Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 68

Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 68
 Fylgstu með hverrí krónu í rekstrínum! - svo vel jS&BÚSTJÓRI VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR ^91t/ STRENGUR, sími 91-685130 sjováoPaimennar MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Sovétmenn greiða Ala- _ fossi hf. 134 milljónir SOVÉTMENN ætla að greiða í byrjun næstu viku 2,2 milljónir Bandaríkjadala, eða um 134 milljónir króna, sem þeir skulda Alafossi hf. vegna ullarkaupa héðan í fyrra. Sovétmenn skuld- uðu Alafossi hf. tæpar 5 miiyón- ir Bandaríkjadala með áföllnum vöxtum en siðustu daga hafa þeir greitt tæplega 900 þúsund dali af skuldinni. Ólafur Egilsson, sendiherra í r Moskvu, og Stefán L. Stefánsson sendiráðsritari, gengu á fund Júrí S. Noskovskíj, aðalforstjóra ut- anríkisviðskiptabanka Sovétríkj- anna, 23. apríl síðastliðinn. Á fundinum var lagt fram bréf frá dr. Jóhannesi Nordal seðlabanka- stjóra en Seðlabankinn og Lands- bankinn hafa þrýst á um uppgjör og Bjöm Tryggvason aðstoðar- seðlabankastjóri og Barði Áma- son, deildarstjóri alþjóðadeildar Landsbankans, hafa hvað helst unnið að þessu máli. Tíu reið- hjólum var stolið TÍU reiðhjólum var stolið í Reykjavík á síðasta sól- arhring. Meðal annars var tveimur hjólum stolið frá sama húsi í Hlíðunum. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðar- yfirlögregluþjóns er það ár- visst í sumarbyijun að reið- hjólaþjófnuðum fjölgi ört og jafnan er hundraðum reið- hjóla stolið á hveiju sumri. Hann sagði að lögreglan vildi hvetja hjólreiðamenn til að auðvelda þjófunum ekki verkið með því skilja reiðhjól eftir ólæst eða í reiðuleysi. Morgunblaðið/Sverrir Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á fyrsta ríkisráðsfundi sínum á Bessastöðum í gær. Frá vinstri eru Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgönguráðherra, Eiður Guðnason umhverfisráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra. Fyrir aftan situr Guðmundur Benediktsson ríkisráðsritari. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Vextir munu hækka á næst- unni en lækka síðan á ný Fjármálaráðherra segir að allur nýr innlendur sparnaður dugi varla ríkissjóði RIKISSTJORN Davíðs Odds- sonar tók við völdum á ríkis- ráðsfundi á Bessastöðum klukk- an 14 í gær. Áður hafði ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar farið frá á ríkisráðs- fundi. Fyrsti fundur nýju ríkis- stjórnarinnar verður á fimmtu- dag og segir Davíð Oddsson forsætisráðherra að þar verði væntanlega helst fjallað um rík- isfjármál. Davíð Oddsson sagði eftir ríkis- ráðsfundinn að búast mætti við að vextir hækkuðu á næstunni. Hann sagðist í raun telja, að vextir hafi þegar hækkað, þótt það hafi verið falið, þar sem ríkisskuldabréf hefðu íslendingar hætta þátttöku í samningafundum um EES Evrópubandalagiö krafioum viðunandi tillögur í sjávarútvegsmálum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐALSAMNINGAMAÐUR Is- lands í samningaviðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) gekk út af óformlegum samninga- fundi á föstudag í mótmælaskyni við áherslur samningamanna Evr- ópubandalagsins (EB) í sjávarút- vegsmálum. Horst Krenzler, aðal- samningamaður EB, ítrekaði á fundinum að framkvæmdastjórn EB hefði ekkert umboð til að semja um tollaívilnanir nema í staðinn komi aðgangur að fiski- miðum aðildarríkja Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA). _ í framhaldi af útgöngunni hafa ís- lendingar ákveðið að taka ekki þátt í sameiginlegum fundum með fulltrúum EB og jafnframt að silja fundi EFTA-fuIltrúa um samningana sem áheymarfulltrú- ar. Samningafundurinn á föstudag var haldinn í kjölfar sameiginlegs fundar yfirsamninganefnda EFrA og EB á fimmtudag. Á fundinum þótti ljóst að ekkert þokaði í viðræð- unum um sjávarafurðir en fram- kvæmdastjóm EB hefur átt í miklum erfíðleikum með sum aðildarríkja bandalagsins og þá sérstaklega Spánverja sem hafa verið ósveigjan- legir í kröfum sínum um fiskiveiði- heimildir í fískveiðilögsögum aðild- arríkja EFTA. Samkvæmt heimild- um í Brussel kemur þessi ákvörðun íslendinga ekki á óvart en yfírgnæf- andi hagsmunir þeirra í sjávarútvegi eru almennt viðurkenndir. Talið er líklegt að ákvörðun íslendinga geti auðveldað framkvæmastjórn Evr- ópubandalagsins að ná fram mála- miðlun við aðildarríkin um sjávarút- vegsmál. Engin ákvörðun hefur verið tekin af hálfu íslendinga um að hætta þátttöku í samningaviðræðunum en sennilegt þykir að fulltrúar íslands sæki ekki fundi fyrr en framkvæmd- astjórn EB leggur fram viðunandi tilboð um sjávarafurðir. Samkvæmt heimildum innan framkvæmda- stjórnar EB er litið svo á að til þess að unnt verði að miðla málum í deil- unni þurfi annars vegar að fá Spán- veija til að láta af kröfum sínum um veiðiheimildir og hins vegar Norðmenn til að falla frá kröfunum um að þeir fái sömu kjör og íslend- ingar. Það liggi þess vegna fyrir að hvort bandalag um sig nái samstöðu um þessi atriði áður en hægt verði að koma til móts við íslendinga. Næsti sameiginlegi samninga- fundur EB og EFTA verður á morg- un, fímmtudag, í samningahópi þeim sem fjallar um frjálsa vöruflutninga þ.m.t. sjávarafurðir. legið óseld og fyrri ríkisstjórn ekki viljað hækka vexti á þeim á það stig sem þeir í rauninni væra. „Ég býst við því að vextirnir muni fara í það sem þeir era, nú þegar stjórn- in fer frá, en síðan, eftir að ríkisút- gjöldum verður mætt, þá ættu vext- ir að ganga niður á nýjan leik,“ sagði hann. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði, að ekki yrði hægt að mæta allri lánsfjárþörf ríkisins á innlendum markaði það sem af væri ársins, þar sem allur nýr inn- lendur sparnaður dygði ekki til þess. Rætt hefur verið um það milli formanna stjórnarflokkanna, að færð verði verkefni til umhverfis- ráðuneytis þannig að það fái meira vægi. Ekki hefur verið fastsett enn hvaða verkefni það eru. Steingrímur Hermannsson frá- farandi forsætisráðherra sagði að engar bölbænir fylgdu nýju ríkis- stjórninni frá sér. „Ég vona að henni takist að byggja á þeim góða arfi sem hún tekur við og glati þar engu niður. Ég legg sérstaka áherslu á að það takist breitt og gott samstarf við aðila vinnumark- aðarins og að það takist að hefja framfarasókn á þessum grundvelli," sagði Steingrímur lagði og áherslu á að stjómarandstaða sín yrði mál- efnaleg. Sjá fréttir og viðtöl á bls. 30-31 og 34-37.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.