í bæklingi góða fagmenn sem koma á staðinn. Húsasmiðjunnar um þessi efni er að finna meta verkið, hefjast handa - og Ijúka því hugmyndir um útlit, vinnuteikningar og fljótt og vel. efnisstærðir sem henta best. Komdu eða hringdu í Húsasmiðjuna og við hjálpum þér að njóta sumarsins. HUSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5 • 104 Reykjavík ■ Simi 91-687700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.